Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Qupperneq 22
22 Bækur 14. nóvember 2012 Miðvikudagur Superstar heiðingjanna S íðla árs 2010 kom bersýnilega í ljós að það var mikil vöntun á þungarokki í meginstraumi íslenskrar tónlistarsenu þegar Skálmöld gaf út sína fyrstu plötu, Baldur. Rokkhundar tóku plötunni opnum örmum og báru þess merki að hafa verið í svelti með tilliti til al- mennilegs þungmálms um árabil. Platan náði langt út fyrir allar neðan- jarðarsenur, til fjöldans, og sló í gegn. Nýjustu plötu sveitarinnar hefur því verið beðið með mikilli eftir- væntingu. Skálmöld gaf út plötuna Börn Loka nú fyrir skemmstu og virðist hún ætla að fá svipaðar mót- tökur og sú fyrri. Ef lýsa ætti tónlist sveitarinnar myndi ég persónulega segja hana einhvers konar svartmálms- og þjóð- lagatónlistarskotið víkingahetju- þungarokk. Yrkisefni hennar á plöt- unni er enda norræn goðafræði líkt og titill hennar gefur til kynna. Hér er skrifað af þekkingu um þessi mál og hér er sögð massíf saga. Það fyrsta sem kom mér í hug við að renna plötunni nokkrum sinn- um í gegn var að eitthvað vantaði. Og það var ekki tónlist, heldur hrein- lega leiksvið. Mér leið eins og ég væri að hlusta á eins konar Jesus Christ Superstar heiðingjanna. Lögin, bæði hvert fyrir sig og í heild, segja svo mikla sögu og eru svo dramatísk að mér finnst eins og það þurfi hrein- lega að setja upp stórfenglegan söngleik í kringum hana. Þú munt skilja nákvæmlega hvað ég á við þegar þú hlustar á diskinn. Platan er þung en aðgengileg. Það er ekki ofsögum sagt að kalla hljóð- færaleikinn og lagasmíðarnar hreint stórvirki. Dauðarokksöngurinn svín- liggur ofan á hnausþykkri tónlistinni og söngvarinn kemur textanum skil- merkilega frá sér. Maður skilur hvað hann er að rymja. Á móti kemur að aðalsöngurinn verður á heilli plötu heldur einhæfur og dregur nokkur laganna niður. Þau eru flest í kring- um fimm mínútna löng, allt upp í tæplega tíu mínútur, og það koma kaflar þar sem maður hefði viljað fá smá uppbrot. Í því samhengi nefni ég hið hádramatíska lag Hel sérstak- lega. Umrætt lag og Gleipnir eru tvö lög sem skera sig úr og standa upp úr eftir hlustun. Þá ætti að vera epískt að heyra lagið Fenrisúlfur á tón- leikum. Það er ávísun á hnefahögg í pyttinum. Ég fékk ítrekað gæsahúð við að hlusta á þessa plötu. Hún er sérstætt þrekvirki sem fær hárin til að rísa og rokkhundar í öllum plássum ættu ekki að láta fram hjá sér fara. n Börn Loka Flytjandi: Skálmöld Útgefandi: Napalm Records Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Dómur S pennan sem einkennir hugsanir sögumannsins í Suðurglugga Gyrðis Elías- sonar er togstreita á milli þess að vilja loka sig af frá umheiminum og opna á hann. Þessi óvissa um hvort æskilegt sé að fylgjast með „veruleikanum“ eða ekki kallar fram ýmsar þeirra hug- renninga sem sögumaðurinn setur fram. Yfir þessari spurningu virðist hann vera tvístígandi: „Við trúum á fréttir, að það skipti öllu máli að þekkja veröldina „einsog hún er“. Samt viljum við í raun ekkert vita af því sem miður fer, þegar allt kemur til alls. En 1001 nótt hörmunga í órafjarlægum borgum er í lagi.