Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Qupperneq 16
„Það er bæði aumkunarvert og dapurlegt að sjá hvað þessir litlu karlar sem hamast gegn Hildi Lilli- endahl hér á síðunni eru óttaslegnir og hræddir um að missa sín raunverulegu og ímynduðu forréttindi sem karlar. Þeir tala um „óhæfuverk“ hennar sem reyndar felast aðeins í því að vekja athygli á haturs- fullum ummælum karla í garð kvenna. Óttaslegnum mönnum er alltaf vorkunn en vonandi tekst þeim að róa sig niður og átta sig á því að það er ekki verið að taka neitt frá þeim sem þeir eiga með réttu.“ Jón M. Ívarsson í athugasemd við frétt DV þar sem fjallað var um ofbeldi sem konur verða fyrir á netinu. Í greininni var meðal annars fjallað um mann sem lét miður falleg ummæli falla um Hildi Lilliendahl. Þegar haft var samband við manninn sagðist hann standa við ummæli sín og bætti raunar um betur og sagði að ef hún mundi svo mikið sem snerta hann myndi hann „berja hana í andlitið“. „Þetta er til skammar íslensk- um karlmönnum.“ Atli Örn Hilmars í athugasemd við sömu frétt og vísað er til hér að ofan. „Kannski er Bubbi bara einn af vinnumönnum Jóns Ásgeirs. Hefur það ekki hvarflað að neinum?“ Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, í athugasemd við frétt um orðaskipti Bubba Morthens og Egils Helgasonar. Þar tókust þeir á um grein Kristínar Þorsteinsdóttur, fyrrverandi blaðafulltrúa Baugs og Iceland Express, þar sem hún gagnrýndi dómsmál á hendur bankamönnum. Sagði Bubbi að þetta væru orð í tíma töluð og sagðist sakna fleiri slíkra greina. „Hún tók þessu bara vel og leið ekkert illa yfir þessu virðist vera. Þá er þetta ekki einelti. Vildi óska þess að fólk kynnti sér skilgreininguna á orðinu „einelti“ og hætti að misnota það.“ Inga Rós Vatnsdal í athugasemd við frétt þar sem fjallað var um þátt Eddu Sifjar Pálsdóttur í áramótaskaupinu. Eiður Svanberg Guðnason hafði gagnrýnt stjórnendur skaupsins fyrir „einelti“ í garð Eddu sem var áberandi í skaupinu á gamlárskvöld. „Mér þótti illa vegið að fólki með þroskahamlanir í þessu skaupi og þykir mér leitt að hafa verið að borga fyrir slíkan ófögnuð.“ Gunnar Waage í athugasemd við frétt um áramótaskaup Sjónvarpsins 2012. Í fréttinni voru tekin saman viðbrögð fólks við skaupinu og virðast skoðanir vera mjög skiptar um ágæti þess. Í kjölfar bankahrunsins 2008 dróg­ ust verklegar framkvæmdir í landinu mjög saman. Einkafyrir­ tæki voru ekki í stöðu til þess að fjárfesta þar sem eigið fé þeirra hvarf á örskotsstundu vegna hækk­ unar lána sem oftar en ekki mátti rekja til hruns krónunnar og verð­ bólgunnar sem það leiddi til. Jafn­ framt drógust tekjur fyrirtækjanna mun hraðar saman en kostnaður sem leiddi til tapreksturs. Á sama tíma og þetta gerðist drógu stjórnvöld úr öllum verklegum framkvæmdum. Afleiðingarnar af þessu öllu saman eru þær að undanfarið hafa fjár­ festingar verið minni en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum. Ein er sú atvinnugrein sem orðið hefur sérstaklega illa út hruninu. Vélavinnuverktakar, sem oftar en ekki eru einyrkjar, hafa mátt þola mikla tekjuskerðingu. Það hefur leitt til þess að verktakarnir geta illa staðið í skilum með lánin sem stökkbreyttust við gengisfallið. Nú hefur komið á daginn að mörg þessara lána voru ólögleg eins og gengislánadómur Hæstaréttar sum­ arið 2010 leiddi í ljós. En ekki nóg með það, vaxtadómurinn frá því í fyrra sýndi að ólögmætir vextir voru innheimtir af þessum lánum. Nú eru niðurstöður fyrstu endur­ útreikninga að birtast og er ég viss um að það er mörgum kærkomin sending. Lánastofnanir fóru almennt þá leið