Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 24
í sjónvarpi Heilsutíminn er í Fréttatímanum sem kemur út á föstudögum. Sjónvarp- sþátturinn er frumsýndur á mánud- agskvöldum klukkan 20 og endursýn- dur nokkrum sinnum í vikunni. Teitur Guðmundsson læknir er með fasta pistla. Sjónvarpsþátturinn Heilsutíminn er sýndur á mánudagskvöldum kl. 20 á Hringbraut í vetur. B jört Sigfinnsdóttir hefur ekki verið mikið í sviðsljós-inu þrátt fyrir að hafa áorkað meiru á sínu 31 ári en margir gera á 70 árum. Það á þó örugglega eftir að breytast og því er áhugavert að forvitnast um hvaðan hún kemur og hvað leiddi hana á þá braut sem hún hefur ákveðið að feta í lífinu. „Ég fæddist og ólst upp á Seyðis- firði og bjó þar þangað til ég var sextán ára gömul þegar ég fluttist upp á Egilsstaði til að fara í mennta- skólann og búa með þáverandi kær- astanum mínum – ég var voða mikið að flýta mér að verða fullorðin. Eft- ir stúdentspróf fór ég í lýðháskóla í Danmörku og féll kylliflöt fyrir danska lýðveldinu, hef verið rokk- andi á milli Danmerkur og Íslands síðan. Ég bjó í Kaupmannahöfn einn vetur eftir að ég kláraði skól- ann og var að læra fatahönnun. Fata- hönnunin, eins og hún var kennd í þessum skóla allavega, var aðeins of teknísk fyrir minn smekk og ég fékk litla útrás fyrir sköpunarþörf- ina, þannig að þegar pabbi hringdi og sagðist vera búinn að borga flug- far heim og skipaði mér að fara í inntökupróf fyrir söngnám í FÍH þá hlýddi ég því bara. Komst inn og flutti heim, kláraði miðstigið í FÍH og vann með skólanum í Skífunni á Laugavegi. Bjó í Reykjavík í tvö ár en flutti aftur til Danmerkur árið 2007, í skiptinám í söngnum. Þá fór ég fyrst að semja tónlist af einhverri alvöru en fram að því hafði ég haft óskaplega lítið sjálfstraust í söngn- um, fannst ég vera með frekar veika og háa rödd, sem mér þótti ekkert rosalega spennandi á þeim tíma en áttaði mig smám saman á að það væri einmitt minn styrkleiki. Eftir að náminu lauk flutti ég heim með nýjum dönskum kærasta og settist að í Reykjavík. Ég áttaði mig reyndar fljótlega á að Reykjavík var ekki al- veg að virka fyrir mig – ekki á þeim tíma allavega – og ekki bætti úr skák að ég fór að vinna á þjónustuborði Reykjavíkurborgar í Borgartúni, sem þá var nýbúið að opna og engir starfsferlar almennilega á hreinu, ég vissi ekki einu sinni hvaða svið væru í húsinu, þannig að þetta var óskaplega stressandi. Ég fékk eigin- lega hálfgert stressáfall í kjölfarið.“ Alltaf upplifað sig öðruvísi Björt lét þó ekki áfallið brjóta sig niður heldur nýtti það til að leggjast í sjálfsskoðun og reyna að gera sér grein fyrir því hvað það væri sem hún vildi leggja áherslu á í líf- inu. „Í þessum hugleið- ingum rakst ég á Kaospi- lot-skólann í Árósum, sótti um þar, fór í þriggja daga inntökupróf og komst inn. Kaospilot er svona verk- efnastjóra- og leiðtoga- skóli þar sem mikil áhersla er lögð á sjálfsskoðun og sjálfsvinnu og maður lærir mikið um mannleg samskipti, hvernig maður leiðir mismunandi týpur af einstaklingum en fyrst og fremst þó hvernig maður leiðir sjálfan sig áfram í lífinu.