“ Sögumaðurinn er rithöfundur sem dvelur í litlu þorpi og reynir að skrifa skáldverk. Hann reynir að skrifa en á erfitt með það. Sögu- maðurinn hugsar og pælir þeim mun meira þess í stað. Í bókinni er sögusviðið að mestu hugarheimur rithöfundarins sem dvelur í þorp- inu en ekki veruleikinn utan hans. Þar er ekki smekkur eða rúm fyrir margþætt persónugallerí, stórt plott eða æpandi endi þar sem pabbinn drepur öll börnin sín. Bókin er nóvella, 130 blaðsíður í litlu broti, með stórri spássíu og línubili. Þessi bók Gyrðis er gef- andi lesning, samþjöppuð, stutt og skýr. Ég naut þess að lesa hana enda ekki gefið mál að allar bækur sem lesendur byrja á séu nægilega áhugaverðar til að þeir nenni að klára þær. Um daginn hætti ég fljót- lega að lesa óbærilega 500 síðna bók eftir íslenskan höfund sem var eins og samhengislaus heilaspuni frá trufluðum bloggara. Ég hef hingað til ekki lent í því að þurfa að leggja bók eftir Gyrði frá mér. Í að minnsta kosti þremur síð- ustu skáldverkum Gyrðis, Suður- glugganum, Sandárbókinni og Á milli trjánna, hefur þessi spenna verið eitt af lykilþemunum í hugarheimi persónanna. Í einni smásögunni í Á milli trjánna sagði ein persónan að það að lesa dag- blöðin á morgnana væri eins og að „taka eitur á fastandi maga“. Í Suður- glugganum falla nokkrar sams kon- ar setningar þar sem sögumaður- inn veit ekki hvort það er gott að opna á veruleikann „einsog hann er“ eða hreinlega loka á hann. Ég hef spurt mig að því þegar ég hef lesið þessar bækur hvort Gyrðir velji sumum persónum sín- um að lifa í óvissu um hvort þær vilji vera menn eða jafnvel satíri, leður blökur, laufblöð eða eitthvað óhlutbundnara form. Einangrun frá raunveruleikanum virðist að minnsta kosti vera markmið í sjálfu sér líkt og veruleikinn trufli and- lega veru persónanna með því að raska ró þeirra. „Gaddafi berst við uppreisnarmenn í Líbýu. Þar loga líka eldar. Ævagamlar jurtaleifar fuðra upp; lífsinntak hins vestræna heims. Ég slekk á útvarpinu, en það er of seint, skaðinn er skeður.“ Það er eins og sögumaðurinn vilji ekki vita um fréttirnar í fjölmiðlunum en að hann standist ekki freistinguna að opna fyrir „eitrið“. Breyskleiki sögumannsins gagn- vart umheiminum gerir það að verkum að hann getur ekki lok- að á hann. Þó samtímamönnum finnist flestum sjálfsagt og eðlilegt að hlusta á fréttir og lesa blöðin þá virðist sögumaðurinn í Suðurglugg- anum líta þetta öðrum augum líkt og hann þrái bara frið frá skarkala heimsins og félagsskap annarra og fjölmiðlanna líka. Kannski er það þessi einangrun sem sögumaður Gyrðis virðist telja svo æskilega sem hefur gert hann ófæran um að lifa í veruleikanum; hann vill ekki hafa helgar nema á tveggja vikna fresti því þá þarf hann að hitta fólk. Úr brotunum sem hann heyrir og hefur heyrt í útvarpstækinu, sem skapar „helstu tengsl hans við raun- veruleikann“, smíðar sögumaður hugsanir sem verða að flokkast sem samfélagsádeila. Honum er heldur uppsigað við nútímann. Iðnaðar- morð á skepnum í sláturhúsi þorpsins setja að honum ugg oftar en einu sinni, nútímamaðurinn er þannig að hann „fer einn í gegnum allt“ og bylgjulengdin sem hann lif- ir á er „full af truflunum“ og veröld hans er „upptekin af seðlaskrjáfi“ og „gegndarlausri peningahyggju“. Viðhorf Gyrðis til nútímans birtist svo meðal annars í þeirri líkingu að harmóníum sé hljóðfæri sem ekki nái „bylgjulengd“ samtímans sem hann dæmir með áður nefndum hætti. En það er spurning hvers konar hljóðspil sögumaður telur að henti núinu – Gyrðir svarar þeirri spurningu ekki. Formið á bók Gyrðis minnti mig að hluta á bók J.M. Coetzee, Diary of a Bad Year, þar