Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 4
Það er mikil- vægt að menn geri sér grein fyrir því að sjálfbær þýðir ekki bara að þangið og þarinn vaxi aftur. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Milt veður, SA-átt og úrkoMulAuSt, en rigning A-lAndS í kvöld. HöfuðborgArSvæðið: Skýjað og að meStu þurrt. Strekkingur Af n en kólnAr þó ekki Að ráði. rigning víðA frAMAn Af. HöfuðborgArSvæðið: rigning, en Síðar Skúrir. Áfram fremur hlýtt. freMur Hæg Sv-átt. rofAr til og fryStir norðAn og AuStAnlAndS. HöfuðborgArSvæðið: SmÁSkúrir og hiti enn ofan froStmarkS fremur mild haustveðrátta Tíðarfar í nóvember einkennist af sveiflum frá hinu milda og stormasama yfir í kalda og jafnvel hægviðrasama daga. Og allt þar á milli. Ef snjóar á láglendi stoppar hann stutt við og myrkrið verður meira fyrir vikið. Þessa dagana er fremur milt. Lægð skýst norður yfir austanvert landið í dag og með vætu. Þrátt fyrir skammvinna N- og NV-átt á morgun laugardag kólnar ekki að ráði. Ekki fyrr en á sunnudag eða þegar léttir til N- og A-lands að það frystir. Þá líka él á fjallvegum og aukin hálkuhætta V-til á landinu. 7 4 4 3 7 5 3 4 6 6 3 2 -1 -1 3 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 94% ís- lenskra kvik- mynda á árunum 2004-2009 sýndu reykingar. Mest er reykt í íslenskum kvikmyndum samkvæmt nýrri rannsókn sem náði til mynda víðsvegar að úr heiminum. Nova nálgast Símann Aðeins munar rúmum átta þúsund viðskiptavinum á tveimur stærstu fjar- skiptafyrirtækjunum, Símanum og Nova hjá þeim sem eru með fulla áskrift. Viðskiptavinir Símans eru 150 þúsund, Nova er með 142 þúsund og Vodafone 113 þúsund. Ódýr timburhús raunhæfur kostur Fjöldaframleidd, ódýr timburhús eru raunhæfur kostur fyrir Íslendinga. Þetta kom fram á fundi IKEA og sænska sendiráðsins um hagkvæma hús- næðiskosti í vikunni. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, og Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra voru jákvæð í garð þessara hugmynda á umræddum fundi. 31 Íslenska karla- landsliðið í knatt- spyrnu fellur um átta sæti á nýjum heimslista FIFA og situr nú í 31. sæti. Tap gegn Tyrkjum og jafntefli við Letta eru ástæða fallsins. króna arður var greiddur til krakkanna í hljóm- sveitinni Of Monsters and Men úr félagi sem sér um rekstur hljóm- sveitarinnar. Hluthafar og stjórn félagsins eru meðlimir hljóm- sveitarinnar, þau Arnar Rósenkranz Hilmars- son, Brynjar Leifsson, Kristján Páll Kristjáns- son, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Ragnar Þórhallsson. 50.000.000 Settur hefur verið vinnuhópur á vegum atvinnuvegaráðuneytisins til að skoða möguleg umhverfisáhrif þörungaverksmiðju á lífríki Breiðafjarðar en mikil aukning á upptöku þangs og þara er fyrirhuguð í firðinum.  