Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 11.–13. maí 2012 Helgarblað Vinir Vestur-Sahara n Umfjöllun DV ýtti stofnuninni úr vör U mfjöllun DV varð til þess að menn hundskuðust til að ýta þessu úr vör,“ segir Stefán Páls- son, sagnfræðingur og með- limur í undirbúningshóp fyrir stofn- un vinafélags Vestur-Sahara. DV hefur undanfarið fjallað ítarlega um sjóræn- ingjaveiðar íslenskra aðila við strendur Afríku, þar á meðal við Vestur-Sahara. Landið var hertekið af Marokkó árið 1975 en hafði verið spánsk nýlenda. Spánverjar yfirgáfu landið í skugga uppreisnar Sahrawi-þjóðarinnar sem sækir uppruna sinn til svæðisins. Vest- ur-Sahara er eitt strjálbýlasta svæði heims en talið er að íbúar af Sahrawi- þjóðflokknum séu á bilinu 500 til 700 þúsund. „Marokkó-menn hafa reist 2.500 km langan aðskilnaðarmúr og við múrinn eru hermenn á vöktum auk þess sem fjölda af jarðsprengjum hef- ur verið komið fyrir í jörðu. Sahrawi- þjóðin hefur aðeins lítinn hluta síns eigin lands til afnota og í þeim hluta eru litlar bjargir. Marokkó-menn út- deila síðan auðlindum landsins til sinna eigin eða fyrirtækja annarra ríkja, þar með talið íslenskra fyrir- tækja,“ segir í lýsingu undirbúnings- hópsins á Facebook en þegar eru um 250 manns í hópnum. Hjólreiðaborgin Reykjavík: 100 kíló- metrar á átta árum „Við stefnum að því að stórauka hlutdeild hjólreiða í borginni með því að leggja fleiri og betri hjólastíga og bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk. Markmiðið er að árið 2020 verði búið að leggja 100 kílómetra af hjólaleiðum,“ sagði Eva Einarsdóttir, formað- ur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, í ávarpi sínu á opnunarhátíð Hjólað í vinnuna í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum sem haldin var á miðviku- dag. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur tíunda árið í röð fyrir Hjólað í vinnuna, vinnu- staðakeppni um allt land sem fram fer dagana 9.–29. maí. Í til- kynningu frá umhverfis- og sam- göngusviði Reykjavíkurborgar kemur fram að landsmenn hafi tekið átakinu vel og þátttakend- um fjölgað um rúmlega 2.000 prósent frá upphafi. Nú þegar hafa 519 vinnustaðir skráð 1.126 lið með 6.848 liðsmönnum og munu þessar tölur halda áfram að hækka næstu þrjár vikurnar. Eva lagði áherslu á mikil- vægi alls konar samgönguhátta í Reykjavík, því ef einkabíll- inn fengi að einoka sviðið yrðu öll mannleg samskipti einhæf. „Við í Reykjavík viljum snúa við á punktinum og bæta aðstæð- ur fyrir gangandi, hjólandi og þá sem vilja fara í strætó.“ Hún nefndi að á döfinni væri hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárósa, hjólaleið meðfram Suðurlands- braut og uppbyggingu hjóla- skýla. Hún sagði að hjólreiðar bættu andrúmsloftið í borginni í margs konar merkingu þess orðs. Reykjavíkurborg er með könnun á netinu þar sem hægt er að merkja leiðina sem hjóluð er og gera athugasemdir við hana. Ábendingar hafa verið not- aðar til að betrumbæta hjólastíga- kerfi borg- arinn- ar. Stefán Pálsson meðlimur í hópnum. Þ eir Jóhann Ársælsson, ný- skipaður stjórnarformaður Íbúða lánasjóðs, og Guðbjart- ur Hannesson velferðarráð- herra hafa lengi barist saman í stjórnmálum. Guðbjartur skrifaði til að mynda grein til stuðnings Jóhanni árið 1999 en það ár sóttist Jóhann eft- ir efsta sæti á lista Samfylkingarinn- ar í prófkjöri flokksins á Vesturlandi. Guðbjartur skipaði Jóhann formann stjórnar Íbúðalánasjóðs á mánudag eftir að Katrín Ólafsdóttir lektor ósk- aði eftir því að hætta í stjórninni. Allir kjósi Jóhann „Ég skora því á alla stuðningsmenn Samfylkingar á Vesturlandi að taka þátt í prófkjörinu og velja Jóhann í fyrsta sætið,“ skrifaði Guðbjartur Hannesson um