Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 26
Ég gleymi því síðan aldrei þegar ég hlustaði í fyrsta skipti á plötu, með ferskan og fókuser- aðan huga, rétt eftir meðferð. Velkomin til Evrópu! Fimmtudaginn 12. nóvember mun Páll Stefánsson, ljósmyndari og sjál oðaliði Rauða krossins flytja erindi um flóamenn í máli og myndum. Páll fór til grísku eyjunnar Lesbos í október til að sjá af eigin raun aðstæður og raunir þeirra sem flúið hafa átök í heimalandi sínu. Fyrirlesturinn verður kl. 8.30–9.30 í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9. 2 x 13 cm Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5– 24 99 A rnar Eggert Thoroddsen tekur á móti mér í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Í rifinni köflóttri skyrtu, gallabuxum og hárið stendur út í loft. Þeir sem ekki þekkja til, mundu seint telja hann akademískan kennara. Allavega ekki þeir sem fara eftir útlitinu. Arnar er fé- lagsfræðingur að mennt og hefur alla tíð verið heltek- inn af tónlistaráhuga. Eftir að hafa skrifað um tónlist og gagnrýnt plötur í fjölda ára hjá Morgunblaðinu var kominn tími til þess að sinna þessu áhugamáli sínu af alvöru og læra þessi fræði. „Ég fluttist til Edin- borgar með konunni minni og tveimur dætrum árið 2012, í ágúst,“ segir hann. „Forsagan að þessu öllu saman er sú, að þegar ég var í menntaskóla þá hafði ég mikinn áhuga á félagsfræði og var á félagsfræði- braut. Ég hafði mikinn áhuga á að vera akademíker, það kitlaði. Sá fyrir mér í rómantísku ljósi að vera innan um aðra fræðinga og hlusta á fyrirlestra og slíkt. Það var svona mitt rokk,“ segir Arnar. „Ég fór því í félagsfræði í háskólanum og skrifaði BA ritgerð- ina mína um Simpsons fjölskylduna. Ég hafði gaman af fræðunum en á þessum tíma mínum í háskólanum byrjaði tónlistin að vera alveg rosalega mikill partur af mér. Ég hugsaði til þess að mig langaði í meira nám en gat um leið ekki hugsað mér að skilja tónlist- ina við mig, að hún yrði í einhverri aukarullu. Mig langaði að vera fræðimaður og um leið að skrifa um það sem mér fannst skemmtilegt, og skrifaði því um Simpsons. Mér datt ekki í hug að það væri hægt að skrifa um dægurtónlist,“ segir Arnar. „Svo fékk ég uppljómun. Ég komst að því að það er félagsfræðingur sem heitir Simon Frith sem hefur skrifað fræðibækur um dægurtónlist. Hann skrifaði meðal annars bók sem heitir Sociology Of Rock og Ég var hættur að hlusta á tónlist Fáir blaðamenn hafa skrifað jafn mikið um ís- lenska tónlist á undanförnum árum og Arnar Eggert Thoroddsen. Hann starfaði lengi á Morgunblaðinu þangað til fyrir nokkrum árum að hann ákvað að gera eitthvað meira við þennan áhuga sinn á tónlist. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Skotlands og nam þar dægurtónlistarfræði. Hann verður því brátt eini maðurinn á landinu sem getur með réttu titlað sig doktor í rokki. Hann segir þó að hann hefði aldrei farið út í þetta án þess að gera gagngerar breytingar á sínu lífi sem hann og gerði stuttu áður. Ég sökkti mér í allar stefnur og strauma og síðasta vígið féll þegar ég fór að vinna í Japis plötubúðinni. Þar kom fólk inn og út og keypti plötur með söngkonum eins og Mariah Carey og maður sá í augunum á þeim að þetta væri bara málið. Það hjálpaði mér mjög mikið að vinna á öllum þessum fordómum,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen. Ljósmynd/Hari fleiri rit þar sem hann sýnir það að dægurtónlist