Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 11. mars 2013 Mánudagur Jákvæð af- koma Strætós Jákvæð afkoma Strætós nam 294 milljónum króna fyrir árið 2012. Í tilkynningu sem Strætó sendi frá sér kemur fram að á undan­ gengnum misserum hafi verið unnið markvisst að því að bæta stöðu og rekstrarhæfni Strætós bs. „Skuldir hafa verið lækkaðar verulega og markvisst með því að hafa jákvæða afkomu um sinn. Þá er verið að undirbúa að endur­ nýja vagnaflotann,“ segir í tilkynn­ ingunni. Þar er einnig vitnað í reikning þar sem fram kemur að akstur hafi verið aukinn umtals­ vert á árinu í tengslum við að­ komu ríkisins að verkefni um efldar almenningssamgöngur. Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi 1. mars. Ræða stöðu femínista Brynjar Níelsson og Hildur Lillien­ dahl eru meðal framsögumanna á málþingi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík um femínisma næst­ komandi fimmtudag. Fundurinn ber yfirskriftina Staða femínisma á Íslandi í dag og er um að ræða árs­ hátíðarfund Heimdallar. Brynjar er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hefur hann verið gagnrýninn á málflutning og baráttuaðferðir femínista. Ummæli hans hafa gjarnan sætt mikilli gagnrýni. Brynjar er frambjóðandi Sjálf­ stæðisflokksins fyrir komandi Al­ þingiskosningar og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Ís­ lands. Hildur hefur vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna og hún hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni fyrir. Segja má að hún sé einn þekktasti talsmaður kvenréttinda hér á landi um þessar mundir. Hún hefur vakið athygli utan landsteinanna fyrir baráttu sína, meðal annars vegna þess að henni hefur ítrekað verið vísað af samskiptasíðunni Face­ book fyrir að benda á mjög niðr­ andi ummæli annarra netverja í garð kvenna. Einnig verða með framsögu á fundinum þær Helga Þórey Jónsdóttir femínisti og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfull­ trúi Sjálfstæðisflokksins, sem rit­ stýrði bókinni Fantasíur. Eftir að framsögumenn hafa flutt mál sitt verður opnað fyrir spurningar úr sal. Fundarstjóri verður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar, og fer fundurinn fram í Valhöll. Fundurinn hefst klukkan 20.00 og boðið verður upp á léttar veitingar. P abbi minn var 35 ára þegar hann dó úr krabbameini og ég ákvað að gera þetta í minningu hans,“ segir Guð­ mundur Guðjónsson, einn þátttakenda í Mottumars sem fer nú fram í fjórða sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðmundur tekur þátt en hann þekkir vel að vera aðstand­ andi krabbameinssjúklings. Faðir hans greindist með krabbamein þegar Guðmundur var á unglings­ aldri og dó fjórum árum seinna, árið 1994. Þá var Guðmundur aðeins 16 ára elstur fjögurra systkina; 13, 7 og 4 ára. „Pabbi reyndi allt“ „Þetta var ekkert auðvelt,“ segir Guðmundur sem ungur tók á sig hlutverk húsbóndans á heimilinu en móðir hans stóð ein eftir með börnin sín fjögur. Veikindi föður hans voru erfið. „Pabbi fékk þrisvar heilaæxli. Fyrstu tvö voru góðkynja en það síðasta var illkynja. Hann var í læknismeðferðum í fjögur ár,“ segir Guðmundur en krabba­ meinið greindist um svipað leyti og yngri bróðir hans fæddist. Fjöl­ skyldan bjó á Ísafirði og börnin voru hjá vinum og ættingjum með­ an hjónin leituðu lækninga fyrir sunnan. „Pabbi reyndi allt. Hann var í geislameðferðum, lyfjameðferðum og reyndi líka grasalækningar,“ segir Guðmundur. Allt kom fyrir ekki og á endanum sigraði meinið. Faðir hans lést aðeins þrjátíu og fimm ára að aldri. Vissi ekki um neinn í sömu sporum Guðmundur segir meiri vitund vera um krabbamein hjá körlum í dag en var í kringum 1990 þegar faðir hans veiktist. „Ég heyri miklu meira af því í dag að fólk sé að læknast af krabba­ meini. Á þessum tíma hafði ég aldrei heyrt af þessu og vissi ekki um neinn annan sem stóð í því sama.