Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 10
Þ egar Geir H. Haarde forsætis­ ráðherra ræddi við Davíð Oddsson seðlabankastjóra símleiðis um lánið sem Seðla­ banki Íslands hafði ákveðið að veita Kaupþingi þann 6. október 2008 vissi Geir ekki að ekki að símtal hans og Davíðs væri hljóðritað. Þetta herma heimildir DV. Sú staðreynd að Geir vissi ekki að símtalið var hljóð­ ritað mun vera ein af ástæðum þess að fjárlaganefnd Alþingis hefur ekki fengið aðgang að samtalinu, líkt og hún hefur reynt síðastliðið ár. Áður en Seðlabanki getur veitt fjár­ laganefnd aðgang að símtalinu þarf bankinn meðal annars að bera það undir Geir hvort hann sé samþykkur því að verða við ósk nefndarinnar. DV hefur heimildir fyrir því að Seðlabanki Íslands hafi leitað svara hjá Geir við þessari spurningu en að forsætisráð­ herrann fyrrverandi hafi ekki svarað erindinu. Sama hver vilji Seðlabank­ ans er í málinu þá þarf bankinn að fá þessa heimild frá Geir áður en fjár­ laganefnd getur fengið að kynna sér efni samtalsins. Sú staðreynd að Geir vissi ekki að símtal hans og Davíðs um Kaupþingslánið var tekið upp gerir honum án efa erfiðara um vik að heimila að samtalið við Davíð verði gert opinbert. DV kom skilaboðum til Geirs H. Haarde um að blaðið hefði áhuga á að fá hans útskýringar á símtalinu. Geir hafði ekki samband við blaðið til að tjá sig um símtalið. Vilja fylgja fordæminu úr máli Kings Vilji Seðlabanka Íslands til að veita fjárlaganefnd aðgang að upptökunni kemur skýrt fram í bréfi sem Már Guð­ mundsson seðlabankastjóri ritaði fjár­ laganefnd þann 20. febrúar síðast­ liðinn. Þar segir Már: „Seðlabankinn hefur íhugað hvernig hann geti eigi að síður komið til móts við fjárlaganefnd í þessu máli án þess að brjóta í bága við þagnarskyldu sína. Seðlabankinn er því tilbúinn að hafa svipað fyrirkomu­ lag og haft var gagnvart utanríkis­ málanefnd og fjárlaganefnd varðandi aðra mikilvæga upptöku á símtali.“ Þetta orðalag er meðal annars hægt að skilja sem svo að Seðlabankinn geti fengið tilskilin leyfi og heimildir hjá þeim sem tóku þátt í símtalinu til að veita fjárlaganefnd aðgang að því. Upptakan sem Már vísar til í bréf­ inu er af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyns King, bankastjóra Seðla­ banka Bretlands, í bankahruninu 2008 þar sem þeir ræddu meðal annars um Icesave­reikninga Landsbankans í Bretlandi. Utanríkismálanefnd fékk aðgang að símtalinu á milli þeirra Davíðs og Kings eftir að Seðlabank­ inn veitti nefndinni leyfi til þess eftir að King sjálfur hafði veitt samþykki sitt fyrir því. Nefndarmenn fengu að­ gang að símtalinu, sem skrifað hafði verið upp, á lokuðum fundi, en urðu að skila blöðunum með samtalinu að lestri loknum. Lét King ekki vita Líkt og í tilfelli Geirs lét Davíð ekki vita að símtal þeirra Kings væri hljóðritað. Orðrétt segir um þetta í skýrslu rann­ sóknarnefndar Alþingis. „Endurrit af framangreindu samtali Davíðs Odds­ sonar og Mervyn King ber ekki með sér að Davíð hafi í upphafi samtalsins óskað leyfis Mervyn King fyrir því að fá að hljóðrita það, líkt og skylt er sam­ kvæmt 1. mgr. 48. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Í endurritinu kemur einnig fram að Davíð hafi sérstaklega nefnt að um trúnaðarsamtal væri að ræða, sbr. orð hans („because we are talking 100% in secrecy and private“), og að Mervyn King hafi játað því.