Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 62
62 matur & vín Helgin 6.-8. nóvember 2015 Fjölskylduvænn veitinga- staður í Laugardalnum Hjónin Massimo og Katia hafa verið búsett á Íslandi um árabil. Þau reka veitinga- staðinn Massimo og Katia við hlið hins fornfræga Lauga-Áss á Laugarásveginum og reiða þar fram ítalskan heimilismat. V ið eldum hefðbundna rétti frá öllum landshlutum Ít-alíu eftir okkar eigin upp- skriftum,“ segir Katia. Sérstaða veitingastaðarins felst í handlöguðu pasta sem gestir geta kippt með sér heim og soðið sjálfir. „Okkur fannst þetta sniðug hugmynd og ákváðum að prófa þetta og nú getur fólk sótt handlagað, ferskt heilhveitipasta til okkar,“ segir Katia. Veitingastaður- inn er sannkallaður fjölskyldustaður en Massimo og Katia elda allan mat saman enda líkar þeim það best. Þau eru nýkomin heim úr tveggja vikna fríi á Ítalíu sem þau segja hafi verið kærkomið. „Börnin okkar þrjú söknuðu Íslands samt mikið og voru glöð að komast aftur í skólann,“ segir Katia. Á veitingastaðnum er einnig að finna ýmsan innfluttan sælkera- varning, svo sem sætt kex, ólífur og olíur. Eftir Ítalíuferðina bættu hjón- in einnig við girnilegum ostum, svo sem parmeggiano og gorgonzola. Unnið í samstarfi við Massimo og Katia Massimo og Katia er fjölskylduvænn staður og það á líka við um verðið. Dagana 6.-20. nóvember verður 2 fyrir 1 tilboð á gómsætu lasagne á 1450 krónur. Hjónin Massimo og Katia bjóða upp handlagað, ferskt pasta á veitingastað sínum við Laugarásveg. Hægt er að borða á staðnum eða kaupa pasta eftir vigt sem upp- lagt er að taka með sér og sjóða heima. Mynd/Hari. Það verður mikið um að vera á börum borgarinnar í kvöld. Nú er upp runninn sjálfur J-dagurinn – dagurinn sem jólabjórinn kemur formlega í sölu. Hinn vinsæli Tuborg jólabjór verður sérstaklega áberandi í kvöld enda er efnt til göngu um nokkra bari til að fagna komu hans. Klukkan 20.59 verður talið niður á Danska, Den Danske Kro við Ingólfsstræti. Eftir það verður gengið á Ölstofuna, Vegamót, Lebowski bar, Sólon, b5, Laundro- mat Café, English bar og Amer- ican bar. Bjórnördar fá líka eitthvað fyrir sinn snúð. Á Mikkeller-barnum við Hverfisgötu verða jólabjórar Mikk- eller og To Øl kynntir. Alls verða níu jólabjórar á krana. Þar má helst nefna Hoppy Christmas, Red/ White, Santas Little Helper og koníaksleginn Til Via Fra Porter. Mikkeller-barinn verður opnaður á hádegi. Jólabjórinn kemur í kvöld  Bjór MicroBar opnaður á nýjuM stað Við Vesturgötu Heimili litlu brugghúsanna Mikil gróska er í sölu á handverksbjórum hér á landi og á skömmum tíma hafa sprottið upp nokkrir flottir barir sem selja slíka bjóra. Fyrsti slíki barinn var Microbar sem á dögunum var opnaður á nýjum stað. Bjórdælurnar á nýja staðn- um voru gerðar af skagfirsku mafíunni. n ú er barinn eins og við höf-um alltaf viljað hafa hann,“ segir Steinn Stefánsson, rekstrarstjóri Microbars, fyrsta barsins hér á landi sem sérhæfði sig í sölu á handverksbjór. Microbar hefur verið rekinn í Austurstræti frá árinu 2012 en eig- endur hans misstu húsnæðið þar á dögunum. Microbar var opnaður í nýjum húsakynnum að Vesturgötu 2 um síðustu helgi. Staðurinn er í kjallara veitingahússins Restaurant Reykjavík, áður Kaffi Reykjavík, þar sem einhvern tímann var frægur ís- bar – áður en túristasprengjan reið yfir Ísland. „Við Árni eigandi vorum með augastað á öðru húsnæði en Birg- itte, kona Árna og meðeigandi, tók fram fyrir hendurnar á okkur og valdi þennan stað. Það reyndist hárrétt hjá henni,“ segir Steinn en staðurinn er huggulega innréttað- ur – hæfilega hrár með stólum úr Góða hirðinum og flottum ljósum. Auk þess eru myndir á veggjunum eftir Hugleik Dagsson. „Hugleikur sagði að þetta væri verk í vinnslu, hann sagði að alltaf þegar hann kæmi og fengi sér bjór ætli hann að teikna eina mynd til viðbótar,“ segir Steinn. Á nýja staðnum eru 14 bjórdælur. Misjafnt er hvaða bjórar eru í boði en í vikunni voru þar átta bjórar frá Gæðingi, sem er í eigu sömu aðila og Microbar, tveir frá Kalda, tveir frá Borg brugghúsi og sitt hvor bjór- inn frá Steðja og Ölvisholti. „Þetta er eini staður á Íslandi þar sem litlu brugghúsin fá að koma saman og aðal áherslan verður áfram á íslenska bjóra á krana. Við munum þó líka bjóða upp á erlenda bjóra á krana endrum og sinnum – það fer bara eftir því hvað við náum í hverju sinni,“ segir Steinn. Auk bjóra á dælu er verið að leggja lokahönd á bjórlista staðarins en á honum verða hátt í 200 tegundir á flösku. Athygli vekur að bjórdælurnar á Microbar eru einkar glæsilegar, merki brugghúsanna hafa verið skorin út í málm á smekklegan hátt. „Þetta var bara gert af mafíunni sjálfri, í heimabæ Árna, á Vélaverk- stæði KS,“ segir Steinn. Ekki fer framhjá bjóráhugafólki sem heimsækir Micro að brugghús- ið Gæðingur hefur verið að færa sig upp á skaftið. Einn af þeim bjórum sem nú eru í boði er Zar – sem er imperial Stout bjór sem þroskaður var á mezcaltunnu í níu mánuði. Frábærlega vel heppnaður bjór. „Ég og Árni ákváðum að þetta yrði já-árið. Að við myndum hætta að tala um að gera hlutina og bara gera það sem okkur dettur í hug,“ segir Steinn. „Hluti af því var að brugga fleiri flotta bjóra og í ár höf- um við gert Zar, Túrgosa, MIB og Skyrgosa. Þetta eru allt virklega flottir bjórar.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Steinn Stefánsson, rekstrarstjóri Microbars, er ánægður með ný húsakynni. Þar er frábært úrval af handverksbjór á krana og á flöskum. Hugleikur Dagsson teiknaði myndir á veggi staðarins ogBjórdælurnar voru gerðar á Vélaverkstæði KS fyrir norðan. Ljósmyndir/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.