Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 11.–13. maí 2012 Helgarblað Græða á rányrkju Nokkrir af stærstu líf- eyrissjóðum landsins eiga verksmiðju- togarann Blue Wave sem veitt hefur fisk við vestur- strönd Afríku frá árinu 2007. Lífeyrissjóðirnir sem um ræðir eru Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunar- manna, Stapi, Stafir og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Togarinn er því á endanum að hluta til í eigu þeirra einstaklinga – tugþúsunda Íslend- inga – sem greiða af tekjum sínum í þessa lífeyrissjóði. DV hefur síðustu daga fjallað ítarlega um veiðar nokk- urra íslenskra útgerðarfyrirtækja við strendur Vestur-Afríku. Plott í rannsókn Lýður Guð- mundsson, eigandi Ex- ista og hlut- hafi í Kaup- þingi, kom að því með beinum hætti að selja rúm- lega þriggja prósenta hlut í bankanum til fjárfestingarfélags- ins Giftar í desember 2007, sam- kvæmt heimildum DV sem fjallaði um málið á miðvikudag. Söluverð hlutabréfanna var um 20 milljarðar króna. Átti Lýður í beinum sam- skiptum um viðskiptin við forsvars- menn Giftar á Sauðárkróki . Við- skipti Giftar við Kaupþing hafa verið til rannsóknar hjá embætti sér- staks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Á góðum batavegi Skúli Eggert Sigurz, sem varð fyrir alvarlegri hnífsstungu- árás á lög- manns- stofunni Lagastoð þann 5. mars síðastliðinn, er á góðum batavegi. Skúli dvelur enn á Land- spítalanum en á dögunum fékk hann þó bæjarleyfi og fór í bíltúr með eig- inkonu sinni og vini. Í DV á miðviku- dag kom fram að læknum sem komið hafa að meðferð Skúla frá árásinni, þyki ekkert annað en kraftaverk hversu góðum bata hann hefur náð. Ljóst er að Skúli býr yfir miklum bar- áttuanda og leggur mikið á sig til að ná framförum. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Á tök voru fyrir utan Bauhaus á sunnudag þegar fjöldi fólks reyndi að komast út af bíla- stæði verslunarinnar. Bygg- ingavöruverslunin var opnuð við hátíðlega athöfn daginn áður en stöðugur straumur var í verslunina alla helgina. Mikið umferðaröng- þveiti myndaðist fyrir framan versl- unina, og á veginum sem tengir hana við Vesturlandsveg voru sumir öku- menn sem lentu í hnútnum veru- lega pirraðir. Það varð meðal annars til þess að tveir ökumenn óku utan í hvorn annan. Orðaskipti út um gluggann Ökumennirnir tveir voru báðir að reyna að koma sér út af bílastæðinu fyrir framan Bauhaus þegar árekst- urinn varð. Báðir voru þeir að reyna að koma sér úr bílastæði og inn í röð bíla sem ekið var frá húsinu. Það gekk þó ekki vel og voru fáir tilbúnir að hleypa ökumönnunum inn í röð- ina. Þegar annar þeirra komst loksins inn í röðina varð hinn ökumaðurinn ósáttur við að sá hinn sami ætl- aði ekki að hleypa sér líka í röðina. Mennirnir skiptust á orðum, að sögn sjónarvotts, sem enduðu í öskrum út um opna bílgluggana. Þegar röðin mjakaðist svo áfram héldu báðir bílarnir akstrinum áfram og endaði það með því að mennirn- ir óku á hvorn annan. Ökumennirnir létu ekki segjast þegar bílarnir snert- ust og héldu akstrinum áfram. Starfs- maður byggingavöruverslunarinnar var á þessum tímapunkti kominn á bílastæðið til að reyna að tala menn- ina til. