Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Mundi afar lítið
n Sýknudómur í nauðgunarmáli
H
æstiréttur staðfesti á fimmtu-
dag dóm Héraðsdóms Reykja-
víkur um að sýkna bæri mann
sem sakaður var um að
hafa nauðgað konu í október 2010.
Manninum var gefið að sök að hafa
haft samræði við konu sem ekki gat
spornað við verknaðinum sökum
ölvunar og svefndrunga. Maðurinn
hélt því fram að konan hefði verið
meðvituð og tekið þátt í kynlífi með
fúsum og frjálsum vilja.
Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu að framburður ákærða
hefði verið stöðugur og hann hefði
frá upphafi staðfastlega neitað sök.
Brotaþoli hefði hins vegar mjög
lítið munað eftir atvikum umræddrar
nætur og þar af leiðandi væri erfitt að
meta framburð konunnar. Þó hefði
engin ástæða verið til að draga fram-
burð hennar í efa. Að mati dómsins
hafði ákæruvaldinu ekki, gegn stað-
fastri neitun ákærða, tekist að sanna
svo ekki léki á skynsamlegur vafi að
brotaþoli hefði ekki getað spornað
við verknaðinum sökum ölvunar og
svefndrunga.
I
ngi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi
forstöðumaður markaðsvið-
skipta hjá Glitni, fékk í vikunni
tæplega 12 milljóna króna bón-
usgreiðslu viðurkennda sem al-
menna kröfu í bú bankans í Héraðs-
dómi Reykjavíkur. Bónusgreiðslan til
Inga Rafnars var vegna starfa hans
fyrir Glitni í september og október
2008 en bankinn var einmitt yfir-
tekinn af Fjármálaeftirlitinu í byrjun
október það ár. Því er um að ræða
bónusgreiðslu út úr banka sem var á
fallandi fæti þegar Ingi Rafnar vann
sér inn umræddan bónus. Bónus-
greiðslan er reiknuð út frá hlutdeild
Inga Rafnars í tekjum markaðsvið-
skipta Glitnis í september og október
2008.
Fær einungis hluta af
milljónunum
Fari svo að Hæstiréttur Íslands stað-
festi þessa niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur, ef dómnum verður
áfrýjað, mun Ingi Rafnar Júlíusson fá
hluta af þessum tæplega 12 milljón-
um króna greiddan út úr búi Glitnis.
Búist er við því að kröfuhafar Glitn-
is fái tæplega 30 prósent af almenn-
um kröfum sínum greidd út úr þrota-
búinu. Eignir búsins eru áætlaðar
vera tæplega 800 milljóna króna virði
en skuldirnar eru um 2.500 milljarðar
króna. Ingi Rafnar mun því aðeins fá
um 4 milljónir króna greiddar út úr
búinu og svo þyrfti hann að greiða af
þeim tekjuskatt. Því er ekki um ræða
mjög háa fjárhæð.
Dómurinn hefur hins vegar for-
dæmisgildi fyrir um 100 sambærileg
mál fyrrverandi starfsmanna Glitnis
sem sótt gætu launaauka á sambæri-
legum forsendum og Ingi Rafnar.
Þetta segir Páll Eiríksson í slitastjórn
Glitnis sem rak málið fyrir hönd
bankans. Nokkur slík mál eru nú rek-
in fyrir dómi.
Gerði kröfu upp á 63 milljónir
Ingi Rafnar gerði samtals kröfu í búið
upp á rúmlega 63 milljónir króna
í níu liðum sem listaðir eru upp í
dómnum. Hann fær því aðeins lítinn
hluta af kröfum sínum viðurkenndan
með dómnum. Sú staðreynd að Ingi
Rafnar fékk launaauka sinn viður-
kenndan er hins vegar viss sigur fyrir
hann og aðra starfsmenn Glitnis sem
reka sambærileg mál fyrir dómi.
Meðal þess sem Ingi Rafnar krafð-
ist í málarekstrinum gegn Glitni var
að bankinn greiddi honum 24,4
milljónir króna vegna skólagjalda
og launagreiðslna meðan á náminu
stæði en kveðið var á um slíkt í ráðn-
ingarsamningi hans. Í dómnum er
tilvitnun í þetta ákvæði í ráðningar-
samningi Inga Rafnars: „Ef starfs-
maður kýs að fara í framhaldsnám
þá skal bankinn greiða skólagjöld allt
að 4 milljónum auk þess sem starfs-
maður skal eiga þess kost að halda
50% af föstum launum sínum með-
an á námi stendur. Ef starfsmanni
er sagt upp þá heldur hann þessum
réttindum í 18 mánuði eftir að upp-
sagnarfresti lýkur.“
Þetta er stærsti einstaki liðurinn í
kröfugerð Inga Rafnars en þar að auki
gerði hann kröfur um greiðslu kostn-
aðar vegna síma, reksturs bifreiðar
auk framlags í séreignasjóð í 18 mán-
uði og fleira í þeim dúr. Héraðsdóm-
ur vidi ekki samþykkja þessar kröfur
hans.
