Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 28
Sandkorn F orstjóranum var mik- ið niðri fyrir. Hann sýndi fundargestum myndir af börn- unum sínum, sem hann varp- aði upp á vegg til að undir- strika að framtíð þeirra væri ógnað. Ógnvaldurinn, Steingrímur J. Sigfús- son, var í salnum. „Hvað höfum við gert ykkur?“ spurði einn fundargest- urinn, fyrrverandi forstjóri. Áróðursstríðið um fiskveiðiauð- lindina snýst um að skipta fólki í lið. Fólk á annaðhvort að samsama sig ríkinu eða útgerðarmönnum. Það var ljóst á opnum borgarafundi í Nes- kaupstað á þriðjudagskvöld að fólkið stóð með útgerðarmönnum, gegn sameiginlegri utanaðkomandi ógn sem líkamnaðist í Steingrími J, höf- undi kvótafrumvarpsins. Fagnaðar- læti brutust út á fundinum þegar Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldar- vinnslunnar, hafði lýst því að allir væru í sama liði og útgerðarmenn: „Allir munu tapa. Starfsmenn munu tapa, eigendur munu tapa, fyrirtæki sem vinna með okkur munu tapa, þjóðin mun tapa. Og það er slæmt. Það er slæmt,“ endurtók hann og uppskar dynjandi lófatak. Fólk úti á landi hefur í raun fulla ástæðu til að vantreysta kvótafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Í augum þessa fólks er verið að taka peninga af landsbyggðinni og fara með þá til borgarinnar. Þeir sem vinna við gjald- eyrisskapandi atvinnuvegi þjóðarinn- ar eiga erfitt með að treysta ríkisstjórn sem virðist leggja veltu af ríkisstyrktri menningarstarfsemi og veltu af sjávarútvegi að jöfnu, eða ríkisstjórn sem berst gegn atvinnuleysi með því að fjölga fólki á listamannalaunum. Þetta er barátta á milli borgríkisins og landsbyggðarinnar. Það kristallaðist í kröfu Gunnþórs forstjóra um að ríkið ætti fyrst að borga fyrir jarðgöng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, áður en samið yrði um greiðslur af auðlind- inni til ríkisins. Hagsmunir útgerðarmanna eru hins vegar ekki allir þeir sömu og hagsmunir almennings. Börn út- gerðarmanna sitja ekki við sama borð og börn starfsmanna þeirra. Arður útgerðarfyrirtækja, sem kvótafrumvarpið tekur til, fer ekki í vasa almennings í sjávarbyggðum. Hann fer einungis í vasann á út- gerðarmönnunum, rétt eins og söluvirðið af heimildum til að veiða fiskinn. Margir útgerðarmenn hafa orðið moldríkir á því að selja veiði- heimildir undan sveitungum sínum. Þegar útgerðarmaðurinn selur kvót- ann og flytur suður getur orðið til gríðarlegur fjölskylduauður, en hin- ir setið eftir með verðlaust heimili og enga vinnu. Á fundinum fyrir austan nefndi forstjórinn sérstaklega hverjir myndu missa vinnuna. Þetta er ógn- andi aðferð til að setja starfsfólk í sjávarútvegi í hlutverk þiggjenda út- gerðarinnar. Skilaboðin eru að fólkið muni ekki fá neitt frá útgerðinni ef hún þarf að borga til ríkisins. Hug- myndin um þiggjandann úti á landi er nátengd þeirri stöðu, að útgerðar- maðurinn getur tekið eina ákvörðun um að selja kvótann sinn úr bænum, með hræðilegum afleiðingum fyrir aðra íbúa. Útgerðarmaðurinn er í raun eigandi að framtíð fólksins. Hugmyndin um þiggjandann er líka tengd þeirri stöðu að landsbyggðar- maðurinn horfir á eftir sköttunum sínum streyma til Reykjavíkur, þar sem mest umsvif ríkisins eru, með- al annars til að borga skuldir eftir bankaævintýrið í Reykjavík. Það er nánast sérákvörðun þegar skattarnir fara til baka út á land. Fólk úti á landi er hins vegar ekki þiggjendur, heldur einhverjir mestu skaffarar íslenska þjóðarbúsins. Þetta fólk á ekki allt sitt undir því að útgerðarmenn fái arðinn óskiptan í eigin vasa. Umræðan skekkist við það að útgerðarmenn dæla millj- ónum á milljónir ofan í auglýsingar og annan markaðskostnað til að breyta skoðunum