Jóhann. „Sjálfur er ég samt ekki í nokkrum vafa um að list- inn verður sterkastur með Jóhann Ár- sælsson í fyrsta sæti. Hann hefur mjög góða þekkingu og reynslu af atvinnu- málum og er ötull baráttumaður gegn óréttlæti kvótakerfisins. Hann hef- ur góða þekkingu á félags-, skóla- og heilbrigðismálum og berst fyrir bættri stöðu láglaunafólks og öryrkja,“ sagði Guðbjartur um Jóhann félaga sinn. Þeir sátu saman í bæjarstjórn á Akra- nesi á árunum 1986 til 1990. Skipasmíðameistari verður sjóðsstjóri Jóhann er skipasmíðameistari að mennt og var um árabil framkvæmda- stjóri Bátastöðvarinnar Knarrar á Akranesi. Þess utan var Jóhann í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins á áttunda áratugnum og í stjórn Síldarverk- smiðju ríkisins á tíunda áratugnum. Hann sat á þingi fyrir Alþýðubanda- lagið frá 1991 til 1995 og Samfylk- inguna frá 2003 til kosninga árið 2007, þegar hann ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu á þingi. Jó- hann sagði í samtali við fréttastöðina NFS í september árið 2006 að hann væri búinn að vera í stjórnmálum mjög lengi. Það hefði verið langur og góður tími og hann væri því ákaflega sáttur við að ljúka störfum. Jóhann hefur setið í stjórn Íbúðalánasjóðs frá því í 1. janúar árið 2007. Einn höfunda fyrningarleiðarinnar Jóhann Ársælsson er sagður einn höf- unda fyrningarleiðar Samfylkingar- innar en það var sú leið sem flokkur- inn lagði til að farin yrði til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sjálfur barðist Jóhann ötullega fyrir þeirri leið til breytinga meðal annars í al- þingiskosningunum árið 2003. Í gróf- um dráttum snérist stefnan um að hlutdeild núverandi handhafa kvót- ans myndi fyrnast um fimm prósent ár hvert og fara á opinn leigumark- að. Fyrningarleiðin var að einhverju marki stefna Samfylkingarinnar um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi allt þar til sáttanefnd um endurskoðun á lög- um um stjórn fiskveiða, sem hags- munaaðilar í sjávarútvegi áttu sæti í skilaði lokaskýrslu og tillögum til sjáv- arútvegsráðherra árið 2010. Þar var leiðinni í raun hafnað en þess í stað lagt til að farin yrði svokölluð sátta- leið. Guðbjartur Hannesson var for- maður nefndarinnar. 944 milljarða ríkisábyrgð Ríkisábyrgð vegna útgefinna skulda- bréfa Íbúðalánasjóðs eru tæplega 944 milljarðar. Samkvæmt töflu um stöðu ríkisábyrgða frá árunum 2005 til 2011, sem birt er á vefnum lanamal.is, er ríkisábyrgð vegna Íbúðalánasjóðs um þrír fjórðu hlutar þeirrar upphæðar sem ríkið ábyrgist vegna eigin stofn- ana, ríkisfyrirtækja og sameignar- og hlutafélaga. Árið 2011 stóð ríkið að baki skuld- bindingum upp á rúmlega 1.322 millj- arða króna. Þar af eru tæpir 944 vegna Íbúðalánasjóðs og um 356 milljarð- ar skuldbindingar tilkomnar vegna Landsvirkjunar. Það skal þó tekið fram að um bráðabirgðatölur er að ræða. Hvorki náðist í Jóhann Ársælsson né Guðbjart Hannesson við vinnslu fréttarinnar. Skipaði félaga sinn yfir Íbúðalánasjóð n Guðbjartur vildi Jóhann efst á lista Samfylkingar í prófkjöri árið 1999 „Ég skora því á alla stuðningsmenn Samfylkingar á Vestur- landi að taka þátt í próf- kjörinu og velja Jóhann í fyrsta sætið. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Skipar í stjórn Íbúðalánasjóðs Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skrifaði stuðningsgrein vegna prófkjörsbar- áttu Jóhanns Ársælssonar árið 1999. 944 milljarða maðurinn Jóhann Ársælsson, skipasmíðameistari og fyrr- verandi þingmaður Samfylkingarinnar, er nú stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs. Miklar skuldbindingar Þrír fjórðu af heildarábyrgð- um ríkisins eru til komnir vegna Íbúðalánasjóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.