Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Blaðsíða 15
Ég myndi berja
hana í andlitiðHún er allt of góð
Ólafur Vigfús Ólafsson segist aldrei hafa hótað Hildi Lilliendahl. – DV
Bjartsýni og vonir glæðast
Spurningin
„Já, það eru einungis við sem
apar sem skynjum tímann sem
ör.“
Hákon Jens Pétursson
31 árs frumkvöðull
„Nei.“
Margrét Mjöll Benjamínsdóttir
17 ára nemi
„Það gæti verið mögulegt án
okkar vitundar.“
Margaret Rose Swenson
19 ára þjónn
„Nei, það er ekki mögulegt.“
Örn Erlendsson
23 ára námsmaður
„Nei, því miður.“
Einar Logi Hreinsson
23 ára námsmaður
Er tímaflakk
mögulegt?
1 Flugdólgurinn betri afþreying en gamlar kvikmyndir
Mishörð og misgáfuleg ummæli fólks
um íslenska flugdólginn í erlendum
miðlum.
2 Höfðu þvaglát yfir unga stúlku og misnotuðu kynferð-
islega í partíum
Lögreglan í Steubenville setur upp opin-
bera heimasíðu vegna nauðgunarmáls.
3 Grennri Siggi stormur mætir aftur
Sigurður Þ. Ragnarsson veður-
fræðingur verður með veðurfréttir á
sjónvarpsstöðinni ÍNN.
4 Milljóna króna niðurfærslur hjá lántakendum
Stóru bankarnir komnir á veg með
endurútreikninga ólögmætra lána.
5 „Ég forðaði mér“ Íþróttamaðurinn Adolf Ingi flutti til
Reykjavíkur eftir að hafa orðið faðir
17 ára.
6 Spáir miklum verðhækkunum á matvælum
Forstjóri breskrar verslunarkeðju býst
við verðsprengingu á nýju ári.
7 Félög Jóns Ásgeirs með 146 milljarða lán
Saman voru áhættuskuldbindingar
þeirra langt yfir 25% mörkunum.
Mest lesið á DV.is
Á
síðustu dögum hafa birst
tvær athyglisverðar fjölþjóð-
legar kannanir þar sem fólk
er spurt um ánægju með líf
sitt eða beðið að leggja mat á
horfur og aðstæður í sínu heimalandi.
Kannanirnar tvær eru ólíkar. Annars
vegar er það Eurobarometer könnun-
in frá því í nóvember sem Capacent
framkvæmir á Íslandi. Eurobarometer
könnunin nær til um 30 Evrópulanda.
Hins vegar er árleg könnun Gallup
á alþjóðavísu sem Capacent Gallup
framkvæmir á Íslandi. Þar er spurt
um ánægju og efnahagsvæntingar.
Niðurstöður úr báðum þessum
könnunum hljóta að teljast mjög já-
kvæðar fyrir Ísland. Þær rýma ríma
einnig ágætlega við þróun helstu hag-
vísa hér á landi undanfarin misseri
samanborið við önnur þróuð lönd og
alveg sérstaklega önnur Evrópulönd.
Flestir erlendir greinendur og umfjöll-
unaraðilar um efnahagsmál sem hafa
úttalað sig um Ísland hafa sömuleiðis
almennt verið á jákvæðum nótum
þegar þeir fjalla um þróun mála hér
að undanförnu.
Eurobarometer
Í hinni viðamiklu Eurobarometer
Eurobarometer-könnun eru viðhorf
könnuð til allmargra þátta. Til að
mynda er spurt hvort aðstæður í við-
komandi landi séu nú að þróast í rétta
eða ranga átt. Þar kemur Ísland slá-
andi vel út í samanburði við önnur
lönd. Mun stærri hluti þjóðarinn-
ar telur þróunina vera í rétta átt en
hjá næstu þjóðum sem reynast vera
Danmörk og Svíþjóð. Ísland hefur
bætt stöðu sína í þessu efni frá síð-
ustu mælingum. Tæplega 60% svar-
enda á Íslandi telja Ísland á réttri leið,
næst bjartsýnastir eru Danir en 46%
þeirra eru sömu skoðunar, þ.e. telja
aðstæður vera að þróast í rétta átt en
hinir eru næstum jafn margir í tilviki
Dana sem telja svo ekki vera. Meðaltal
hinna bjartsýnu innan ESB ESB-ríkj-
anna er einungis um 24%. Um 28%
svarenda á Írlandi telja að land þeirra
sé á réttri leið en mun stærri hluti, eða
um 46%, vill meina hið gagnstæða.