fólks með bestu aðferðunum: Ógnunum og ótta. Staðreyndin er að fólk þarf ekki að skipta sér í lið. Rétta leiðin liggur í milliveginum. Þeir geta borgað eitt- hvað og grætt eitthvað, en fólkið á fiskinn. Og það verður í lagi með börnin. Ólga í Fríkirkjunni n Fríkirkjupresturinn Hjörtur Magni Jóhannsson á í nokkr- um vanda vegna ólgunn- ar sem er í söfnuði hans. Rót vand- ans liggur í umdeildri framgöngu prestsins sjálfs sem er sagður hafa orðið til þess að fólk hættir í vinnunni og hluti safnaðarráðs gekk út. Undanfarið hefur hinn prest- ur safnaðarins, Bryndís Val- bjarnardóttir, ekki verið Hirti þóknanleg. Aðalfundur kirkj- unnar verður mánudags- kvöldið 14. maí og þar verður kosið í safnaðarráð. Þar gæti dregið til tíðinda. Þjáning Friðriks n Landssamband íslenskra útgerðarmanna er í nokkrum önnum þessa dagana. Verið er að gera sjónvarps- auglýsingar um allt land til að undir- strika bágindi útgerðar- manna sem sæta ofsóknum stjórnvalda. Þá hafa samtökin og fram- kvæmdastjórinn, Friðrik J. Arngrímsson, að sögn orðið fyrir grófu aðkasti og jafnvel einelti. Þetta varð til þess að Friðrik hefur nú stefnt ofur- bloggaranum Ólafi Arnarsyni fyrir meiðyrði. Þykir ljóst að það eigi að þagga niður í honum. Verkalýður og sægreifar n Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í áróðursauglýs- ingum útgerðarmanna gegn veiðigjaldi eru skipstjórar og fulltrúar verkalýðsfélaga. Þannig hafa dúkkað upp for- ystumenn frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og AFLi á Aust- urlandi til að lýsa því klökkir að fram undan sé dauði og djöfull. Talið er að þarna sé um að ræða sjálfboðaliða- starf en ekki launaðan leik í auglýsingum. Birtingarmynd þess að alþýðan og sægreif- arnir hafa tekið höndum saman undirstrikar þann voða sem er í aðsigi. Vald Söguparsins n Sá umdeildi hagfræðing- ur, Guðmundur Ólafsson, er lítt hrifinn af Útvarpi Sögu og öllu sem þar þrífst. Út- varpsstöðin lét gera afar skrautlega könnun á netinu sem sýndi að Hægri grænir Guðmundar Franklíns Jónssonar fengju að minnsta kosti 32 þingmenn og hreinan meirihluta. Þetta er gríðarlegt stökk frá skoð- anakönnun Gallups sem mældi flokkinn á núlli. Guð- mundur var lítið hrifinn og skrifaði í athugasemdakerfi Eyjunnar: „Söguparið fái alræðisvald, það viljum við öll.“ Ekki er ljóst hvar Guð- mundur Franklín kemur inn í jöfnuna. Þeir sem kunnu viðlagið tóku undir Nú, sérðu það ekki á honum? Róbert Marshall stýrði fjöldasöng á Öræfajökli. – DV Við, útgerðarmenn„Fólk úti á landi hefur í raun fulla ástæðu til að vantreysta kvótafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar. Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 28 11.–13. maí 2012 Helgarblað F yrir Alþingi liggja nú frumvörp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða og veiðileyfagjald. Nánast allir sem hafa tjáð sig um frumvörpin hafa varað sterklega við því að þau verði samþykkt. Talsmenn frumvarpanna leggja þau fram með orðum um að þeim sé ætlað að skapa sátt og auka arð þjóðarinnar af grund- vallaratvinnugreininni. Þau gera hins vegar hvorugt. Þeir sérfræðingar sem ríkið fékk til að veita álit sem fylgdi frumvörpunum telja þau stórgölluð. Þeir benda til að mynda á að byggða- aðgerðir frumvarpsins séu „ólíklegar til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að“, enda skorti enn þann „lang- tímastöðugleika sem getur skapað grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnu- lífs í sjávarbyggðum“. Áfram skal þó haldið. Sérfræðingar valdir af ríkisstjórn telja frumvarpið ónýtt Breyting á stjórn fiskveiða er alvöru mál. Það er jú verið að véla um grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar. Ef