Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 14. janúar 2013 L ögfræðingarnir gengu of langt. Hópnum var falið að gera lagatæknilegar breytingar en ekki efnisbreytingar. Hann hafði ekki heimild til þess. Þetta er mat Jóns Þórs Ólafsson- ar, stjórnmálafræðings og stjórnar- manns í Hreyfingunni, sem telur að lögfræðingahópurinn, sem stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd fól að skoða lagatæknileg atriði í tillögum stjórnlagaráðs, hafi ekki starfað inn- an þess ramma sem honum bar. Það frumvarp sem lagt hefur verið fram á þinginu byggir á breytingum lög- fræðingahópsins en Hreyfingin sendi út ályktun í vikunni þar sem hvatt er til þess að efnisbreytingarnar gangi til baka. Samkvæmt heimildum DV eru fleiri þingmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sama sinnis og því er ekki útilokað að frumvarpinu verði breytt áður en umræður um það hefj- ast á þinginu. Vilja endurheimta „fyrra inntak“ Í tilkynningu Hreyfingarinnar segir að það sé „á valdi og á ábyrgð meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að sjá til þess að fyrra inntak komist aftur inn í frumvarpið í með- förum nefndarinnar. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að frum- varp stjórnlagaráðs verði grunnurinn að nýrri stjórnarskrá. Það er því afar mikilvægt að þingið gangist við því lýðræðislega ferli sem það sjálft sam- þykkti samhljóða þann 16. júní 2010 og standi að baki frumvarpi stjórn- lagaráðs. Við undirrituð stöndum með vilja þjóðarinnar eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október og erum mótfallin efn- isbreytingum á frumvarpi stjórnlaga- ráðs.“ Gagnrýnir leyndarhyggju Í samtali við DV sagðist Jón Þór meðal annars vera óánægður með þær breytingar sem lögfræðinga- hópurinn hefði gert á 14., 15. og 16. grein stjórnarskrárdraganna. „Í 14. grein er kveðið á um að ekki megi takmarka rétt fólks til aðgangs að internetinu og upplýsingatækni nema með dómsúrskurði. Þetta tók lögfræðingahópurinn út,“ segir Jón. „Í 15. grein er kveðið á um að það sé almenn regla að upplýsingar hins opinbera séu aðgengilegar almenn- ingi að fráskildum undantekningum eins og til dæmis til að tryggja frið- helgi einkalífsins og öryggi ríkisins. Lögfræðingahópurinn breytti þessu á þá leið að almenna reglan sé að yfir upplýsingunum hvíli leynd nema um þær sé beðið. Þá megi hins vegar hafna beiðninni með rökstuðningi.“ Jón segir að með þessu sé snúið frá þeirri þróun sem hefur átt sér stað í Noregi og Evrópusambandinu í átt að svokölluðum þriðju kynslóðar upp- lýsingarétti. Ákvæðum um upplýsingafrelsi breytt „Í 16. grein er fjallað um vernd heim- ildarmanna og uppljóstrara. Lög- fræðinganefndin er á móti því að uppljóstrarar njóti sérstakrar verndar og vill ekki gera greinarmun á þeim og heimildarmönnum,“ segir Jón og bætir við: „Þegar öllu er á botn- inn hvolft hefur lögfræðingahópur- inn tekið burt hryggjarstykkið í upp- lýsingafrelsis- og gagnsæisákvæðum frumvarpsins og því mótmælum við.“ Hann segir að þetta sé aðeins brot af þeim breytingum sem Hreyfingar- fólk sé óánægt með en alls hefur lög- fræðingahópurinn gert 75 breytingar á stjórnarskrárfrumvarpinu. Þegar DV hafði samband við Pál Þórhallsson, formann hópsins, ræddi hann sérstaklega um breytingarnar á ákvæðunum um upplýsingafrelsi. „Í einhverjum tilfellum eins og varð- andi tjáningar- og upplýsingafrelsi þurfti af lagatæknilegum ástæðum að umrita ákvæðin og færa þætti milli stjórnarskrárgreina,“ sagði hann. „Þar kunna að vera uppi misjöfn sjón- armið um hvort gengið hafi verið of langt eða of skammt en við töldum að minnsta kosti að breytingarnar væru stórlega til bóta og ákvæðin stæðust vel alþjóðlegan samanburð.