Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 10
Stal úr bauk dóttur Sinnar Þ að ljótasta sem ég gerði var að stela úr bauk dóttur minnar. Hún átti engar stórar upphæðir í bauknum, en bara að ég hafi gert það sýnir hvað ég gekk langt til að ná í pening. Þarna var ég lagður af stað í þessa veg­ ferð sem endaði með útskúf­ un alls staðar. Það endar með því að allir hætta að taka mark á þér og það vill enginn taka mark á þér vegna þess að orðum þínum er ekki treystandi, segir Sigurjón Skærings son spilafíkill sem hefur verið í bata í um sjö ár. „Ástæðan fyrir því að ég er tilbúinn til þess að koma fram undir nafni og á mynd til þess að segja mína sögu er sú að ég vil losa skömmina. Það er ekki skömm að þessu sjúkdóm. Þetta er banvænn sjúkdómur og ég vona að mín frásögn geti hjálpað ein­ hverjum öðrum.“ Alltaf að elta tapið „Hefðu menn vitað eitthvað um þennan sjúkdóm þegar ég var að alast upp þá hefði verið hægt að sjá það mjög snemma að þetta yrði vandamál hjá mér því ég var alltaf til í að elta tapið. Ég lagði fyrst undir í tíkallaharki niðri í Lækjar­ skóla þegar ég var níu ára. Þegar ég tapaði var ég alltaf til í að elta tapið. Reyna að ná þessu til baka,“ segir Sigurjón. Fjárhættuspil urðu þó ekki vandamál hjá honum fyrr en í kringum þrítugsaldurinn – sumarkvöld eitt árið 1994 þegar hann vann fyrsta stóra vinninginn. „Þá var ég á fimmtudagskvöldi að labba niður í Lækjargötu og sá þar góðan kunningja minn standa dauðadrukkinn inni á Gullnámu­ stað sem þá var í götunni. Ég labb­ aði inn og fór að fylgjast með hon­ um og hvernig hann var að spila. Hann var dauðadrukkinn og spil­ aði eins og fífl. Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera einhver gáfulegri leið til að gera þetta. Ég náði mér í slatta af fimmtíuköllum til þess að henda í kassana. Með­ an hann tapaði tugum þúsunda þá græddi ég fjörutíu. Á mjög stuttum tíma. Ég leysti þetta út, stakk þessu í vasann og hugsaði með mér: „Money for Nothing.“ Ég fór aftur daginn eftir og það gerðist aftur það sama nema þá var ég ekki með fullan kunningja minn við hliðina á mér. Þarna vann ég svipaða upp­ hæð. Þarna var ég búinn að ná mér í einhvern 80 þúsund kall á ein­ hverjum fjórum klukkutímum, sko árið 1994, og þá þótti þetta mikil upphæð. Þarna fór þetta fræ fíknarinnar að skjóta rótum í mér,“ segir hann. Hafði stjórn á þessu Sigurjón spilaði þó ekki mikið eftir vinningskvöldin tvö og hélt sig að mestu frá kössunum. „Þarna hafði ég alveg stjórn á þessu ennþá. Ég til dæmis lofaði þáverandi sambýlis­ konu minni, sem komst að því að ég væri að leika mér í spilakössum, að ég myndi ekki stunda þetta og ég stóð við það svona 90 prósent,“ segir hann. Fræi fíknarinnar var þó sáð og nokkrum árum seinna var fjárhættuspil farið að há hans dag­ lega lífi. „Svo fór það bara að ger­ ast á árunum eftir 2000 að þetta fór að verða erfitt. Ég hafði lítið af pen­ ingum milli handanna, ég var að vinna svarta aukavinnu og stal öllu undan sem ég komst upp með,“ segir hann. Lét engan vita ef hann vann „Þarna var mér orðið ljóst að þetta var nú ekki alveg í lagi. Ég mátti helst ekki vera með peninga á mér og gerði þar af leiðandi í því þegar ég ætlaði að haga mér almenni­ lega að vera ekki með pening á mér. Ég var ekki með greiðslukort, debetkort eða neitt. Ég böðlaðist við að hafa stjórn á þessu með því að hafa aldrei pening milli hand­ anna. Sambýliskona mín sem þá var hélt um peningamál heimilis­ ins og ég lét hana hafa mína pen­ inga. Samt sem áður átti ég það til að týna mér. Ég kannski fór út að kaupa sígarettur og gleymdi mér í tvo tíma. Þá hafði ég náð mér í smá pening og þá hékk ég og spil­ aði þangað til hann var búinn. Ég gekk aldrei í gegnum þetta klass­ íska vinningstímabil þar sem allt gekk rosalega vel. Það voru bara þessi tvö skipti 1994. Síðan kom það fyrir að ég vann einhverja smá vinninga en það var eins og að brenna gat á vasana. Ég lét að sjálf­ sögðu engan vita af því ef ég vann. Það gaf augaleið því þá gat ég ekki spilað fyrir þann pening og þá gaf það líka augaleið að ég hafði verið að spila. Þarna var ég var löngu bú­ inn að gera mér það ljóst að þetta var ekki alveg í lagi.