Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 16
16 Neytendur 14. janúar 2013 Mánudagur Algengt verð 249,7 kr. 258,5 kr. Allar stöðvar 249,5 kr. 258,3 kr. Allar stöðvar 249,4 kr. 258,2 kr. Algengt verð 249,7 kr. 258,5 kr. Algengt verð 251,9 kr. 258,6 kr. Allar stöðvar 249,5 kr. 258,3 kr. Eldsneytisverð 13. jan. Bensín Dísilolía Fékk rúmið á tilboðsverði n Lofið fær Rúmfatalagerinn en hæstánægður viðskiptavinur sendi þetta: „ Rétt fyrir jól sá ég rúm á rosalega góðu tilboði og fór í búð­ ina nokkrum dögum síðar. Þá fékk ég þær upplýsingar að tilboðið hefði runnið út í daginn áður. Þeir voru tveir afgreiðslumennirnir og annar sagði við þann sem afgreiddi mig: „við reddum þessu svona“ og með því fékk ég þetta rúm á til­ boðinu sem rann út daginn áður. Þannig sparaði ég í kringum 30 þúsund krónur. Þetta er eitthvað sem maður kallar jólaanda og mér finnst þeir eiga hrós skilið!“ Fékk ekki vatnsglas n Lastið fær Sambíó í Egilshöll en bíógestur vildi koma eftirfar­ andi á framfæri: „Ég fór þangað um daginn með frúnni, móður og föður systur. Við borguðum okkur inn og keyptum popp og kók. Heildarupphæðin var um 7.000 krónur að mig minnir. Í hléi ákváð­ um við frúin, sem er komin átta mánuði á leið, að fá okkur ferskt loft og á leið inn aftur bað hún um vatnsglas í sjoppunni. Það var ekki hægt þar sem vatnsglas kostar 20 krónur og við vorum ekki með veskin á okkur. Ég spurði hvort ég mætti ekki hlaupa með pen­ inginn til þeirra eftir sýninguna en mér var ekki treyst til þess. Mér fannst ansi gróft að neita ófrískri konu um vatnsglas.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is n Útsölurnar eru í fullum gangi n Víða er 70 prósenta afsláttur af verði Ekki missa af útsölunum Þetta þarf að hafa í huga Nú þegar útsöluauglýsingar dynja á okkur er gott að hafa nokkur atriði í huga. Fyrir nokkru leitaði DV til Þórunnar Önnu Árnadóttur, sviðsstjóri neytenda­ réttarsviðs hjá Neytendastofu, til fá nokkra punkta sem tengjast út­ sölum og hvað neytendur ættu að hafa í huga. 1 Vara sem er auglýst á útsölu verður að hafa verið seld á tilgreindu fyrra verði áður. Það má því ekki setja vöru á útsölu eða til­ boð nema um raunverulegan af­ slátt sé að ræða. 2 Mikilvægt er að horfa ekki eingöngu á prósentu­ afsláttinn heldur verðið líka. 3 Mikilvægt er að vanda valið því skila­ og skiptireglur gilda almennt ekki á útsölum. 4 Mikilvægt er að athuga hvort réttur afsláttur skili sér þegar komið er að því að borga? 5 Vara má ekki vera á útsölu lengur en í sex vikur. Eftir það er útsöluverðið venjulegt verð. Útsölureglur Neytendasamtökin minna neytendur á reglur sem fyrir­ tæki verða að fylgja við útsölur. Ein þeirra er að ef vara er auglýst á tilboði eða útsölu verður hún að hafa verið í boði á „venjulegu“ verði áður. Ekki má skella til­ boðsmiða á vöru nema um raun­ verulegt tilboð sé að ræða. „Ef vara hefur verið seld á lækkuðu verði í sex vikur má ekki lengur tala um lækkað verð eða afslátt. Ef seljandi auglýsir lækkað verð verður hann að geta sýnt fram á að verðið hafi verið hærra áður. Ekki má tala um rýmingarsölu nema verslun hætti eða að sölu á ákveðnum vöruflokki sé hætt,“ segir á ns.is. Enn fremur segir að ekki megi nota orð eins og gjöf eða ókeypis þegar kaupauki fylgi vöru. H úsgögn, fatnað, bækur og leikföng má nú fá á marg­ falt lægra verði en fyr­ ir jól því janúarútsölurnar standa sem hæst um þessar mundir. DV hefur tekið saman upp­ lýsingar um nokkrar af þeim verslun­ um sem bjóða nú upp á vörur á af­ slætti en þar má nú gera góð kaup. Búast má við því að verslanir lækki verðið enn frekar eftir því sem líður á mánuðinn en tekið skal fram að list­ inn er að sjálfsögðu ekki tæmandi. eymundsson Hafir þú ekki fengið bókina sem þú óskaðir þér í jólagjöf þá bjóða flestar bókaverslanir upp á útsölur núna. Sem dæmi má nefna að Eymunds­ son auglýsir allt að 50 prósenta af­ slátt af nýjum bókum. Húsgagnahöllin Verslunin hóf útsölu sína fyrir helgi og auglýsir nú „Risa útsölu“. Þar má finna hin ýmsu húsgögn og smávöru á allt að 60 prósenta afslætti. svefn og heilsa Verslunin selur rúm, svefnsófa og ýmislegt annað sem viðkemur svefni, svo sem sængur, kodda og sængur­ ver. Þar er nú boðið upp á 20 til 70 prósenta afslátt. Rúmfatalagerinn Það er í rauninni hægt að fá flest milli himins og jarðar í Rúmfatalagernum. Nú er auglýst að hægt sé að spara allt að 63 prósentum þar. Blómaval Nú stendur yfir rýmingarsala á jólavörum í Blómavali og fást þær á 30 til 70 prósenta afslætti. smáralind og Kringlan Fjörug og flott útsala ku vera í Smára­ lindinni. Þar getur þú almennt átt von á fá 20 til 70 prósenta afslátt þegar þú verslar. Svipaða sögu er að segja um Kringluna þar sem útsalan hófst 3. janúar. Hagkaup Allar útsöluvörur í Hagkaupum eru nú á verðbilinu 500 til 4.000 krónur en útsalan nær til flestra vöruflokka. Húsasmiðjan Á janúarútsölu Húsasmiðjunnar eru útsöluvörur á 15 til 70 prósenta af­ slætti. Þetta gildir ekki um þær vörur sem eru merktar Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar. BYKo BYKO auglýsir lagerhreinsun þar sem allt á að seljast. Útsalan stendur yfir dagana 4. til 15. janúar. Gyllti kötturinn Flestar fataverslanir erum með vörur á útsölu en þar má nefna Gyllta kött­ inn. Þar hafa skór til dæmis verið með 50 prósent afslátt. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Útsölur Langflestar verslanir auglýsa útsölur í janúar. MYnD PRessPHoTos.BiZ MYnD PRessPHoTos.BiZ MYnD PRessPHoTos.BiZ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.