Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 26
26 Erlent 11.–13. maí 2012 Helgarblað Þ eir hafa haldið mér hér í sex vikur án sönnunargagna. Og nú hafa þeir neytt mig til að skrifa undir skjal þess efnis að ég hafi verið ákærður fyrir að myrða þrettán manneskjur,“ segir Da- vid Simpson, 24 ára Breti, sem gæti átt dauðadóm yfir höfði sér í Mið-Afríku- lýðveldinu. Simpson er eigandi fyrir- tækis sem skipuleggur veiðiferðir í Afr- íku. Fyrir rúmum sex vikum var hann á ferð um frumskóga Mið-Afríkulýðveld- isins þegar hann fann sundurskorin lík þrettán einstaklinga. Simpson seg- ist hafa tilkynnt málið til lögreglu sem brást við með því að handtaka hann og ákæra hann fyrir morðin. Menn Konys „Þetta er fáránlegt. Það vita allir að ég kom ekki nálægt þessu. Þeir vita að þetta voru menn á vegum Konys,“ sagði Simpson í símaviðtali við blaða- n David Simpson sakaður um 13 hryllileg morð í Mið-Afríkulýðveldinu „Ég kom ekki nálægt þessu“ mann breska blaðsins The Daily Mail. Símanum hafði verið smyglað inn í fangelsi sem hann dvelur í í Mið- Afríkulýðveldinu og segist Simpson dvelja þar við skelfilegar aðstæður. Hann sé í fangaklefa með 80 öðrum og lýsir upplifun sinni sem algjörri „martröð“. Simpson segist sjálfur telja að menn á vegum skæruliðaforingj- ans Josephs Kony, leiðtoga samtak- anna Frelsishers drottins, hafi framið morðin, en talið er að meðlimir sam- takanna hafi haldið til á sömu slóð- um og líkin fundust á. Snýst um peninga Simpson segist sjálfur telja að málið snúist um peninga. „Af því að ég er hvítur þá hljóta þeir að telja að ég sé ríkur. Þegar þeir handtóku mig þá hefði ég getað borgað milljón evrur til að ganga laus gegn tryggingu – og það er algjörlega út í hött. Ég veit ekki hvað mun gerast. Þetta er algjör martröð. Ég sef á gólfinu og fæ ekki einu sinni teppi til að breiða yfir mig eða dýnu til að liggja á. Ég vil bara að þetta taki enda,“ sagði Simpson í símaviðtalinu. Samkvæmt lögum í Mið-Afríkulýðveldinu á hver sá sem gerist sekur um morð í landinu yfir höfði sér dauðadóm. Hræðileg sjón Simpson flutti til Afríku fyrir tveim- ur árum til að sinna fyrirtæki sínu. Í viðtalinu segir hann að hann hafi verið að aðstoða kunningja sína við að ryðja veg í suðurhluta lands- ins þann 23. mars síðastliðinn þegar hann kom auga á líkin sem lágu í hrúgu skammt frá gullnámu. Fórnar lömbin höfðu verið bundin saman og brennandi heitu vatni hellt yfir þau. Þá höfðu þau verið skorin með sveðjum. „Þetta var hræðileg sjón. Þetta fólk hafði verið myrt með skelfilegri aðferð. Ég lét lögregluna vita af þessu en mér datt ekki í hug að þeir myndu klína þessu á mig.“ Breska utanríkisráðuneytið er komið í málið en á þessari stundu er óvíst hvernig því lýkur. n Þann 17. desember árið 2000 var bresk/kanadíski ríkisborgarinn William Sampson handtekinn í Sádi-Arabíu vegna gruns um hryðjuverk. Sampson var lífefna- fræðingur að mennt og var ráðinn til starfa hjá þróunarsjóði í Riyadh , höfðuborg landsins, árið 1998. Sampson var handtekinn í kjölfar árása sem gerðar voru á nokkra vestræna borgara í landinu. Sprengjum hafði verið komið fyrir í bifreiðum