Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 8
S amfélagið brást fórnarlömb­ um Karls Vignis Þorsteins­ sonar. Þetta segir Bragi Guð­ brandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, en annar barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, var einnig handtekinn í síðustu viku vegna gruns um kynferðisbrot gegn þremur börnum á Suðurlandi. Gunnar var dæmdur fyrir kynferðis­ brot gegn sex barnungum stúlkum árið 1997. Engu að síður komst það upp árið 2012 að hann hefði komið sér fyrir í grennd við fósturheimili og hefði vanið komur sínar þangað. Bragi segir að það einkenni ráða­ leysið í samfélaginu og undirstriki þörfina fyrir eftirlit með mönnum sem eru haldnir barnagirnd á háu stigi og eru hættulegir. „ Samfélagið bregst ef það er í afneitun gagnvart þessu vandamáli. Ef við lítum til baka þá er einkennandi að sam félagið er lengi í afneitun hvað þetta varðar, það neitar að horfast í augu við til­ vist kynferðisbrota gegn börnum. Síðan má segja að samfélagið kom­ ist á næsta stig, sem er viss samfé­ lagsleg viðurkenning á að þetta sé til staðar en enn er mjög rík tilhneiging til afneitunar og þess að gera lítið úr umfanginu með skýringum á borð við að þetta séu einstaklingar sem haldnir eru geðsjúkdómum og það sé hægt að ná utan um þetta með refs­ ingu. Við þurfum að komast yfir þetta og á þriðja stigið sem er að samfé­ lagið horfist í augu við að það ber ábyrgð á því að vernda börnin gagn­ vart þessari vá. Það getum við best gert með fræðslu, þekkingu, rann­ sóknum og með því að bæta okkar viðbragðskerfi.“ Á margra vitorði Eins og fram hefur komið játaði Karl Vignir í samtali við Sigmar Guð­ mundsson og Jóhannes Kristjáns­ son að hafa brotið gegn um fimmtíu börnum, án þess að vita að þeir tóku samtalið upp á myndband. Daginn eftir að Kastljósþátturinn var sýndur lofaði hann í samtali við DV að játa öll sín brot fyrir lögreglu en skömmu síð­ ar var hann sóttur af lögreglumönn­ um sem færðu hann í yfirheyrslu sem stóð fram á næsta dag. Í síðustu viku lögðu fimm einstaklingar fram kæru á hendur Karli Vigni vegna mála sem ekki eru fyrnd og samkvæmt lögreglu er von á fleiri kærum í næstu viku. Áður hefur hann að minnsta kosti fjórum sinnum verið kærður til lög­ reglu, meðal annars vegna kynferð­ isbrota sem hann framdi gegn ung­ um drengjum á Kumbaravogi og Hótel Sögu og vistmanni á Sólheim­ um í Grímsnesi. Það brot var kært árið 1988 en vorið 1990 var ákæru í málinu frestað skilorðsbundið til fimm ára. Sumarið 1994 fékk Karl Vignir hins vegar dóm fyrir að tæla ungan pilt margsinnis til kynferðis­ maka með peningagjöfum og loforð­ um um greiðslu. Pilturinn var 15–17 ára þegar Karl Vignir braut gegn hon­ um með þessum hætti en hann játaði verknaðinn og fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir. Flestir draga úr verkunum Bragi segir erfitt að meta trúverðug­ leika þess sem Karl Vignir játaði á sig í sjónvarpinu. Í fyrri upptökunni sagð­ ist hann hafa framið kynferðisbrot gegn um 30 einstaklingum en þegar gengið var á hann í seinni upptök­ unni sagði hann að fórnarlömb­ in væru kannski 40–50 talsins. Þar reyndi hann þó að draga til baka um­ mæli um að hafa framið brot sem ekki væru fyrnd. Það getur því verið að brot hans séu fleiri en hann vildi gangast við í fyrstu, þótt ekkert sé vitað fyrir víst að svo stöddu. „Flest­ ir draga úr frekar en hitt og reyna að gera minna úr sínum verkum á þessu sviði en efni standa til,“ segir Bragi. „Almennt hafa menn tilhneigingu til að gera lítið úr sínum verkum en á því eru veigamiklar undantekn­ ingar. Mér er það til efs að hann geri sér fyllilega grein fyrir því sjálfur hvað fórnarlömbin eru mörg.