Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Side 3
Fréttir 3Miðvikudagur 14. nóvember 2012
Sighvati hótað vegna greinaskrifa
n Ummæli um „sjálfhverfu kynslóðina“ vekja hörð viðbrögð
S
ighvati Björgvinssyni, fyrr-
verandi ráðherra og þing-
manni, hafa borist hótanir
vegna greinaskrifa hans í
Fréttablaðið.
Hann segir hótanirnar hafi
borist í ýmsum myndum og að
margir hafi hellt úr skálum reiði
sinnar yfir hann. „Mér er sagt að
þetta hafi verið mikið í fjölmiðl-
um í gær og það hafi verið eintómt
skítkast til dæmis á blogginu. Stór
hluti þessara bloggara gerir ekki
annað en útbía allt og alla með
sóðalegu orðfæri,“ segir Sighvatur.
Greinar hans, sem hafa farið
fyrir brjóstið á mörgum, hafa fjall-
að um það sem hann kallar „sjálf-
hverfustu kynslóðina“ á Íslandi.
„Þegar að rætt er um kynslóðir er
verið að ræða um það sem ein-
kennir þjóðlífið á þeim tíma sem
hún er uppi. Það þýðir ekki að allir
af þeirri kynslóð séu „sekir“.
Menn tala um stríðskynslóðina
í Þýskalandi, en það voru ekki allir
af þeirri kynslóð sem studdu Hitler.
Menn tala um 68-kynslóðina á
heimsvísu, en það voru ekki allir af
þeirri kynslóð sem voru hippar og
blómabörn sem neyttu eiturlyfja“
segir Sighvatur.
Í hótununum sem Sighvati hafa
borist hefur honum verið sagt að
vara sig og passa sig á því að láta
ekki sjá sig á almannafæri. „Þetta
er bara sjúkt. Þú sérð bara orð-
bragðið. Fólk sem skrifar svona
það myndi aldrei láta sér til hugar
koma að skrifa svona í blöðin. Það
birtir þetta á bloggi undir nafni
og jafnvel með fjölskyldumyndir
af sér. Þar er bara talað í svona
óhróðri, menn eru kallaðir land-
ráðamenn og þjóðníðingar og
ég veit ekki hvað. Það eru fáir að
bregðast við og svara efninu en
þeir bregðast svona við,“ segir
Sighvatur. n
astasigrun@dv.is
Umbúðalaust Sighvatur
hefur vakið hörð viðbrögð með
því að kalla kynslóðina frá 30 til
45 ára á höfuðborgarsvæðinu
sjálfhverfustu kynslóðina á
Íslandi. Mynd GUnnar GUnnarsson
G
uðmundur Örn Jóhanns-
son, fyrrverandi fram -
kvæmdastjóri hjá
Lands björg, var í
sjálfskuldarábyrgð fyrir
að minnsta kosti einu láni sem
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrver-
andi stjórnarformaður Byrs, veitti
einkahlutafélagi á hans vegum
í september á síðasta ári. Þetta
herma heimildir DV. Félagið er
breskt og heitir CCP Systems. Lán-
in voru í evrum.
DV greindi frá því á mánu-
daginn að Jón Þorsteinn hefði
flutt hundruð milljóna króna í
erlendum gjaldeyri frá Íslandi á
þessu ári og því síðasta. Fjármagns-
flutningarnir voru dulbúnir sem
lánaviðskipti þar sem gjaldeyris-
haftalögin taka ekki til lánveitinga
frá Íslandi til erlendra lögaðila. Jón
Þorsteinn sendi á mánudag frá sér
tilkynningu þar sem hann sagði
frétt DV ranga: „Hið rétta er að ég
lánaði fyrirtækinu CCP Systems
Ltd. samkvæmt þremur lánasamn-
ingum samtals að jafnvirði um 30
milljónir króna. Um hefðbundna
lánasamninga var að ræða sem
hafa ekkert með lög um gjaldeyris-
höft að gera.“
starfslok Guðmundar
Guðmundur Örn Jóhannsson lét
af störfum hjá Landsbjörg í þar
síðustu viku eftir að myndbandi
þar sem hann ræðir um stórfellda
fjármagnsflutninga frá Íslandi var
lekið á Youtube.
