Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 38
Hún velktist ekki í vafa um hversu
mikilvægt það væri að kynnast rétta
fólkinu sem gæti hjálpað henni að
komast í sambönd við söfn, gallerí
og listaverkasala og skrifar til vin-
konu sinnar: „Allt hjálpar mér við
að koma mér á framfæri og kynnast
fólki. Það er skrifað um verkin mín,
sjálfa mig og Ísland, því öllum finnst
uppruni minn svo spennandi.“ Henn-
ar er getið í bandarískum blöðum
sem ungs og áhugaverðs listamanns
með stuttan en glæstan feril á meg-
inlandi Evrópu. Hún tekur líka upp
á ýmsu til að vekja á sér athygli eins
og að hlaða snjóskúlptúr af George
Washington, fyrsta forseta Banda-
ríkjanna, í Central Park árið 1929. Á
meðan hélt félagi hennar á frímerki
með mynd af forsetanum sem Nína
hafði að fyrirmynd. Næsta dag birti
dagblað ljósmynd af sköpuninni og í
lok pistilsins var sagt frá því að lista-
konan hafi fengið fjölmargar pant-
anir í kjölfarið.
Á meðan hún bjó í New York hélt
Nína nokkrar einkasýningar, bæði
í New York og í nágrenni, svo sem
á Rhode Island. Fyrsta sýningin
var í sýningarsalnum Art Center
sem var við 56. stræti, austanmegin
vorið 1926. Þetta var eftirsóttur og
viðurkenndur sýningarsalur þar sem
Nína sýndi meðal annars þrjú stór
gifsverk sem hún hafði látið flytja frá
Kaupmannahöfn og öll sýna konur:
Móðurást, Bedúínakona og Kleó-
patra. Móðurást var síðan komið fyr-
ir í Hallargarðinum við Lækjargötu,
steyptri í brons, og hinar gifsmynd-
irnar eru nú í vörslu safna á Íslandi.
Einnig sýndi hún minni verk sem
unnin voru í Bandaríkjunum. Þar á
meðal var andlitsmynd af Vilhjálmi
Stefánssyni landkönnuði. Hann bjó
í New York og hafði því sjálfur setið
fyrir hjá Nínu. Verkið hafði Félag
dansk-bandarískra kvenna pantað
og gaf Alþingi Íslendinga árið 1930.
Nokkur dagblöð birtu umsagnir
um sýninguna og þar segir að yfir
verkum listakonunnar sé klassísk-
ur einfaldleiki og fögur formmótun
sem sé aðlaðandi. Henni er líka talið
til tekna að hafa sýnt Móðurást og
Kleópötru á hinni virtu og frægu
Haustsýningu í París og að augljóst
sé að þau beri af, ásamt myndinni af
landkönnuðinum Vilhjálmi.
Leikhúskonur
Um það leyti sem Nína flytur sig að
Washington Square, við almennings-
garðinn Washington Square Park,
var hún farin að vekja athygli fyrir
áhugaverð portrett og varð eftirsótt
í þeirri grein. Íslendingar þekkja
best myndir hennar af kvikmynda-
leikurum, en fyrirsátar hennar voru
af ýmsum toga, margir hátt settir
og virtir þjóðfélagsþegnar. Má þar
nefna rithöfunda, skáld, athafna-
menn, heimskautafara, leikhús- og
tónlistarfólk auk barna.
Það var svo árið 1929 að Nína
hélt sína næstu einkasýningu í New
York, að þessu sinni í Kingore Gall-
ery sem var staðsett í St. Regis hót-
elinu við Fifth Avenue, númer 668.
Þetta var virtur sýningarsalur og þar
lögð áhersla á að kynna evrópska og
bandaríska myndlist. Í viðtali af til-
efni sýningarinnar segir Nína á
skáldlegan hátt frá heimalandi sínu;
björtum sumarnóttum, norðurljós-
um, gamla bændasamfélaginu og
að sjálfsögðu fæðingarsveitinni. Af
þeim verkum sem hún sýndi bar
mest á portrettmyndum, meðal ann-
ars parmyndum af fimm elskendum
sem unnar voru í marmara, en þar
sló listakonan á alla strengi tilfinn-
ingaskalans. Einnig gaf þar að líta
portrett af tveimur þekktustu sviðs-
leikkonum liðinna áratuga, Ethel
Á Manhattan
Þann 8. október 1925 kvaddi Nína
Sæmundsson Kaupmannahöfn og
sigldi til New York með farþega-
skipinu Frederik VIII. Frá því að
hún fór alfarin frá Reykjavík árið
1911 hafði hún búið, numið, starf-
að og glímt við dauðann víða um
lönd, allt frá Kaupmannahöfn til
Túnisborgar. Nú var ætlun hennar
að freista þess að lifa af listinni í
Bandaríkjunum, nokkuð sem hún
taldi útséð um að væri mögulegt í
París eða Kaupmannahöfn.
