Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 32
32 Viðtal 11.–13. maí 2012 Helgarblað M ér finnst best þeg- ar það er mik- ið um að vera. Þá kem ég mestu í verk. Annars hefur þetta runnið ótrúlega mjúk- lega áfram allt saman,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir sem hefur stað- ið í ströngu síðustu vikurnar. Greta og föruneyti heldur til Bakú í Aserbaídsjan nú um helgina, nánar tiltekið á laug- ardaginn, en íslenski hópur- inn stígur á svið þann 22. maí. Greta Salóme er allt í öllu í ís- lenska atriðinu. Hún syng- ur, er höfundur lags og texta og spilar á fiðlu. Það er því nóg að gera í undirbúningn- um en meðfram öllu saman er hún að leggja lokahönd á meistaranámsritgerð sína við Listaháskóla Íslands. „Lífið er bara tónlist,“ seg- ir Greta glöð í bragði. Hún hlakkar mikið til að halda til Bakú þar sem æfingar, viðtöl við fjölmiðla og alls kyns viðburðir bíða hennar og Jóns Jóseps Snæbjörns- sonar en Jónsi syngur lagið með henni. „Það hafa allir verið svo jákvæðir og hjálp- samir. Ég hef þurft að hafa litlar áhyggjur af öllu stúss- inu,“ segir Greta og bætir við að hún finni fyrir miklum stuðningi frá íslensku þjóð- inni. „Það er mjög dýrmætt. Mér er reglulega óskað góðs gengis af ókunnugum þegar ég fer út í búð og mér þykir afar vænt um það. Ég reyni samt að gera mér lágmarksvæntingar. Ég er staðráðin í að skila þessu fag- mannlega og vel af mér en það eru í rauninni einu vænt- ingarnar sem ég get gert. Ég get bara gert mitt besta og vonað að fólk kunni að meta það. Svo verður maður að muna að þetta er ekki endi- lega keppni um gæði í tón- list.“ Með báða fætur á jörðinni Greta Salóme hefur kynnt sér andstæðingana og segir að sér lítist best á finnska lagið. „Það er mitt uppáhalds. Þetta er krúttlegt og fallegt lag sem er virkilega vel flutt. Sænska lag- ið skorar hins vegar mjög hátt í skoðanakönnunum og því er oftast spáð sigri. Þetta er kraft- mikið „euro-popp“ sem leggst vel í áhangendur keppninnar. Lagið er ekki minn tebolli en söngkonan gerir þetta vel.“ Íslenska lagið fær einnig góða dóma en Greta segist halda báðum fótum vel á jörð- inni. „Þetta er bara byggt á því sem fólk hefur heyrt á upptök- um en auðvitað er gaman að heyra þetta. Aðdáendaklúbb- arnir setja okkur í áttunda til fyrsta sæti. Það er sigur út af fyrir sig og miklu betri árangur en ég bjóst við og góður með- byr inn í keppnina. Hins vegar er landslagið allt annað þegar kemur að keppn- inni sjálfri. Oft er þar spurning- in hver er með mesta glingrið eða glysið á sviðinu. Við erum ekki að fara taka þátt í þeirri keppni. Við ætlum að láta tón- listina tala frekar en eitthvað annað.“ Fjögurra ára fiðluleikari Greta Salóme er fædd árið 1986 og alin upp í Mos- fellsbæ. Mamma hennar heit- ir Kristín Lilliendahl og er að- junkt við Háskóla Íslands og pabbi hennar er Stefán Páls- son byggingarmeistari. Greta á eina systur, Sunnu Rán, sem er tveimur árum yngri en hún og starfar sem verslunarstjóri í Jack&Jones. Kristín hefur bæði samið og gefið út tón- list en þekktasta lag hennar er líklega Ég skal mála allan heiminn elsku mamma, sem kom út árið 1973. Afi Gretu, faðir Kristínar, var einnig í tónlist. Sjálf var Greta aðeins fjög- urra ára þegar hún byrjaði að læra á fiðlu. „Síðan hefur allt snúist um tónlistina og fiðluna. Tónlistin hefur alltaf verið miðpunkturinn í mínu lífi – það sem allt hefur snúist í kringum,“ segir hún og bætir við að henni hafi aldrei dottið í hug að hætta að læra á fiðlu í gegnum öll þessi ár. „Auðvit- að hefur fiðlunámið ekki allt- af verið jafn skemmtilegt. Það komu tímar sem mig lang- aði miklu frekar að fara út að leika mér en að æfa mig. Samt hef ég aldrei fengið það mik- inn leiða að ég hef íhugað að hætta. Þegar ég byrjaði æfði ég mig í svona hálftíma á dag en á unglingsárunum voru þetta fjórir tímar að lágmarki. Ég er fyrst og fremst klass- ískur fiðluleikari en þessa stundina legg ég áherslu á að semja og flytja mína eigin tónlist. Ég hef verið að læra „complete vocal technique“ og er að vinna að plötu með Þorvaldi Bjarna. Við erum rosalega lík þegar kemur að tónlist og vinnum vel saman. Viku eftir að ég kem heim frá Bakú mun ég verja meistara- ritgerð mína en eftir það för- um við beint í stúdíó. Ég legg mikla áherslu á að halda áfram með mín verkefni og það hefur ekk- ert breyst í þeim efnum þótt keppnin hafi komið upp. Hún hefur bara stytt mér leið og ég stefni á að gefa út miklu meira efni í framtíðinni. Von- andi kemur þessi fyrsta plata út í haust en Sena mun gefa hana út.