Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 14. janúar 2013 Mánudagur Styttist í suðurpólinn n Vilborg Arna á um 75 kílómetra eftir af 1.140 n Farin að huga að heimkomunni E ftir 55 daga ferðalag styttist í að Vilborg Arna Gissurardóttir nái á suðurpólinn. Hún á nú um 75 kílómetra eftir af 1.140 kílómetra ferðalagi á jöklinum. Þann 10. janúar náði hún þeim áfanga að skíða inn á síðustu breiddargráðuna og var þar að auki búin að rjúfa 1.000 kílómetra múrinn. Ferðin hefur verið löng og ströng og Vilborg er farin að finna fyrir veru­ legri þreytu. Hins vegar kemur ekki annað til greina en að klára ferðina, þrátt fyrir snjóþunga og lélegt færi sem gerir það að verkum að erfiðara er að draga búnaðinn og Vilborg fer hægar yfir en ráðgert var. Aðstæður á pólnum eru verri en oft áður, skafl­ arnir eru stærri og ná yfir stærra svæði. Engu að síður hefur gangan almennt gengið vel og tíminn hefur liðið hratt, enda hefur hún varla stoppað frá morgni til kvölds. Hægt er að fylgjast með ferðum Vilborgar Örnu á netinu. Í blogg­ færslu frá því á sunnudag segist hún hafa vaknað í snjókomu og vindi. „En mér til mikillar gleði fór sólin að skína og svo kom logn. Þögnin var al­ veg mögnuð og fegurðin líka.“ Hún hafði gengið um 20 kílómetra þann dag og gerði ráð fyrir að ganga svipaðar vegalengdir næstu daga. „Það er enn mjög fjarri mér að það styttist í annan endann … kannski bara orðin heimakær á jökli,“ skrif­ aði Vilborg Arna sem var þó farin að hlakka til þess að koma heim. „Ég veit ekkert hvað bíður mín þar sem ég bæði sagði upp vinnu og íbúð fyrir þetta verkefni. Það eru því spennandi tímar framundan.“ n Kastljós bauð Karli vigni sálfræðiaðstoð n Karl Vignir mun hafa hótað að svipta sig lífi í kjölfar játninganna K astljósmenn höfðu milli­ göngu um að barnaníð­ ingurinn Karl Vignir Þor­ steinsson fengi bæði viðtal við prest og sálfræðiaðstoð eftir að hann játaði fyrir þeim að hafa beitt tugi barna kynferðislegu ofbeldi, samkvæmt heimildum DV. Játningarnar voru teknar upp á falda myndavél og birtar í Kastljósi í síðustu viku. Heimildirnar herma að Karl Vignir hafi hótað að svipta sig lífi í kjölfar játninganna. Hvort hann nýtti sér þá aðstoð sem Kast­ ljós bauð honum er þó ekki vitað. DV hafði samband við Sigmar Guðmundsson, ritstjóra Kastljóss, sem vildi ekki tjá sig um málið. Framdi sjálfsvíg áður en blaðið kom út Svo virðist sem kastljós hafi viljað hafa vaðið fyrir neðan sig vegna umfjöllunarinnar um Karl Vigni. Margir muna eflaust eftir því þegar kennarinn Gísli Hjartarson svipti sig lífi á Ísafirði eftir að tveir menn kærðu hann fyrir kynferðislegt of­ beldi sem þeir sögðu hann hafa beitt þá á heimili hans þegar þeir voru unglingar. DV fjallaði um málið 10. janúar 2006, en áður en blaðið kom út framdi Gísli sjálfs­ víg. Rannsókn málsins var því hætt en tveimur árum síðar fengu mennirnir úthlutað hæstu mögu­ legu skaðabótum frá Bótanefnd ríkisins. Í úrskurði nefndarinnar sagði að unnt væri að slá því föstu að umsækjendurnir hefði verið misnotaðir kynferðislega. Deilt var um það hvort Gísli hefði séð forsíðuna áður en hann fyrirfór sér en óeirðaalda reis gegn DV eftir birtingu fréttarinnar. Á tveimur dögum skrifuðu 32 þús­ und manns undir undirskriftalista þar sem ritstjórnar stefnu blaðsins var mótmælt og þess krafist að henni yrði breytt. Nýjustu brotin líklega ekki fyrnd Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um brot Karls Vignis bárust lög­ reglunni ábendingar um ný brot sem ekki voru fyrnd og var þess krafist að brugðist yrði strax við. Hann var því færður til yfirheyrslu og í kjölfarið hnepptur í tveggja vikna gæsluvarðhald. Miðað við frásagnir