Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Side 14
Útlendingar fá ekki íslensk lén 14 Fréttir 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Hvað er lén? n Lén er auðkenni á netinu, eins konar heimilisfang fyrir vefsíður. Lén vísar til mengis varpana á milli nafna og IP- talna, sem er staðsetning viðkomandi síðu. Lén eru samsett úr einum eða fleiri hlutum sem hver um sig kallast merki. Þau eru aðgreind með punkti. Höfuðlén er efsti hluti lénakerfisins og er sá hluti lénsins sem kemur á eftir síðasta punkt- inum í lénsheitinu. Höfuðlén eru ákveðin af fyrirtækinu ICANN sem starfar á alþjóðlegum grundvelli. Bæði eru til sérstök landslén, sem byggja á alþjóða- staðlinum ISO 3166 um skammstöfun á ríkjanöfnum, og almenn höfuðlén. Ekki er langt síðan heimilt varð að sækja um almennt höfuðlén, svo sem .reykjavik, en slíkt er þó ekki algengt. Ö gmundur Jónasson innan- ríkisráðherra hefur lagt til að útlendingum verði settar skorður hvað varðar kaup á lénum með endingunni .is. Þá leggur ráðherrann einnig til að 3,5 prósenta þjónustuskattur verði lagð- ur á öll lén. Þetta er meðal þess sem hann leggur til í frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Frumvarp- inu er ætlað að setja ramma utan um rekstur .is þjóðarlénsins en það er í dag rekið af fyrirtækinu Internet á Ís- landi hf. sem er að hluta til í eigu ríkis- ins en að mestu leyti í eigu einkaaðila. Ríkið átti framan af langstærsta hlut í fyrirtækinu ásamt Háskóla Íslands en sá hlutur var seldur árið 2001. Kaup- andinn var Íslandssími, sem síðar varð að Voda fone, en nýir eigendur komu inn í félagið síðar. Skilyrði að tengjast Íslandi Í einni grein frumvarpsins er kveðið á um að sá sem skráir eða kaupir lén þurfi að vera með tengsl við Ísland. Það lokar á marga útlendinga og er- lend fyrirtæki. Í dag er stór hluti .is léna skráður á erlenda aðila, eða um átta þúsund, og eru mörg dæmi í rétthafa- skrá ISNIC um að erlendir aðilar vilji nýta sér .is lén sökum þess að það henti vel í nafn þess léns sem skráð er. Dæmi um það er tímaritið Good sem heldur úti vefsíðunni good.is en tímaritið not- ar endinguna .is líkt og enska orðið „is“ sem þýðir „er“ á íslensku. Á síðustu árum hefur það færst í aukana að rétthafar einstakra léna finni sér lénaendingu sem hentar sér- staklega vel því léni sem skráð er án tillits til staðsetningar eða þjóðar- tengingar lénsins. Þannig hefur til dæmis þjóðarlén Tuvalu-eyja verið notað fyrir þá sem eru í einhvers konar sjónvarpsrekstri eða tengjast sjónvarpi á einn eða annan hátt en þjóðarlén eyjanna er .tv. Ætla að lækka lénaskattinn Þetta er í þriðja sinn sem lagt er fram lagafrumvarp um þjóðarlénið .is. Í nýjustu útgáfu frumvarpsins eru lagð- ar fram hugmyndir um lækkun sér- staks veltuskatts sem lagður er á fyrir- tæki sem hafa starfsleyfi til rekstur þjóðarlénsins. Lækkunin nemur 1,4 prósentustigum, úr 4,9 prósentum í 3,5 prósent. Í umsögn fjármálaráðu- neytisins við frumvarpið kemur fram að 9 milljónir eru áætlaðar í tekjur af þessu gjaldi. Í frumvarpinu sjálfu segir að gjaldprósentan byggi á áætlun um kostnað við eftirlitið sem unnin hef- ur verið í samráði við Póst- og fjar- skiptastofnun. Skráning .is léna hefur verið í höndum ISNIC frá því að félagið var stofnað árið 1995 og eru lénin um fjörutíu þúsund talsins. Fyrirtækið þarfnast ekki sérstaks starfsleyfis en það tók við stjórn landslénsins úr höndum Internet Assigned Numbers Authority, IANA, sem starfrækt er af ICANN. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að starfsleyfi til reksturs þjóðarlénsins sé veitt til fimm ára í senn. Bráðabirgðaákvæði í lögunum tryggir hins vegar ISNIC ótímabund- ið starfsleyfi frá gildistöku laganna. Óánægður með frumvarpið Jens Pétur Jensen, fram- kvæmdastjóri ISNIC og einn eigenda fyrirtækisins, segir að nýjasta út- gáfa frumvarpsins, sem hann kall- ar 3.0, sé besta útgáfan hingað til en að hún sé samt sem áður ekki nógu góð. Hann segist ekki vera búinn að þaullesa nýjustu útgáfuna og að lög- menn félagsins hafi ekki enn farið yfir frumvarpið. Jens Pétur er sérstaklega óánægður með reglur um hverjir mega kaupa og skrá lén. „Það á að þjóðernishreinsa lénið,“ segir hann og vísar til þess að útlendingum séu settar skorður hvað varðar kaup á lénum. „Ég vil að þeir sem vilja eiga og reka .is lén eigi að geta það. Það á að vera áfram frjálst svo lengi sem menn uppfylla lög og reglur.“ Fleiri hafa lýst yfir efasemdum með ákvæði frumvarpsins þó flestir viðmælenda DV sem þekkja til léna- mála væru sammála um að eðlilegt væri að setja einhvers konar löggjöf um þjóðarlénið. Nokkrir aðilar skil- uðu inn umsögnum um frumvarp- ið þegar það var lagt fram í fyrstu tvö skiptin en engar umsagnir hafa ver- ið birtar um frumvarpið eins og það er í dag. n n Verða að tengjast Íslandi til að skrá lén n Tillögur um lækkun lénaskatts Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Það á að þjóðern- ishreinsa lénið Lög um lén Innanríkisráðherra leggur til að sett verði lög utan um rekstur íslenskra höfuð- léna. Lén eru eins konar heimilisfang fyrir vefsíður á netinu. Mynd PHotoS talar fyrir frumvarpinu Ögmundur Jónas son innanríkisráðherra lagði frum- varpið fram á Alþingi. Mynd EyþÓr ÁrnaSon Montaði sig af vopnaeign á Facebook 29 ára karlmaður var á miðvikudag dæmdur í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir vopna- lagabrot, brot gegn valdstjórninni og hylmingu. Í húsleit á heimili mannsins fundust hnífar, heima- tilbúin rörasprengja, gaskútur, sem hann hafði gefið til kynna að hann ætlaði að nota sem sprengju, auk hlaðinnar kindabyssu. Ástæða húsleitarinnar var einkennilegt háttalag mannsins á Facebook þar sem hann birti myndir af sér vopnuðum hagla- byssu og riffli. Þá hafði maðurinn látið að því liggja, í samtali við fyrrverandi kærustu, að íbúð hans væri tengd sprengju. Einnig voru myndir á Facebook af sprengju og sprengiefni sem og myndir af því er hann hafði sprengt fiskikar. Þá hafi hann látið þess getið að mikið af vopnum væri innandyra á heim- ili hans. Málið var eðli málsins sam- kvæmt litið alvarlegum augum og var því ráðist í húsleitina. Verj- andi mannsins telur þó að lög- regla hafi farið offari í rannsókn sinni og gefið það til kynna að hér væri um að ræða íslenskan hryðjuverkamann. Dómari í málinu var að ein- hverju leyti sammála þessu, en þó ekki að öllu. „ Dómari telur augljóst af virtum rann sóknargögnum að miklu meira hafi verið lagt í rannsókn málsins en háttsemi ákærða gaf tilefni til,“ segir í dómnum og af þessum sökum ber ríkissjóði að greiða hluta af launum verjanda mannsins. Maðurinn var engu að síður dæmdur fyrir að eiga vopnin auk þess sem hann ógnaði lögreglu- mönnum með hníf. Það bar þó að virða til refsilækkunar að mann- inum var mjög brugðið þegar lög- regla kom að heimili hans. Hann vaknaði við læti og segir í dómn- um að „allt í einu hafi íbúð hans verið full af fólki sem hafi verið með skildi og lýst framan í hann með skotvopni þannig að hann hafi ekki séð hverjir voru á ferð í myrkrinu inni í íbúðinni.“ Hann varð við þetta dauðhræddur og komst í mikla geðshræringu og greip til hnífsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.