“ Í 200 prósenta námi Greta gekk í Varmárskóla og Tónlistarskóla Reykjavíkur. Árið 2002 fór hún í Mennta- skólann í Reykjavík en tvö síðustu árin þar var hún einnig í Listaháskóla Íslands. Hún lauk stúdentsprófi árið 2006 og BA-prófi í fiðluleik frá LHÍ árið 2008. „Ég var í 200 prósenta námi. Þetta voru strembin tvö ár en svakalega skemmtileg. Svona er skóla- kerfið fyrir tónlistarfólk – þetta skarast yfirleitt. Ég var heppin og fékk mikinn skiln- ing frá kennurunum í MR og það er þeim að þakka að þetta gekk upp hjá mér. Þar að auki var ég á kafi í félags- lífinu og eftir á að hyggja skil ég ekki hvernig ég náði að sinna þessu öllu,“ segir Greta sem hélt út til Bandaríkjanna árið 2007 í frekara tónlistar- nám og fór í Stetson-háskóla í DeLand á Flórída. Hún seg- ir dvölina úti hafa veitt henni góða reynslu. „Ég þroskað- ist mikið sem tónlistarmað- ur og sérstaklega sem fiðlu- leikari. Þetta var æðislegt. Ég var á heimavist og var með æðislegan kennara. Ég var í góðum félagsskap og fékk gott aðhald. Þetta var afar áreynslulaus en ótrúlega dýr- mætur tími.“ Sem barn stundaði Greta frjálsar íþróttir meðfram tón- listinni auk þess sem hún æfði samkvæmisdansa. „Ég hef alltaf haft rosalega þörf fyrir að hreyfa mig og fá útrás og ég er afskaplega þakklát fyrir grunninn sem sam- kvæmisdansinn veitti. Þegar maður vinnur sem tónlistar- maður skiptir miklu máli að vera meðvitaður um líkams- stöðu. Að koma fram er svo miklu meira en að labba fram á sviðið og syngja eða spila á fiðlu. Maður þarf að vera flytjandi í svo miklu víðari skilningi. Þessi grunnur hef- ur hjálpað mér mikið í þessu Eurovision-verkefni,“ segir Greta sem fór að mæta í rækt- ina af krafti þegar hún var 17 ára. „Ég smitaðist af íþrótta- áhuga úti í Flórída og þegar ég kom heim byrjaði ég í boot- camp. Þar fann ég mig aftur. Ég er svo rosaleg keppnis- manneskja. Í bootcamp náði ég að sameina keppnismann- eskjuna í mér, að vera í góðu formi og geta gert allt það sem ég vil gera. Svo færði ég mig yfir í crossfit.“ Fjórum árum yngri kærasti Kærasti Gretu heitir Elvar Þór Karlsson. Elvar rekur Cross- Fit stöðina og er bootcamp- þjálfari að auki en hann þjálf- aði Gretu í bootcamp á sínum tíma. „Við eigum crossfit-ið saman sem er mjög dýrmætt. Hann er á fullu í þessu sporti – lifir og hrærist í þessum heimi. Og ég er alveg smituð,“ segir hún brosandi. Elvar er fjórum árum yngri en hún en parið, sem hefur verið sam- an frá árinu 2010, ætlar sér að flytja inn í eigin íbúð í Grafar- holtinu í haust. „Hann hefur búið í Grafarvogi allt sitt líf en foreldrar hans fluttu í Mos- fellsbæinn stuttu eftir að við byrjuðum saman. Ég vil meina að tengdaforeldrar mínir hafi verið svona hrifnir af mér,“ seg- ir hún hlæjandi og bætir við að þótt það fari vel um þau í for- eldrahúsum hlakki þau mik- ið til að komast í eigið hús- næði. „Við erum mjög spennt en reynum að fara skynsam- lega að öllu. Við viljum koma okkur vel fyrir og gera þetta sem áreynslulausast. Við erum mjög samstiga og voðalega lík hvað flest varðar og lendum oft í því að hugsa það sama. Þetta er allt voða þægilegt,“ segir hún og bætir við að hún taki ekki eftir aldursmuninum. „Ég hélt alltaf að hann væri eldri en ég. Þegar ég spurði hann hvaða módel hann væri þá sagðist hann vera „drullu- gott módel“. Og þar með var það afgreitt. Það halda allir að hann sé eldri en hann er. Hann er svo ofboðslega traust- ur, sterkur og heiðarlegur. Svo er hann líka drepfyndinn og fær mig alltaf til að hlæja. Jafn- vel þótt Eurovision hangi yfir mér. Hann er allt sem ég hefði viljað. Það er alltaf gaman hjá okkur,“ segir Greta og bætir við að Elvar verði með henni úti í Bakú. „Ég treysti mér ekki til að fara í þessa ferð án hans. Syst- ir mín fer með mér á laugar- daginn og svo koma Elvar og mamma og pabbi viku seinna. Það verður voðalega gott að fá hann. Fjölskyldan styður þétt við bakið á mér og ég veit að þau eru mjög stolt.“ Greta Salóme er alin upp Fær styrk úr trúnni Greta Salóme Stefánsdóttir er á leið til Bakú í Aserbaídsjan um helgina ásamt fríðu föruneyti til að taka þátt í Eurovision- söngvakeppninni. Þótt Greta Salóme sé allt í öllu í íslenska atriðinu kvíður hún engu. Hún er alin upp í kristinni trú og segist pott- þétt ætla að biðja bæn áður en hún stígur á svið enda sé best að láta karlinn þarna uppi sjá um þetta. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Gretu Salóme um fjölskylduna, ástina, lífsviðhorfin, trúna og tónlistina sem hefur alltaf verið miðpunkturinn í lífi hennar. „Fyrir mörgum er trú mikið feimnismál en alls ekki fyrir mér. Ég er samt ekkert að flagga henni vísvit- andi en reyni í stað- inn að láta verkin tala. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.