Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Page 4
G ylfi Ómar Héðinsson múr- arameistari er að byggja sér nærri 500 fermetra glæsihöll í Kópavogi um þessar mundir. Eins og kunnugt er á hann Byggingafélag Gunnars og Gylfa, BYGG, ásamt Gunnari Þorlákssyni, bygginga- meistara. DV hefur áður greint frá því að félög tengd þeim Gylfa og Gunnari hafi fengið um 100 millj- arða króna afskrifaða vegna lána sem tekin voru hjá stóru viðskipta- bönkunum þremur fyrir hrun. „Nei, það get ég ekki,“ sagði Gylfi aðspurður þegar DV hafði sam- band við hann og spurði hvort hann vildi svara spurningum blaðsins um nýja húsið sitt í Kópa- vogi. Samkvæmt heimildum DV hafa framkvæmdir við húsið gengið hratt að undanförnu. Það er nán- ast orðið fokhelt en viðmælandi sem DV ræddi við telur að það gæti kostað allt að 150 milljónum króna að klára húsið sem nú rís við Austurkór 76 í Kópavogi. Sam- kvæmt veðbandayfirliti er ekkert áhvílandi á húsinu í dag. Gerði kaupmála við konuna Gylfi býr í dag í um 250 fermetra húsi við Birkibraut í Reykjavík. Vorið 2009 gerði hann kaupmála við Svövu Árnadóttur, eiginkonu sína, og var húsið þá alfarið fært yfir á hana. Árið 2011 var gengið frá fjárhagslegri endurskipulagningu hjá flestum félögum sem tengjast þeim Gylfa og Gunnari. Það gæti hafa haft áhrif á það að nýja húsið sem Gylfi er að byggja í Kópavogi ásamt eiginkonu sé skráð á þau bæði ólíkt húsinu sem þau eiga á Birkibraut. BYGG er um þessar mundir komið á fullt í byggingafram- kvæmdir eftir lægð á fasteigna- markaðinum í kjölfar banka- hrunsins. Þannig bárust fréttir af því nýlega að fyrirtækið áformi að reisa alls um 400 íbúðir í Lundi í Kópavogi sem og 150 íbúðir í Sjá- landshverfinu í Garðabæ, eða alls 550 íbúðir. Hluta framkvæmdanna er nú þegar lokið en verið er að ýta stórum hluta þeirra úr vör þessa dagana. DV ræddi við Gylfa í ágúst á þessu ári og spurði hann að því hvort það væri ekki undarlegt að fyrirtæki sem hafi fengið millj- arða króna afskrifaða væri aftur komið í stórframkvæmdir á fast- eignamarkaði. „Nei, það eru bara ákveðin félög sem stofnuðu til þessara skulda á sínum tíma. Þetta voru bara viðskipti,“ svaraði Gylfi um 100 milljarða króna afskriftir félaga sem tengjast honum. Gunnar og Gylfi lifa í lúxus Líklega finnst sumum það nú skjóta skökku við að Gylfi skuli geta byggt sér 450 fermetra hús sem gæti kostað allt að 150 milljónum króna eftir að félög tengd honum hafa fengið um 100 milljarða króna afskrifaða. Stór hluti lands- manna virðist að minnsta kosti eiga nóg með að borga af íbúða- lánum sínum sem stöðugt hækka – Gylfi virðist hins vegar ekki eiga í slíkum vandræðum ef marka má kaup hans á 450 fermetra húsinu við Austurkór í Kópavogi. Hið sama á við um Gunnar Þor- láksson. DV sagði frá því árið 2011 að Gunnar héldi stórglæsilegu húsi sínu við Hólmaþing 9 í Kópa- vogi þrátt fyrir tugmilljarða króna gjaldþrot fyrirtækja sem honum tengjast. Hús Gunnars við Hólma- þing er ekki af verri endanum. Alls 500 fermetrar með turni þar sem er 25 fermetra koníaksstofa með kamínu, 40 fermetra eldhús og 25 metra sundlaug á neðstu hæðinni. Talið er að byggingarkostnaður þess hafi numið 250–300 milljónir króna. Þeir Gunnar og Gylfi virðast því lifa sannkölluðu lúxuslífi þrátt fyrir 100 milljarða króna afskriftir. n Jens stefnt í PIP-málinu n Lögmaður kvennanna fer fram á lokað þinghald B úið er að stefna Jens Kjartans- syni lýtalækni fyrir dóm vegna PIP-brjóstapúða sem hann setti í fjölda kvenna á síðustu árum. Smugan greindi frá stefnunni á þriðju- dag og hefur vefurinn eftir Sögu Ýrr Jónsdóttur, lögmanni kvennanna, að hún muni fara fram á að þinghald í málinu verði lokað. Saga segir enn fremur að fleiri íslenskum aðilum hafi verið stefnt í sama máli en hún neitar að gefa upp hvaða aðilar það eru. Vert er að nefna að