Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 21
Sport 21Mánudagur 14. janúar 2013 Ekki með samning við nokkurt félagslið Úrslit Enska úrvalsdeildin Aston Villa – Southampton 0–1 0–1 Lambert v. (33.) QPR – Tottenham 0–0 Everton – Swansea 0–0 Fulham – Wigan 1–1 1–0 Karagounis (22.), 1–1 Santo (71.) Norwich – Newcastle 0–0 Reading – WBA 3–2 0–1 Lukaku (19.), 0–2 Lukaku (69.), 1–2 Kebe (82.), 2–2 Fondre v. (88.), 3–2 Pogrebnyak (90.) Stoke – Chelsea 0–4 0–1 Walters sjm. (45.), 0–2 Walters sjm. (62.), 0–3 Lampard v. (63.). 0–4 Hazard (73.) Sunderland – West Ham 3–0 1–0 Larsson (12.), 2–0 Johnson (47.), 3–0 McClean (74.) Man Utd – Liverpool 2–1 1–0 R.v. Persie (19.), 2–0 N.Vidic (54.), 2–1 D. Sturridge (57.) Arsenal – Man City 0–2 0–1 J. Milner (21.), 0–2 E. Dzeko (32.) Staðan 1 Man. Utd. 22 18 1 3 56:29 55 2 Man. City 22 14 6 2 43:19 48 3 Chelsea 21 12 5 4 43:19 41 4 Tottenham 22 12 4 6 39:27 40 5 Everton 22 9 10 3 35:26 37 6 Arsenal 21 9 7 5 40:24 34 7 WBA 22 10 3 9 31:30 33 8 Liverpool 22 8 7 7 35:28 31 9 Swansea 22 7 9 6 31:26 30 10 Stoke 22 6 11 5 21:24 29 11 West Ham 21 7 5 9 24:27 26 12 Norwich 22 6 8 8 24:34 26 13 Fulham 22 6 7 9 33:38 25 14 Sunderland 22 6 7 9 24:29 25 15 Southampton 21 5 6 10 28:38 21 16 Newcastle 22 5 6 11 27:39 21 17 Wigan 22 5 4 13 23:40 19 18 Aston Villa 22 4 7 11 17:42 19 19 Reading 22 3 7 12 26:42 16 20 QPR 22 2 8 12 17:36 14 Spænska deildin Athletic – Rayo 1–2 0–1 Lass (48.), 0–2 Piti v. (65.), 1–2 José (77.) Valladolid – Mallorca 3–1 1–0 Ebert (12.), 1–1 Victor (37.), 2–1 Oscar (87.), 3–1 Ebert (90.) Espanyol – Celta 1–0 1–0 Garcia (24.) Valencia – Sevilla 2–0 1–0 Soldado (50.), 2–0 Soldado (88.) Betis – Levante 2–0 1–0 Campbell (7.), 2–0 Castro (63.) Osasuna – Real Madrid 0–0 Real Sociedad – Deportivo 1–1 0–1 Pizzi (27.), 1–1 C. Vela (45.) Staðan 1 Barcelona* 18 17 1 0 61:19 52 2 Atl.Madrid 18 13 2 3 38:18 41 3 Real Madrid 19 11 4 4 45:20 37 4 Real Betis 19 11 1 7 30:29 34 5 Málaga 18 9 4 5 28:13 31 6 Rayo Vallecano 19 10 1 8 27:34 31 7 Valencia 19 9 3 7 27:27 30 8 Levante 19 9 3 7 24:27 30 9 R.Sociedad 18 7 4 7 27:24 25 10 R.Valladolid 19 7 4 8 27:25 25 11 Getafe 18 7 3 8 22:28 24 12 R.Zaragoza 18 7 1 10 21:26 22 13 Sevilla 19 6 4 9 23:28 22 14 Ath.Bilbao 19 6 3 10 23:39 21 15 Celta 19 5 3 11 19:24 18 16 Espanyol 19 4 6 9 20:30 18 17 Mallorca 19 4 5 10 18:33 17 18 Granada 18 4 4 10 14:27 16 19 Osasuna 19 3 6 10 14:20 15 20 Dep. La Coruna 18 3 6 9 22:39 15 *Leik Barcelona og Malaga ekki lokið þegar DV fór í prentun. Í slenska landsliðið í hand- knattleik bætti stöðu sína til muna í B-riðli Heimsmeistara- keppninnar í Sevilla á Spáni í gær þegar strákarnir höfðu bet- ur gegn Chile. Fyrsti leikur liðsins gegn Rússum var þó vonbrigði en þar varð fimm marka tap raun- in þegar upp var staðið. Enn syrtir þó í álinn hjá Íslendingum því Róbert Gunnarsson meiddist gegn Rússum og óvíst hvort hann spilar meira á mótinu. Fum og fát í fyrsta leik Leikur liðsins gegn Rússum olli mörgum vonbrigðum en fimm marka tap var engu