Sjóferðin vestur um haf stóð í
tíu daga. Frederik VIII var stærsta
skipið í eigu dönsku útgerðarinnar
De Forenede Dampskibs-selska-
ber en 935 farþegar sigldu þar á
þremur farrýmum. Þegar fyrstu
fréttirnar bárust af henni var hún
flutt inn í íbúð á Manhattan og
staðsetningin þætti ekki amaleg
á nútímavísu, 66. East 83. stræti,
mitt á milli breiðgatnanna Park
Avenue og Madison Avenue, eða
í einu eftirsóttasta íbúðarhverfi
Manhattan, Upper East Side, að-
eins í nokkurra mínútna göngu-
fjarlægð frá almenningsgarðinum
Central Park og Metropolitan lista-
safninu. Þar bjó hún í um ár þang-
að til að hún flutti sig neðar, eða í
íbúð við Washington Square í The
Village, þar sem henni fannst hún
betur eiga heima.
Sagan af Vikkölu Sól er
lítil saga með stórt hjarta.
Hún minnir á það sem við
öll viljum en gleymum oft
að sjá í hinu stóra og smáa ...
hamingjuna!
Fallegur boðskapur, fullur
af góðum dyggðum og holl
áminning um að kjósa að
sjá hamingjuna í hverju
spori. Lífið verður bjartara
og skemmtilegra í gleði.
Ný íslenskbarnabók
„Frumleg snjöll og nauðsynleg
bók. Töfrandi teikningar.
- Bók sem á heima í bókahillum
allra barna.“
Auður Ösp Guðmundsdóttir,
blaðamaður, Pressan.is
„Það er kúnst að skrifa bók sem
höfðar til barna og fullorðinna,
en það tekst höfundi hér listilega.
Við lendum öll í mótlæti í lífinu en
getum valið hvað við getum gert til
þess að líða betur. Það er áminning
þessarar hrífandi lesningar.“
Margrét Bárðardóttir,
sérfræðingur í klínískri sálfræði
New York
1925-1930
Nína S og villti áratugurinn í New York
Um 1930 var Nína Sæmundsson þekktasti myndlistarmaður
Íslendinga á alþjóðavísu. Hún var ekki komin af listafólki.
Ólst upp í Fljótshlíð og fékk litla menntun en tókst að komast
til Kaupmannahafnar þar sem hún bjó undir verndarvæng
frænku sinnar sem studdi hana til náms. Hún þótti
afburðahæfileikaríkur nemandi við Listaakademíuna, en
lykkja komst á leið hennar þegar hún veiktist af berklum 1919
og varð að dvelja í rúmt ár á berkahæli í Sviss. Hún vann og
dvaldi á Ítalíu, Norður-Afríku og í Frakklandi næstu árin, en
árið 1925 tók hún sig til og fluttist til Bandaríkjanna þar sem
hún bjó í þrjátíu ár, fyrst í New York en seinna í Hollywood.
Saga Nínu hefur ekki áður verið sögð en Hrafnhildur Schram
listfræðingur hefur um árabil rannsakað feril hennar og birtir
afraksturinn í nýrri bók, Nína S., auk þess sem Listasafn Ís-
lands sýnir nú verk Nínu.
Nína skapaði eina af táknmyndum art
deco-tímabilsins á Manhattan þegar
hún vann samkeppni um táknmynd
Waldorf Astoria hótelsins árið 1930 með
verkinu Afrekshugur sem enn þann dag
í dag trónir ofan við inngang bygg-
ingarinnar. Alls tóku 400 listamenn þátt
í keppninni og forráðamenn Waldorf
Astoria nýttu sér sigur hennar til kynn-
ingar á fyrirtækinu í fjölmiðlum. Fjallað
var um Nínu í blöðum vítt og breitt um
Bandaríkin, ekki síst í New York þar sem
sigur hennar var forsíðuefni. Framhald á næstu opnu
Nína í Hollywood árið 1942 með vini sínum,
Cole Porter og fleiri fyrirmennum. Sam-
býliskona hennar í Hollywood, Polly James,
er á hvítri blússu í miðjunni. Sjálf er Nína
með Fálkaorðuna í barmi.
38 bækur Helgin 6.-8. nóvember 2015