stöðva aðfarir vegna lána sem vafi lék á hvort væru ólögmæt eða ekki. Það þótti eðlilegt að þar sem réttaróvissa ríkti þá skyldi það talið skuldaranum í hag að óvéfengjan­ leg niðurstaða lægi fyrir með dómi áður en til alvarlegra aðgerða væri gripið – kringumstæðurnar vegna hrunsins væru svo sérstakar að annað væri ekki forsvaranlegt. Ein­ hver misbrestur varð þó á þessu og þekkjum við öll sögurnar sem sprottið hafa af aðgerðum Dróma, sem er í raun þrotabú SPRON, gagnvart heimilunum. Eðli máls samkvæmt fjármagna verktakar atvinnutæki sín með lán­ um, að langmestu leyti hjá eigna­ leigufyrirtækjum. Svo virðist vera sem stærsta fyrirtækið sem lán­ aði til tækjakaupa – Lýsing – gangi fram af mikilli óbilgirni gagnvart viðskiptavinum sínum. Fyrirtækið virðist ekki hafa í heiðri þá megin­ reglu að þar sem réttaróvissa ríki skuli gæta meðalhófs og ganga fram með varúð líkt og flestar aðrar lánastofnanir hafa gert. Sögur heyr­ ast af því að atvinnutæki séu tekin í skjóli nætur og aflahæfi þannig al­ gjörlega tekið af viðkomandi verk­ tökum. Þetta gerist þrátt fyrir að vit­ að sé að staða þeirra margra verður allt önnur eftir að búið verður að endurreikna lán þeirra. Þetta er vítavert! Nú er svo komið að stór hluti at­ vinnutækja smáverktakanna hefur verið tekinn og seldur úr landi. Oft með algjörlega réttmætum hætti en oft með ósanngjörnum og jafnvel vafasömum hætti. Það er kannski seint í rassinn gripið en ég er þeirr­ ar skoðunar að stöðva verði þessa ósvinnu án tafar og láta þá sem búa við óvissu vegna dómsmála njóta vaf­ ans. n 16 Umræða 7. janúar 2013 Mánudagur K æri Hallgrímur. Ég var að lesa greinina þína „Valdfrekjumeðvirkni“ og það brast eitthvað innra með mér. Of margir eru að gefast upp, einstaklingar sem eiga ríkt erindi í pólitík stíga ekki fram, sterkar konur hrekjast út, ferskar raddir kafna. „Salurinn er ónýtur“ segir þú um þingið. Vonbrigði þín eru smitandi – það finn ég á fólki sem les þig alltaf. Ég vel að bregðast við. Pólitíkin er ekki dauð fyrr en fólk hættir að segja hvað því býr í brjósti, gefur skít í draslið, hættir að gera sitt besta. Vandi okkar er að stjórnmál gærdagsins héldu áfram eftir 2008. Vonbrigði dagsins í dag eru ekki áfellisdómur yfir verkum vinstri stjórnar. Þau eru birtingarmynd þess sama óþols og einkenndi bús­ áhaldabyltinguna: Þreyta vald­ sviptrar þjóðar með stjórnvöld sem gefa hátimbraðar yfirlýsingar um eigið ágæti: Fréttatilkynningar í stjórnlyndum stíl um hvað stjórnin hafi þegar gert og hvernig hún hafi ákveðið að verja skattfénu okkar. Og kannski er ástæða til að ör­ vænta. Valkosturinn er sannarlega skelfilegur, eins og þú rekur vel: Ekkert verður betra ef vinir gamla góða Villa geta tekið upp Eirarhætti við stjórn efnahagsmála. Það eru komin tíu ár síðan þú skrifaðir grein sem hét „Bláa höndin“. Hún lýsti mjög vel megin­ einkennum íslensks stjórnmálalífs á þeim tíma: Klíkuveldinu, hættulegri einsleitni í ákvarðanatöku, ofríki og hrikalegri meðvirkni. Kannski er stjórnmálalífi Íslands rúmum 10 árum síðar best lýst sem bardaga blárra og rauðra boxhanska. Veikleiki okkar vinstri manna er að við höfum ekki greint Hrunið af sömu skarpskyggni og þú gerð­ ir í Bláu höndinni. Okkur skortir að skilja að hvaða leyti það var afleiðing misráðinna innlendra stjórnar hátta, að hvaða leyti glæpsamlegrar hegð­ unar og að hvaða leyti óumflýjanleg afleiðing hrikalegrar fjármálakreppu á mjög skuldsett hagkerfi með fá­ ránlega lítinn gjaldmiðil í opnu og hindrunarlausu hagkerfi. Ef stjórnar hættirnir og glæpamennsk­ an voru allsráðandi ástæður ætti til dæmis að vera