Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 23
Óvænt sambandsslit „Ég var bara fyllibytta“ Fólk 23Mánudagur 14. janúar 2013 Brúðkaup í sumar Hugmynda- dólgurinn Hannes T ónlistarmaðurinn Brynjar Már hefur tilkynnt á Face- book-síðu sinni að hann og kærastan, Anna Christine Aclipen, ætli að ganga í það heilaga á Flórída í sumar. Þau kynntust fyrst fyrir tíu árum og voru saman í rúmt ár. Það var svo ekki fyrr en tíu árum síðar sem þau tóku upp þráðinn og hafa ver- ið afar ástfangin síðan. Í viðtali við DV í desember í fyrra sagðist Brynjar elska allt við kærustuna. „Hún er yndisleg, skemmtileg, fal- leg og góð og með hlýtt hjarta. Við smellum saman eins og flís við rass.“ Á auglýsingastofunni Pipar/TBWA var brugðið á leik. Einn starfs- manna stofunnar birti þessa mynd af Hannesi Friðbjarnarsyni, tónlistarmanni og starfsmanni auglýsingastofunnar, bundnum og teipuðum við skrifborðsstól. „Hugmyndadólgurinn Hannes fékk allt í einu hugmyndakast svo hann varð að stöðva með öllum tiltækum ráðum!“ var undirskrift myndarinnar. É g vil ekkert tjá mig um þetta. Þetta er bara á milli mín og hennar,“ sagði dansarinn Sig- urður Þór Sigurðsson þegar blaðamaður athugaði viðbrögð hans við frétt Séð og heyrt þar sem fram kemur að hann og Hanna Rún Ólafs- dóttir, betur þekkt sem dansparið Siggi og Hanna, séu hætt saman. Í blaðinu er vitnað í Hönnu sem segir Sigga hafa slitið trúlofuninni mjög svo óvænt. „Hann er fyrsti kærast- inn minn og maður er oft svo blind- ur þegar maður er svona hrifinn. En núna er ég sátt,“ kemur fram í blað- inu. Þau vöktu mikla athygli í danskeppninni Dans dans dans enda afar færir dansarar og urðu til að mynda Norður-Evrópumeistarar í suðuramerískum dönsum á Norður- Evrópumótinu sem fram fór í nóv- ember 2011. Í viðtali við DV í nóvember 2011 kom fram að þau vöknuðu stundum um miðja nótt til að taka dansspor úr draumi. „Hann Siggi á þetta til, hann vekur mig og við tökum sporið því annars gleymir hann sporunum,“ sagði Hanna en fram kom í viðtalinu að þau væru trúlofuð. „Við höfum sett okkur það markmið að gifta okkur þegar við höfum efni á því. Það liggur ekkert á brúðkaupi.“ n n Eitt dáðasta danspar þjóðarinnar hefur slitið trúlofun sinni Dansfélagar Hvort þau Hanna og Siggi halda áfram að dansa saman verður að koma í ljós. Glæsilegt par Það brá eflaust mörgum í brún þegar þær fréttir bárust að dansparið flotta, Hanna og Siggi, hefði slitið trúlofun sinni. Þ etta var komið út í algjört rugl. Ég var hættur að virka í eðlilegu samfélagi og vissi í rauninni ekki hvað eðlilegt líf var,“ segir tónlistarmað- urinn Steinar Fjeldsted, sem margir muna eftir sem Steina í Quarashi. Steinar hefur verið edrú í rúmt ár og er það þakklátur fyrir að hafa fengið nýtt tækifæri að hann vill segja sína sögu í von um að hjálpa öðrum. Fimmtudagur til sunnudags „Ég var bara fyllibytta, ef ég á að segja eins og er. Ég var alltaf á djamminu og fannst það alveg ótrúlega gaman. Vanalega fór ég á fyllerí á fimmtudegi sem endaði svo ekki fyrr en á sunnu- degi. Mánudagur og þriðjudagur fóru í volæði en maður var kominn í góðan gír á miðvikudegi. Ég hélt að þetta væri bara eðlilegt. En það er ekkert eðlilegt við þetta. Í dag líð- ur mér ótrúlega vel. Það er magnað hvernig hlutirnir breytast ef maður hættir að drekka,“ segir Steinar sem er virkur í AA-samtökunum. Steinar var 15 