Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 14. janúar 2013 Tíu ár í land- nám á mars n Geimfararnir munu ekki snúa aftur heim n Alls ekki allra að vera Marsbúi„Þeir geta einmitt gert eitthvað sem NASA getur ekki V ið munum senda menn til Mars árið 2023. Þeir munu að öllum líkindum vera þar til æviloka,“ segir Bas Lans­ dorp, stofnandi hollenska félagsins Mars One. „Það mun bíða þeirra nýlenda og við munum í kjöl­ farið senda fjóra geimfara til viðbótar á tveggja ára fresti.“ Lansdorp er með háleita hugsjón, hann vill verða fyrstur til þess að senda menn á Mars – hann segir að í dag sé tæknin orðin slík að það sé mögulegt, en þar að auki sé eðli verk­ efnisins slíkt að það sé auðveldara í framkvæmd en aðrar geimferðir hafa verið. Koma ekki heim aftur Geimfararnir verða sendir til Mars undir á þeim forsendum að um áframhaldandi veru þar verði að ræða. „Við höfum ekki hugmynd um það hvenær eða hvort hægt verði að bjóða þeim far aftur heim. En fræði­ lega séð er auðveldara að koma fólki aftur til jarðarinnar eftir að sjálf­ bærri byggð hefur verið komið upp á Mars,“ segir Lansdorp og útilokar því ekki heimför sumra. Reyndar er helsti Þrándur í götu þar að líklegast verður líkami geim­ faranna búinn að aðlagast. Þyngdar­ afl Mars er um 38 prósent af þyngdar­ afli jarðar og því mun líkaminn bregðast þannig við að beinmergur minnkar og vöðvar rýrna í samræmi við minni áreynslu. Sett upp í áföngum Byggðin mun samanstanda af nokkrum húsum sem Mars One hyggst koma fyrir á plánetunni árið 2016, eftir þrjú ár. Árið 2018 verður vitbíll sendur á plánetuna sem mun sjá um að kanna aðstæður, finna heppilegan stað fyrir byggðina og setja hana svo upp. Það verður svo árið 2022 sem að fjórir fyrstu geim­ fararnir fara af stað. Í kjölfarið verða fjórir geimfarar sendir á tveggja ára fresti – árið 2033 eiga að vera 20 manns á Mars. Nú þegar starfrækir NASA vitbíl á Mars, en það er bæði flókið og dýrt að senda vélmenni í slíka leiðangra. Það tekur um sex mínútur að senda bílnum skilaboð frá jörðinni og því þurfa vélmenni að vera ítarlega for­ rituð eigi þau að virka sem skyldi. Sé hins vegar maður að kanna plánet­ una þarf ekkert slíkt og það er einn kostur verkefnisins. Opið fyrir umsóknir „Mestum vandræðum veldur það að útvega eldsneyti fyrir heimförina – að skjóta eldflaug aftur upp í geim og ná á sporbaug jarðarinnar,“ segir Lans­ dorp. Sú staðreynd að ekki standi til að senda geimfarana til baka – ekki í bili að minnsta kosti – veldur því að verkefnið verður talsvert einfaldara, og því ódýrara. Öllum íbúum jarðarinnar stendur nú til boða að bjóða sig fram til verk­ efnisins, en alls verða tólf manns vald­ ir í geimfaraþjálfun hjá fyrirtækinu og stendur sú þjálfun yfir í að minnstu átta ár. Umsækjendur verða valdir með sálfræðilega þætti í huga, góðar gáfur eru skilyrði, ásamt því að mik­ il áhersla er lögð á að umsækjend­ ur vinni vel í hópum, enda þyrfti við­ komandi að eyða því sem eftir væri af ævinni með fámennum hópi manna. „Stærsti fjölmiðlaviðburður heimsins“ En hvernig hyggst fyrirtækið fjár­ magna verkefnið? Ásamt því að styðjast við einkaframlög ætlar Mars One að gera ferlið að tekjulind innan skemmtanabransans; allt ferlið verð­ ur kvikmyndað og úr því verður eins konar raunveruleikaþáttur. „Þegar stofnendur Mars One höfðu fyrst samband við mig og spurðu mig út í sendiför til Mars, þá var ég viss um að þeir væru bilaðir. „Hvað geta þeir gert sem NASA getur ekki?“ hugsaði ég“,“ segir Paul Römer, stofnandi þátt­ anna Big Brother við Daily Mail. „En fljótlega varð ljóst að þeir geta einmitt gert eitthvað sem NASA get­ ur ekki. Hugsunin er svo frumleg, svo mikið út fyrir kassann, og hug­ myndin um varanlega vist manna á Mars er bæði hryllileg og spennandi í senn. Það voru þessi atriði sem löð­ uðu mig að hugmyndinni um að gera sendiförina að stærsta fjölmiðlavið­ burði heimsins. Samblanda af raun­ veruleikasjónvarpi og hæfileika­ keppni, þvílík söluræða!“ segir Römer enn fremur. Það er stefnt að því að tekjur úr skemmtanaiðnað­ inum geti að stóru leyti fjármagnað verkefnið og mun Römer hafa yfir­ umsjón með þeirri hlið verkefnisins. Helkalt og stormasamt En hvernig eru aðstæður á hinni „rauðu plánetu“ líkt og Mars er jafn­ an kölluð? Lítið er um vatn – kannski má finna það neðanjarðar og ís er á pólum plánetunnar, að sögn norsku geimferðastofnunarinnar. 95 prósent andrúmsloftsins er koltvíoxíð, 7–10 prósent koltvíoxíð í andrúmslofti veldur því að maður kafnar, 0,35 pró­ sent eru í andrúmslofti jarðarinnar. Gufuhvolf Mars er of þunnt til þess að halda í súrefni, það sleppur út í geim. Segulsvið plánetunnar er veikt og því er enga vernd frá geislun utan úr geimi. Það veldur því einnig að loftsteinar skella óhindrað á yfir­ borði plánetunnar. Þar að auki er helkalt, það er einungis við miðbaug þar sem hit­ inn fer einstaka sinnum yfir 0 gráð­ ur á Celsíus, annars staðar er hann nær því að vera ­60 gráður á Celsí­ us. Aftakaveður er algengt fyrirbæri, vindhraði getur náð fleiri hundruð kílómetra hraða á klukkustund og slíkir stormar geta varað mánuð­ um saman. Í viðlíka stormasömu veðri þeytist örfínn sandur um allt og getur hann stíflað gangverk véla og komist inn um minnstu rifur. Það er því ekki allra að vera Marsbúi. n Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Háleitar hugsjónir Bas Lansdorp á fyrirtæki sem ætlar að koma mönnum til Mars árið 2023. Fyrirtæki hans, Mars One, er rekið með einkaframlögum en einnig eiga tekjur úr skemmtanaiðnaðinum að fjármagna verkefnið. Mars One var stofnað árið 2011. Byggð á Mars Svona mun byggðin líta út, sam- kvæmt áætlunum Mars One. Á staðnum þarf að rækta plöntur til þess að framleiða súrefni og mat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.