sem einn þáttur í þríþættri frásögninni er heimspekilegar hugleiðingar rit- höfundarins sem einnig skrifar skáldsagnahluta verksins. Skörun- in á milli skáldskapar og veruleika hjá Coetzee verður óljós. Einnig í þeirri bók er að finna nokkuð napra samtímagagnrýni, meðal annars á iðnaðarmorð á dýrum til manneld- is og annað siðleysi sem viðgengst í samtímanum. Þar verða fréttir fjölmiðlanna oft og tíðum einnig kveikjan að þönkum höfundarins í einangrun hans. Í Suðurglugg- anum, líkt og hjá Coetzee, skipt- ir engu hvort hugleiðingar sögu- mannsins eru hugsanir Gyrðis sjálfs; þær standa fyrir sínu óháð tengingum við veruleikann utan sögusviðs bókarinnar. Sumir rit- höfundar kjósa sér að fjalla frekar um samtímann í skáldsögum en blaðagreinum eða viðtölum. Engar skoðanir í slíkum bókum eru þó á endanum nauðsynlega skoðanir höfundarins. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Dómur Suðurglugginn Höfundur: Gyrðir Elíasson Útgefandi: Uppheimar 134 blaðsíður Hugsað úr einangrun „Þar er ekki smekk- ur eða rúm fyrir margþætt persónugallerí, stórt plott eða æpandi endi þar sem pabbinn drepur öll börnin sín. Ófagur en útpældur H erkænskuleikir hafa ekki átt sérstaklega upp á pall- borðið hjá undirrituðum á undanförnum árum þó stöku leikir hafi vakið athygli. XCOM: Enemy Unknown er leik- ur sem ætti að gefa tölvuleikja- spilurum af eldri kynslóðinni netta nostalgíutilfinningu enda er um að ræða sjálfstætt framhald af leikn- um UFO: Enemy Unknown sem kom út árið 1994. Til að gera langa sögu stutta snýst leikurinn í kringum alþjóð- legan hóp hermanna, XCOM, sem hefur það hlutverk að berjast við geimverur sem hafa gert innrás á jörðina. XCOM er miklu meira en hópur hermanna, því segja má að um sé að ræða alþjóðleg hernað- arsamtök og ert þú eins konar yfirmaður þeirra; þú stjórnar vís- indatilraunum, þróunarmálum, fjármálum og að sjálfsögðu her- mönnum þegar þeir eiga við illa innrættar geimverur. Herkænskuleikir á borð við þennan hafa ekki verið mjög áber- andi á undanförnum árum enda keppast framleiðendur við að búa til flottustu leikina með bestu graf- íkinni. Það er ágætt að taka það strax fram að XCOM er ekki sér- staklega aðlaðandi hvað það varð- ar. Hann bætir það þó upp með úthugsuðum verkefnum þar sem aðalkapp er lagt á að að hugsa um næstu skref. Leikurinn er krefjandi og var maður nokkuð fljótur að koma sér í vandræði. Þú þarft að eyða fé í að koma upp gervihnattasendum til að fylgjast með ferðum geimver- anna. Á sama tíma þarftu að eyða peningum til að byggja hermenn- ina upp til að standa uppi í hárinu á óvinunum. Þar sem þú hefur yfir takmörkuðum fjármunum að ráða getur borgað sig að vanda ákvarð- anatökuna. Þetta er ekki það eina sem þarf að huga að því í bardögum þarf að passa að staðsetja hermennina rétt því óvinirnir koma úr öllum áttum. Þeir sem ekki eru kunn- ugir herkænskuleikjum og eru vanari fyrstu persónu skotleikj- um gætu átt í erfiðleikum með að venjast þessum. Þegar allt kemur til alls er leikurinn vandaður og kom nokkuð á óvart. Sú staðreynd, að maður þarf virkilega að hafa fyrir hlutunum til að ná árangri og hugsa næstu skref vandlega, er heillandi. Þó leikurinn sé ekki reglulega fallegur eða fjölbreyttur er hann fín skemmtun. Það er fyrir mestu. Einar Þór Sigurðsson XCOM: Enemy Unknown Spilast á: PS3, PC, Xbox

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.