fleiri læknar en Jens framkvæmdu brjóstaaðgerðir með PIP-púðunum og hefur Jens staðfest að hafa látið aðra lækna fá púða sem hann flutti inn. Nokkrir mánuðir eru frá því að málið komst upp en það teygir anga sína víða. Um franska brjóstapúða er að ræða sem fluttir hafa verið hingað til lands um margra ára skeið. Púðarnir reyndust innihalda iðnaðarsilíkon en ekki silíkon sem ætlað er til ígræðslu í fólk. Það sem gerir málið hér á landi hins vegar enn sérstæðara er sú staða sem Jens er í. Hann framkvæmdi ekki bara aðgerðirnar heldur flutti hann einnig púðana inn sjálfur. Hann seg- ist þó ekki telja sig bera fjárhagslega ábyrgð vegna málsins. Á sama tíma og málið er höfðað sætir Jens rannsókn hjá skattrann- sóknarstjóra vegna meintra skattsvika í tengslum við einkarekstur á lýta- læknastofu sinni. Í lok október sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrann- sóknarstjóri að rannsóknin væri vel á veg komin þó að henni væri ekki lokið. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um stöðu málsins. Rann- sóknin hefur staðið í marga mánuði en DV greindi frá því um miðjan jan úar að grunur léki á að Jens hefði fengið konur til að greiða fyrir brjóstaaðgerðir í reiðufé gegn afslætti og ekki staðið skil á skatti þar af. n adalsteinn@dv.is REISIR RISAHÖLL EFTIR AFSKRIFTIR n Annar eiganda BYGG reisir nærri 500 fermetra höll í Kópavogi 4 Fréttir 14. nóvember 2012 Miðvikudagur Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Nei, það get ég ekki Austurkór Húsið sem um ræðir er nærri 500 fermetrar, eða hátt í helmingi stærra en húsið sem Gylfi býr í í dag. Mynd SiGtryGGur Ari Ekkert áhvílandi Samkvæmt veðbanda- yfirliti er ekkert áhvílandi á glæsihúsinu sem Gylfi er að byggja. Öllum sjómönn- um Ögurvíkur sagt upp „Þetta eru ekki létt skref hjá okkur og ekki skemmtilegasta stundin í sögu félagsins,“ segir Hjörtur Gísla- son, útgerðarmaður og stjórnarfor- maður Ögurvíkur, sem hefur sagt upp öllum sjómönnum sínum og mun þurfa að selja annan tveggja togara sinna, Frera RE 73. Hjörtur segir þetta nauðsyn- legar aðgerðir ef ekki á illa að fara hjá þessu rótgróna útgerðarfyrir- tæki. Uppsagnirnar taka gildi í mars á næsta ári og að sögn Hjartar er um að ræða 70 sjómenn sem sagt var upp og áætlar hann að þegar upp sé staðið verði um 20 störf sem tapast við þessar að- gerðir. Kvótinn verður að hans sögn fluttur yfir á hinn togara Ögurvík- ur, Vigra RE 71, og verður hann rekinn með tvöfaldri áhöfn að sögn Hjartar. Aðspurður um afkomuna á síðasta ári segir Hjörtur að hún hefði mátt vera betri. „Hún er ekki jafn góð og skatturinn segir til um. Hann er að hafa af okkur stærstan hluta af afkomunni. Enda er þetta meðaltalsskattur, ekki miðað við efnahagsreikning okkar.“ Ung stúlka laug til um nafn Tæplega tvítugur ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fyrir of hraðan akstur á Reykjanes- braut um helgina, laug til um nafn sitt þegar lögregla ræddi við hann. Ökumaðurinn, nítján ára stúlka, ók á 132 kílómetra hraða á Reykjanes- braut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Í til- kynningu frá lögreglu kemur fram að stúlkan hafi ekki verið með skil- ríki en gefið upp nafn, sem reyndist vera nafn jafnöldru hennar. Stúlk- an á yfir höfði sér kæru fyrir rangar sakargiftir og skjalafals, auk um- ferðarlagabrots, að sögn lögreglu. Auk ofangreinds ökumanns hefur lögreglan á Suðurnesjum á undanförnum dögum stöðvað tíu ökumenn sem allir óku of hratt. Einn til viðbótar ók réttindalaus og annar var með útrunnið ökuskír- teini. Ætlað í iðnað Silíkonpúðarnir sem málið snýst um innihéldu iðnaðarsilíkon en það er alls ekki ætlað til nota í púða af þessu tagi. Hér má sjá einn af PIP-brjóstapúðunum sem íslensk kona fékk settan í sig. Mynd Eyþór ÁrnASon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.