og dægurmenning skiptir máli. Ég kláraði BA prófið 1999 og ég fór inn á Morgunblaðið og fór bara að vinna. Árið 2010 urðu svo breytingar á mínu lífi sem ollu því að einu og hálfu ári síðar bjó ég loksins yfir þrekinu til að skrifa Frith bréf. Ég settist niður 1. janúar 2012, eftir að hafa slegið þessum draumi mínum á frest ár eftir ár, og leikar fóru þannig að ég var samþykktur inn í skólann í Edinborg í Mastersnám, og síðan í doktorsnám þar sem Simon Frith er minn leiðbeinandi,“ segir Arnar Eggert. Einlægur áhugi á tónlist Starf gagnrýnandans er oft tekið mjög persónulega af þeim sem skrifað er um. Arnar hefur kynnst því. Á menntaskólaárum sínum tilheyrði hann kreðsu sem heyrði undir eitthvað sem var kallað „underground“ og fáir hefðu giskað á það að maður eins og Arnar ætti seinna meir eftir að mæra sykuhúðaðar poppsveitir níunda áratugarins eða Brimkló og Sálina. Hann segir viðhorfið breytast með árunum. „Fyrstu árin þegar ég var að byrja að pæla í þessu, sem var í kringum 14 ára aldurinn, var það aðallega nýbylgjan sem komst að hjá mér,“ segir Arnar. „Svo seint í menntaskóla þá man ég að Iron Maiden kom til Íslands. Þá tók ég meðvitaða ákvörðun um það að kynna mér þessa hljómsveit,“ segir hann. „Fór og keypti tvær plötur og byrjaði að hlusta eins og rannsóknarmaður. Bæði af því ég hafði áhuga á því og mig langaði á þessa tónleika. Í því ferli varð ég aðdáandi sveitarinnar, sem ég hafði hlegið að áður,“ segir hann. „Þarna fór ég að hafa áhuga á allskonar tónlist. þarna var allrahanda nördið að komast upp á yfirborðið. Ég sökkti mér í allar stefnur og strauma og síðasta vígið féll þegar ég fór að vinna í Japis plötubúðinni. Þar kom fólk inn og út og keypti plötur með söngkonum eins og Mariah Carey og maður sá í augunum á þeim að þetta væri bara málið. Það hjálpaði mér mjög mikið að vinna á öllum þessum fordómum,“ segir Arnar. „Vinnan á Mogganum opnaði svo allt upp á gátt þar sem allir tón- listarmenn landsins komu inn með verkin sín og lögðu á borðið. Maður veit hvaða vinnu þetta fólk hefur lagt í þetta og ber virðingu fyrir því. Alveg sama hvort það er Forgarður helvítis, eða Friðrik Karlsson,“ segir Arnar. „Doktorsritgerðin mín fjallar einmitt um þessa upplifun mína á drifkrafti tónlistarmanna. Af hverju er fólk að þessu?“ Stjórnlaus neysla Breytingarnar sem urðu á lífi Arnars árið 2010, og opnuðu þá braut sem hann hefur verið á síðan í námi og starfi, var að hann hætti að drekka. Að eigin sögn var hann á góðri leið með að tapa öllu sem hann hafði unnið fyrir í vinnu og fjölskyldulífi þó að furðu fáir hafi raunverulega gert sér grein fyrir því. Enda fór 85% af neysluorkunni undir það síðasta að viðhalda góðu fasi út á við, fela neysluna sem var eðli málsins samkvæmt kominn algerlega úr böndunum. „Ég var síðan svo heppinn að ég gafst algerlega upp fimmtudagsmorguninn 6. maí, 2010. Vissi að þetta væri búið. Var dauðhræddur, því að ég vissi raunverulega ekki hvað væri fram undan, en undir öllu var samt ljós- týra, von, sem ég hafði ekki fundið fyrir áður,“ segir hann. „Mín saga er í raun nákvæmlega eins og hjá þúsundum annarra og ég er ekki að segja neitt nýtt hérna en persónulega upplifunin er auðvitað rosaleg. Eitt af því sem hélt mér gangandi í neyslunni var að ég bara trúði því ekki að „Ég“ væri eins og hinir ræflarnir. Undir lokin átti ég síðan svona „kvikmyndaleg“ augna- blik þar sem ég horfði á sjálfan mig í spegli og sagði „Er þetta þú Arnar?