“ „Við túlkuðum umboðið þannig“ Páll er ósammála því að hópurinn hafi gengið lengra en hann hafði heimild til að gera. „Hópurinn áttaði sig fljótt á því í sinni vinnu að það yrði umdeilt hvort gengið væri of langt eða of skammt í breytingum þegar tillög- ur stjórnlagaráðs voru færðar í frum- varpsform,“ segir hann. „Þess vegna hafði hópurinn gagnsæi að leiðar- ljósi varðandi það hvernig tillögurnar væru meðhöndlaðar og hvers vegna þeim væri breytt ef svo bæri und- ir.“ Páll bendir á að samkvæmt bók- un stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd- ar hafi lögfræðingahópnum verið falið að fara lagatæknilega yfir tillög- ur stjórnlagaráðs. „ Meðal annars átti að skoða þær með tilliti til mann- réttindasáttmála sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að fara eft- ir, innra samræmis, mögulegra mót- sagna og réttarverndar samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Við túlkuðum umboðið þannig að til dæmis væri heimilt að bæta við nýjum réttind- um, svo sem rétti foreldra til að tryggja að menntun barna þeirra sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra. Það er klárlega efnis breyting.“ Páll er skrifstofustjóri í forsætis- ráðuneytinu og sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík. Með honum í hópnum störfuðu Guðmundur Alfreðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við Háskóla Íslands og Odd- ný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Háskóla Íslands. ASÍ gagnrýnir lögfræðingahóp Meðal annarra sem gert hafa athugasemdir við störf lögfræðinga- hópsins er Alþýðusamband Ís- lands en í umsögn ASÍ til stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar kemur fram að sambandið muni leggjast gegn stjórnarskrárfrumvarpinu ef breytingar lögfræðingahópsins gangi í gegn. Alþýðusambandið mót- mælir sérstaklega skýringum lög- fræðingahópsins við ákvæði um rétt allra til mannsæmandi vinnu- skilyrða og sanngjarnra launa auk skýringanna við grein stjórnarskrár- tillögunnar um neikvætt félagafrelsi. Í fréttatilkynningu ASÍ kom fram að sambandið styddi tillögu stjórn- lagaráðs en teldi að breytingar sér- fræðinganefndarinnar væru aðför að skipulagi íslensks vinnumarkaðar og réttarstöðu verkalýðsfélaga. „Varlega í breytingar“ Rætt var um stjórnarskrár- breytingarnar á Alþingi þann 20. nóv- ember síðastliðinn. Lagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra áherslu á að ekki yrði vikið frá til- lögum stjórnlagaráðs í grundvallar- atriðum nema skýr og gild rök kæmu til. „Ekki má útiloka efnisbreytingar á grundvelli slíkra röksemda,“ sagði hún. Páll Þórhallsson segir að í skila- bréfi lögfræðingahópsins séu öll frá- vik frá tillögum stjórnlagaráðs rök- studd ítarlega. „Jafnframt kemur fram að sérfræðingahópurinn fór fremur varlega í breytingar heldur en hitt og kom þess í stað með ýmsar aðrar ábendingar sem voru á mörkum þeirra viðmiða sem hann átti að fara eftir eða utan þeirra,“ segir hann. „Það er ekkert annað en eðlilegt og nauðsynlegt að fram fari gagnrýnin umræða um frumvarpið, efni og orðalag út frá ýmsum sjónar- miðum.“ n „Lögfræðingarnir gengu of langt“ n Hópurinn gerði 75 breytingar n Ákvæðum um gegnsæi og upplýsingafrelsi gerbreytt Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Ósáttur við breytingarnar Jón Þór Ólafsson, liðsmaður Hreyfingarinnar, gagn- rýnir harðlega breytingar lögfræðinga- hópsins á tillögum stjórnlagaráðs. Bjóst við gagnrýni Páll Þórhallsson, formaður lögfræðingahópsins, segist hafa áttað sig fljótt á því að það yrði umdeilt hvort gengið væri of langt eða of skammt í breytingum þegar tillögur stjórnlagaráðs voru færðar í frumvarpsform. Stjórnlagaráð að störfum Hér má sjá stjórnlagaráð að störf- um en gerðar hafa verið talsverðar breytingar á tillögum þess. „Þegar öllu er á botninn hvolft hefur lög- fræðingahópurinn tekið burt hryggjarstykkið í upplýsingafrelsis- og gagnsæisákvæðum frumvarps- ins og því mótmælum við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.