Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 14. janúar 2013 Mánudagur n Langur afbrotaferill Stefáns Loga Sívarssonar nær aftur til ársins 1992 n Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun S tefán Logi Sívarsson var á föstudag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðg- að tæplega nítján ára stúlku í nóvember 2011. Hann hafði ásamt öðrum manni, Þor- steini Birgissyni, þvingað stúlkuna til samfara og munnmaka. Í dómn- um segir að brot þeirra sé alvarlegt og háttsemi þeirra sérlega niður- lægjandi fyrir stúlkuna. Athæfið hef- ur haft mikil áhrif á líf stúlkunnar og andlega líðan hennar, en hún hef- ur glímt við áfallastreituröskun og þunglyndi og átt mjög erfitt. Hún var hrædd við mennina og óttaslegin. Sálfræðingur hennar telur óvíst að hún nái sér. Drógu hana inn í bíl Stefán hafði áreitt stúlkuna um nokkurn tíma. Hún hafði kynnst honum í söluturni þar sem hún vann og hann hafði vanið komur sínar. Hún segir sér hafa staðið ógn af honum en látið hann hafa síma- númer sitt þegar hann bað um það. Í kjölfarið hafi hann hringt mjög oft í hana og sent henni oft skila- boð. Meðal annars hafi hún talað um það við vinnufélaga sína að henni fyndist þetta ekki í lagi. Stúlk- an hafði fengið vin sinn til að segja við Stefán að hann væri kærastinn hennar til þess að reyna að draga úr áreitinu. Það bar ekki árangur og fór svo að konan sagði Stefáni hvar hún var eitt kvöldið. Þá hafði hún ver- ið að leita sér að fari heim úr bæn- um. Hún sendi skilaboð úr síma sínum til hans og bað um far en seg- ir þó að skilaboðin hafi verið ætl- uð öðrum og hafi fyrir misskilning verið send Stefáni. Þangað mættu Stefán og Þorsteinn og drógu stúlk- una inn í bíl sinn þar sem hún var fyrir utan veitingastað við Hlemm. Þeir óku svo með stúlkuna heim til Þorsteins og báru hana inn. Stefán tók hana úr fötunum og byrjaði að nauðga henni og bauð svo Þor- steini að vera með. Í framhaldinu skiptust þeir á að nauðga henni og neyða hana til munnmaka og héldu höndum hennar niðri. Stúlkan grét á meðan og bað þá um að hætta. Eftir að þeir höfðu lokið sér af báru þeir hana aftur út og keyrðu hana í íbúð á Laugavegi þar sem hún kom hálfklædd, grátandi og skjálfandi í miklu uppnámi til vinafólks síns. Svo miklu uppnámi að hún gat ekki tjáð sig fyrst um sinn. Bæði Stefán og Þorsteinn neituðu sök og sögðu kynmökin hafa verið með hennar samþykki. Framburður þeirra þótti ótrúverðugur. Réðust á móður á Eiðistorgi Brotaferill Stefáns Loga er langur og hrottalegur en þetta er í fyrsta sinn sem hann er dæmdur fyrir nauðg- un. Stefán og bróðir hans, Kristján Markús, voru kallaðir Skeljagranda- bræður í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldisverk þeirra en viðurnefnið er skírskotun til þess að þeir mis- þyrmdu manni á heimili sínu á Skeljagranda þar sem Stefán er enn skráður til heimilis. Brotasaga þeirra er löng en faðir þeirra er síbrota- maðurinn Sívar Sturla Bragason sem hlotið hefur á annan tug refsi- dóma. Lögregla hafði fyrst afskipti af bræðrunum árið 1992 en þá voru þeir 11 og 12 ára. Var það vegna þess að bræðurnir höfðu ráðist á unga móður og gengið harkalega í skrokk á henni í verslunarkjarnan- um á Eiðistorgi. Móðirin hafði reynt að vernda börn sín gegn bræðr- unum sem höfðu hitt þau þar sem þau héldu tombólu á staðnum. Bræðurnir höfðu stolið afrakstri tombólunnar og hrækt á borð sem börnin höfðu til afnota. Þetta var í fyrsta skipti sem lögregla hafði af- skipti af þeim bræðrum en ekki það síðasta. Þegar Stefán Logi var 16 ára eða árið 1997 kom upp annað atvik á Eiðistorgi. Þá réðst hann á starfs- mann Rauða ljónsins á Eiðistorgi sem var að loka barnum. Hann kýldi manninn ítrekað og stal af honum farsíma. Áramótin þar á eftir réðust bræðurnir á mann á sextugsaldri á áramótabrennu á Ægissíðu og veittu honum töluverða áverka. Skildu fórnarlambið eftir í blóði sínu Árið 1998 fengu bræðurnir dóm fyr- ir sex innbrot. Í apríl það sama ár réðust bræðurnir á mann í Hvera- gerði. Stefán kýldi svo tönn úr manni við meðferðarstöðina Vog það sama ár. Árið 2002 voru bræð- urnir dæmdir í fangelsi fyrir stór- fellda líkamsárás á mann á heimili þeirra á Skeljagranda. Þeir gengu hrottalega í skrokk á manninum, báru hann svo út og skildu hann eft- ir við leikskólalóð í nágrenni heimil- is þeirra þar sem þeir héldu að hann væri látinn. Árásin þótti sérlega hrottaleg en fórnarlambið hlaut tólf stungu- og skurðsár í andliti og á lík- ama, gat á vinstra eyra, sem Stefán Logi veitti honum með beltisgat- ara, brot í ennisbeini og