Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 20
20 Sport 14. janúar 2013 Mánudagur Ekki með samning við nokkurt félagslið n Neymar vísar þrálátum sögusögnum um samning við Barcelona á bug E kkert er hæft í þeim fregnum að brasilíski snillingurinn Neymar hafi gert samning við Barcelona þess efn­ is að ganga til liðs við spænsku risana á næsta leiktímabili eða eftir Heimsmeistara keppnina árið 2014. Fjarska lítið hefur frést af hugs­ anlegum kaupum stórliða Evrópu á þessum skæðasta brasilíska sóknarmanni í boltanum en talið var víst að Neymar yrði keyptur til Evrópu frá félagsliði sínu Santos í janúarglugganum. Samningur Neymar við Santos rennur út árið 2014 og hann getur því frjáls samið við annað félags­ lið strax í sumar kæri hann sig um. Talið var líklegt að Santos reyndi að selja kappann áður en að því kæmi en ekkert er í spilunum eins og sakir standa. Þær fréttir að Börs­ ungar hafi náð samningi við hann til fjögurra ára fyrir 6,9 milljarða króna virðast ekki eiga við rök að styðjast. Barcelona er ekki eina liðið sem Neymar hefur verið orðaður við síðustu mánuðina. Forráðamenn PSG í Frakklandi hafa lýst áhuga sínum og hann hefur verið tengdur við ensk og rússnesk lið líka. Sjálf­ ur hefur hann helst nefnt Spán og hann er aðdáandi Barcelona. Það félagslið leikur líka sóknarbolta eins og Santos og ætti að henta Neymar bráðvel. n Wenger vill sjá Fabregas aftur Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur ekki fráleitt að einn góðan veðurdag snúi Cesc Fabregas aft­ ur til liðsins en hann leikur sem kunnugt er með Barcelona og ekki annað vitað en þar sé hann sáttur. Wenger telur hins vegar að Spánverjinn sé svo mikill að­ dáandi Arsenal og sannur að ekki sé útilokað að hann klæð­ ist treyju liðsins á nýjan leik. Það gerist þó ekki allra næstu árin að mati Frakkans. Torres aftur á fornar slóðir Svo gæti farið að Fernando Torres endi aftur hjá sínu gamla liði Atlético Madrid en þar á bæ vilja menn ólmir fá sína gömlu stjörnu aftur. Hann hefur komið meira við sögu hjá Chelsea undir stjórn Rafa Benitez en aðdáendur liðsins eru lítt hrifnir af Spánverjanum og hafa látið þá skoðun í ljós í leikjum liðsins að undanförnu. Á Spáni telja menn óánægjuna næga til að Torres íhugi vandlega að snúa aft­ ur þangað sem hann er enn elsk­ aður af aðdáendum Atlético. Sonurinn breytti Messi Fæðing sonar í nóvember hefur breytt lífsstíl Leo Messi til muna að eigin sögn en hann hugsar nú mun meira um það sem hann ger­ ir utan vallar en áður. Það þýðir að djammlíf er að mestu komið út úr kortinu en Messi hefur reyndar aldrei verið þekktur fyrir sérstakan hasar á því sviðinu. Sjálfur lýsir hann sér sem afskaplega rólegum manni.. „Sonurinn étur, sefur og er mjög þægilegur. Alveg eins og pabbinn.“ Michu í spænska landsliðið Framherjinn Michu, sem Michael Laudrup kom með með sér frá Spáni til að spila fyrir Swansea, hefur staðið sig svo vel að Daninn telur hann eiga fullt erindi í stór­ kostlegt landslið Spánar. Michu hefur sannarlega farið á kostum með Swansea og er meðal markahæstu manna í ensku úr­ valsdeildinni og þjálfari Spán­ ar, Vicente del Bosque, sást fylgjast með Spánverjanum í leik Swansea um helgina. Og del Bosque hefur alltaf haft auga fyrir góðum leikmönnum. Hinn frábæri Neymar Hann er enn hjá Santos og engin tilboð borist frá Evrópu. Hið nýja andlit Nike í golfinu n Rory McIlroy fær 30 milljarða fyrir fimm ára samning R ory McIlroy, 23 ára kylfing­ ur frá Norður­Írlandi, verð­ ur næsta andlit íþróttarisans Nike í framtíðinni og tekur við þeim kyndli af stórstjörnunni Tiger Woods. Sá síðarnefndi verð­ ur þó áfram hjá Nike en tekjur hans verða