“ Guðmundur segist hafa viljað leggja sitt af mörkum og því ákveðið að safna mottu fyrir mottumars. „Ég hef aldrei verið með áður, ég er ekki með það frjóan skeggvöxt að ég hafi getað safnað upp í almennilega mottu áður,“ segir hann hlæjandi. Hann segist hafa safnað í dágóðan tíma og svo litað mottuna þannig hún sæist almennilega. Upphaflega vonaðist Guðmund­ ur til þess að geta safnað um tíu þús­ und krónum í átakinu en er komin töluvert upp fyrir það nú þegar. „Ég gerði mér eiginlega engar vonir og gerði þetta meira upp á grín­ ið. Svona grín með dassi af alvöru,“ segir hann. Hægt er að heita á Guðmund og hundruð annarra inn á heimasíð­ unni: Mottumars.is. n n Faðir Guðmundar dó úr krabbameini 35 ára n 725 karlar greinast árlega Mottufeðgin Hér er Guðmundur með Jóhönnu Elísabetu dóttur sinni sem fékk aldrei að kynnast afa sínum. Jóhanna veitir málefninu lið og er með mottu á myndinni. Í minningu föður síns Guðmundur ákvað að taka þátt í mottumars í minningu föður síns sem lést langt fyrir aldur fram, aðeins 35 ára. „Pabbi fékk þrisvar heilaæxli. Fyrstu tvö voru góðkynja en það síðasta var illkynja. Magi og þarmar n Breytingar á starfsemi þarmanna (t.d. þrálátur niðurgangur, harðlífi eða vindgangur) n Blóð eða slím í saur n Ógleði og uppköst n Lystarleysi n Þú léttist að ástæðulausu n Erfiðleikar með að kyngja n Sársauki, t.d. að aflokinni máltíð n Óeðlilegur þrýstingur í kvið Húðin n Fæðingarblettir sem eru óreglulegir að lit eða lögun n Fæðingarblettir sem breyta um lit eða lögun n Fæðingarblettir sem þig klæjar í eða blæðir úr n Sár sem ekki gróa n Þrálát útbrot sem minna á exem Brjóst og lungu n Mjög þrálátur hósti n Þrálát hæsi n Mæði n Þrálátur sársauki fyrir brjósti n Bólgur á eða við háls n Blóð í munnvatni n Slappleiki og þreyta Blöðruhálskirtill n Blóð í þvagi n Vaxandi erfiðleikar við þvaglát n Sársauki í baki eða mjaðmagrind Eistu n Þrálát eymsli eða bólgur n Stærðarbreytingar á eista n Eista virðist harðna n Afmörkuð kúla á eista n Bólgur í fótum n Þyngslatilfinning í pungi n Lærðu að þreifa á pungnum Önnur hættumerki n Blóð í þvagi, sæði eða saur n Aumar eða bólgnar geirvörtur n Þrálát bólga í eitlum n Nýir bakverkir sem ekki hverfa n Óeðlileg þreyta eða slappleiki n Lystarleysi n Þú léttist að ástæðulausu n Undarlegar kúlur og bólgur n Endurteknar sýkingar Þekktu einkennin Karlmenn og krabbamein Árlega greinast á Íslandi að meðaltali 725 karlar með krabbamein Árlega deyja að meðaltali 287 karlar úr krabbameini á Íslandi Koma má í veg fyrir að minnsta kosti 1 af 3 krabbameinum Líkur á því að fá krabbamein aukast eftir fertugt Fjármunir sem safnast í átakinu Karlmenn og krabbamein verða notaðir í rannsóknir, forvarnir, stuðning og ýmis önnur verkefni sem tengjast baráttunni við krabbamein í karlmönnum. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er hægt að leita svara við spurningum af öllu tagi um krabbamein, bæði að kostnaðarlausu og nafnlaust. Gjaldfrjáls símaráðgjöf er í síma 800 4040. Netfangið er 8004040@krabb.is. UPPlýsingar fengnar af MottUMars.is Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Safnar mottu í minningu pabba

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.