Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Side 18
18 Neytendur 7. janúar 2013 Mánudagur Algengt verð 247,8 kr. 259,6 kr. Algengt verð 246,5 kr. 256,3 kr. Höfuðborgarsvæðið 246,4 kr. 256,2 kr. Algengt verð 247,8 kr. 259,6 kr. Algengt verð 248,9 kr. 256,6 kr. Melabraut 246,5 kr. 256,3 kr. Eldsneytisverð 6. janúar Bensín Dísilolía Þjónustan göldrum líkust n Verslunin Spilavinir fær lofið ef maður einn sem fór þang­ að fyrir jólin vildi koma eftir­ farandi á framfæri: „Sennilega skemmtilegasta verslun í heimi. Starfsfólkið er frábært og þrátt fyrir örtröð í búðinni höfðu að minnsta kosti tveir starfsmenn tíma til að einbeita sér að því að fjölskyldan mín myndi skemmta sér um jólin. Áhugi starfs­ fólksins var 100 pró­ sent einlægur og það skynjar maður ekki í hvaða búð sem er. Andrúms­ loftið þarna er ótrúlega vina­ legt og þjón­ ustan göldrum líkust.“ Ófullkomnar verðmerkingar n Lastið að þessu sinni fær Bauhaus fyrir ófullkomnar verðmerkingar fyrir jól. „Ég fór þangað rétt fyrir jól en þá var auglýstur 50 prósenta afsláttur af jólaljósum, sem er flott. Verð­ merkingum var hins vegar mjög ábótavant því sum verð var búið að færa niður en önnur ekki. Viðskiptavinir gátu ekki áttað sig á verðinu fyrr en komið var á kassann. Ég hitti á starfsmann og lýsti óánægju minni en fékk bara réttlætingu á þessu og hvorki afsökunarbeiðni né boð um að fá verðið sem ljósin voru merkt á. Starfsmaður­ inn sagði bara að þau kæmust ekki í að merkja hilluna rétt,“ segir óá­ nægður viðskiptavinur. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Stattu við nýársheit um bættan fjárhag F lestir vilja minnka skuldir sín­ ar og því eru fjármálanýárs­ heit ekki síður mikilvæg en heit um breyttan lífsstíl. Á síðunni Money Talk News er fjallað um hvernig hægt sé að halda slík heit, gera upp skuldir, greiða nið­ ur lán og halda fjármálum í góðu jafnvægi. 1 Gerðu lista Taktu saman allar skuldir þínar og lán. Ef þú ert ekki með allar upplýsingar hringdu þá í bankann og lánastofnanir og fáðu þær sendar til þín. 2 Skuld til að greiða upp Þegar upplýsingar um skuldir og lán liggja fyrir veldu þá eitt þeirra sem þú vilt einbeita þér að. Það má virðast skyn­ samlegast að byrja á því að greiða niður lánið sem ber hæstu vextina. Það er þó jafnvel betra að byrja á litlu lánunum. Á þann hátt sérð þú árangur­ inn fyrr og gengur betur að halda þig við efnið. Hvaða leið sem þú vel­ ur að fara þá byrjar þú á að velja skuld og reynir að eyða henni. Borgaðu inn á öll lánin, eins lítið og mögulegt er inn á öll nema það sem þú valdir. Leggðu inn á það eins mikið og þú getur. Þá er ráðlagt að taka 10 pró­ sent af mánaðartekjunum og nota í að leggja inn á lánið. Til þess að ná þessum auka pening til að borga niður skuldir þarf að draga saman í öðrum útgjöldum. Notaðu hverja krónu sem þú getur til að borga inn á lánið. 