Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 18
18 Lífsstíll 14. janúar 2013 Mánudagur 5 ómissandi ilmolíur n Gott að eiga á heimilinu 1 Lavender Lavender-olían hefur sterkan keim með vott af sætleika. Ilmurinn er talinn hafa róandi áhrif og kvíðnir og áhyggju- fullir ættu að eiga hana til. Þá er hún græðandi og vinnur á móti sýkingum og verkjum. Það má til að mynda nota lavender-olíu á minniháttar bruna- sár, skordýrabit og væga vöðvabólgu. Sumir nota lavender til þvotta og sér í lagi þeir sem glíma við ofnæmi. 2 Piparmynta Piparmyntu-olían er mjög sæt en örvandi. Hún er sérstaklega nytsamleg þegar kemur að því að róa meltingu og dugar vel á höfuðverki, mígreni og sára vöðva. Gott ráð við höfuðverk er að nudda piparmyntuolíu á enni við hárrótina. Við vöðvabólgu er gott að blanda piparmyntuolíunni við vín- berjasteinaolíu og nudda á vöðvann. 3 Eucalyptus-olía Þessi olía er einstaklega hressandi og ilmurinn er kröftugur. Olían er mikið notuð til lækninga, hún er bakteríu- drepandi, virkar á móti sveppasýk- ingum og bólgum. Hún er líka notuð við vandamálum í öndunarvegi, svo sem astma. 4 Sítróna Uppörvandi og ferskur ilmur, sítrónuolía er bakteríudrepandi og virkar einnig á móti sveppum. Þeir sem eru haldn- ir síþreytu ættu að prófa að nota sítrónuolíu, nudda henni á bringu og háls og sjá hvort það hefur ekki einhver góð áhrif. 5 Tea Tree-olía Afar vinsæl til óhefðbundinna lækninga og mikið notuð gegn bólum og feitri húð og gott að nota á minniháttar sár án þess að erta. B orðaðu eins og kóngur á morgnana en betlari á kvöldin, segja sumir. Flestir neyta sætinda í hófi. En hvað ef í boði væri að fá sér eftirrétt í morgunverð? Og það þótt að verið sé að passa línurnar? Dr. Daniela Jakubowicz í Tel Aviv- háskóla og samstarfsmenn hennar í Wolfson-læknastöðinni, fram- kvæmdu rannsókn þar sem kannað var hvort sætindi borðuð snemma dags hafi gagnleg áhrif. „Markmið megrunar ætti ekki eingöngu að vera þyngdartap held- ur líka að koma í veg fyrir hungur og löngun í sætindi, og þannig fyrir- byggja þyngdaraukningu á ný,“ segir dr. Daniela. Stór morgunverður og lítill morgunverður Í rannsókninni tóku 193 karlmenn og konur þátt. Öll voru í ofþyngd en ekkert þeirra þjáðist af sykursýki. Þeim var skipt í tvo hópa. Karlmenn borðuðu 1.600 kaloríur á dag og kon- ur borðuðu 1.400 kaloríur á dag. Ef konurnar eru teknar sem dæmi þá borðaði einn kvennahópurinn 300 kaloríur í morgunmat, 500 kaloríur í hádeginu og 600 kaloríur í kvöldmat – sem sé magran morgunverð. Hinn hópurinn sneri þessu við, 600 kalo- ríur í morgunmat, 500 í hádegismat og 300 á kvöldin. Þær sem fengu sér kaloríusnauð- an morgunverð, fengu 30 grömm af próteini og 10 grömm af kolvetni, seinni hópurinn fékk hins vegar 45 grömm af próteini, 60 grömm af kol- vetni og eftirrétt, súkkulaði, kleinu- hring eða kökusneið. Sælkerar héldu áfram að léttast Eftir fjóra mánuði höfðu meðlimir beggja hópanna misst 13–15 kíló og enginn munur fannst á milli hópanna. Næstu fjóra mánuðina fór þó hópur- inn sem borðaði minni morgunmat að bæta á sig þyngd aftur. Þeir sem fengu sér kökusneið eða kleinuhring í morgunmat héldu hins vegar áfram að léttast. Á fjögurra mánaða tímabili bættu meðlimir í magra morgun- verðarhópnum á sig aftur að meðal- tali 9–10 kílóum. Meðan sælkerarnir misstu að meðaltali 15 kíló í viðbót. Daniela tekur fram að skipting á milli próteina og kolvetna skipti máli, en segist sjálf halda að eftirrétturinn hafi gert það að verkum að löngun í sætindi og óhollustu varð minni. Í