Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 2
Meðalaldur gesta er 29 til 30 ár og þetta er fólkið sem mun stjórna heiminum eftir tíu ár og þá er mikilvægt fyrir íslensk- an ferða- mannaiðnað að það eigi héðan góða minningar. E rlendir gestir á Iceland Airwaves í ár eru 5.500 og hefur fjölgað um 500 frá hátíðinni í fyrra. Þá eyddu erlendir gestir hátíðarinnar 1.620 milljónum króna í gistingu, veitingar, afþreyingu og slíkt og sé tekið mið af hækkun verðlags og fjölgun erlendra gesta má ætla að eyðsla þeirra í ár verði yfir 2 milljarðar. Þar við bætist að þetta eru stjórnendur heimsins í framtíð- inni, eins og Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri IA, orðar það, og því skili hátíðinni fjárfestingu til framtíðar. „Þetta er mjög jákvætt,“ segir Grímur. „Þótt það sé auðvitað alltaf pínu neikvætt þegar fólk kemur fljúgandi frá út- löndum, það eru ekki sérstaklega græn spor sem það skilur eftir sig, en ferðamenn- irnir sem koma á hátíðina eru að stórum hluta borgarferðamenn sem er gott að fá því þeir fara ekki og trampa niður íslenska náttúru heldur halda sig í borginni við iðju sem hentar okkur ágætlega; kaupa mat á veitingastöðum, fara í búðir, fara kannski í stuttar ferðir út frá Reykjavík, gera allt það sem er kannski mesti kosturinn við túris- mann. Meðalaldur gesta er 29 til 30 ár og þetta er fólkið sem mun stjórna heiminum eftir tíu ár og þá er mikilvægt fyrir íslensk- an ferðamannaiðnað að það eigi héðan góða minningar.“ Uppselt er á hátíðina, níu þúsund manns hafa keypt armbönd en Grímur segir það aðeins hluta af þeim sem koma hingað vegna IA. „Það er til dæmis fullt af hljóm- sveitum sem kemur til að spila hérna „off venue“ og þær eru ekki inni í þessari tölu. Svo eru ótaldir allir Íslendingarnir þannig að þetta eru tugir þúsunda sem eru að njóta tónlistarinnar og við vitum ekkert hversu miklu þeir eyða.“ Þetta er í fimmtánda sinn sem Iceland Airwaves er haldin og að þessu sinni koma fram á henni 240 tón list ar menn og hljóm sveit ir á 293 tón leik um. Há- tíðinni lýkur á sunnu dag. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is  TónlisTarháTíð FErðamEnn sEm halda sig í borginni Erlendir gestir eyða um 2 milljörðum á Iceland Airwaves Í fyrra eyddu 5000 erlendir gestir á IA 1.620 milljónum króna í Reykjavík. Í ár eru þeir 5500 og má gera ráð fyrir að eyðsla þeirra fari yfir 2 milljarða. Þá eru ótaldir allir þeir sem koma á „off venue“ dagskrána í tengslum við hátíðina. Grímur Atlason, fram- kvæmda- stjóri Iceland Airwaves. 9000 gestir eru á Iceland Airwaves í ár, 5.500 erlendir og 3.500 innlendir. Perla er minnsta sanddæluskip Björgunar og hefur verið gert út frá árinu 1979. Skipið er aðallega notað til dýpkana, landfyllingar og annarra skyldra verkefna.  óhapp skipið sökk sTrax EFTir að það kom úr slipp Perla enn á kafi í Reykjavíkurhöfn Sanddæluskipið Perla sem sökk í gömlu höfninni síðastliðinn mánudag liggur enn á kafi þrátt fyrir tilraunir við að dæla sjó úr skipinu og koma því á flot. Mengunargirðingar voru settar upp umhverfis Perlu á þriðjudag en í henni voru um 12 þúsund lítrar af skipaolíu og um 800 lítrar af glussa og smurolíu. Á miðvikudag þurfti að stöðva tilraunir til að dæla úr skipinu þegar gluggar í brú þess brotnuðu og sjór streymdi inní stýrishúsið. Kafarar gerðu í kjölfarið tilraun til að loka fyrir en aðgerðum var hætt á miðnætti það kvöldið. Kafarar héldu tilraunum áfram í gær, fimmtudag, en án árangurs. Lár- us Dagur Pálsson, forstjóri Björgunar, segir ástandið ekki líta vel út, aðalvél- um skipsins sé mögulega bjargandi en allar innréttingar, dælumótorar og ann- ar búnaður sé líklegast ónýtur en ekki sé hægt að meta tjónið að svo stöddu. Ástæður þess að Perla sökk eru ókunn- ar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot úr slipp og að skipið hafi því tekið inn sjó með fyrrgreindum afleiðingum. -hh 24,4 milljarða hagnaður varð á rekstri Lands- bankans fyrstu 9 mánuði ársins. Prentað efni sterkasti miðillinn Prentmet ásamt auglýsingastofunni Pipar/ TBWA, Póstdreifingu, Hvítlist, Gunnari Eggertssyni og Ólafi Þorsteinssyni buðu gestum á hádegisverðaviðburð á Hilton Reykjavík Nordica í gær, fimmtudag. Frið- rik Eysteinsson, rekstrarhagfræðingur og einn fremsti sérfræðingur í markaðs- og sölumálum á Íslandi, fjallaði um rann- sóknir sem hafa verið gerðar frá 2013 um mismun á árangri milli hefðbundinna miðla annars vegar og nýmiðla hinsvegar. Niðurstöðurnar voru sláandi og benda til að stjórnendur markaðsmála eigi að halla sér í ríkari mæli að beinum markpósti, fjöl- pósti og vörulistum og minnka áhersluna á auglýsingar á netinu. Í niðurstöðum rannsóknanna kemur fram að hefðbundnir miðlar skili mun meiri hagnaði en net- miðlar. Í einu dæmi frá stórri amerískri verslunarkeðju kom fram að hátt í tveir þriðju markaðsfé hefði best verið varið í prentað kynningarefni. Í rannsóknunum kom fram að auglýsingar í samfélags- miðlum og netmiðlum hafi mikil áhrif á heimsóknarfjölda inn á vefi fyrirtækja en lítil sannanleg áhrif í hagnaði fyrirtækja sem hlýst af markaðsstarfi. Gunnar Bragi í Víetnam Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði með Pham Binh Minh, utanríkis- ráðherra Víetnam í vikunni. Fundurinn var haldinn í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til landsins. „Við erum ekki komin upp í topp enn. Okkar spá er að fasteignaverð komi til með að hækka enn meira á næstu árum og fylgi efna- hagsuppsveiflunni í hagkerf- inu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Frétt Frétta- tímans um uppgerðan bílskúr í Vesturbænum á tæpar 40 milljónir vakti mikla athygli og þótti mörgum nóg um verðlagið. hitamælirinn 2 fréttir Helgin 6.-8. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.