Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 78
Tónlistarhjólhýsi í Hörpu Þeir sem fara í Hörpu og skrá sig á Iceland Airwaves taka eftir litríku hjólhýsi sem er búið að koma fyrir í Flóa. Hjólhýsið er á vegum Nordic Playlist og þar er hægt að horfa og hlusta á vídeó sem hafa verið framleidd á vegum spilunarlistans á Hróas- kelduhátíðinni, By:Larm, Berlin Festival og Iceland Airwaves. Tónlistar- og myndlistar- konan hæfileikaríka Lóa Hjálmtýsdóttir úr FM Belfast kemur jafnframt til með að sjá um Instagram fyrir Nordic Playlist á meðan á hátíðinni stendur. Nordic Playlist var hleypt af stokkunum í janúar 2014 og er fyrsta norræna tónlistarvefsíðan. Hönn- uður hjólhýsins er Sara Hjördís Blöndal. SíSí Ey með John Grant Stærsti viðburðurinn á Iceland Airwaves í ár er eflaust tónleikar John Grant ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, föstudag. Með John Grant koma fram systurnar í SíSí Ey og verða í hlutverki bakraddasöngvara á tónleik- unum. Þetta er einn stærsti tónlistarvið- burður ársins í íslensku tónlistarlífi. Apparat í bíó Hin goðsagnakennda hljómsveit Apparat Organ Quartet mun opna kvikmyndahá- tíðina Perlur úr kvikmyndasögu Póllands með lifandi undirleik við pólsku myndina Harðjaxl, fimmtudaginn 12. nóvember í Bíó paradís. Apparat Organ Quartet kemur sjaldan saman og því um einstakan tónlistarviðburð að ræða þar sem þeir flytja frumsamda tónlist við opnunarmynd hátíðarinnar. 15 myndir verða sýndar á há- tíðinni sem stendur til 16. nóvember. Antonía Lárusdóttir er efnilegur leikstjóri. Hún leikstýrði nýjasta myndbandi Reykjavíkurdætra. Ljósmynd/Hari  TónlisT AnToníA leiksTýrði nýju myndbAndi reykjAvíkurdæTrA Draumurinn er að vinna með Björk Í vikunni frumsýndu Reykjavíkurdætur nýtt myndband við lagið Hæpið sem er þeirra nýjasti smellur. Leikstjóri myndbandsins er Antonía Lárusdóttir sem fengist hefur við ljósmyndun í nokkur ár en nýlega tók hún upp á því að leikstýra myndböndum. Hún segir verkefnið hafa verið mjög skemmtilegt og hún ætli sér að gera meira á þessu sviði. Antonía segist hafa lært allt sem hún kann á YouTube og draumurinn sé að vinna með Björk og Jack White. Þ etta er fyrsta myndbandið sem ég geri í rauninni,“ segir Antonía Lárus-dóttir leikstjóri. „Ég hafði gert eitt annað myndband sem hafði aldrei komið út svo þetta er eiginlega það fyrsta,“ segir hún. „Ég tók að vísu upp og klippti myndbandið við lagið Ógeðsleg með Reykjavíkurdætrum, en þetta er það fyrsta sem ég leikstýri líka. Ég hef mikið verið að taka ljósmyndir og er nýhætt að einblína á það og leikstjórnin er eitthvað sem ég vil gera meira af. Ég ætlaði alltaf að vera ljósmyndari og sá áhugi hefur svo bara þróast út í þetta. Ég horfði á tónlist- armyndbönd og ég sá að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. Ég hef ekki áhuga tækni- legri ljósmyndun svo ég hafði ekki áhuga á að taka næsta skref á því sviði,“ segir hún. „Mér fannst myndbandagerð rökrétt þró- un og langaði að gera eitthvað sem ég kunni alls ekki. Ég þekki Sölku Valsdóttur og Jó- hönnu Rakel, sem eru í dætrunum, mjög vel. Ég hafði unnið með þessum hópi í einhver tvö ár og farðaði mikið fyrir þær. Þær hafa því alltaf haft mig svolítið með sér í liði og eftir að ég klippti myndbandið við Ógeðsleg á tveimur nóttum höfðu þær samband og spurðu hvort ég væri til í að leikstýra