Staðan er því gerólík á Íslandi eins og
sjá má í töflunni að neðan.
Í Eurobarometer könnuninni
kemur auk þess fram að um 60% Ís-
lendinga telja að botni kreppunnar
á vinnumarkaði sé þegar náð, en
einungis um þriðjungur telur það
versta eftir. Þetta er sömuleiðis mun
jákvæðari niðurstaða en í öllum öðr-
um Evrópulöndum sem könnunin
tekur til.
Gallup
Íslendingar eru almennt ánægðir
með lífið samkvæmt nýrri alþjóðlegri
könnun Gallups sem nær til 50 landa.
Ísland er í tíunda sæti yfir ánægðustu
þjóðir heims þegar spurt er hvort fólk
sé ánægt eða óánægt með líf sitt. Á
Íslandi eru um 68% ánægð með líf
sitt og 7% óánægð. Um 24% segjast
hvorki ánægð né óánægð og 1% tekur
ekki afstöðu. Íbúar Rómönsku-Am-
eríku eru ánægðaastir með lífið en
mest hefur dregið úr ánægju í Afríku
og sumum löndum Vestur-Evrópu
miðað við niðurstöður sambærilegrar
könnunar ári áður.
Niðurstaða
Samandregið benda niðurstöður
þessara kannana sterklega til þess
að Íslendingar séu á nýjan leik í
fremstu röð meðal þjóða heims hvað
snertir ánægju með líf sitt og lands-
menn bjartsýnir á það sem framund-
an er. Íslenska þjóðin sjálf virðist sem
sagt telja sig vera á réttri leið. Það er
athyglisvert og ánægjulegt í senn því
ekki vantar nú að ýmsir reyni í sínum
málflutningi að telja landsmönnum
trú um hið gagnstæða.
Fallegt veður Reykjavíkurborg skartaði sínu fegursta í fallegu vetrarveðri á sunnudag. Athygli vekur að þó að nú sé hávetur hefur oft verið meiri snjór í Esjunni. MyNd PrEssPhotos.bizMyndin
Umræða 15Mánudagur 7. janúar 2013
Við þurfum að
borga með okkur
Íris Mist segist ekki kvarta þótt það sé fáránlegt að Evrópumeistarar þurfi að greiða æfingagjöld. – DV Adolf Ingi Erlingsson segist hafa verið heppinn að næla í kærustuna 14 ára. – DV
Eru aðstæður í landinu nú að
þróast í rétta eða ranga átt?
Kjallari
Steingrímur
J. Sigfússon
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra
„Samandregið
benda niðurstöður
þessara kannana sterk-
lega til þess að Íslendingar
séu á nýjan leik í fremstu
röð meðal þjóða heims
hvað snertir ánægju með
líf sitt
Ísland
Danmörk
Svíþjóð
Austurríki
Bretland
Tyrkland
Finnland
Lúxemborg
Þýskaland
Malta
Holland
Makedónía
Írland
Lettland
Eistland
Búlgaría
Pólland
ESB meðaltal (27)
Slóvakía
Litháen
Frakkland
Króatía
Portúgal
Belgía
Rúmenía
Ungverjaland
Slóvenía
Ítalía
Tékkland
Spánn
Kýpur
Grikkland
57
46
44
39
38
37
36
33
33
32
29
28
28
27
27
27
26
24
23
23
23
19
17
17
14
14
12
12
12
10
4
4
0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100
Rétta átt
Ranga átt
h
Ei
M
il
d
: E
u
r
o
b
a
r
o
M
Et
Er