Býst við afrýjun
Páll Eiríksson segist búast við því að
slitastjórn Glitnis áfrýi dómnum. Þá
er einnig ekki loku fyrir það skotið
að Ingi Rafnar áfrýi dómnum sjálfur.
„Ég býst frekar við því að við áfrýjum
en ekki,“ segir Páll. Hann segir að það
sé sigur fyrir slitastjórnina að Héraðs-
dómur Reykjavíkur hafi ekki fallist á
greiðslu úr búi bankans vegna „óeðli-
legra“ atriða í ráðningarsamningi eins
og greiðslu skólagjalda og launa með-
an á námi stæði og annars í þeim dúr.
Páll segir hins vegar að niðurstaða
Héraðsdóms Reykjavíkur um greiðslu
á kaupauka til Inga Rafnars hafi for-
dæmisgildi í öðrum málum starfs-
manna Glitnis og að þess vegna kunni
slitastjórnin að áfrýja dómnum.
Ingi fær 12 milljóna
bónus viðurkenndan
n Glitnistoppar áttu að fá skólagjöld frá bankanum og helming launa sinna„Ef starfsmaður
kýs að fara í fram-
haldsnám þá skal bank-
inn greiða skólagjöld allt
að 4 milljónum.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Viss sigur Niðurstaða Héraðs-
dóms Reykjavíkur í máli Inga Rafnars
Júlíussonar gegn Glitni er viss sigur
fyrir hann. Ingi Rafnar fær launaauka
upp á tæpar 12 milljónir viðurkenndan
sem almenna kröfu í bú bankans.
Ársreikningur Reykjanesbæjar:
Staðan ekki
eins góð
Bæjarfulltrúar Samfylkingar í
Reykjanesbæ, Friðjón Einarsson,
Guðný Kristjánsdóttir og Eysteinn
Eyjólfsson, segja að fjárhagsstaða
bæjarins sé ekki jafn góð og full-
trúar Sjálfstæðisflokksins láta í
veðri vaka. Vitna þeir í „eintóna og
einhliða“ fréttatilkynningu meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins þar sem
hafi mátt skilja að rekstur Reykja-
nesbæjar hafi gengið vel á síðasta
ári og að bæjarsjóður hafi skilað
jákvæðri niðurstöðu upp á 33
milljónir króna.
„Hið rétta er að á síðasta ári
tókst að koma í veg fyrir um 1.000
milljóna króna taprekstur Reykja-
nesbæjar með sölu eigna. Þá fékk
Reykjanesbær 1.500 milljónir
króna framlag frá Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga.
Ársreikningur Reykjanesbæjar
2011 sýnir að meirihluta sjálfstæð-
ismanna í Reykjanesbæ hefur enn
eitt árið mistekist að halda rekstri
bæjarsjóðs réttu megin við núllið
án þess að selja eignir bæjarins,“
segja fulltrúar Samfylkingar í til-
kynningu sem þeir sendu frá sér.
Réðst á
dyravörð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
handtók karlmann á miðvikudags-
kvöld sem réðst á dyravörð á veit-
ingahúsi við Laugaveg. Maður-
inn reyndist vera mjög ölvaður og
var hann fluttur í fangageymslu
þar sem hann fékk að sofa úr sér
áfengis vímuna. Fyrr um kvöldið
stöðvaði lögregla akstur bifreiðar
á Höfðabakka vegna gruns um að
ökumaður væri undir áhrifum fíkni-
efna. Maðurinn var einnig á of mikl-
um hraða og réttindalaus við stýrið.
Þá var tilkynnt um umferðarslys
við Kleifarvatn á miðvikudagskvöld.
Mótorhjólamaður féll þá af hjóli
sínu en í fyrstu var talið að hann
væri handleggsbrotinn. Sjúkrabif-
reið og björgunarsveit voru sendar
á vettvang ásamt lögreglu. Meiðsl
mannsins reyndust minniháttar.
Hæstiréttur Staðfesti sýknudóm yfir
manni sem var ákærður var fyrir nauðgun.