Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 12
12 Erlent 14. janúar 2013 Mánudagur Fær ekki sjálfsvígsaðstoð n Marie Fleming frá Írlandi þjáist af MS-sjúkdómnum og vill deyja D ómstóll í Dublin á Írlandi hefur kveðið upp þann úrskurð að Marie Fleming, 59 ára írsk kona sem þjáist af MS-sjúkdómnum og er verulega fötluð, geti ekki fengið aðstoð við að binda endi á líf sitt. Mál Marie er það fyrsta sinnar tegundar sem kemur til kasta dómstóla í landinu. Marie, sem er fyrrverandi háskólakennari, leitaði til dómstóla fyrir skemmstu og vildi fá úrskurð um það hvort lífsförunautur hennar til 18 ára mætti aðstoða hana við að fremja sjálfsvíg án þess að eiga á hættu að fá fangelsisdóm. Málið hefur vakið mikla athygli á Írlandi og víðar. Á Bretlandseyj- um hafa dómstólar í þrígang hafnað sambæri legum beiðnum frá mikið veikum einstaklingum með tiltölu- lega stuttu millibili. Einu ríkin sem leyfa svokallaða sjálfsvígsaðstoð eru Evrópulöndin Belgía, Lúxemborg, Holland og Sviss. Einn dómaranna í málinu, Nicholas Kearns, sagði þegar úrskurðurinn var kveðinn upp að það hefði verið erfitt að komast að niðurstöðu. Marie væri þjökuð vegna ólæknandi sjúkdóms en engu að síður myndi það að líkindum hafa of víðtæk áhrif ef úrskurðurinn hefði farið eins og hún óskaði. Eins einkennilega og það hljómar þá voru sjálfsvíg á Írlandi úrskurðuð lögleg árið 1993 en einstaklingur sem aðstoð- ar annan við sjálfsvíg gæti átt yfir höfði sér 14 ára fangelsi. Lögmaður Fleming sagði við fjölmiðla eftir að úrskurðinn var kveðinn upp að skjólstæðingur sinn væri miður sín yfir útkomunni en þakk- aði þó fyrir þann stuðning sem fjöl- margir höfðu sýnt henni. n Elliglöp tengjast óbeinum reykingum Svo virðist vera sem tengsl séu á milli elliglapa og óbeinna reyk- inga, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem vísindamenn við Anhui-læknaháskólann í Kína og King‘s College-háskólann í London stóðu fyrir. Breska blaðið Daily Mail fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar á dögunum og þar kemur fram að rannsóknin sé sú fyrsta sem sýnir fram á þessi tengsl. Rannsóknin var fram- kvæmd á sex þúsund einstakling- um yfir sextugt úr fimm kínversk- um héruðum. Rannsóknin hófst árið 2001 og voru þátttakendur skoðaðir með reglulegu milli- bili allt til ársins 2008. Þeir sem bjuggu við miklar óbeinar reyk- ingar voru líklegri en aðrir til að þjást af elliglöpum undir lok rann- sóknarinnar. Krókódíll gætti eiturlyfjanna Óvenjuleg sjón blasti við lög- reglumönnum sem fóru í húsleit í Castro-dalnum í Kaliforníu vegna gruns um fíkniefnamisferli. Mik- ið magn af marijúana fannst í litl- um tanki í bakgarði hússins og þar ofan í var krókódíll sem gætti fíkniefnanna. Krókódíllinn var rúmlega einn og hálfur metri að lengd en umrædd tegund finnst aðallega í Mið- og Suður-Ameríku. „Við erum vanari því að sjá varðhunda þegar við förum í hús- leit vegna gruns um dópmisferli. Það er ekki á hverjum degi sem við sjáum krókódíla,“ segir J. D. Nel- son, yfirmaður lögreglunnar. Einn maður var handtekinn í tengslum við málið. Krókódíllinn var fluttur í dýragarð þar sem hann drapst skömmu síðar. Ótrúlegur sigurvilji Bretinn Matthew Clark hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar hann ákvað að taka þátt í keppni um hver gæti veitt stærsta fiskinn. Reglur keppninnar voru einfaldar; viðkomandi varð að veiða fiskinn sjálfur og úr sjó. Sá sem veiddi stærsta fiskinn átti svo að fá 800 pund, eða 165 þúsund krónur, í verðlaun. Clark, sem er 29 ára, ákvað að fara auðveldu leiðina og freista þess að vinna þannig. Hann braust inn sædýrasafn í Guernsey og náði sér í stóran og myndar- legan aborra (e. bass). Clark fór með fiskinn til dómnefndar og fór svo að hann vann keppnina. En upp komast svik um síðir. Annar keppandi bar kennsl á fisk- inn sem Clark stal og tilkynnti málið til lögreglu. Clark var loks dæmdur í síðustu viku til 100 klukkustunda samfélagsþjónustu fyrir innbrotið. Vonsvikin Lögmaður Marie sagði að hún væri vonsvikin vegna niðurstöðu dómsins. Helmingi allra mat- væla hent í ruslið n Greint frá gríðarlegri sóun á mat í nýrri breskri skýrslu N æstum helmingur allra þeirra matvæla sem fram- leidd eru í heiminum – um það bil tveir milljarðar tonna – enda á ruslahaugunum ár hvert. