Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 60
60 Helgin 6.-8. nóvember 2015 Z ZZ Z Z Græðir og ver viðkvæma húð Ég er nýr maður Skemmtikrafturinn, leikarinn, rapparinn og ljóðskáldið Dóri DNA ákvað síðasta vor að breyta um lífsstíl. Hann hafði lengi verið áhugamaður um hnefaleika og skráði sig í Mjölni þar sem hann byrjaði að æfa þessa bardagaíþrótt af miklu kappi. Í vetur hefur Dóri verið búsettur á Akureyri þar sem hann sýnir verkið Þetta er grín, án djóks, ásamt Sögu Garðarsdóttur. Síðan í vor hefur Dóri misst 10 kíló með því að fara reglulega í hringinn. É g er búinn að vera að pæla í líkama mínum að undan-förnu,“ segir Dóri DNA. „Fólk segir gjarnan að maður eigi ekki að fara í megrun, heldur breyta um lífsstíl, sem hljómar miklu erf- iðara en að fara í megrun. Ég hef verið að gera þetta á mínum hraða. Fyrst fór ég í lyftingar og þegar ég var kominn á beinu brautina í þeim, og fannst ég vera hættur að grenn- ast þá langaði mig að finna eitthvað sport með þeim, sem mundi geta fylgt mér út lífið,“ segir hann. „Ég hef alltaf haft áhuga á hnefaleikum og æft þá nokkrum sinnum. Einu sinni gerði ég verkefni í Listahá- skólanum þar sem ég lét hnefaleika- mann berja mig uppi á sviði, sem var magnað. Ég æfði alltaf hjá Skúla Ármannssyni sem er hættur að þjálfa í dag. Svo ég hringdi í Mjölni sem var nálægt heimilinu og spurði hvort einhver gæti ekki tekið mig í boxþjálfun. Þar var Egill Hjördísar- son bardagamaður sem ég hitti svo Dóri hefur tekið reglu- legar „selfies“ eftir boxtíman.  Hnefaleikar kílóin fjúka af Dóra Dna í Hringnum þrisvar í viku allt síðasta sumar. Við fórum líka í allskonar þrekæfingar og fórum mikið í þetta sem kallast grunn box,“ segir Dóri. „Það eru allskonar ósiðir hjá manni í byrjun sem maður þarf að venja sig af. Box er mjög flókið og mikið sport. Hann var mjög dug- legur að nenna að boxa við mig. Þó svo hann gæti lamið mig léttilega í hvert sinn þá nennti hann alveg að boxa við mig af hörku. Það kunni ég vel við og fann hvað það bætti mig mikið. Í síðasta tímanum okkar box- uðum við átta lotur og ég var mjög seigur fyrstu þrjár loturnar, en eftir átta þá féllumst við í faðma því þeg- ar ég byrjaði gat ég rétt boxað tvær lotur.“ Dóri er á Akureyri um þessar mundir þar sem hann sýnir gam- anverkið Þetta er grín, án djóks í menningarhúsinu Hofi. Hann fann sér boxþjálfara fyrir norðan til þess að halda sér við efnið. „Ég fór til hans Daða Ástþórssonar í þjálfun hér á Akureyri. Ég held að ég sé bú- inn að eyða meiri tíma í boxþjálfun en ég eyddi í háskólanámið mitt. Ég fer í einkatíma með venjulegri þjálfun því í þeim lærir maður svo miklu meira,“ segir hann. „Ég búinn að missa 10 kíló síðan í maí og satt að segja er ég bara nýr maður. Um síðustu helgi hlotnaðist mér sá heiður að boxa við Gunnar Kolbeinsson sem er eini atvinnu- boxari landsins. Ég er metnaðar- gjarn í þessu og er í mikilli keppni við sjálfan mig. Hann hefði vel getað lamið mig í klessu en hann tísti um mig og sagði mig hörkutól, sem mér fannst skemmtilegt. Þetta er bara svo gott alhliða sport og maður ræður alveg sínum hraða og slíku. Það sem mér finnst líka frábært er að þetta er barngott sport. Sonur minn kemur oft með mér og finnur sér alltaf eitthvað að gera, alltaf góð aðstaða fyrir krakk- ana og slíkt,“ segir Dóri DNA. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.