vandalaust að afnema gjaldeyrishöft, nú þegar gott fólk stjórnar og meintir glæpamenn eru ekki í lykilstöðum. En hvað blas­ ir þá við? Jú, þverpólitísk samstaða um ótímabundin höft. Kann vandi okkar kannski að vera flóknari en við hugðum í upphafi og það dugi ekki bara að skipta um fólk? Er vonleysið kannski afleiðing þessarar vangetu okkar – fórnarlamba fákeppninnar – til að skilja flækjurnar og hætturnar sem eru því samfara að búa við vald­ dreift samfélag og frjálsan markað í opnu hagkerfi? Við tölum oft meira um Hrunið en það hvernig Ísland á að líta út árið 2017, hvað þá 2021. Fyrir vikið eiga kyrrstöðuöfl í stjórnarandstöðu þann auðvelda leik að segja ekkert um framtíðina. Jafnaðarmenn um alla Norður­Evrópu byggðu hug­ myndafræði sína á líkingunni um Þjóðarheimilið – undir forystu jafn­ aðarmanna ættu sér allir rétt til þátt­ töku og virðingar, jafnt eigendur fyrirtækja og launamenn. Hvar er hugsun íslenskra jafnaðarmanna um Þjóðarheimili Íslands stödd í upphafi árs 2013? Skipbrot stjórnarhátta genginna tíma kallar á alveg nýja stjórnar­ hætti, ekki andlitslyftingu eða mjúk­ málli fulltrúa. Íslensk stjórnmál minna um sumt á á sápuóperuna Leiðarljós. Það er alltaf sama fólkið á sviðinu og enginn veit um hvað er rifist. Þeir sem deyja, vakna á ný til lífs nokkrum þáttum seinna. Við get­ um ekki látið stjórnmálin líða áfram endalaust í hægum endursýning­ um á ástum og hatri eldri kynslóð­ ar íslenskra stjórnmálaforingja. Við verðum að fá til leiks nýja kynslóð stjórnmálamanna sem er tilbúin að kalla fram alla bestu eiginleika sam­ félagsins, menntun, vit og ábyrgð til að fá aldrei aftur Hrun. Efnahags­ mál, utanríkismál og velferðarmál eru samtvinnuð sem aldrei fyrr og í reynd eitt og sama verkefnið. Það er pólitískt lífsspursmál Íslands núna að fá til starfa fólk sem notar bæði heilahvelin, sameinar andstæður, þekkir menningu annarra, hlustar á aðra og kryddar matinn sinn. Ég hef farið um allt land og hitt að máli ólíkustu Íslendinga undan­ farið og vil bjóða fram nýja stjórn undir forystu Samfylkingar sem skilur og skynjar hlutverk sitt sem burðarflokks jafnréttis, félagslegs réttlætis og frjálsrar samkeppni. Eftir 12 ára tilvist getur Samfylk­ ingin sýnt að hún sé komin til manndómsára og ráði við það hlut­ verk sem henni var ætlað: Að vera breiðfylking á miðju og vinstri væng íslenskra stjórnmála, laus undan oki þess ofríkis og mannhaturs sem einkennt hefur íslensk flokkastjórn­ mál um áratugi. Við höfum alltaf verið dregin í dilka, nauðug viljug. Við þurfum að losna við köfnunar­ tilfinninguna sem greinin þín lýsir. Stjórn undir forystu jafnaðarmanna má ekki standa í lok kjörtímabils eins og úrvinda bardagamaður með rauða boxhanska sem á þá ósk heitasta að dómarinn flauti bardag­ ann af. Ríkisstjórn jafnaðarmanna þarf að vera full baráttuþreks og brjótast til nýrrar framtíðar, geta faðmað þjóðina og fundið öllum rúm á Þjóðarheimilinu. Hún er ekki stefnu­ laus, tekur almannahagsmuni ávallt fram yfir sérhagsmuni og leitar leiða úr erfiðum aðstæðum með sam­ ræðuna að vopni. Og henni eru allir vegir færir. Kær kveðja, Árni Páll. Bláir og rauðir boxhanskar? Smáverktakarnir „Kannski er stjórnmálalífi Íslands rúmum 10 árum síðar best lýst sem bardaga blárra og rauðra boxhanska Aðsent Árni Páll Árnason alþingismaður Aðsent Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður „Einhver misbrestur varð þó á þessu og þekkjum við öll sögurnar sem sprottið hafa af aðgerðum Dróma. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 49 21 16 10 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.