3 Snjóboltaáhrifin Um leið og þú hefur borgað niður fyrsta lánið skaltu snúa þér að því næsta á listanum. Inn á lán númer tvö legg­ ur þú þar af leiðandi lágmarkið sem þú gerðir áður, auk upphæðarinn­ ar sem þú lagðir inn á fyrsta lánið. Þetta tvennt bætist því við venju­ legar mánaðargreiðslurnar. Þegar þetta lán númer tvö hefur verið greitt byrjar þú á láni númer þrjú á listanum. Þar fer allt sem fór inn á lán númer eitt og tvö auk lág­ marksgreiðslunnar sem þú greiddir áður inn á lán númer þrjú og venju­ legrar mánaðargreiðslu. Þegar þú bætir gömlum inn­ ágreiðslum við nýjar niðurgreiðslur býrð þú til svokölluð snjó­ boltaáhrif. Ef þú getur notað það sem sam­ svarar 10 prósentum af launum þínum í að greiða niður skuldir og skapa slík snjóboltaáhrif ættir þú að geta greitt niður skuldir þínar á mun skemmri tíma. 4 Finndu pening Það er al­gengt að fólk telji sig ekki hafa pening aflögu til að greiða inn á skuldir. Um leið og maður fer hins vegar að skoða útgjöldin hjá sér og í hvað maður eyðir kemur oftast fljótt í ljós að það má spara á mörgum stöðum. Sem dæmi má nefna að það get­ ur verið mikill sparnaður í því að segja upp áskrift á sjónvarpsstöðv­ um og tímaritum. Þrátt fyrir fyrirheit um að kom­ ast í betra form þá er ekki nauðsyn­ legt að eyða mörg þúsund krónum á mánuði í líkamsræktina. Farðu frekar út að hlaupa eða leigðu þér líkamsræktarmyndband og æfðu þig heima. Það sem skiptir því máli er að „búa til“ niðurgreiðslupening og skapa snjóboltaáhrifin. Það veitir þér hvatningu að halda áfram þegar þú sérð áhrifin og hvernig skuldirnar fara að lækka. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Góðar leiðir til að minnka skuldir n Verðlaunaðu þig fyrir góðan árangur 1 Raunhæf markmið Að setja sér markmið er mikilvægt en að setja rétt markmið er nauðsynlegt. Hafir þú til að mynda sett þér það markmið að spara á árinu þá vantar mælanleikann. Með því að setja skýrari markmið, veistu hvað þú átt að gera og hvenær. Því ná- kvæmara sem markmiðið er, því meiri líkur eru á því að þú standir við það. 2 Láttu sparnaðinn hafa tilgang Það hljómar betur að spara 100.000 krónur fyrir utan landsferð en einungis að spara 100.000 krónur. Það skiptir í raun ekki máli í hvað peningarnir fara svo lengi sem það er tilgangur með sparnaðinum. 3 Raunsæi er mikilvægt Ekki búast við því að geta lagt 50 pró- sent af tekjum þínum til hliðar ef þér tókst ekki að spara 5 prósent af þeim í fyrra. Slík markmið eru dæmd til að mistakast. 4 Skiptu markmiðunum í einingar Markmiðin virðast ekki eins stór og óyfir stíganlega ef þeim er skipt upp í smærri einingar. Ekki reyna að spara 500.000 krónur yfir árið. Reyndu frekar við 10.000 krónur á viku. Mark- miðið er það sama en það seinna virðist viðráðanlegra. 5 Borgaðu þér sparnað Þú ættir að leggja inn á sparnaðinn alveg eins og þú borgar reikningana. Láttu færa mánaðarlega inn á sparnaðarreikn- ing um leið og reikningar eru greiddir. 6 Verðlaunaðu þig Að spara pening krefst einhverra fórna. Gleymdu þó ekki að verðlauna þig öðru hvoru. Eins og börn fá frí mínútur í skólan- um er nauðsynlegt að taka sér pásu. Það getur verið að kaupa sér góðan kaffibolla öðru hvoru. Passaðu bara að fá ekki samviskubit út af því. Það á aldrei að fá samviskubit yfir slíkum verðlaunum sem maður veitir sér. 6 Fylgstu með Það er gott að skoða reglulega hve mikið þú hefur sparað og tvær ástæður eru fyrir því. Önnur er að til að sjá hvað þú ert komin með en hin er til að halda einbeitingunni. Hafðu því markmiðin alltaf fyrir framan þig til að muna af hverju það er mikilvægt að ná þeim. Nokkur sparnaðarráð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.