Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 9
haldinn barnagirnd og sagði meðal annars: „Það hefur aldrei nokkurn tímann, nokkurt barn eða unglingur og reyndar ekki kona heldur, aldrei sagt við mig, stoppaðu, hættu, ekki gera þetta, má ekki gera þetta eða nokkuð í þá áttina, aldrei nokkurn tímann.“ Í viðtalinu sagði Gunnar einnig að ein stúlka, sem var vön því að koma í helgardvöl á fósturheimilið, hefði hætt því og útilokaði ekki að ástæðan gæti verið sú að hann hefði „gert eða sagt eitthvað“. Hann hefði eitthvað farið að „stríða henni,“ eins og hann orðaði það. Orð á móti orði Samkvæmt Braga hafa Barnaverndar- stofu borist allmargar ábendingar um að Gunnar hafi sést á eða við fóstur- heimilið undanfarið tvö og hálft ár. Strax eftir fyrstu ábendinguna hafi fósturforeldrarnir fengið skýr fyr- irmæli um að Gunnari væri algjör- lega óheimilt að koma inn á heimil- ið eða umgangast fósturbörnin með nokkrum hætti. Jafnframt var þeim barnaverndarnefndum sem vistað hafa börn á heimilinu tilkynnt um þetta skriflega og tilmælum beint til þeirra um að ræða við öll börn sem voru á heimilinu á þeirra vegum. „Þetta var allt saman gert en það kom ekki í ljós að það hefði eitthvað komið upp á. Síðan hafa þessar ábendingar borist reglulega og jafnan hefur Barnaverndarstofa brugðist við, rit- að fósturforeldrunum bréf, kallað þá hingað á fund og farið yfir mál- ið. Aldrei hefur komið fram grunur eða ábending um að eitthvað tiltekið barn á heimilinu hafi sætt ofbeldi eða áreiti af hálfu Gunnars. Við höfum bara fengið almennar ábendingar um að hann hafi sést í nágrenni við heimilið og þar hefur staðið orð á móti orði, fósturforeldrarnir hafna því og kveðjast hafa farið eftir fyrir- mælum okkar í einu og öllu.“ Ekki er vitað að svo stöddu hvort hin meintu brot sem nú eru til rann- sóknar tengist þeim börnum sem nú dvelja á heimilinu. Að sögn Braga hefur verið fylgst grannt með heim- ilinu en hann segist ekki geta svarað því hvort handtakan tengist með einhverjum hætti heimsóknum Gunnars á fósturheimilið á sínum tíma. „Ég get ekki svarað því þar sem málið er á viðkvæmu stigi. Lögreglan er að rannsaka málið og börnin hafa ekki einu sinni mætt í skýrslutökur. Það eina sem ég get sagt er að málið varðar ekki barn sem er núna á heim- ilinu,“ sagði Bragi. Kvartaði undan rógburði Húsfreyjan á heimilinu gat heldur ekki veitt upplýsingar um málið. Hún kvaðst aðeins vita að Gunnar hefði verið handtekinn en sagðist í samtali við DV ekkert hafa um hann að segja. „Þessi maður kemur ekki inn á mitt fósturheimili,“ sagði hún og brást illa við er hún var spurð út í vitnisburð bæjarbúa sem sögðu Gunnar hafa haldið áfram að venja komur sínar á fósturheimilið. Kvartaði hún undan rógburði og sagðist ekkert skilja af hverju þannig væri talað um hana og starfsemi þeirra hjóna. „Við skiljum ekki þessar aðdróttanir í þessu sveita- félagi,“ sagði hún og benti blaðamanni á að tala við bæjarbúa. „Ég hef ekkert samband við þetta fólk hérna. En ég ætla ekki að tala við nein blöð heldur,“ sagði hún og kvaddi. Eins og Bragi benti á þá hefðu ekki fleiri börn verið vistuð á heimil- inu ef komið hefði í ljós að þau hjón- in hefðu ekki farið að fyrirmælum Barnaverndarstofu. „Ef fósturforeldr- ar brjóta reglur mælir Barnaverndar- stofa ekki lengur með fósturheimil- inu við barnaverndarnefndirnar og þar með verður sjálfkrafa stopp á vist þar. Varðandi þau börn sem eru þegar vistuð á heimilinu þá verður að meta hvert tilvik fyrir sig. Við getum ekki gengið inn í þetta eins og fílar í postu- línsbúð. Við erum að tala um við- kvæmar sálir, barnssálir sem geta fengið mikið áfall við að vera á ný að- skilin frá sínum uppalendum, sér- staklega ef börnin hafa verið lengi á fósturheimilinu og eru jafnvel farin að líta á fósturforeldrana sem sína foreldra. Í okkar athugunum hefur heldur ekkert komið fram sem gefur til- efni til þess að taka börn af heimil- inu eða grípa til annarra rótækra að- gerða. Fólk verður að treysta því að hvorki Barnaverndarstofa né barna- verndarnefndir hér á landi hafa áhuga á að vista börn þar sem þau eiga hættu á að vera misnotuð. Fólk verður að treysta því.