þeirra með þeim afleiðingum að einn lést og nokkrir slösuðust. Sampson var handtekinn grunaður um verknaðinn, en svo virðist vera sem lögregla hafi ekki haft neinar haldbærar sannanir gegn honum. Í fangelsinu mátti Sampson þola miklar pyntingar sem urðu til þess að hann játaði á sig verknaðinn. Dómstóll í Sádi-Arabíu dæmdi hann til dauða í kjölfarið. Eftir að hafa verið haldið í fangelsi í tvö ár og sjö mánuði var Sampson sleppt úr haldi þann 8. ágúst árið 2003. Yfirvöld í Sádi-Arabíu höfðu gert samkomulag, meðal annars við Bandaríkin og Kanada, um að fimm Sádar sem voru í fangelsi í Guantanamo-fangabúðunum yrði sleppt úr haldi í staðinn fyrir Sampson. Sampson skrifaði bók um reynslu sína, Confessions of an Innocent Man: Torture and Survival in a Saudi Prison, sem kom út árið 2005. Hann lést í kjölfar hjartaáfalls þann 28. mars síðastliðinn, 52 ára að aldri. n William Sampson var dæmdur til dauða fyrir glæp sem hann framdi ekki Saklaus á dauðadeild Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Veiðimaður Simpson hefur haldið úti fyrir- tæki sem sérhæfir sig í veiðiferðum í Afríku undanfarin misseri. „Af því að ég er hvítur þá hljóta þeir að telja að ég sé ríkur Segist saklaus Simpson segir að hann hafi fundið líkin og látið lög- reglu vita. Það gæti kostað hann lífið. Tökum að okkur alla almenna garðaþjónusTu upplýsingar hjá hlyni í síma 777 9543 láTTu okkur sjá um vorverkin í garðinum þínum Obama fær hýrar kveðjur Tugþúsundir einstaklinga hvaðan- æva úr veröldinni hafa skrifað undir kveðju til Barack Obama til að þakka honum fyrir og styðja hann í þeirri ákvörðun forsetans að styðja hjónabönd samkyn- hneigðra. Undirskriftasöfnunin hófst á vefsíðu samtakanna All Out á miðvikudagskvöld. Yfirlýs- ing Obama markar tímamót í rétt- indabaráttunni enda er hann fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að viður- kenna réttindi samkynhneigðra til hjónabands. Varaforseti Banda- ríkjanna Joe Biden hafði fyrr í vik- unni lýst yfir stuðningi við hjóna- bönd samkynhneigðra Dauðabúðir í norðri afhjúpaðar Suðurkóresk mannréttindasam- tök hafa birt ítarlegustu skýrslu sem birst hefur um hrottalegar aðstæður þeirra rúmlega 200 þús- und pólitísku fanga sem áætlað er að haldið sé í norðurkóreskum þrælkunarbúðum. Skýrslan er byggð á viðtölum við mörg hundr- uð einstaklinga sem lifað hafa af dvöl sína í búðunum og náð að flýja til suðurs. Þar lýsa þeir því hvernig fangar hafi orðið hungur- morða í hrönnum, sætt pynting- um og búið við ómannúðlegar að- stæður. Washington Post greinir frá niðurstöðunum á vef sínum. Þar segir að lík þeirra fanga sem láta lífið í búðunum, ýmist af völd- um hungurs, sjúkdóma eða þrælk- unar, séu brennd og notuð sem áburður. Einn viðmælandi lýsti því hvernig hungruðum föngum var att gegn hver öðrum í eins konar „hungurleikum“ þar sem þeir kepptu um kornkökur til að seðja hungrið. Margir létu lífið í þessum keppnum. Hin ríkisstyrktu sam- tök segja skýrsluna birta, og marga starfsmenn búðanna nafngreinda í henni, í þeirri von að þeir þurfi einhvern daginn að svara til saka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.