Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Page 20
20 Bækur 14. nóvember 2012 Miðvikudagur Á allt of troðnum slóðum G uðmundur Magnússon sagn- fræðingur gaf fyrir sjö árum út bók um ættarsögu Thorsar- anna sem vel var tekið af ís- lenskum lesendum. Sú bók var skemmtileg aflestrar og fræðandi; Guðmundur er góður í því að skrifa þægilegan, upplýsandi texta sem auð- velt er að fylgja eftir. Bókin hafði líka að geyma merkileg „skúbb“ eins og að einn af Thors-bræðrunum, Richard, geymdi mikið fé á bankareikningum í Bretlandi – ein 30 þúsund pund – og átti sjálfur hlut í saltfiskheildsölunni sem Kveldúlfur seldi fisk til á Spáni og Ítalíu. Þannig gat hann bæði grætt á fisksölunni í gegnum Kveldúlf og er- lend fyrirtæki sem keyptu fiskinn. Þá greindi Guðmundur frá því að með- limir í fjölskyldunni hefðu margir hverjir ekki vílað fyrir sér að brjóta gjaldeyrishaftalög þess tíma. Bókin um Thorsarana talaði inn í íslenskan veruleika góðærisins fyrir hrun þar sem tiltölulega fámennur hópur auð- manna var farinn að drottna yfir ís- lensku samfélagi í skjóli auðs síns. Ein af birtingarmyndum þessara valda kom svo bersýnilega fram við útgáfu bókarinnar þegar fyrsta upp- lagi hennar var eytt vegna þrýstings frá Björgólfi Guðmundssyni, eiganda Landsbankans og Eddu sem gaf bók- ina út. Björgólfi hugnaðist víst ekki umfjöllun bókarinnar um hjónaband eiginkonu sinnar, Þóru Hallgríms- son Thors, og bandaríska nasistans George Lincoln Rockwell, um miðbik síðustu aldar. Bókin um Thorsarana var svo gefin út án kaflans um hjóna- band Þóru og Rockwell. Aldrei hefur verið upplýst af hverju Guðmundur sættist á að breyta bókinni með þess- um hætti; bók sem hann hafði skrif- að eftir bestu vitund með áðurnefnd- um kafla um hjónabandið. Þetta er eitt af leyndarmálunum í íslenskum sam- tíma. Færist mikið í fang Guðmundur er á svipuðum slóðum í nýjustu bók sinni: Íslensku ættar- veldin – Frá Oddaverjum til Eng- eyinga. Í bókinni vinnur hann hins vegar ekki bara með eina ætt eða fjölskyldu – þó auðvitað sé að finna þar súmmeringu á dramatískri sögu Thorsaranna – heldur leitast við að fjalla um allar helstu valda- og auð- fjölskyldur Íslands frá landnámsöld og fram á okkar dag. Guðmundur er því með miklu lengra tímabil og fleiri einstaklinga undir í þessari bók sinni en skrifinu um Thorsarana. Sérstak- ir kaflar um tilteknar ættir er þó ekki að finna um valdafjölskyldur fyrir Stefánunga, fjölskyldu og niðja Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns, á seinni hluti 18. aldar og fyrri hluta þeirrar 19. Umfjöllunin fram að því er almennari enda minna um heimildir frá fyrri öldum. Helsti gallinn á þessari bók Guð- mundar er sá að hann færist of mikið í fang og ætlar sér að fjalla um of mörg og lítt skyld efni í sama verkinu. Fyrir vikið verður bókin fálmkennd, ansi yfirborðsleg á köflum og kjarnalaus. Í hana vantar rauðan þráð og þar með einhverja lokaniðurstöðu eða tilgátu þar sem umfjöllunin um einstaka fjölskyldur og ættir er dregin saman. Til að réttlæta umfjöllun í sömu bók- inni um einstaka valdafjölskyldur fyrr á öldum og þekktar fjölskyldur eins og Engeyinga á 20. öld þurfa líkindi þeirra að liggja betur fyrir. Ólíku saman að jafna Auðfjölskyldur fyrri alda og þekktar íslenskar auðmannaættir á 20. öld eiga margar lítið sameiginlegt. Margir auðmenn fyrri tíðar Íslandssögunn- ar, sem fjallað er um í bókinni, urðu stöndugir og valdamiklir vegna starfa sinna fyrir danska konunginn, til dæmis Ólafur Stefánsson sem þó var ekki fæddur inn í efnafjölskyldu, á meðan margir íslenskir athafnamenn á fyrri hluta 20. aldar brutust fátæk- ir til auðs í krafti einkaframtaksins og án beinna pólitískra tengsla, í það minnsta framan af. Þetta á til dæm- is við um Thor Jensen og Hallgrím Benediktsson og fleiri athafnamenn á 20. öld, sem Guðmundur fjallar um í bókinni, sem ekki fæddust með silfurskeið í munni þó þeir hafi náð að koma ár sinni vel fyrir borð. Líflegar anekdótur Í einstaka köflum bókarinnar er að finna skemmtilegar frásagnir um lifn- aðarhætti efnamanna, til dæmis um rausnarskap Ólafs Stefánssonar þegar hann bauð til veislu í Viðey. „Næst var borin inn full tarína af harðsoðn- um eggjum kríu eða stórþernu og tylft þeirra látin á hvern disk […] Ekki höfðu gestirnir fyrr innbyrt eggin og rjómann en inn var borin hálf kind, vel steikt.