Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Qupperneq 40
kaloríusnautt um hátíðarnar 40 Lífsstíll 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Reynir Traustason Baráttan við holdið É g hef ævilanga reynslu af megrunarkúrum. Í gegnum tíðina hef ég reynt flest á þessu sviði annað en að fara í læknisaðgerð- ir. Sem dæmi um megrunaraðgerð sem ég hef ekki farið í er garnastytting. Ég hugleiddi það en hætti snarlega við eftir að góð- ur kunningi minn lýsti því hvern- ig tengdamóðir hans kom út úr slíkri aðgerð. K onan sú hafði glímt við offitu um árabil. Flest hafði verið reynt en alltaf kom fitan aft- ur. Hún greip því í samráði við lækni sinn til þess neyðar- úræðis að láta stytta í sér garn- irnar og minnka magann, ef ég hef tekið rétt eftir. Félagi minn lýsti þessu í smáatriðum und- ir óskertri athygli minni. Þetta bar góðan árangur og kon- an varð í fyrsta sinn um langan tíma grönn. En fæstar rósir eru án þyrna. Hvimleiður fylgikvilli styttingar og minnkunar var sá að í hvert sinn sem hún settist leysti hún vind með tilheyrandi hljóði og lykt. Þetta sagði félaginn mér allavega og ég gerðist fráhverfur aðgerðinni. A nnað sem kom til greina var fitusog. Sú aðgerð er í sjálfu sér einföld. Mikill vinur minn og félagi sem auðg- aðist á hliðaráhrifum útrásarinn- ar ákvað að taka á sínum málum. Auði og hagsæld fylgir gjarn- an óhóf af einhverju tagi. Hann hafði í vellystingum sínum bætt á sig alltof mörgum kílóum. Kav- íarinn, kampavínið og allt hitt hafði tekið sér bólfestu á líkama hans. Vinur minn nennti ómögu- lega í hefðbundna megrun. Hann nennti ekki að hreyfa sig að gagni. Þá taldi hann fráleitt að draga úr neyslu á lúxusmat. Hann datt nið- ur á þá frábæru lausn að leggjast á skurðarborðið og láta dæla úr sér fitunni. Mér fannst þetta líka sniðugt og fékk að fylgjast með framvindunni, án þess þó að vera viðstaddur. O g þetta var allt eins og lagt var upp með. Maður þjak- aður af offitu fór undir læknishendur og léttist um þrjú kíló á hálftíma. Augu mín urðu sem undirskálar þegar ég sá umbreytinguna. Það var rétt eins og hann hefði verið lost- inn töfrasprota. Hviss bang, og feitur maður varð mjór. Hann lýsti þessu í smáatriðum. Það gengu holnálar inn í spikkápuna hér og þar. Gulleit slepjan rann úr líkamanum og í þar til ætluð ílát. Lýsingin var hrollvekjandi og ég ákvað að hætta við. Auk þess átti ég ekki handbærar 250 þúsund krónur til að borga fyrir kraftaverkið. V inur minn fitnaði aftur. Hann datt niður á nýja lausn sem var sú að hreyfa sig og hætta í kampavín- inu og kavíarnum. Nú hleypur hann eins og héri, tágrann- ur og fínn, um borg og bý. Konan með litla magann og stuttu garnirnar leysir enn vind þegar hún sest. Sjálfur hefur ég fundið minn takt í því að samræma hreyf- ingu og mataræði. Það eru engar töfralausnir til, aðeins einfaldar lausnir. Tryggja þarf að það sem fer inn gangi aftur út. Annars er allt í vitleysu. Léttist um þrjú kíló á hálftíma n Borðaðu góðan mat án þess að sleppa fram af þér beislinu Jólin nálgast Það er um að gera að nýta hátíðarnar í að borða góðan mat með vinum og vandamönnum. U m hátíðarnar erum við gjörn á að leyfa okkur meira en venjulega þegar kem- ur að mat og drykk. Enda er það í góðu lagi. Hátíðarn- ar snúast að miklu leyti um að njóta þess að vera til og borða góðan mat með vinum og vandamönnum. Það er þó algjör óþarfi að fara alveg fram úr sér og misþyrma líkamanum með of mikilli óhollustu. Þeir sem vilja passa upp á línurn- ar geta líka alveg leyft sér ýmislegt án þess að hafa áhyggjur af því að þyngjast um mörg kíló yfir jólin. Það þarf bara að velja rétta góðgætið og njóta þess. Kokteilar Hér eru slæmar fréttir fyrir aðdáend- ur gins og tóniks, því í einu glasi af þessum vinsæla drykk er jafn mik- ið sykurmagn og í tveimur kleinu- hringjum með glassúr. Þá er mun betra að skála í kampavíni, en glas af því inniheldur tæplega fjórðung af því sykurmagni sem er í gini og tónik. Gin og tónik n 240 kaloríur n 22 grömm af sykri Kampavín n 100 kaloríur n 5 grömm af sykri Ídýfur Ídýfur sem innihalda grænmeti geta orðið mjög óhollar ef þær inni- halda einnig ost, rjóma eða majónes. Þá er betra að halda sig við ferskari ídýfur eins og tómatsalsaídýfu eða bruschettu. Þær eru hitaeininga- snauðar og hollustan í grænmetinu fær að njóta sín. Spínat og ætiþistlaídýfa (1/2 bolli) n 300 kaloríur n 19 grömm af fitu Salsaídýfa (1/4 bolli) n 10 kaloríur n 0 grömm af fitu Meðlæti Það getur skipt miklu máli hvaða hráefni eru notuð saman. Ef þú fyll- ir til að mynda kartöflur með osti og beikoni bætirðu að minnsta kosti 150 hitaeiningum við máltíðina. Þá getur salat orðið mun óhollara ef þú set- ur út á það brauðteninga og ítalska dressingu. Þar bætast að minnsta kosti 140 kaloríur við máltíðina. Bökuð kartafla með smjöri og sýrðum rjóma: n 400 kaloríur n 14 grömm af fitu (6 grömm mettuð fita) Steiktar rauðar kartöflur (1/2 bolli) n 100 kaloríur n 5 grömm fita (1 gramm mettuð fita) Heitir drykkir Ýmsar blöndur af heitum jólaleg- um kaffidrykkjum njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi. Það kunna að vera sorgarfréttir fyrir sælkera sem vilja fá að drekka jólin í sig úr kaffi- bolla, að margir þessara drykkja innihalda fleiri kaloríur en Big Mac hamborgari á McDonald‘s. Ef þú vilt hugsa um línurnar en samt drekka gott og öðruvísi kaffi gætirðu prófað að fá þér svart kaffi með smá mjólk og hella út í það dreitil af pipar- myntusýrópi. Hvítt súkkulaðimokkakaffi n 660 kaloríur n 22 grömm af fitu (15 grömm mettuð fita) n 95 grömm af sykri Kaffi með mjólk og piparmyntusírópi n 150 kaloríur n 5 grömm af fitu (3,5 grömm mettuð fita) n 17 grömm af sykri Eftirréttir Einn óhollasti eftirrétturinn sem þú getur valið þér er pekanhnetubaka. Það skrifast aðallega á fyllinguna sem inniheldur bæði mikið af sírópi og sykri. Veldu frekar súkkulaði- fondú með ávöxtum. Það er miklu hollara og skemmtilegra, sérstaklega í góðra vina hópi um hátíðarnar. Pekanhnetubaka n 810 kalóríur n 65 grömm af fitu n 55 grömm af sykri Súkkulaðifondú n 340 kaloríur n 10 grömm af fitu n 28 grömm af sykri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.