Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 70
B R I A N P I L K I N G T O N www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Falleg jólasaga eftir Brian Pilkington fyrir alla sem hafa nokkru sinni búið til snjókarl. Einnig fáanlEg á Ensku Æ v i n t ý r i Auður Gunnarsdóttir kemur fram á síðustu tón- leikum starfsársins. Steinar Berg gaf sig á tal við tröllkonu og byrjaði að skrifa sögur. Ljósmynd/Hari  Tónleikar klassík í VaTnsmýrinni Ástir kvenna í Norræna húsinu Síðustu tónleikar þessa starfsárs í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýr- inni, verða haldnir miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 20 í Norræna húsinu. Þar munu konur vera í aðalhlutverkum. Flytjendur eru þær Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona og píanóleikarinn Helga Bryndís Magnúsdóttir. Þær munu flytja sönglög eftir Hjálmar Helga Ragnars- son, Robert Schumann, Ermano Wolf- Ferrari og Joaquin Turina. Í ljóðunum er skyggnst inn í hugarástand nokkurra kvenna sem allar eiga það sameiginlegt að elska mjög heitt. Hvort sem það er á ís- lensku, þýsku, ítölsku eða spænsku, elsk- ar konan og dáir sinn heittelskaða ákaft. Það dugir þó ekki alltaf til eilífrar sælu, gleðin og sorgin haldast þétt í hendur. Klassík í Vatnsmýrinni er tónleika- röð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Tónleikaröðin leggur áherslu á norrænt og alþjóðlegt sam- starf. Markmiðið með tónleikaröðinni er að gefa áheyrendum tækifæri til að hlýða á fyrsta flokks innlenda og erlenda listamenn með áherslu á „einleikarann“ annars vegar og „kammertónlist“ hins vegar. Til ánægjuauka fjalla flytjendur um efnisskrána á tónleikunum. -hf  Bækur Fjórða Bók sTeinars Berg ísleiFssonar Fékk innblástur frá tröllkonu Steinar Berg gefur út sína fjórðu bók um þessar mundir og nefnist hún Trunt Trunt, sögur af tröllum, álfum og fólki. Steinar hefur undanfarin 13 ár búið og rekið gistiheimili að Fossatúni í Borgarfirði og segir umhverfið uppsprettu sagna og ævintýra. Hann er alltaf með sögur í koll- inum og hefur gaman af því að sinna þeim á milli annarra starfa. É g fór í sagnaarfinn sem er í þjóðsögum Jóns Árnasonar og nota sem efnisveitu í þessum skrifum mínum,“ segir Steinar Berg. „Það sem ég geri, fyrir utan það að færa í stílinn og bæta við persónusköpun, er að ég staðset sögurnar á ákveðnum stöðum. Þessar sögur eru allar skrifaðar inn í ákveðið umhverfi og ákveðna náttúru,“ segir hann. „Það er eng- inn saga þarna sem er eins í grunninn fyrir utan söguna af Búkollu. Það er búið að marg umskrifa hana í gegnum tíð- ina svo ég ákvað að hafa hana með. Að mörgu leyti er litlu við þann söguþráð að bæta, þó ég bæti þó smá við. Sumar eru alveg frum- samdar og eru skrifað- ar inn í þetta umhverfi.“ Steinar keypti jörðina að Fossa- túni árið 2001. Flutti alfarið þangað ári síðar og hóf rekstur ásamt konu sinni á staðnum árið 2005. Steinar hafði skrif- að um tónlist og útgáfumál í mörg ár enda um árabil plötuútgefandi. „Það var aldrei neinn rithöfundur í maganum á mér,“ segir hann. „Þetta er bara ein af þessum tilviljunum lífs- ins. Í Fossatúni erum við á bökkum Grímsár og þar eru Tröllafossar fyrir utan,“ segir Steinar. „Ég fór að spyrjast fyrir um af hverju það nafn sé á fossunum. Það vissi enginn neitt um það. Svo um jólin 2006 vorum við með jólahlaðborð á staðnum og lýstum upp fossana. Þá blasti við steingert tröllkonuandlit beint fyrir framan okkur,“ segir hann. „Meira að segja var önnur með henni. Þetta hafði enginn séð fyrr. Þetta vakti svo mikla athygli mína að það endaði með því að ég gaf mig á tal við þessa tröllkonu,“ seg- ir hann. „Úr því varð saga. Bæði út frá Trölla- fossum og öðrum örnefnum sem enginn veit af hverju eru til. Þannig urðu þessi skrif til og nú eru komnar þrjár bækur. Þær hafa allar verið þýddar á erlend tungumál og selst prýðilega meðal ferðamanna. Að setjast við skriftir er skrýtin upplifun sem mér líkar afar vel,“ segir Steinar. „Ég er mjög duglegur og ég á efni í allavega þrjár bækur í viðbót, svo veit maður aldrei hvað af þessu kemur út. Það að skrifa hefur veitt mér mikla ánægju. Mér finnst þetta afar skemmtilegt. Ég geng með þetta í maganum og kem að þessu við og við. Ég sest ekki niður skrifa eitthvað sem verður svo tilbúið. Ég sest niður með hugmynd sem ég vinn að í einhvern tíma, sem er mjög skemmtilegt,“ segir hann. Trunt trunt eru 12 smásögur sem mynd- skreyttar eru af sex myndlistarmönnum. Stein- ar valdi hvern teiknara fyrir hverja sögu. „Það er minn draumur og markmið að þessar bækur séu læsilegar fyrir vel flesta aldurshópa,“ segir hann. „Þetta eru ævintýrasögur og það er hægt að skoða staðina sem þær gerast á. Teikning- arnar hjálpa líka til við lesturinn og ég valdi þessa sex teiknara eftir hverri sögu, eftir því hvaða saga hentar hverjum. Þetta gerir það að verkum að engin saga er eins. Mig langar að halda áfram að þróa þessar sögur og hugmynd- irnar eru margar. Næsta vor reikna ég með að setja rafrænar útgáfur á mörgum tungumál- um sem tengdar verða við GPS tæki, sem gerir ferðamönnum kleift að fara á þá staði þar sem sögurnar gerast. Það er svona vetrarverkefnið,“ segir Steinar Berg rithöfundur. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 70 menning Helgin 6-8. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.