“ Mega ekki nálgast níðinginn Auk þess að vera með börn bæði í skammtíma- og langtímafóstri eru fósturforeldrarnir einnig stuðnings- foreldrar og taka við börnum í sum- ardvöl. Bragi segir að á vegum barna- verndarnefnda hafi engin ung börn og engar stelpur verið send á heimilið eft- ir að upp komst að Gunnar býr í næsta nágrenni, aðeins stálpaðir drengir. „Eftir að hafa farið í gegnum öll viðbrögð Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndanna er ég sann- færður um að þar er enga brotalöm að finna. Á meðan það eru ekki til staðar ítarlegri lagaákvæði sem kveða á um eftirlit með dæmdum kynferðisbrota- mönnum þá tel ég að allt hafi verið gert sem hægt hafi verið að gera til að vernda börnin á þessu heimili. Grundvallarreglan í allri stjórn- sýslu er lögmætisreglan, sem þýðir að við megum ekki grípa til aðgerða ef ekki er fyrir hendi lagaheim- ild fyrir þeim. Allar okkar aðgerð- ir verða að byggja á lagaheimildum. Við getum haft eftirlit með fóstur- heimilum og fósturbörnum og líð- an þeirra en við höfum engin tök á að nálgast dæmdan brotamann eft- ir að hann hefur lokið sinni afplán- un. Barnaverndaryfirvöld geta ekki haft áhrif á það hvar dæmdur barn- aníðingur tekur sér búsetu. Við höf- um engar heimildir til þess að nálg- ast hann, krefja hann sagna um ferðir sínar, setja honum skilyrði eða reyna að áhrif á hans háttsemi. Það þyrftu að vera lagaheimildir sem heimiluðu slík afskipti.“ Eftirlitskerfi er nauðsynlegt Bragi segir tímabært að gera bragarbætur á þessu kerfi þar sem Ísland hafi fullgilt Lanzerote- samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðisofbeldi frá ár- inu 2007 en fullgildingin tekur gildi þann 1. janúar 2014. „Þar er kveðið á um að fullorðnum kynferðis- brotamönnum og þeim sem eru haldnir barnagirnd eigi að standa meðferð til boða, þeir eigi að geta fengið aðstoð og jafnvel áður en þeir brjóta af sér. Það þýðir að við þurfum að gera endurbætur á okk- ar kerfi. Það er líka mjög mikil- vægt að koma á eftir litskerfi með dæmdum kynferðisbrotamönnum sem hafa brotið af sér. Þetta er ekki mjög stór hópur manna sem við erum að tala um í íslensku samfé- lagi. Við erum kannski að tala um tíu manns sem þarf að hafa eftirlit með. Við þurfum að taka þetta ver- kefni alvarlega og beita öllum úr- ræðum sem við búum yfir til þess að takmarka hættuna sem stafar af þessum einstaklingum.“ n „Þeir eru gangandi tímasprengjur“ Fréttir 9Mánudagur 14. janúar 2013 n Samfélag í afneitun brást börnunum n Barnaverndarnefnd má ekki nálgast dæmda níðinga n Brýnt að bæta úrræði og herða eftirlit Situr í gæsluvarðhaldi Gunnar Jakobsson er grunaður um kynferðisbrot gegn þremur börnum. Í fyrra sagði hann: „Það hefur aldrei nokkurn tímann, nokkurt barn eða unglingur og reyndar ekki kona heldur, aldrei sagt við mig, stoppaðu, hættu, ekki gera þetta.“ Fimm kærðu Karl Vignir var færður í gæsluvarðhald í síðustu.Fimm brot sem ekki eru fyrnd hafa verið kærð til lögreglu en von er á fleiri kærum í vikunni. „Á meðan það eru ekki til staðar ítarlegri laga- ákvæði sem kveða á um eftirlit með dæmd- um kynferðisbrotamönnum þá tel ég að allt hafi verið gert sem hægt hafi verið að gera til að vernda börnin á þessu heimili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.