Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 16
„Ég átti að nauðga konu“ 16 Fréttir 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað J úlíus Freyr Theodórsson lék í erótískri kvikmynd sem sýnd var á Sýn rétt eftir alda- mótin. Áður hafði hann glímt við stjórnleysi í kvennamál- um og sjálfsvirðingin var lítil sem engin. Sjálfur segir hann að það megi rekja til kynferðisofbeldis sem hann var beittur í æsku. Hann ákvað að segja frá þessari reynslu sinni í von um að vegferð hans verði öðrum til hjálpar. Hugarfar klámsins Júlíus Freyr ólst upp í litlu þorpi úti á landi fyrir tíma internetsins. „Ég er orðinn svo gamall,“ segir hann og hlær. „Þegar ég var að kynnast klámi þá var það í gegnum göm- ul blöð sem ég fann hér og þar, en þótt þetta væri forboðið og fjarri þá var það á sama tíma alltaf þarna, einhver hluti af veröldinni. Mér fannst það bara eðlilegt.“ Andrúmsloftið í þeim heimi sem Júlíus Freyr lifði og hrærðist í upp úr tvítugu var mjög mótað af klámmenningunni. Hann starf- aði sem dyravörður á skemmti- stað niðri í bæ, súludansstaðirnir voru að ryðja sér til rúms og voru það heitasta um þessar mundir. Þegar hann fór á djammið snerist það fyrst og fremst um að næla sér í stelpur. „Á þessum tíma átti ég sennilega Íslandsmet í klám- neyslu. Það var svo sem ekkert markmið í sjálfu sér en af því að þetta var þarna þá notaði ég það. Stjórnleysið var algjört. En mín helsta reynsla af kláminu var að leika í því. Strippstaðirnir þóttu ekkert óeðlilegri en aðrir staðir, bara ör- lítið meira spennandi. Þarna var Maxims, Club 7 og Clinton. Þegar það var rólegt á þessum stöðum voru stelpurnar sendar út til að draga inn kúnna, þær gengu á milli staða og dældu út frímiðum. Ég varð ekki var við neina gagnrýni, ef einhver var að gagn- rýna þetta þá náði það ekki til okkar sem voru staddir þarna niðri í bæ. Þar var allt að drukkna í þessu, klámið var normið,“ seg- ir hann og bætir því við að það hafi kannski ekki verið norm- ið að leika í erótískum kvikmynd- um. „En ég gekk svo langt að gera það. Í þessu andrúmslofti tók ég þá ákvörðun. Hugarfar klámsins var allsráðandi.“ Lék ljótan perra Leiklist hefur alltaf heillað Júlíus Frey sem hefur verið virkur í leik- félögum og það var á einni æf- ingunni sem hann heyrði að ein- hver var að gantast með að það vantaði leikara í prufur fyrir klám- mynd. Júlíus Freyr vissi ekki fyrr en hann var mættur í prufur og eins og hann segir slysaðist í þetta hlut- verk. „Hlutirnir gerast bara þegar maður er í svona ástandi, bara án þess að maður sé mjög meðvitað- ur um hvernig þeir gerast, um sitt nánasta umhverfi, tímasetningar eða annað slíkt.“ Prufurnar fóru fagmannlega fram segir Júlíus Freyr sem þurfti að hnykla sig og sýna hvað hann gæti verið sexí. „Ég hlýt að hafa verið perralegur því ég fékk hlut- verk ljóta perrans í myndinni,“ segir hann og hlær, en undir niðri er annar og þyngri tónn, og hann heldur áfram: „Ég átti að nauðga konu í einu atriðinu. Þær tökur fóru fram um miðjan dag á kló- settinu í Háskólabíó. Þetta voru mjög súrrealískar aðstæður.“ Áttu að læra á hvort annað Aðalleikararnir í myndinni voru þrír, tveir karlar og ein kona. Þau þekktust ekkert og þurftu að hitt- ast nokkrum sinnum áður en tökur hófust með leikstjóran- um og kynnast. „Þau kynni fólust fyrst og fremst í því að snertast og læra að þekkja hvert annað eins og n Upplifði stjórnleysi eftir langvarandi kynferðisofbeldi n Leitaði að viðurkenningu í gegnum kynlíf n Lék í klámmynd Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Það var bara þessi líffræðilega virkni sem ruglaði mig í ríminu og gerði það að verkum að ég skildi ekki muninn á kynlífi og kynferðislegu ofbeldi. Hjálp í boði Júlíus Freyr bendir á að ekkert mótar okkur til framtíðar nema við leyfum því að gera það. Það sé alltaf hægt að taka völdin í eigin hendur og hvetur hjálparþurfi til þess að leita sér aðstoðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.