til vill þess vegna fékk ríkisstjórn þá Daða Má Kristófersson og Stefán B. Gunnlaugsson sem eru meðal virtustu sérfræðinga á landinu til að leggja mat á það. Þeirra mat var þetta: „Höfundum þessarar greinar- gerðar er nokkur vandi á höndum í að meta afleiðingar frumvarps- ins þegar álögurnar eru svo ber- sýnilega óraunhæfar. Fremur en að lýsa frumvarpið ónýtt er hér farin sú leið að gera ráð fyrir að niðurstaða reiknireglunnar hafi verið mistök af hendi höfunda frumvarpsins …“ Í flestum ef ekki öllum nágrannalönd- um hefði dómur sem þessi orðið til þess að ráðherrar hefðu sagt af sér. Ekki þó á hinu nýja Íslandi. 74 fyrirtæki á hausinn og 4.000 manns missa vinnuna Landsbanki Íslands er í eigu íslenska ríkisins. Honum er stjórnað af Banka- sýslu ríkisins. Ekki þarf því að efast um að hagsmunir þjóðarinnar og bankans fara saman. Í áliti bankans á frumvörp- unum segir: „… slík gjaldtaka mun ekki ganga upp í ljósi stöðu íslensks sjávar- útvegs í dag og mun draga úr getu og vilja fyrirtækja til nýfjárfestinga, ný- sköpunar og vöruþróunar.“ Enn fremur bendir Landsbankinn á að „af þeim 124 fyrirtækjum sem skoðuð voru, eru 74 fyrirtæki ekki talin geta staðið við núverandi skuldbindingar sínar verði frumvarpið um veiðigjöld samþykkt óbreytt. Fjöldi starfa hjá þessum 74 fyrirtækjum er um 4.000.“ Mat þeirra á áhrifunum er að „…rekstrarumhverfi sjávarútvegs verði óstöðugra en nú er, rekstarforsendur veikist og fjármögnun verði erfiðari …“ Áhyggjur okkar hafa átt við rök að styðjast Í þennan sama streng taka nán- ast allir þeir sem tjáð hafa sig um frumvarpið. Hingað til hefur ríkis- stjórnin valið að líta á okkur sem ítrekað höfum varað við feigðarflani í sjávarútvegi, sem pólitíska and- stæðinga. Varnaðarorð þeirra eigin handvöldu sérfræðinga ganga þó sennilega lengra en flest það sem hingað til hefur verið varað við. Orð þessara sérvöldu sérfræðinga verða varla léttvæg fundin á þeim for- sendum að þetta séu bara allt kvóta- greifar, sérhagsmunagæslumenn og pólitískir andstæðingar ríkisstjórn- arinnar. Ef til vill rennur nú upp fyrir ríkisstjórn og öðrum að áhyggjur okkar við sjávarsíðuna hafa átt við rök að styðjast. Næg ástæða fyrir alþingismenn? Sjávarútvegurinn hefur alla burði til að verða styrkasti byrinn undir vængi hagkerfisins. Það sem til þarf er vinnufriður og fráhvarf frá úreltri hugmyndafræðilegri orð- ræðu. Varnaðarorð og ákúrur þess fólks sem ríkisstjórnin valdi til að leggja mat á frumvörpin eru meira en næg ástæða fyrir alþingismenn til að leggja málin til hliðar frekar en að stuðla að því að lögfesta þau. Öllum má ljóst vera að samþykkt þessara frumvarpa – jafnvel í breytri mynd – skaðar þjóðina og dregur úr getu sjávarútvegsins til að stuðla að bættum hag. Samþykkt þeirra stuðl- ar að umhleypingum með alvarleg- um afleiðingum fyrir fólk og fyrir- tæki um allt land. Verði frumvörpin að lögum þá lækka útsvarstekjur sveitarfélaga, minnkar fjárfestinga- geta sjávarútvegsfyrirtækja og dreg- ur úr atvinnuuppbyggingu. Sjáv- arútvegurinn verður færður aftur til þess tíma þegar hann var ekki arðbær. Eins og í nágrannalöndum okkar þarf hann á ný á ríkisstyrk að halda. Allt mun þetta slá inn í ríkis- kassann og draga enn frekar úr vel- sæld í landinu. Við slíkt verður ekki unað. Frumvörpin eru hreinlega svo slæm og svo skaðleg að það er ekki nóg að breyta þeim – það þarf að víkja þeim alveg til hliðar. Svo Slæm og Svo Skaðleg Kjallari Elliði Vignisson Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Jóhannes Jónsson segir fjölskyldu Egils Helgasonar hafa stundað viðskipti við lágvöruverðsverslanir. – Pressan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.