snöggtum minni en McIlroys. Virði hins nýja samnings er trún­ aðarmál en nokkrir fjölmiðlar telja sig hafa vitneskju um að hann sé upp á rúma 30 milljarða króna en hann mun gilda næstu fimm árin. Þetta er því hrein viðbót við gríðarlegar tekjur McIlroys af golf­ inu sjálfu og öðrum auglýsinga­ samningum en hann er án efa sá allra heitasti í golfheiminum og á glæsta framtíð vísa haldi hann áfram á sömu braut. Þá skemm­ ir ekki að hann þykir æði góð fyr­ irmynd í einu og öllu og talið víst að nafn hans á framleiðslu Nike geti aukið markaðshlutdeild þess fyrirtækis mikið meira en þegar er orðið. Óljóst er hvort Tiger endurnýjar samning sinn þegar þar að kemur vegna þessa en hann fær þrátt fyr­ ir allt vænar fúlgur fyrir sinn samn­ ing. Það þykir þó hafa fallið mjög á hans stjörnu sökum framhjáhalds hans sem frægt er orðið. Þá hef­ ur Tiger heldur ekki verið að gera stórkostlega hluti í golfinu sjálfu þó hann sé vissulega á uppleið frá sem var í kjölfar skilnaðarmáls hans. Rory inn, Tiger út Nike hefur gert stærsta samning sinn í golfinu við Rory McIlroy. H ollendingurinn Robin van Persie vann einvígi marka­ hæstu mannanna í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði annað af tveimur mörkum Manchester United í 2–1 sigri gegn Liverpool. Það var sautjánda mark hans á tímabilinu en Luis Suarez hjá Liverpool náði ekki að bæta við sín fimmtán mörk. Með sigrinum halda Rauðu djöfl­ arnir þægilegri stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 55 stig eða sjö stigum meira en Englandsmeist­ arar Manchester City sem höfðu góð­ an útisigur á Arsenal á Emirates­vell­ inum en þar syrti heldur betur í álinn hjá heimamönnum á níundu mínútu þegar Laurent Koscielny fékk rautt fyrir brot inni í vítateig. Edin Dzeko lét verja frá sér spyrnuna en það kom ekki að sök því City vann leikinn og setti enn meiri pressu á þjálfara Arsenal en liðið er í sjötta sæti, heilu 21 stigi á eftir Manchester United. Einvígið sem var þó ekkert einvígi Leikir Manchester United og Liver­ pool eru ávallt miklar rimmur og sér­ staklega þótti þessi merkilegur fyrir þær sakir að markahæstu menn deildarinnar voru þarna að mætast. Gerðu fjölmiðlar í Bretlandi mikið úr því einvígi en setja verður spurningar­ merki við slíkt. Robin van Persie nýt­ ur alltaf mikils stuðnings fram á við á vellinum en Luis Suarez er oft og tíð­ um einn í heiminum í framlínu Liver­ pool og fær afar takmarkaða þjónustu. Fyrri hálfleikurinn gegn United var enn eitt dæmið um slíkt og fékk Su­ arez almennt litla aðstoð fyrr en hinn nýkeypti Daniel Sturridge kom inn á í lið Liverpool í seinni hálfleik. Var það einmitt Sturridge sem minnkaði mun­ inn fyrir gestina og fékk prýðis tækifæri til að jafna og ná stigi í blálok leiksins. Þreyta í mannskapnum Óvenju lítið var skorað í úrvals­ deildinni þessa helgina og enduðu fjórir leikir 0–0. Einna helst vakti Chelsea athygli með merkilegum 0–4 útisigri á Stoke eftir að hafa legið gegn Stoke á heimavelli fyrir viku. Sigurinn var þó ekki mjög sannfærandi því tvö marka Chelsea voru sjálfsmörk eins og sama leikmannsins hjá Stoke. Leik­ urinn var hörmung fyrir Jon Walters því fyrir utan sjálfsmörkin mis notaði hann einnig vítaspyrnu. Var þetta fyrsta tap Stoke á heimavelli í einum sautján leikjum. n Næstu leikir Chelsea - Southampton Tottenham - Man Utd Man City - Fulham Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Persie vann ein- vígið við suarez n United í þægilegri stöðu n Dramatík og rauð spjöld á Emirates Persie toppar Hollendingurinn skoraði sitt tíunda mark í tíu leikjum í röð gegn Liverpool.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.