“ Börn þarfnast athygli Á meðal þess sem Karl Vignir sagði í samtali við þær Ernu og Maríu var að það hefði verið ótrúlegt hversu mörg börn hefðu verið „til í tuskið“. Bragi segir að ekkert af því sem Karl Vignir sagði komi í raun og veru á óvart. „Það er ósköp lítið sem kem­ ur á óvart. Þó að kynferðisbrota­ menn séu ekki einsleitur hópur þá er það samt þannig með þá sem haldn­ ir eru barnagirnd að þeir eiga það sameigin legt að kynhneigð bein­ ist einvörðungu að börnum. Hann virðist falla undir þann flokk, en það sem virðist einkennandi fyrir hann er að smekkur hans virðist víðari en gengur og gerist. Þá er smekkur þeirra bundinn við tiltekið kyn og til­ tekinn aldur en Karl Vignir virðist að einhverju leyti hafa breiðara áhuga­ svið. En það er ekkert sem við höfum ekki séð áður. Varðandi þessi ummæli hans um að börn séu til í tuskið þá kem­ ur það heldur ekki á óvart. Börnin eru náttúrulega varnarlaus. Þau eru berskjölduð vegna þess áhuga sem þeim er sýndur, í því felst að þau fá athygli sem öll börn þarfnast, um­ hyggju og þeim er jafnvel sýnd ást­ úð. Þau miskilja það kannski og taka því sem tákni um vinsemd eða góð­ mennsku, þau skilja ekki forsendurn­ ar – allavega þegar um yngri börn er að ræða. Þau gera sér ekki grein fyrir því hver tilgangur gerandans er. Við­ brögð barnanna geta því verið fólgin í jákvæðu endurgjaldi við svona hegð­ un. Það merkir ekki að börnin séu til­ búin eða fær um að veita samþykki sitt fyrir kynferðislegri háttsemi. Það sem einkennir menn sem haldnir eru barnagirnd er að þeir hafa brenglað viðhorf á þessu sviði, brenglað viðhorf til barna, til þroska þeirra og þess hvernig börn hugsa og hegða sér. Það er mjög sjúkt viðhorf, enda er barnagirnd flokkuð sem geð­ röskun.“ Gangandi tímasprengjur Eins og fram kom í máli Önnu Krist­ ínar Newton í DV á miðviku dag getur meðferð virkað á menn sem haldnir eru barnagirnd. Hún benti þó á að úr­ ræði fyrir þessa menn skorti og und­ ir það tekur Bragi. „Við þurfum að líta á þá sem veika menn sem þarfnast hjálpar og þjónustu. Þannig eigum við að nálgast þá. Það er eðlilegt og sjálfsagt að for­ dæma háttsemi þeirra, engu að síður megum við ekki gleyma því að þetta eru manneskjur sem eiga við veik­ indi að stríða og það er ekki hjálp­ legt að útskúfa þeim úr samfélaginu. Við þurfum að mæta þeim á þeirra forsendum, þar sem þeir eru staddir í lífinu, auk þess sem við þurfum að koma upp markvissu eftirlitskerfi með þeim sem eru haldnir barna­ girnd á háu stigi og eru hættulegir því við vitum að þeir eru gangandi tíma­ sprengjur. Þeir ráða ekki við sig en það eru til aðferðir til að draga veru­ lega úr líkum á að þessir menn brjóti af sér á nýjan leik. Fyrir utan lyfjagjöf og samtals­ meðferð þá þurfum við eftirlitskerfi og stuðning. Þeir sem fá félagslegan stuðning til að búa úti í samfélaginu, sæta skipulögðu eftirliti og fá viðeig­ andi meðferð, af þeim stafar miklu minni hætta en af hinum sem enga meðferð fá, engan stuðning fá og eru jafnvel fordæmdir, útskúfaðir og hund­ eltir um allt samfélagið. Við þekkjum það að utan, til dæmis í Bandaríkjun­ um þar sem nöfn og myndir eru að­ gengilegar öllum. Það er komin löng reynsla á það kerfi en það felur í sér miklu meiri hættu en ávinning.“ Höfnuðu meðferð Ekkert eftirlit er haft með íslensk­ um mönnum sem haldnir eru barnagirnd, jafnvel þótt þeir hafi framið kynferðisbrot. Þeim er líka í sjálfvald sett hvort þeir fara í með­ ferð eða ekki. Fyrr á þessu ári kom fram að menn sem haldnir eru barnagirnd á mjög háu stigi og voru dæmdir fyrir brot sín höfnuðu bæði lyfja­ og sálfræðimeðferð að lokinni afplánun. „Það hefur sýnt sig að þeir sem ekki vilja gangast við brotum sínum og leita sér þeirrar meðferð­ ar sem boðið er upp á eru hættuleg­ astir.“ Bragi bendir á að ólíklegt sé að meðferð beri nokkurn árangur ef við­ komandi vill ekki þiggja hana sjálfur. Hins vegar sé alltaf hægt að bjóða upp á meðferð undir réttum formerkj­ um sem hluta af víðtækari stuðningi við þessa einstaklinga. „Á jákvæðum forsendum er líklegra að þeir undir­ gangist meðferðina og reyni að ná árangri. En það þarf að vera samof­ ið eftirliti sem er fólgið í því að þess­ ir einstaklingar séu ekki í aðstæðum sem veiti þeim aðgang að börnum og stuðli að líferni sem minnki líkurnar á endurtekningu brota. Þetta kerfi er ekki til hér á landi. Barnaverndarstofa hefur lagt fram til­ lögur þar að lútandi en þær hafa ekki náð fram að ganga. Það hefur ekki náðst í gegnum þingið að setja þetta í lög.