því næsta. Hugmyndin kemur upphaflega frá þeim,“ segir hún. „Þær vildu gera eitthvað sem tengdist náttfatapartíi og fá allt þetta fræga fólk til að taka þátt í þessu með okkur og gera grín að sjálfum sér í leiðinni. Ég fékk algert listrænt frelsi í framleiðslunni og fékk að gera það sem ég vildi og var mjög ánægð með það. Ég er núna að einblína á sjálfstæð verkefni og er búin að vera með stuttmynd í kollinum. Ég er mjög fljót að vinna svo allar hugmyndir eru fljótar í framleiðslu hjá mér,“ segir hún. „Ég er búinn að læra allt sem ég kann með því að horfa á myndbönd á YouTube. Þegar ég þurfti að klippa í fyrsta sinn þá „gúgglaði“ ég hvernig það var gert og fór svo bara af stað. Ég læri bara á leiðinni. Draumurinn væri að gera myndbandi fyrir Björk og það kemur að því,“ segir hún. „Hápunktur lífsins væri svo að gera myndband með Jack White. Það mun gerast einn daginn,“ segir Antonía Lárusdóttir leikstjóri. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Skjáskot úr myndbandi Antoníu við lagið Hæpið með Reykja- víkurdætrum.  leikhús jólAsýning borgArleikhússins Tekur á sig mynd Er Njáll kona? Jólasýning Borgarleikhússins að þessu sinni er Njála í uppfærslu Þorleifs Arn- arssonar og Mikaels Torfasonar. Æfingar standa yfir og mikil leynd liggur yfir öllu ferli og efnistökum verksins. Meðal leik- ara í sýningunni eru þau Björn Stefáns- son, Brynhildur Guðjónsdóttir og dans- arinn Erna Ómarsdóttir og ekkert hefur verið gefið upp um hver mun leika Njál sjálfan. Sú kjaftasaga er farin á flug að jafnvel verði það kona sem leiki Njál og eru þær Brynhildur og Erna taldar lík- legar í þeim hópi. Alexía Jóhannsdóttir, kynningarfulltrú Borgarleikhússins, vildi lítið tjá sig um málið þegar hún var spurð. „Síðast þegar ég vissi var ekkert búið að ákveða neitt um þetta,“ segir hún. „Þetta er víst allt í vinnslu hver leikur hvað. Síðast þegar ég leit inn voru bara tugir lítra af gerviblóði á æfingum og mikið af pilsner, og mikil leit meðal allra sem koma að þessu. Það getur í rauninni verið hver sem er, sem leikur þetta hlutverk. Það mun bara koma í ljós,“ segir Alexía. Ljóst er að hver sem mun leika Njál þá verður fróðlegt að fylgjast með undirbúningn- um og líklegt þykir að þetta verði ein áhugaverðasta sýning ársins í íslensku leikhúsi. -hf Meðal leikara í Njálu eru Brynhildur Guðjóns- dóttir og Erna Ómars- dóttir. Þrestir vinna í Brasilíu Í Brasilíu á miðvikudagskvöldið tilkynnti leikkonan Geraldine Chaplin, elsta dóttir Charlie Chaplin, að kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson hefði hlotið hin virðulegu Bandeira Paulista aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Mostra í Sao Paulo í Brasilíu, sem er mikill heiður fyrir aðstandendur Þrasta þar sem þetta eru stærstu og mikilvægustu kvikmynda- verðlaun Suður-Ameríku. Þetta voru þó ekki einu verðlaun Þrasta því að CAA – Samtök Kvikmyndahandritahöfunda í Brasilíu, veittu myndinni sín verðlaun fyrir besta handritið. Þetta er ekki fyrsta rósin í hnappagat aðstandenda myndarinnar, en fyrr í haust fengu Þrestir aðalverðlaun- in á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni eins og frægt er orðið. Rúnar var viðstaddur hátíðina ásamt framleiðanda myndarinnar, Lilju Snorradóttur. Full búð af nýjum vörum ! 78 dægurmál Helgin 6.-8. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.