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Stofnun vélaverkfræðinga í Bretlandi (Institution of Mechanical Engineers (IME)) sem birt var í síð- ustu viku. Breska blaðið Guardian fjallaði um málið á dögunum. Ýmsar ástæður Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að ástæðurnar séu margþættar. Á meðal þess sem nefnt er í skýrsl- unni er að oft séu kröfurnar um síð- asta söludag of strangar. Það geri það að verkum að fólk hendi mat sem sé í fullkomnu lagi. Þá bjóðist neytend- um oftar en ekki alls kyns tilboð eins og „tveir fyrir einn“ sem leiði til þess að fólk kaupi meira en það þarf. Í niðurstöðunum kemur jafn- framt fram að mislukkaður landbún- aður, lélegir innviðir í matvælafram- leiðslu og slæmar geymsluaðferðir eigi sinn þátt í að öllu þessu magni af mat sé hent á haugana. Þá hafi kröf- ur Vesturlandabúa um fullkomið hreinlæti í matvælaframleiðslu sitt að segja en miklum hluta matvæl- anna er hent af matvælafyrirtækj- unum sjálfum þar sem þau standast ekki ströngustu kröfur. Helmingi matvæla í Evrópu hent Í ljósi mannfjöldaspár Sameinuðu þjóðanna um að í lok aldarinnar þurfi jörðin að sjá fyrir níu milljörð- um manna telur Stofnun vélaverk- fræðinga í Bretlandi að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða nú þegar. Í skýrslu IME sem ber heitið „Global Food; Waste Not, Want Not“ er bent á að auðlindir jarðarinnar eigi undir högg að sækja, þar á með- al landið sjálft, matvælin sem ræktuð eru á því, vatnið og orkan. Þar kem- ur fram að á bilinu 30–50 prósent allra þeirra matvæla sem framleidd séu – á bilinu 1,2–2 milljarðar tonna – komist aldrei á matardiskana sjálfa. 30 prósent af öllu grænmeti í Bretlandi fer á ruslahaugana áður en það svo mikið sem kemst í verslanir þar sem það mætir ekki ströngustu gæðakröfum. Þá henda neytendur í Evrópu og í Bandaríkjunum helm- ingi allra matvæla í ruslið. Ferskvatn til spillis Í skýrslunni kemur enn fremur fram að 550 milljarðar rúmmetra af ferskvatni fari árlega til spillis vegna þessarar sóunar um allan heim. Vatnið sé notað til þess að rækta mat- væli sem skili sér aldrei til neytenda. Þá kemur fram að kjötframleiðsla sé sérstaklega vatnsfrek, framleiðsla á kílói af kjöti þarfnist 20–50 sinnum meira vatns en til framleiðslu á kílói af grænmeti. Í umfjöllun Guardian er greint frá því að ef þróuninni verði ekki snúið við muni mannkynið þurfa um það bil þrisvar sinnum meira ferskvatn árið 2050 en í dag. Það muni leiða til vatnsskorts um allan heim. Í niður- stöðum í skýrslu IME kemur fram að með réttu aðferðunum sé hægt að koma í veg fyrir sóun á landsvæði, matvælum og vatni. Ef farið verði að tillögum samtakanna verði til að mynda hægt að framleiða 60–100 prósent meira af matvælum á sífellt minna landsvæði. Spornað við sóun Tim Fox, yfirmaður orku- og um- hverfismála hjá IME, sagði í viðtali við Guardian að það væri sláandi hversu miklum mat væri sóað úti um allan heim. „Þessi matur hefði getað verið nýttur til þess að fæða sífellt fjölgandi íbúa heimsins – rétt eins og þá sem lifa við hungur í dag.“ Þá sagði hann einnig að um væri að ræða óþarfa sóun á landsvæði, vatni og orkugjöfum sem notaðir væru til framleiðslu og dreifingar á mat. Til þess að koma í veg fyrir áfram- haldandi sóun þurfa ríkisstjórnir, samtök og Sameinuðu þjóðirnar að taka sig á og „vinna saman til þess að breyta hugarfari fólks varðandi sóun og sporna við henni í starfi bænda, matvælaframleiðenda, verslana og neytenda,“ segir í skýrslu IME. n Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Þessi matur hefði getað verið nýttur til þess að fæða sífellt fjölgandi íbúa heimsins. Matur á haugunum Ung stúlka í Lahore í Pakistan gæðir sér á mangóávexti sem hún fann á ruslahaugunum. Ávextir í Bandaríkjunum Ávextir í ruslagámi í Wilmington, Delaware. Gríðarmiklu magni matvæla er árlega hent á ruslahaugana á Vesturlöndum, allt að helmingi samkvæmt nýútkominni skýrslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.