mælingum kom einnig fram að hormón þau sem vekja hungur, svo- kallað ghrelín, var 42,5 prósentum minna hjá sælkerum en þeim í magra morgunverðarhópnum. Dr. Daniela tekur einnig fram að niðurstöður rannsóknarinnar gefi ekki ástæðu til þess að skipta út holl- um morgunverði fyrir kleinuhring. Helst hafði áhrif, rétt blanda próteina, kolvetna, fitu og þess að fá að neyta örlítilla sætinda. Rannsóknin gagnrýnd Margir hafa orðið til að gagnrýna rannsóknina. Lisa Young, prófessor við New York-háskólann, bendir á veruleika matarfíkla sem geti alls ekki fengið sér aðeins einn eftirrétt. Einn eftirréttur kalli á annan. Þá segir Lauren Graf næringarfræðing- ur varasamt að hvetja fólk til þess að borða fæðu fulla af transfitu. „Samvirkni próteina og kolvetna hefur skipt mestu máli, en þú verð- ur að gæta að gæðum fæðunnar sem neytt er,“ segir Lauren. „Þú vilt ekki hvetja fólk til þess að borða mikið af mat sem inniheldur transfitu, eins og raunin er með kleinuhringi, smákök- ur og kökur.“ n Eftirréttir góðir á morgnana n Sætindi á morgnanna geta haldið hungurhormónum niðri Gleðifréttir Ísraelsk rannsókn gefur til kynna að það sé til góða að fá sér eitthvað sætt á morgnana. „Þú verður að gæta að gæðum fæðunnar sem neytt er Sætir morguneftirréttir Banana- og perumús með dökku súkkulaði Fyrir einn n 1 þroskuð pera n 1 þroskaður banani n Rifið dökkt súkkulaði Þeytið banana og peru saman í blandara eða með töfrasprota, þar til blandan fær á sig áferð búðings. Dreifið dökku rifnu súkkulaði yfir. Hráfæðis- súkkulaðikaka 16 kökubitar Innihald n 1/2 bolli hunang n 1/4 bolli kókosolía n 1/4 bolli möndlusmjör n 1/4 tsk. sjávarsalt n 1 tsk. vanilludropar n 1 tsk. kanill n 1/2 bolli saxaðar möndlur n 1/2 bolli saxaðar valhnetur n 1/2 bolli dökkt súkkulaði n Lófafylli af sólblómafræjum n Lófafylli af graskersfræjum n Lófafylli af goji-berjum n 1 bolli hafragrjón Aðferð n Hitið saman hunang, kókosolíu, möndlusmjör, sjávarsalt, vanillu og kanil við lágan hita. n Blandið saman söxuðum möndlum, valhnetum, dökku súkkulaði, sólblóma- fræjum, graskersfræjum, goji-berjum og hafragrjónum. n Hrærið saman blautum innihaldsefnum við þau þurru. Þrýstið í stórt mót og kælið. Skerið í 16 bita. Góðar olíur Olíur geta aukið vellíð- an og gott að eiga þær til að bera á minniháttar sár eða sýkingar. Dragtirnar vinsælar í vor Íslenskar píur þurfa ekki að hafa áhyggjur af tískuvitundinni í sumar þrátt fyrir að hér verði ekki jafn heitt og víðast hvar annars staðar í Evrópu og því flesta daga ótækt að spranga um í sumarkjól- um. Það þarf nefnilega engum að verða kalt í drögtunum sem virð- ast vera allsráðandi á tískupöll- unum og verða hvað vinsælastar þegar tekur að vora samkvæmt tískuspekúlöntunum á style.com. Besta bloggið A Beautiful Mess var valið vin- sælasta „gerðu það sjálfur“ eða DIY-bloggið árið 2012 af lesendum Apartment Therapy en þar er að finna leiðbeiningar er varða nán- ast allt er viðkemur daglegu lífi, hár, förðun og fegurð, tísku, föt og breytingar á þeim, hönnun, ljós- myndir og föndur og meira að segja uppskriftir að alls kyns rétt- um, gómsætum réttum. Sumar uppskriftirnar eru ofureinfaldar eins og þessi uppskrift að míní- bananasplitti, sem er fyrir fjóra: Skerðu banana í fjóra hluta og settu í fjórar skálar. Settu litlar kúl- ur af vanillu-, súkkulaði- og jarðar- berja ís í skálarnar og dreyptu karamellusósu, súkkulaði- eða jarðarberjasírópi yfir. Dior Saint Laurent Mary Katrantzou Mulberry

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.