Fjármagnsflutningarnir sem
Guðmundur ræddi um eiga sér
meðal annars stað með lánveiting-
um frá einstaklingum á Íslandi og
félögum til erlendra eignarhalds-
félaga sem eru í eigu íslenskra að-
ila. Meðal þeirra félaga sem Guð-
mundur Örn notaðist við var CCP
Systems Ltd. Lánveitingarnar eru
yfirleitt til skamms tíma, nokkurra
mánaða, og skuldbindur lántak-
andinn sig til að greiða lánveit-
andanum aftur með vöxtum. Þegar
fjármunirnir eru komnir frá Íslandi
og inn á erlenda bankareikninga
greiðir lántakandinn peningana
aftur til lánveitandans. Eini til-
gangurinn með viðskiptunum er
að koma gjaldeyri út úr landinu í
trássi við höftin þó svo að viðskiptin
sé skilgreind sem lán.
rangfærslur Jóns Þorsteins
Í yfirlýsingu sinni sagði Jón Þor-
steinn að hann hefði lánað CCP
Systems 30 milljónir króna. DV
hefur hins vegar heimildir fyrir
lánasamningum upp á talsvert
meira en 30 milljónir króna. Þá ættu
tengsl Guðmundar Arnar við lána-
viðskiptin, miðað við upptökuna
sem birt var með honum á You tube,
að renna stoðum undir réttmæti
þeirrar fullyrðingar DV að ekki hafi
verið um hefðbundna lánasamn-
inga að ræða, líkt og Jón Þorsteinn
heldur fram. Þá hefur DV heimildir
fyrir því að fjármunirnir sem Jón
Þorsteinn lánaði CCP Systems hafi
ekki glatast heldur hafi hann fengið
þá aftur eftir að búið var að milli-
færa fjármunina úr landi.
DV hefur sent Reyni Karlssyni,
lögmanni Jóns Þorsteins, fyrirspurn
um eðli lánasamninganna við CCP
Systems. Jón Þorsteinn nefndi ekki
af hverju hann hefði lánað CCP
Systems fjármuni í yfirlýsingunni
sem hann sendi frá sér á mánu-
daginn. DV reyndi ítrekað að ná tali
af Jóni Þorsteini áður en fréttin var
birt á mánudaginn en hann hafði
ekki samband við blaðið þrátt fyrir
að hringt hafi verið í farsíma hans
og skilin eftir handa honum skila-
boð með erindinu.
Jón Þorsteinn afplánar sem
kunnugt er fjögurra ára fangelsis-
dóm vegna umboðssvika á Kvía-
bryggju. DV hringdi á Kvíabryggju
og skildi eftir skilaboð fyrir Jón Þor-
stein. n
n Um hefðbundna lánasamninga var að ræða sem hafa ekkert með lög um gjaldeyrishöft að gera
Yfirlýsing Jóns Þorsteins:
Y F I R LÝ S I N G
Í DV í dag (12. nóvember 2012) er því haldið fram að ég hafi „flutt mörg hundruð milljónir
króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi á þessu ári og því síðasta“ eins og það er orðað. Þetta
er rangt.
Hið rétta er að ég lánaði fyrirtækinu CCP Systems Ltd. samkvæmt þremur lánasamningum
samtals að jafnvirði um 30 milljónir króna. Um hefðbundna lánasamninga var að ræða sem
hafa ekkert með lög um gjaldeyrishöft að gera. Því er það rangt, sem haldið er fram í DV, að
lánin séu „í trássi við gjaldeyrishaftalögin“. Allt útlit er fyrir að þetta fé muni glatast.
Ég harma rangan fréttaflutning DV af þessu máli.
Rétt er hins vegar hjá DV að ég afplána nú þann dóm sem ég hlaut. Með fullri auðmýkt vil
ég minna á að dæmdir menn eru ekki réttlausir. Þeir eiga rétt á sanngjarnri umfjöllun eins
og aðrir menn.
Með vinsemd,
Jón Þorsteinn Jónsson
Guðmundur Örn í ábyrgð
fyrir láni Jóns Þorsteins
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Beðið svara DV bíður nú eftir
svörum frá Jóni Þorsteini um eðli
lánveitinganna til CCP Systems.
Hann sést hér með lögmanni sínum,
Reyni Karlssyni, þegar Exeter-málið
var flutt í héraði.