að síður tölu- vert verri niðurstaða en leikurinn sjálfur gaf til kynna. Íslensku strák- arnir náðu sér nefnilega á strik í þeim leik eftir hörmulega byrjun þar sem Rússar náðu fimm marka forskoti strax í upphafi leiksins. Einkenndist sá kafli af stressi og byrjendamistökum íslensku strák- anna en markvörður Rússa var líka óþægur ljár í þúfu. Þegar á leikinn leið náðu strákarnir okkar tökum á honum, jöfnuðu og komust yfir 12–11 um tíma. Sá sprettur dugði reyndar ekki til því Rússar höfðu eins marks forskot, 14–13, í leik- hléi. Allt annað var uppi á teningn- um í síðari hálfleik og ekki tók langan tíma fyrir Ísland að ná þriggja marka forskoti áður en síga fór aftur á ógæfuhliðina. Ólaf- ur Guðmundsson fékk sína þriðju brott vísun og rautt spjald um sama leyti og þá meiddist Róbert Gunnarsson. Rússarnir gripu tæki- færið og jöfnuðu 23–23 og náðu svo þriggja marka forskoti sem Ís- lendingum tókst aldrei að minnka. Lokastaðan 25–30 þvert á spár spekinga sem flestir áttu von á sigri Íslands. Engin ógn af Chile Aldrei lék vafi á sigri í öðrum leik Íslands á HM gegn landsliði Chile en allan þann leik juku strákarnir forskot sitt jafnt og þétt og mótherj- arnir gerðu sig aldrei líklega til stórræða. Sjö marka munur var í hálfleik 18–11 og síðari hálfleikur afrit þess fyrri þar sem munurinn jókst sífellt meira. Lokatölur urðu 38–22 eða sextán marka sigur. Enginn leikmaður Íslands var sérstaklega að spila stórkostlega gegn Chile enda liðið einfaldlega í lægri klassa en íslenska landsliðið og strákarnir léku meira af öryggi en nokkuð annað. Aron Kristjáns- son þjálfari leyfði hinum ýmsu leikmönnum að spreyta sig þegar forysta Íslands var orðin örugg og stóðu sig allir með prýði. Arnór Þór Gunnarsson var sýnu skæðastur en hann skoraði sjö mörk, Guðjón Valur Sigurðsson setti sex og Stefán Rafn Sigurmannsson sendi bolt- ann fimm sinnum í mark Chile. Fyrstu tvö stig Íslands eru því í húsi en eftir tapið gegn Rússum má ekki margt annað bregða út af ætli liðið sér upp í riðli sínum í úr- slitakeppnina. Í þriðjudag tekur liðið á móti Makedóníu og sá leik- ur ætti að vinnast að mati fræðinga. Óljóst með Róbert Róbert Gunnarsson meiddist illa í baki í leiknum gegn Rússum á laugardaginn og kom ekki við sögu gegn Chile en ekki liggur nákvæm- lega fyrir hversu alvarleg meiðsli hans eru en óttast er að hann sé úr leik á mótinu. Yrði það mikið áfall fyrir landsliðið enda Róbert einn sá leikreyndasti í hópnum sem má ekki við fleiri skakkaföllum eigi liðið að ná langt. n Sólarglæta í Sevilla n Ungu strákarnir okkar völtuðu yfir lið Chile n Arnór skoraði sjö mörk Leikir Íslands á HM n Ísland – Rússland 25–30 n Ísland – Chile 38–22 n Ísland – Makedónía á þriðjudag n Ísland – Danmörk á miðvikudag n Ísland – Katar á föstudag Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Góður á sínu fyrsta stórmóti Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk á móti Chile. Samtals skoruðu nýliðarnir fjórir 18 mörk. Mynd 365

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.