“ Slíkar anekdótur, sem Guð- mundur er fundvís á í gegnum bók- ina, glæða lesturinn vissri léttúð og glettni sem gaman er að. Þá rifjar Guðmundur upp fjölmiðlaumræðu frá áttunda áratug síðustu aldar um þann „lúxus“ sem þótti felast í því á þeim tíma að eiga lágt bílnúmer, eins og R-7 eða R-42, sem verið hafði í eigu þeirra efnamanna sem fyrst fengu bíl í Reykjavík á fyrri hluta tutt- ugustu aldar. Lágu bílnúmerin þóttu svo mikið stöðutákn að nýríkir keyptu þau jafnvel af sér ættstærra fólki sem hafði erft bílnúmerin en skorti aur. Veik heild Þrátt fyrir slíka skemmtilega spretti og örsögur í bókinni þá er hún veik sem heild sökum þess að rauða þráð- inn skortir í umfjöllunina sem og ein- hverja niðurstöðu sem kalla mætti. Guðmundur er með örstuttan niður- stöðukafla aftast í bókinni sem segir kannski meira en mörg orð um hvað eftirtekjan er í reynd rýr eftir lestur- inn: „Í þessari bók er sú mynd dreg- in upp að ættarveldin í landinu eigi sér samfellda sögu frá upphafi til síð- ustu ára, óslitinn þráður sé frá niðjum Bjarnar bunu til Baugsfjölskyldunn- ar og Björgólfsfeðga, frá Oddaverjum til Engeyinga. Margt er vissulega æði ólíkt með einstökum ættar- veldum Íslandssögunnar, en annað keimlíkt þótt aldir skilji á milli. Upp- sprettur auðs og valda voru mismun- andi, en birtingarmyndirnar oft ekki ósvipaðar.“ Þessi niðurstaða segir ekki margt um kjarna bókarinnar. Þá ber að nefna að heimildir Guðmundar eru að mestu aðrar bækur, fræði- greinar og blaðaskrif, það er að segja annars stigs heimildir, en ekki frum- heimildir. Fyrir vikið er lítið um ný tíðindi eða „skúbb“ í bókinni, líkt og til dæmis í bók Guðmundar um Thorsarana. Guðmundur er að mestu að segja það sem aðrir hafa sagt áður og draga saman frásagnir um ríkt fólk og voldugt á Íslandi í gegnum aldirn- ar. Hver kafli bókarinnar gæti staðið sjálfstætt án annarra og þráðurinn á milli einstakra kafla er óljós þó svo að Guðmundur reyni að draga tengsl þeirra saman í lokin. Þá verður líka að nefna að umfjöll- un Guðmundar um ættir sem eru ná- lægt okkur í tíma, eins og til dæm- is Engeyingana, H. Ben-fjölskylduna og Ingvar Vilhjálmsson og Halldór H. Jónsson og fjölskyldur þeirra, bæta engu við það sem áður hefur kom- ið fram um þetta fólk og er nánast al- kunna. Engar tilraunir eru gerðar til að segja eitthvað nýtt um þessar fjöl- skyldur. Þess í stað er skautað léttilega og yfirborðslega yfir sögu þeirra og sagt frá því hver vann hvar, gerði hvað og svo framvegis. Stíllinn á þessum köflum er því ágripskenndur og í ætt við „hverjir voru hvar“. Guðmundur fetar því á köflum alltof troðnar slóðir og leitast ekki við að finna ný sannindi eða setja fram ferskar túlkanir á við- fangsefninu með nýjum heimildum eða jafnvel viðtölum. Bók Guðmundar hefur því marga galla þó hún sé ágæt aflestrar og á köflum lífleg. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Dómur Íslensku ættarveldin: Frá Oddaverjum til Engeyinga Höfundur: Guðmundur Magnússon Útgefandi: Veröld 336 blaðsíður „Fyrir vikið verður bókin fálmkennd, ansi yfirborðsleg á köfl- um og kjarnalaus. Spennandi erlendar bækur Metsölulistar endurspegla varla það mest spennandi í útgáfu hvers árs af erlendum bókum enda er hún fjölbreyttari og áhugaverðari en hann gefur til kynna. Hér á landi hefur hæst farið bók J.K Rowling, The Casual Vacancy, Telegraph Avenue eftir Michael Chabon og bók Zadie Smith, NW. Hér er hins vegar listi yfir bækur sem hafa ekki farið hátt en vekja áhuga gagnrýnenda víða um heim vegna frumlegra efnistaka. Ninety Days: A Memoir of Recovery eftir Bill Clegg Afar bersögul frásögn af alkóhólisma og fíkniefnaneyslu frægs bókaútgefanda. The Yellow Birds eftir Kevin Powers Skáldsaga með ljóðrænni frásögn án tilgerðar um Íraks- stríðið. My Heart Is an Idiot: Ritgerðir eftir Davy Rothbart Hjartnæmar og heiðarlegar sögur eftir Rothart sem er einn stofnenda Found Magazine. Immobility eftir Brian Evenson Dökk og krefjandi fantasía sem kemur á óvart. The Elephant Keepers Children eftir Peter Hoeg Hlýr og rómantískur farsi með alvarlegum undirtón. How Should a Person Be? eftir Sheila Heti Aðdáendur þáttanna Girls ættu ekki að láta þessa bók fram hjá sér fara. Gone Girl eftir Gillian Flynn Reyfari, um stúlku sem hverfur og afdrif hennar, sem hefur ekki farið hátt en hef- ur haldið lesendum í heljargreipum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.