umhverFismál líFríki BreiðaFjarðar í hættu? Óttast að þörungaverksmiðja ógni lífríki Breiðafjarðar Gangi áætlanir eftir mun 50.000 tonna þörungaverksmiðja rísa í Stykkishólmi á næsta ári en nú þegar eru unnin um 27.000 tonn af þara og þangi við Breiðafjörð. Rúmlega helmingur af fjöruflatarmáli landsins er í Breiðafirði og segir Jón Einar Jónsson, líffræðingur hjá Rann- sóknarsetri HÍ í Stykkishólmi, nauðsynlegt að framkvæma rannsóknir á umhverfisáhrifum áður en ráðist sé í svo miklar framkvæmdir. Engar rannsóknir hafi verið gerðar á áhrifum þara- og þörungatöku á lífríkið. Þ angið og þarinn er undirstaða alls lífs í Breiðafirði,“ segir Jón Einar Jónsson líffræðingur og for- stöðumaður Háskólaseturs Snæfellsness í Stykkishólmi. Hann er einn þeirra sem óttast að frekari upptaka þangs og þara við fjörðinn ógni lífríkinu við Breiðafjörð en eins og fram hefur komið í fréttum hyggst fyrirtækið Deltagen ehf. reisa 50.000 tonna þörungaverksmiðju í Skipavík í Stykkis- hólmi. Deltagen er hluti af írska fyrirtæk- inu Marigot Ltd., sem á Íslenska kalkþör- ungafélagið á Bíldudal, og Matís ohf. Þörungaverksmiðjan hf. hefur starfað í 30 ár á Reykhólum og vinnur í dag um 20.000 tonn af þara og þangi á ári. Auk þess vinnur Félagsbúið Miðhraun um 7000 tonn á ári. Það er því ljóst að aukningin á upptöku þess sem kallað hefur verið skógar hafsins verður töluverð nái áætlanir fram að ganga. Menn hafa fengið að vera í friði „Þarinn annars vegar og þangið hins vegur er búsvæði fyrir allskonar tegundir, bæði plöntur og dýr. Augljósasta dæmið og það sem fólk þekkir er að þarinn er uppeldis- stöð fyrir smáfisk. Svo eru það glóþangs- breiðurnar sem ná alla leið upp í fjöru en þær eru ungauppeldisstöðvar fyrir æðarfugl því glóþangið er undirstaða fyrir marflær og fleiri smádýr sem lifa í skjóli af þanginu,“ segir Jón Einar. Hann segist ekki geta metið áhrif þeirrar upptöku sem hingað til hafi verið stunduð við fjörðinn því engar rannsóknir hafi farið fram. „Menn hafa farið víða um Breiðafjörðinn og heimsækja hvern stað með margra ára millibili og það eru ekki til neinar sögur um það að menn sjái varanleg- ar skemmdir, það hefur hins vegar enginn mælt áhrifin á lífríkið. Það er klárt mál að menn hafa fengið að vera í friði án þess að neinn hafi amast við þeirra umsvifum.“ vinnuhópur hefur verið settur „Það eru mjög mörg sveitarfélög sem hafa yfir Breiðafirði að segja og svo hafa land- eigendur mikið að segja um þangvinnslu því þeir hafa rétt niður að ákveðnu dýpi og geta annaðhvort hafnað þessu eða þegið það að menn skeri hjá þeim þang. Það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að sjálfbær þýðir ekki bara að þangið og þarinn vaxi aftur. Það þarf líka að þýða það að það lífríki sem byggir á þessum tveimur búsvæðum lifi þarna áfram, og þá meina ég allt frá smæstu þörungum upp í fiska og fugla,“ segir Jón Einar. Fjallað var um málið í síðasta tölublaði Fiskifrétta og þar leggur Karl Gunnarsson, þörungasérfræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, til að gerðar verði frekari rann- sóknir á áhrifum þara og þangtöku á lífrík- ið. Jón Einar tekur í sama streng og segir flesta sem hann hafi rætt við í Stykkishólmi vera sama sinnis. Óformlegur vinnuhópur á vegum atvinnuvegaráðuneytisins hafi verið settur saman þar sem sitji fulltrúar frá Breiðafjarðarnefnd, forstöðumaður Nátt- úrustofu Vesturlands, fulltrúi frá Reykhól- um og umhverfisráðuneytinu. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 4 fréttir Helgin 6.-8. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.