nefrót, fjóra skurði á höfði, blóðsöfnun undir höfuðleðri og lífshættulega blæð- ingu milli heilahimna. Stefán Logi hlaut fyrir þá líkamsárás tveggja ára fangelsi og bróðir hans Kristján þrjú og hálft ár. Ógnaði með risaöxi Árið á eftir, í nóvember 2003, slapp Stefán út á reynslulausn eftir að hafa afplánað tvo þriðju tveggja ára dóms. Nokkrum mánuðum seinna eða í apríl 2004 var hann handtek- inn fyrir líkamsárás á ungan dreng á heimili sínu á Skeljagranda. Í um- fjöllun DV um málið 2004 sagði móðir drengsins hann hafa verið mjög kvalinn eftir árásina en miltað í honum sprakk meðal annars. Móðirin sagði í samtali við DV á þeim tíma að hún hafi ekki vitað af því að sonur hennar þekkti Stefán en hann hafi farið til hans til þess að spyrja hvort hann gæti selt sér kóka- ín. „Ég vissi bara að hann [Stefán] hefði verið brunandi um allan bæ bjóðandi kókaín. Ég held að sonur minn hafi farið þangað til að spyrja hann og hann bara rændi hann og barði,“ sagði hún. Fyrir dómi lýsti fórnarlambið atvikinu á þennan hátt: „Hann náði í risaöxi fyrir aft- an sófann og ógnaði mér. Þetta leit út eins og grín en ég vissi hvað hann hafði gert í fortíðinni og vissi ekki hvað ég átti að gera.“ Síðan sagði hann Stefán hafa tekið um axlirnar á honum og sagst ætla að henda hon- um fram af svölunum. Hann hafi reynt að rífa sig lausan frá Stefáni og þá hafi augu Stefáns orðið brjálæð- isleg. Stefán hafi slegið hann á kjaft- inn og aftur í magann eftir að hann féll á sófann. Að lokum segir hann Stefán hafa sparkað í magann á sér þar sem hann lá í gólfinu. Árásin átti sér stað á heimili Stefáns Loga þar sem þeir tveir og annar maður voru að neyta fíkniefna. Drengurinn hlaut við árásina lífshættuleg inn- vortis meiðsl. „Ég legg ekki hendur á kvenfólk“ Stefán var handtekinn vegna líkams- árásarinnar en sleppt að loknum yf- irheyrslum. Hann var hins vegar Löng afbrotasaga skeLjagrandabróður Þorsteinn Birgisson Hinn maðurinn sem dæmdur var ásamt Stefáni fyrir nauðgun á 19 ára stúlku heitir Þorsteinn og er fæddur í maí 1988 og verður því 25 ára á árinu. Hann hefur frá árinu 2005 sex sinnum gengist undir sektarrefsingu vegna umferðar-, áfengis- og fíkniefnalagabrota. Árið 2007 var hann dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar vegna líkamsárásar og eignaspjalla. Þá hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm vegna fíkniefnalagabrots 30. mars 2012. Refsins hans í málinu var því ákveðin sem hegningarauki, sbr. 78 gr. almennra hegningarlaga. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Ég legg ekki hendur á kvenfólk Á reynslulausn Árið 2004 var Stefán kærður fyrir þrjá líkamsárásir á þremur dögum, þá var hann á reynslulausn. Vill leysa málið Uppsagnir hjúkrunarfræðinga við Landspítala taka í gildi þann 1. mars næstkomandi en tæp- lega tuttugu prósent hjúkrunar- fræðinga á sjúkrahúsinu hafa sagt upp störfum. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, gæti nýtt sér heim- ild um framlengingu uppsagnar- frests en kveðst ekki ætla að gera það heldur leysa málið. „Við viljum ekki auka á óvissuna. Við viljum leysa þetta mál sem fyrst og sem best,“ sagði Björn í útvarpsþættin- um Sprengisandi á sunnudag. Björn segir að Landspítalinn sé gott sjúkrahús og að það sé krafta- verki líkast að starfsemi innan veggja hans hans sé jafn öflug og raun ber vitni í ljósi niðurskurðar. Veitti innbrots- þjófi áverka Lögregla fékk á föstudagskvöld tilkynningu um aðila sem var að brjóta sér leið inn í íbúðar- húsnæði í Grafarvogi. Húsráð- andi var heima og þegar að hann opnaði dyrnar að heimili sínu ruddist innbrotsþjófurinn inn á heimilið. Þá réðst húsráðandi að innbrotsþjófnum og fór það svo að nú er það húsráðandinn sem grunaður er um að hafa ráðist á innbrotsþjófinn og veitt honum áverka með hnífi. Innbrotsþjófur- inn var fluttur á slysadeild til að- hlynningar en húsráðandinn var vistaður í fangageymslu. Úrillur farþegi Leigubílstjóri þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu til þess að vekja farþega hjá sér aðfaranótt laugar- dags. Rétt um klukkan fjögur um nóttina lenti leigubílstjóri í vand- ræðum með að losna við farþega sem steinsvaf í bílnum. Ekkert gekk að koma manninum út úr bifreiðinni og þegar lögreglu- menn bar að brást maðurinn afar illa við og segir í dagbók lög- reglunnar að lögreglumenn hafði þurft að beita hann tökum og varnarúða til að ná honum út úr bifreiðinni. Farþeginn úrilli var vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagaðist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.