“ Allan daginn í Gullnámunni Þegar hann skildi svo við þáverandi sambýliskonu sína þá missti hann tökin algjörlega. „Þegar við skildum þá flutti ég nánast inn á Gullnámu­ stað og var þar allan daginn í heilan mánuð. Ég sat bara og spilaði allan daginn. Vaknaði á morgnana til þess að fara að spila og var þar allan daginn og fram á kvöld. Ég átti smá pening og eyddi honum öllum. Ég eyddi milljón í spil á tveimur vik­ um. Svo áttaði ég mig allt í einu á því að ég yrði að gera eitthvað í mál­ inu. Ég átti ekkert eftir og var byrj­ aður að steypa mér í skuldir,“ segir Sigurjón sem fékk yfirdráttarlán hjá bankanum til að geta spilað. „Þetta var á þeim tíma sem bankarnir voru með peningasölumenn úti á götu. Þú gast fengið lánað nánast enda­ laust ef þú kærðir þig um og ég var byrjaður á því og með því hugar­ fari að ég ætlaði aldrei að borga þetta. Það fór nú þannig að ég gerði það samt. Það er partur af þessu að þennan skít lætur maður ekki aðra þrífa,“ segir hann. Lausnin falin í því sem maður gerir Sigurjón segist hafa orðið þeirra gæfu aðnjótandi að fá hjálp góðra manna til þess að takast á við fíkn­ ina. „Mér bar gæfa til að lenda í höndunum á mönnum sem vissu hvað átti að gera og ráku mig í gegnum sporin harðri hendi og gáfu mér ekkert eftir. Ég er þessarar gerðar að ég get kjaftað mig út úr öllum andskotanum og hef alltaf gert. Ég ætlaði að kjafta mig út úr þessu líka á þeirri forsendu að ég kynni þetta nú allt. Ég vissi þetta allt, en það hefur ekkert að segja og það skiptir engu máli hvað maður veit. Lausnin við þessum sjúkdómi er falin í því sem maður gerir – ekki því sem maður veit,“ segir Sigurjón. Sjúkdómur lyginnar „Þetta er sjúkdómur lyginnar og skammarinnar. Við skömmumst okkar umfram aðra. Það er orðið þannig að fólk skilur að sumt fólk á ekki að drekka áfengi af því að það þolir það ekki og menn skilja eiturlyfjafíkn en menn skilja þetta ekki. Þessi fíkn er alveg jafn raun­ veruleg og jafnvel raunverulegri. Áfengi getur þú alltaf forðast en peninga þarf maður alltaf að nota. Þetta er alveg jafn raunverulegt og alkóhólismi. Fyrir mér eru þetta laufblöð á sömu grein bara önn­ ur birtingarmynd. Þessir fíkni­ sjúkdómar yfirhöfuð eru systkini. Þarna eru blóðtengsl. Það er eigin­ lega bara birtingin á því. Hvort þú dópar, hvort þú drekkur, hvort þú étur eða hvort þú spilar.“ n Allt fór í kassana Sigurjón Skæringsson segist á endanum hafa tapað öllu, allir hans peningar fóru í spilakassana og hann var byrjaður að safna skuldum til að geta spilað. n Fíknin tók öll völd n Alltaf til í að elta tapið n „Sjúkdómur lyginnar“ Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Þessir fíknisjúk- dómar yfirhöfuð eru systkini. Þarna eru blóðtengsl. Það er eigin- lega bara birtingin á því. Hvort þú dópar, hvort þú drekkur, hvort þú étur eða hvort þú spilar. GA Samtökin GA-samtökin, eða Gamblers Anonymous, voru stofnuð árið 1957 af tveimur spilafíklum. Samtökin hafa ver- ið starfandi hér í nokkur ár og haldnir eru daglegir fundir fyrir spilafíkla á vegum þeirra. Nánari upplýsingar um samtökin eru inni á: gasamtokin.is „Þá hafði ég náð mér í smá pening og þá hékk ég og spilaði þangað til hann var búinn 10 Úttekt 14. nóvember 2012 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.