“ Björt segist hafa fundið það strax í inntökupróf- inu að nú væri hún kom- in á réttan stað og að það væri nákvæmlega þetta sem hana langaði að gera. „Ég ólst upp með þá tilfinningu að vera ekki nógu góð og passa hvergi inn. Ég passaði aldrei inn í skólakerfið og þótt ég næði oftast ágætis einkunn- um þá þurfti ég að hafa mikið fyrir því. Ég var mjög fyrirferðarmikil og fékk strax á unga aldri að heyra að ég væri bara ofvirk og ætti að fara á ofvirknilyf, en sem betur fer var mamma ekki alveg á því, vildi ekki kæfa sköpunargáfuna, þannig að ég fékk bara að vera óstýrilát og fyrir- ferðarmikil, sem ég er mjög þakklát fyrir í dag. En þegar ég var að alast upp sat ég alltaf uppi með þá tilfinn- Alltaf verið að springa úr ást Fura er fyrsta breiðskífa Bjartar Sigfinnsdóttur en hún hefur verið viðriðin tónlist lengi, kom fyrst fram með móður sinni sjö ára gömul þegar þær sigruðu í jólalagakeppni rásar 2. Hún hefur líka verið ein af driffjöðrum listahátíðarinnar LungA frá upphafi og stofnaði fyrir tveimur árum LungAskólann á Seyðis- firði, lýðháskóla að danskri fyrirmynd þar sem áhersla er á sjálfsskoðun í gegnum listsköpun. Og hún er bara rétt að byrja. ingu að ég væri öðruvísi en þegar ég byrjaði í Kaospilot upplifði ég í fyrsta sinn að passa inn. Lokaverkefni Bjartar í Árósum var stofnun LungAskólans á Seyðis- firði, um hvað snýst sá skóli? „Hug- myndin spratt af þeirri hugsun minni að það væru sennilega fleiri einstaklingar eins og ég í íslenska skólakerfinu sem gætu þurft á svona uppbyggingu að halda. LungAskól- inn er lýðháskóli að danskri fyrir- mynd sem er blandað saman við LungAhátíðina og með alls konar inspírasjón frá Kaospilot-skólanum. Útgangspunkturinn er sjálfsskoðun í gegnum listir og skapandi vinnu í þriggja mánaða námi þar sem nem- andinn fer í gegnum ýmsa ferla þar sem hann skoðar sjálfan sig í nútíð, fortíð og framtíð og hvernig hægt er að vinna með veikleika sína og styrk- leika með mikilli áherslu á tilfinn- ingalæsi.“ Kennir tilfinningalæsi á tungu- mál ástarinnar Björt hefur nú flutt sig um set og býr í Kaupmannahöfn með núver- andi kærasta, Sören, járnsmið sem hún kynntist þegar hann kom sem sjálfboðaliði í uppbyggingu listamið- stöðvar sem hún og fleiri byggðu upp á Seyðisfirði. Hún hefur þó ekki sleppt hendinni af skólanum og kem- ur heim í upphafi hverrar annar til að hjálpa nemendum af stað. „Þetta var búin að vera mikil og krefjandi vinna og þótt hún væri skemmtileg ákvað ég að skólinn væri kominn á þann stað að nú væri tímabært fyr- ir mig að taka smá pásu og hlúa að sjálfri mér. Ég kem samt alltaf í upp- hafi hverrar annar og tek einn dag með nemendunum þar sem ég tala um ástina, kenni þeim um mismun- andi tungumál ástarinnar og tilfinn- ingalæsi á þau tungumál. Annars er ég bara í Danmörku að fókusera á tónlistina mína og Furu.“ Spurð hvort Fura sé listamanns- nafn hennar sjálfrar eða nafnið á hljómsveitinni vefst Björt augnablik tunga um tönn í fyrsta sinn í við- talinu. „Það er svolítið flókið mál. Fura er alfarið mitt verkefni en mig dreymdi lengi um að það yrði hljóm- sveit. Eins og er eru tvær útgáfur; tveggja manna pródúksjónteymi sem hljóðblandar og hjálpar mér að útfæra lögin og aðrir tveir spila svo með mér á tónleikum. Ég er sam- nefnarinn svo það má eiginlega segja að ég sé Fura og hún sé í samstarfi við þessa tónlistarmenn og saman séum við líka Fura.