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi verið kölluð á staðinn en ekki er færsla um málið í dagbók lögregl- unnar frá því um helgina. Ekki á borð framkvæmdastjórans Eins og áður hefur verið greint frá lögðu þúsundir manna leið sína í Bau- haus um helgina og er talað um að 6.000 einstaklingar hafi mætt á opn- unina sjálfa, sem haldin var hátíð- lega síðastliðinn laugardagsmorgun klukkan 8.00. Það samsvarar tæplega tveimur prósentum þjóðarinnar. Hall- dór Óskar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Bauhaus, segist ánægður með viðtökurnar og segir að stöðugur straumur fólks hafi verið í verslunina í vikunni. „Það er náttúrulega ekkert miðað við það sem var um opnunar- helgina,“ segir hann og bætir við að aðsóknin hafi verið jöfn og góð frá því að verslunin var opnuð. „Hér eru allir með bros á vör og virkilega sáttir.“ Halldór kannast ekki við átökin á bílastæðinu en segir að vissulega hafi verið mikil örtröð á bílastæðinu. „Það má vel vera að menn hafi ver- ið ósáttir við eitthvað en ég hef ekki heyrt af þessu,“ segir hann aðspurður um málið. „Allir sem ég sá úti á plani, og ég fór oft út á plan, voru bara með bros á vör og kátir að komast í þessa nýju verslun og kynnast þessu hjá okkur. Ég held að það hafi verið já- kvæðni almennt hjá fólki en auðvi- tað eins og gengur og gerist geta verið alltaf svartir sauðir inn á milli en ég sá þá ekki.“ Átök í Bauhaus n Tveir menn tókust á á bílastæðinu n Óku utan í hvorn annan„Hér eru allir með bros á vör og virkilega sáttir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Pakkað Mikið umferðaröngþveiti myndaðist í kringum Bauhaus um helgina. Mikil aðsókn var og talaði framkvæmdastjórinn um þjóð­ hátíðarstemmingu. Mynd Eyþór ÁrnasOn Til fundar við gamla kærustu Ástin fær fólk til að gera furðuleg- ustu hluti og stundum leggur það sig í hættu hennar vegna. Þannig var um mann sem fór til fundar við gamla kærustu í ónefndri blokk eina nóttina. Vonbiðillinn lét ógert að hringja dyrabjöllunni en klifr- aði þess í stað upp á svalir íbúðar á þriðju hæð og barði þar í rúðuna. Heimilisfólkið vaknaði við lætin og sá manninn á svölunum. Í til- kynningu frá lögreglu kemur fram að honum hafi ekki verið boðið til stofu enda kannaðist enginn á heimilinu við gömlu kærustuna né hinn óboðna nátthrafn. Mað- urinn fór því aftur sömu leið og hann kom og gekk síðan nánast í flasið á lögreglunni. Ekki raskaði hann næturró fleiri manna þessa nótt og engum frekari sögum fer af endurfundum mannsins og gömlu kærustunnar.  Tuttugu árekstrar Árekstur.is fékk á miðvikudag til- kynningar um tæplega tuttugu óhöpp í umferðinni. Þar af voru tvö umferðaróhöpp sem urðu vegna umferðar hjólreiðafólks. Fyrra óhappið varð með þeim hætti að hjólreiðamaður var á ferð á Miklubraut til austurs á hægri akrein þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Ökumaður þurfti að nauðhemla til þess að lenda ekki á hjólreiðamanninum og í kjölfarið náði bifreiðin fyrir aftan ekki að hemla í tæka tíð og varð því all- harður árekstur. Þá varð einnig óhapp í Hafnar- firði þar sem hjólreiðamaður hjól- aði á mikilli ferð yfir gangbraut sem varð til þess að bíll sem kom aðvífandi þurfti að nauðhemla til að aka ekki á hjólreiðamanninn. Við það fékk hann annan bíl aftan á sig. Árekstur.is hvetur ökumenn og ekki síður hjólreiðafólk til að vanda sig betur í umferðinni og sýna tillitssemi. Hjólreiðafólk sést oft og tíðum ekki vel í umferðinni og á ekki heima á stofnbrautum þar sem hámarkshraði er mikill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.