fórnar­ lamba Karls Vignis spannar brota­ saga hans rúmlega hálfa öld og mörg brotanna því fyrnd. Á upp­ tökum Kastljóss segist hann telja að það séu allavega þrjú ár síðan hann braut á barni síðast. Greint hefur verið frá því að fimm aðilar, í það minnsta, hafi kært Karl Vigni vegna brota sem ekki eru fyrnd. Þess má geta að áður en lögum um kynferðisbrot var breytt árið 2007 fyrntust kynferðisbrot gegn börn­ um yngri en átján ára á tíu árum. Eftir breytinguna fyrnast slík brot ekki. Segist eiga stuðningsmenn Í viðtali við DV á þriðjudag sagðist Karl Vignir hafa farið í meðferð við barnagirnd. „Það var bara ljómandi meðferð og miklir umræðuþættir þar sem mér var bent á ýmsa hluti og ég bý að því ennþá. Þetta breyttist við þessa aðstoð sem ég fékk, þetta breyttist við það þótt það trúi því enginn.“ Hann sagðist vita að þetta væri rangt en vildi ekki að fjallað yrði um hann fjölmiðlum, það myndi ekki hjálpa honum. „Ég skila mínum málum á réttan stað. Ég játa auð­ vitað öll mín brot, ég geri það. Ég hitti lögregluna í dag.“ Þá kvaðst Karl Vignir eiga stuðningsmenn í ýmsum hópum þar sem hann kæmi hreint fram og viðurkenndi að hafa gert rangt. Björgvin Björgvinsson, aðstoðar­ yfirlögreglumaður á höfuðborgar­ svæðinu, vildi í samtali við DV ekki tjá sig um það að svo stöddu hvort Karl Vignir hefði játað á sig einhver brot sem ekki væru fyrnd. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Bauðst aðstoð Ekki er ljóst hvort Karl Vignir nýtti sér þá aðstoð sem Kastljós- menn buðu honum. MyNd Sigtryggur Ari Sleginn með glasi í andlitið Mikill erill var hjá lögreglu á laugardagskvöld og fram eftir nóttu. Rétt eftir klukkan þrjú að­ faranótt sunnudags barst lög­ reglu tilkynning um líkamsárás á skemmtistað í miðborginni. Þar hafði maður verið sleginn með glasi í andlitið. Ekki er vitað um líðan hans. Stuttu seinna barst önnur tilkynning um líkamsárás á öðrum skemmtistað í mið­ borginni en þar hafði maður ver­ ið skallaður. Árásarmaðurinn var handtekinn en sá sem varð fyrir árásinni var sendur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Stolið í búnings- herbergi Óprúttnir þjófar fóru ránshendi um búningsherbergi drengja í íþróttaaðstöðu í austurbæ Reykjavíkur á laugardagskvöld. Bæði yfirhafnir og aðrir munir hurfu, en lögregla rannsakar málið. Þá var einnig brotist inn í skóla í Kópavogi en ekki ligg­ ur fyrir hversu miklu var stolið, en miklar skemmdir voru unnar. Meðal annarra verka lögreglunn­ ar þetta kvöldið var meðal annars að slökkva eld sem hafði komið upp í bifreið við Smára­ lind. Lögreglumenn náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Slökkviliðsmenn gulltryggðu svo að allur eldur hefði verið slökktur. Eldur kom einnig upp á Tryggvagötu, en þar kviknaði í út frá kertum. Noti tálbeitur Lögreglan á að geta notast við tálbeitur í baráttu sinni við barnaníðinga. Þetta sagði for­ maður nýs samráðshóps um viðbrögð við kynferðis ofbeldi, Ágúst Ólafur Ágústsson, í samtali við fréttastofu RÚV á laugardagskvöld. „Þetta er nýr veruleiki sem blasir við okkur og við þurfum að átta okkur á þeim aðferðum sem gerendur í þess­ um málum beita og við þurfum að vera framsækin því lögreglan þarf að hafa þau úrræði sem nauðsynleg eru,“ sagði Ágúst Ólafur en hann sagði nauðsyn­ legt að þeir sem nálgast börn í annarlegum tilgangi á netinu geti átt það á hættu að vera í raun að tala við lögreglumann. Hugar að heimkomu Vilborg Arna á um fjögurra daga ferðalag eftir á suðurpólinn og er farin að velta því fyrir sér hvernig það verði að koma heim en hún sagði upp bæði vinnu og íbúð áður en hún lagði í þennan leiðangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.