Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 13
F lóttamannastofnun Sam­ einuðu þjóðanna tilkynnti í síðustu viku að fjöldi flótta­ manna sem flúið hafa ofbeldið í landinu hefði náð einni millj­ ón. Þetta er þvert á fyrri spár stofn­ unarinnar sem gerðu ráð fyrir því að fjöldinn næði einni milljón í júní í sumar. Fjöldinn þykir gefa til kynna hversu graf alvarlegt ástandið er í Sýr­ landi. Breska blaðið Guardian fjallaði um stöðu mála í Sýrlandi á dögunum. Nú, þegar tvö ár eru liðin frá því að ófriður­ inn hófst, virðist aukin harka vera að færast í stríðandi fylkingar uppreisnar­ manna og stjórnarhers Sýrlands. Talið er að fjórar milljónir manna, að minnsta kosti helmingur þeirra börn, þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Og í nágrannaríkjunum Jórdaníu, Líbanon, Tyrklandi, Írak og Egyptalandi – sem flestir flóttamenn hafa farið til – eigi yfirvöld og hjálparstofnanir á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í stökustu vandræðum með að aðstoða allan þennan fjölda. Þúsund á einni nóttu Talið er að um sjö þúsund flóttamenn fari frá Sýrlandi á degi hverjum að meðaltali. Aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku voru fréttamenn á vegum breska ríkisútvarpsins, BBC, staddir á landamærum Sýrlands og Jórdaníu. Þá nótt töldu þeir fjölda flóttamanna sem lögðu leið sína yfir landamærin. Áður en nóttin var úti höfðu þúsund manns streymt yfir í leit að betra og öruggara lífi í Jórdaníu. Flestir flótta­ menn reyna að komast frá Sýrlandi í skjóli nætur og hafa oft lagt á sig langt ferðalag. „Margir hafa orðið fyrir ást­ vinamissi og orðið vitni að hörmulegu ofbeldi. Sumir þessara flóttamanna þjást af lungnabólgu og öndunar­ færasýkingum. Mér fannst sérstaklega átakanlegt að heyra sumar sögurnar frá börnunum. Þau höfðu falið sig í kjöllurum á meðan heimilum þeirra var rústað. Ekkert annað var í stöðunni fyrir þessi börn og fjölskyldur þeirra en að yfirgefa landið,“ segir David Bell, fréttaritari Guardian, sem hefur fylgst með gangi mála undanfarin misseri. Líf þúsunda í hættu Það er ekki bara ástandið í Sýrlandi sem vekur ugg meðal ráðamanna víða heldur hvernig eigi að aðstoða allan þennan fjölda flóttamanna. Að minnsta kosti tvær milljónir manna eru á vergangi í Sýrlandi og hafast margir við í byggingum sem hafa ver­ ið sprengdar í loft upp. Engin póli­ tísk lausn er í sjónmáli í Sýrlandi og ekki útséð með það hvernig stemma má stigu við flóttamannastraumnum. Fjár munir sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur yfir að ráða til að að­ stoða flóttamennina eru að verða upp­ urnir og áður en langt um líður munu samtökin ekki geta aðstoðað alla sem eru hjálpar þurfi. Þetta þýðir að líf þús­ unda barna er í hættu. n 50 mílur 50 km Heimild: Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tilkynnti á miðvikudag að öldi flóttamanna frá Sýrlandi hefði náð einni milljón. Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi Aleppo Deir al-Zor S Ý R L A N D Damaskus ÍSRAEL SÁDÍ-ARABÍA Gólan-hæðir Flóttamannabúðir Landamæraeftirlit Barátta Tyrkland 185,205 (1. mars) Írak 106,697 (5. mars)Líbanon 332,297 (5. mars) Jórdanía 324,543 (6. mars) Egyptaland 43,531 (5. mars) Þessu til viðbótar hafa 8.262 flótta- menn farið til Afríku. Fjöldi sýrlenskra flóttamanna Svæði flótta- manna Stöðugir bardagar Ófriðarsvæði Svæði uppreisnarmanna Ein milljón á vErgangi Erlent 13Mánudagur 11. mars 2013 Óvenjulegt maraþon Tæplega hundrað og fimmtíu hlauparar frá öllum heimshornum tóku fyrir skemmstu þátt í mara­ þonhlaupi í Síberíu. Það er ekki fyrir hvern sem er að taka þátt í hlaupinu enda fimbulkuldi á svæðinu auk þess sem hlaup­ ið er yfir hið ísilagða stöðuvatn Baikal. Baikal­vatn er stærsta og dýpsta stöðuvatn í heimi en ekki er óalgengt að frost á þessum árstíma fari upp undir 30 gráð­ ur. Fjölmargir breskir hlauparar tóku þátt í hlaupinu en vegna að­ stæðna í hlaupinu tekur allra bestu hlauparana allt að fjórum klukku­ stundum að ljúka við hlaupið. „Mér fannst venjulegt maraþon­ hlaup vera frekar leiðinlegt þannig að ég ákvað að koma hingað og taka þátt,“ segir Alex Teddy frá Oxford í Bretlandi sem tók þátt í hlaupinu í fyrsta skipti nú á dögun­ um. Það var Rússinn Sergei Kalas­ hnikov sem kom fyrstur í mark að þessu sinni eftir þrjár klukkustund­ ir og sjö mínútur. Kom niður eftir 451 dag Umhverfisverndarsinninn Miranda Gibson, sem hefur hafst við uppi í tré í skógi í Tansaníu í 15 mánuði, þurfti að játa sig sigraða á dögunum vegna skógarelda. Gib­ son, sem er 31 árs, byggði sér kofa í trénu í desember 2011 en tréð sem um ræðir er 60 metra hátt. Með þessu vildi hún mótmæla skógarhöggi í skóginum sem er í Styx­dalnum og vekja fólk til um­ hugsunar um áhrif skógarhöggs. Gibson hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína og fékk hún höfðinglegar móttökur frá umhverfisverndarsinnum sem biðu hennar þegar hún kom niður úr trénu. Sem fyrr segir var henni ekki óhætt lengur uppi í trénu vegna skógarelda og mikils reyks sem lagði frá eldunum. Atvinnuleysi minnkar mikið Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið jafn lítið í fjögur ár. Samkvæmt nýjum tölum urðu 236 þúsund ný störf til í febrú­ armánuði og mældist atvinnu­ leysi í lok mánaðarins 7,7 prósent miðað við 7,9 prósent í lok jan­ úarmánaðar. Þessar tölur koma nokkuð á óvart enda höfðu hag­ deildir bandarískra banka á Wall Street gefið út spár sem gerðu ráð fyrir meira atvinnuleysi. Sam­ kvæmt frétt breska blaðsins Tel­ egraph fengu flestir störf í verslun, þjónustu og byggingageiranum í febrúar mánuði. Atvinnuleysi hef­ ur ekki verið jafn lítið síðan í des­ ember 2008, eða skömmu eftir að fjármálakreppan skall á. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Flóttamenn Sawssan Abdelwahab, sem flúði Sýrland, er ein millj- ónar flóttamanna sem hafa yfirgefið Sýrland. Hún sést hér ganga með börnum sínum í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Mynd ReuteRs n Milljón manns hefur flúið ástandið í Sýrlandi n Óttast um framtíðina lótt mannastraumurinn „Margir hafa orðið fyrir ástvinamissi og orðið vitni að hörmulegu ofbeldi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.