“ (hlær). Ég var loksins farinn að sjá að ég var ekki á neinum sérsamningi hvað þetta varðar og það vakti mig.“ Arnar fór í meðferð, á Vog og á Staðarfell, og það bjargaði lífi hans. „Mér fannst frábært að komast í þessar meðferðir og upplifði þær mjög sterkt. Sérstaklega síðarnefnda staðinn,“ segir hann. „Þar varð alger viðhorfsbreyting. Árni Matthíasson, samstarfsmaður minn á Mogganum og mikill áhrifavaldur í mínu lífi, sagði við mig að ef ég ætlaði að fara í meðferð þá yrði ég að fara í hana „Heart & Soul,“ og ég gleymi aldrei þessum orðum.“ Arnar tekur batanum ekki sem sjálfgefnum og segir að honum þurfi að hlúa reglulega að eins og öðru sem maður vill að vaxi og dafni. „Honum reyni ég að sinna eins vel og ég get á degi hverjum. Stuttu eftir meðferð- ina hafði Gunnar Smári, þáverandi formaður SÁÁ, t.d. samband við mig og bað mig um að sjá um tónleikaröð- ina „Kaffi, kökur og rokk & ról,“ sem var tilraun til að bjóða upp á „edrú“ tónleika. Hún var eitt af þeim tólum sem ég gat notað til að halda mér meðvituðum og um leið að vekja aðra til umhugsunar um að flaskan fríða er ekki endilega einhver fasti í menningarlífinu,“ segir hann. „Eitt vil ég líka nefna, þar sem útgangspunktur- inn í viðtalinu er tónlist, að ég var svo gott sem hættur að hlusta á hana á síðustu neyslumetrunum. Það var virkilegt áhyggjuefni fyrir mann eins og mig. Ég gleymi því síðan aldrei þegar ég hlustaði í fyrsta skipti á plötu, með ferskan og fókuseraðan huga, rétt eftir meðferð. Platan var stuttskífa Sóleyjar, Theater Island, og gleðin sem rann um æðar mér þá var svo ósvikin og sönn að ég var í gæsahúðarkasti þarna við skrifborðið á Mogg- anum.“ Fræði þurfa ekki að vera leiðinleg „Dægurtónlist er orðin viðurkennd fræðigrein,“ segir Arnar. „Það sem hefur hjálpað er það að mín kyn- slóð er að eldast og margir af þeirri kynslóð eru inni í Háskólunum. Oft verða þessi fræði til við að einhver sagnfræðingur vill byrja að fjalla um hana. Eftir því sem kynslóðin eldist eykst krafan um að fjalla um mál þeirrar kynslóðar. Galdurinn er sá að fjalla um þessa hluti á fræðilegan hátt án þess að gera þá leiðinlega,“ segir hann. „Það eru margir sem tengja fræðigreinar við eitthvað sem er leiðinlegt og poppið, sem er í raun tákn fyrir eitthvað skemmtilegt og afþreyjandi, hefur verið viðkvæmt fyrir slíkri gagnrýni, skiljanlega. Það er hins vegar raunveruleg þörf hjá mörgum að sökkva sér ofan í tónlist, sjáðu bara alla þessa endalausu þræði á Fésbókinni, til dæmis. Ég er mjög feginn að hafa farið út í þetta,“ segir hann. „Ég hefði séð eftir því alla ævi hefði ég ekki tekið þetta stökk. Mér finnst líka mikilvægt að flétta saman fræð- um og því að „vera þarna úti“. Það er blýföst trú mín að skotgrafir blaðamannsins og fílabeinsturn fræðimanns- ins fari vel saman. Í dag er ég að kenna í háskólanum, ásamt því að vera með útvarpsþátt á Rás 2 og að skrifa í Morgunblaðið. Held líka fyrirlestra í menntaskólum, í endurmenntun og á Airwaves í næstu viku verð ég með fyrirlestur um íslenska tónlist. Einnig hef ég gert svolít- ið af því að skrifa kafla og greinar í erlend rit. Svo er ég að skrifa bók um íslenska tónlist fyrir breskt forlag, sem kemur vonandi út á næsta ári. Það er aldrei dauð stund,“ segir fræðimaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 26 viðtal Helgin 6.-8. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.