“ 60 ungir gerendur fengið aðstoð Hins vegar hefur Barnaverndarstofa komið á fót meðferðarþjónustu fyrir unga gerendur. Samkvæmt rann­ sóknum hefur um helmingur kyn­ ferðisbrotamanna brotaferilinn á barns­ og unglingsaldri en því fyrr sem þeir fá aðstoð því betri líkur eru á árangri. Þannig að nú starfar sér­ fræðiteymi á vegum Barnaverndar­ stofu sem veitir ungum gerendum í kynferðisbrotamálum meðferð í samræmi við mat á áhættu á ítrekun brota. Frá því í september 2009, þegar þjónustunni var komið á fót, hefur verið sótt um áhættumat og meðferð fyrir 60 börn og ungmenni. Allt voru það drengir utan eina stúlku, flestir á unglingsaldri. Árlega koma um 250 börn í rann­ sóknarviðtöl í Barnahúsi og um 100 börn fá viðeigandi meðferð vegna kynferðisbrota. Með barnaklám í varðhaldi Síðastliðinn fimmtudag var Gunnar Jakobsson, áður Roy Svanur Shann­ on, handtekinn vegna gruns um kyn­ ferðisbrot gagnvart þremur ungum börnum á Suðurlandi. Við húsleit á heimili hans fannst mikið magn af barnaklámi. Meint brot eru sögð hafa átt sér stað fyrir tveimur til þrem­ ur árum. Hann situr nú í vikulöngu gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn stendur yfir. Árið 2012 komst upp að Gunnar hafði haft aðgang að fósturheim­ ili þar sem börn voru vistuð af hálfu barnaverndaryfirvalda. Hann var kærður árið 1992 fyrir að áreita barn­ ungar stúlkur kynferðislega í sumar­ húsi í Húsafelli 1991. Málið var fellt niður árið 1994 en tekið upp aftur árið 1997þegar hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta gegn sex barnungum stúlkum. Var hann jafnframt fundinn sekur um að taka upp gróf kynferðisbrot, framleiða barnaklám og dreifa því auk þess sem hann var dæmdur fyrir vörslu á gíf­ urlegu magni af barnaklámi. Á með­ an Roy Shannon beið dóms og var vistaður í gæsluvarðhald á Akureyri varð hann uppvís að því að vera með barnaklám í tölvu sinni og framdi þar með annað brot innan veggja fang­ elsisins. Dómurinn var sá þyngsti sem hafði fallið í barnaníðingsmáli hér á landi en fyrir dómi viðurkenndi Roy Svanur barnagirnd sína og sagði að hún hefði byrjað á unglingsárunum. Taldi hann aðeins lyfjameðferð hjá lækni koma í veg fyrir endurtekin brot. Í geðmati kom fram að hann gerði sér ekki grein fyrir afleiðing­ um gjörða sinna og virtist trúa því að athæfi hans ylli börnunum ekki skaða. Eftir afplánun dómsins flutti hann til útlanda, breytti nafni sínu í Gunn­ ar Jakobsson og flutti aftur heim þar sem hann leigði sér hús skammt frá heimili systursonar síns, en sá hafði í tæpan áratug haft börn í fóstri. Það var aðeins fyrir tilviljun að ná­ granni fósturforeldranna sem hafði starfað sem fangavörður bar kennsl á Gunnar. Að „stríða henni“ Eftir að upp komst um málið var Gunnar í símaviðtali við Útvarp Sögu þar sem hann viðurkenndi að vera „Þeir eru gangandi tímasprengjur“ 8 Fréttir 14. janúar 2013 Mánudagur Samþykktu að tryggja úrræði Ríkisstjórnin samþykkti á föstu­ dagsmorgun að setja á fót sam­ ráðshóp um aðgerðir stjórnvalda til þess að sporna gegn kynferð­ isofbeldi. Aðgerðirnar eiga með­ al annars að tryggja meðferðar­ úrræði fyrir kynferðisbrotamenn. Gert er ráð fyrir að samráðs­ hópurinn skili áfangaskýrslu að tillögum fyrir lok mars. n Auk þess bíður frumvarp Ög­ mundar Jónassonar innanríkis­ ráðherra um breytingar á al­ mennum hegningarlögum, fyrstu umræðu á Alþingi. Þar er kveðið á um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum. Séu verulegar líkur taldar á því að maður fremji brot að nýju, að lokinni afplán­ un, komi rafrænt eftirlit til greina. Auk þess yrði mælt fyrir um bann við því að maðurinn komi nálægt þeim stöðum þar sem börn eru. n Samfélag í afneitun brást börnunum n Barnaverndarnefnd má ekki nálgast dæmda níðinga n Brýnt að bæta úrræði og herða eftirlit Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Bragi Guðbrandsson Forstöðumaður Barnaverndarstofu segir að mál Gunnars varði ekki barn sem er núna á fósturheimili sem hann hafði aðgang að eftir að hann lauk afplánun. Hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn sex barnungum stúlkum og sum brotin tók hann upp á myndband.„Börnin eru nátt- úrulega varnarlaus. Þau eru berskjölduð vegna þess áhuga sem þeim er sýndur, í því felst að þau fá athygli sem öll börn þarfn- ast, umhyggju og þeim er jafnvel sýnd ástúð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.