“ Fura hefur gefið út nokkrar smá- skífur en fyrsta breiðskífan, sem heitir einfaldlega Fura, kom út á Íslandi í vikunni og mun koma út á heimsvísu í janúar. Öll lögin og text- arnir á plötunni eru eftir Björt sjálfa. „Ég samdi alla textana og allar lag- línurnar en strákarnir sömdu með mér fjögur af níu lögum plötunnar og pródúseruðu öll lögin.“ Einbeitir sér að því að rífa niður veggina Ástæða þess að Björt er stödd á Ís- landi er ekki bara útgáfa Furu held- ur mun hún koma fram á Airwa- ves, í Gamla bíói á föstudagskvöld og á Loft Hostel á laugardagskvöld auk þess sem hún kom fram bæði í Hörpu og á Sólon fyrr í vikunni. Spurð hvernig tónlist áheyrendur megi búast við að heyra á tónleikun- um segir hún pínulítið erfitt að skil- greina hana samkvæmt einhverri ákveðinni tónlistarstefnu. „Ég lýsi þessu yfirleitt þannig að þetta sé melódískt, elektrónískt listapopp. Þetta eru þung og bassamikil bít í kontrasti við ljósa og hreina röddina. Mjög tilfinningaþrungnir textar og bæði róleg og fjörug lög. Við erum að reyna að skapa tilfinningaheim sem er dálítið þungur og drungalegur um leið og hann er mjög fallegur.“ Þegar Björt er bent á að hún sé mjög fókuseruð á tilfinningar verð- ur hún pínufeimin en segir það nú bara stafa af því að hún sé svo tilfinn- ingarík og næm manneskja. „Ég hef einbeitt mér að því undanfarin ár að vinna með mínar eigin tilfinningar og finna út hver ég er en ég hef í rauninni alltaf verið að springa úr ást, hvort sem ég hef verið ástfangin eða ekki. Ég held það sé dálítið lýs- andi fyrir mig. Ég finn svo ótrúlega mikið, alltaf. Einu sinni reyndi ég að reisa veggi í kringum mig til að fólk kæmist ekki að því hvað ég er við- kvæm en seinni árin hef ég verið að vinna í því að rífa þessa veggi niður. Ef það er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt þá eru það tilfinning- arnar og ég held að samfélagið yrði miklu betra ef við hættum að byggja alla þessa veggi til að vernda okkur hvert fyrir öðru.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is „Ég ólst upp með þá tilfinningu að vera ekki nógu góð og passa hvergi inn. Ég passaði aldrei inn í skóla- kerfið og þótt ég næði oftast ágætis einkunnum þá þurfti ég að hafa mikið fyrir því.“ Ljósmynd/Hari Björt SigfinnSdóttir Fædd á Seyðisfirði 27. mars 1984 – í brjáluðu óveðri. Sambýlismaður: Søren Bjørnshave Foreldrar: Aðalheiður Borgþórsdóttir, fyrrverandi ferða- og menningar- málafulltrúi Seyðisfjarðar. Sigfinnur Mikaelsson framkvæmdastjóri. Nám: Grunnskóli Seyðisfjarðar Menntaskólinn á Egils- stöðum Columbine designskolen í Kaupmannahöfn Tónlistarskóli FÍH Kaospilot-skólinn í Árósum Ferill: Í stjórn LungA frá upphafi, stofnandi LungA- skólans á Seyðisfirði, nokkrar smáskífur undir listamannsnafninu Fura og fyrsta breiðskífan, Fura, er nýkomin í dreifingu á Ís- landi á Spotify og iTunes. 24 viðtal Helgin 6.-8. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.