ára þegar hann byrj- aði að drekka áfengi og 16 ára þegar hann var farinn að reykja hass að staðaldri. Hann viðurkennir einnig hafa hafa prófað flest öll eiturlyfin á markaðinum. „Ég var hasshaus þar til ég varð 21 árs. Þá tók Quarashi- ævintýrið við og partíið byrjaði. Þá gat ég ekki bara verið freðinn og fór að drekka meira. Svo með tíman- um missti ég stjórnina. Þetta varð að snjóbolta sem varð alltaf stærri og stærri. Og á endanum sprakk hann. Mér leið ekkert vel og var orðinn vel „sósaður“.“ Steinar hafði farið í eina og hálfa meðferð áður en honum tókst að snúa við blaðinu. „Ég fór fyrst inn á Vog árið 2002 en kláraði ekki meðferðina. Þá þurfti ég að fara til Bandaríkjanna með hljómsveitinni og varð að fara út. Ég datt samt ekki í það í einhverja níu mánuði þarna úti en fór það á hnef- anum. Það var ekki eins og ég væri að mæta á fundi. Einhvern veginn tókst það þrátt fyrir að það væri endalaust mikið af bjór, áfengi og dópi í boði. En svo þegar ég kom til Íslands aftur datt ég strax í það.“ Míníalki Hann segir strákunum í bandinu ekki hafa litist á blikuna. „Þeir voru farnir að hnippa í mig. Sjálfur hélt ég að ég væri bara svona míníalki; ég væri í hljómsveit og þess vegna væri í lagi að vera alltaf fullur. En með tímanum skiptir ekki máli hvernig alki maður er. Maður er bara alki. Ég var ekki heill á þessum tíma. Fannst ég eiga ótrúlega bágt og hélt að enginn skyldi mig. Þótt ég sé bara búinn að vera edrú í rúmt ár er ótrúlegt hvað hugurinn hefur breyst. Ég sé hvað ég var í rauninni týndur. Ég á tvo stráka og konu og er mjög hamingjusamur. Ég, sem hélt að venjulegt fjölskyldulíf væri ekkert fyrir mig. Það virkaði mjög óspennandi. Í dag veit ég að það er það sem gefur lífinu gildi.“ Hann segist ekki óttast að falla. „En maður verður stöðugt að vinna í sínum málum. Maður er aldrei kom- inn með þetta. Ég er alkóhólisti og mun alltaf verða alkóhólisti en ég sæki fundi og það heldur mér edrú. Vinnan í sporunum hefur hjálpað mér gífurlega en þetta var stórt og erfitt skref í byrjun. Ég hélt alltaf að það væri kjaftæði að verða edrú á þennan hátt. Mér fannst þetta glatað og allir í samtökunum hallærislegir. En svo lætur maður frá sér allan hroka enda á maður ekkert eftir.“ Meiri sköpunargáfa Steinar hætti í Quarashi árið 2005 til að snúa sér að eigin tónlist. „Það er voðalega erfitt að einbeita sér að tónlistinni þegar maður er alltaf fullur. Maður klárar ekkert verkefni, hausinn er ekki til staðar. Í dag hef ég metnað og áhuga á því sem ég er að gera,“ segir hann og bætir við að það sé tóm þvæla að tónlistarmenn missi sköpunargáfuna þegar það rennur af þeim. „Tónlistin er enn- þá til staðar hjá mér og bara meira af henni ef eitthvað er. Ég hef fengið að heyra það að ég eigi ekki eftir að getað skapað nema undir áhrifum en það er bara kjaftæði. Það er til fullt af flottri tónlist sem var búin til af edrú fólki. Hins vegar gerir enginn góða tónlist þegar hann er blindfullur.“ n n Tónlistarmaðurinn Steinar Fjeldsted hefur snúið við blaðinu Edrú Steinar datt í það á fimmtudögum og var fullur til sunnudags. Hann segir mánu- daga og þriðjudaga hafa verið algjört helvíti en á miðvikudögum hafi hann verið kominn í gírinn aftur. MynD siGtryGGur ari Quarashi Steinar segir Quarashi- ævintýrið hafa verið eitt stórt partí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.