“ Svo segir enn frekar að Mervyn King hafi lagst gegn því að símtalið yrði birt í skýrslunni og mun hann hafa bent á það að upptaka á sím tölum á milli seðlabankastjóra sé ekki vanaleg. Rannsóknarnefndin gaf King tækifæri til að hafna birtingu samtalsins með þessum hætti sökum þess að hann var ekki meðvitaður um upptökuna: „Af þeirri ástæðu veitti rannsóknarnefnd Alþingis King tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varð­ andi hugsanlega birtingu efnis úr endurriti samtalsins. Í bréfi sem nefndinni barst frá Graham Nichol­ son, lögfræðingi hjá Seðlabanka Bret­ lands, dags. 17. desember 2009, kemur fram að Davíð hafi ekki upplýst King um fyrirhugaða hljóðritun samtalsins. Hljóðritunin gangi einnig gegn venj­ um í samskiptum milli seðlabanka. Í samtalinu hafi loks komið fram við­ kvæmar upplýsingar um margvíslega banka. Af hálfu Mervyn King sé því lagst gegn birtingu endurritsins.“ King veitti utanríkismálanefnd svo síðar sérstaka heimild til kynna að sér efni samtalsins. Af þessu sést meðal annars að rannsóknarnefndin hefur lofað King að leggjast gegn birtingu símtals­ ins vegna þess að hann vissi ekki að það var tekið upp. Hugsanlegt er að Seðlabanki Íslands horfi einnig á þetta sjónar mið í máli Geirs og Davíðs; að Geir fái að njóta þess að hann var ekki upplýstur um upptökuna þegar sam­ talið átti sér stað. Davíð hafði val DV hefur heimildir fyrir því að sú regla gildi í Seðlabankanum að starfsmenn eigi að nota sérstaka síma sem tengd­ ir eru við upptökutæki þegar þeir ræða um viðskipti bankans. Því hafa starfs­ mennirnir val áður en þeir hringja: Þeir geta annars vegar notað síma sem ekki eru tengdir við upptökutæki og hins vegar síma sem eru þannig að öll símtöl úr þeim eru hljóðrituð. Davíð Oddsson hefur ákveðið í báðum þessum tilfellum, þegar hann ræddi við Geir og Mervyn King, að láta taka samtölin upp og í báðum tilfell­ um hefur hann ekki látið þess getið við viðmælendur sína. Spurningin sem blasir því við er af hverju Davíð gerði það; af hverju lét hann King ekki vita að símtal þeirra væri hljóðritað og af hverju lét hann Geir, þennan póli­ tíska samherja sinn til áratuga, ekki vita heldur? Ætla má að menn séu al­ mennt orðvarari þegar þeir vita að símtöl þeirra eru hljóðrituð en þegar svo er ekki. Kannski hefði Geir talað við Davíð með öðrum hætti um Kaup­ þingslánið ef hann hefði vitað að sam­ talið væri tekið upp. Gagnrýnin skýrsla Þessar upplýsingar um samskipti Geirs og Davíðs koma í kjölfar skýrslu sem fjárlaganefnd vann um lánið frá Seðla­ bankanum til Kaupþings sem gerð var opinber um helgina. Ein af niðurstöð­ unum í þeirri skýrslu er eftirfarandi: „Fyrir liggur að 6. október 2008 lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi hf. 500 milljónir evra til fjögurra daga og við þá lánveitingu hafi lánareglur Seðla­ banka Íslands verið brotnar.“ Lánið frá Seðlabankanum, sem nam 77,5 millj­ örðum íslenskra króna, var með veði í danska FIH bankanum sem var í eigu Kaupþings. Kaupþing féll þremur dög­ um eftir að lánveitingin var veitt og telur fjárlaganefnd að Seðlabankinn muni verða fyrir fjárhagslegum skaða vegna lánsins. Fjárlaganefnd hefur nú, líkt og áður segir, reynt að fá afrit af samtali Davíðs Oddssonar og Geirs. Seðlabankinn hefur ítrekað neitað nefndinni um gögnin á þeirri forsendu að þagnar­ skylda hvíli á bankanum um málið. Í skýrslunni er vitnað í tölvupóst frá Má Guðmundssyni seðlabankastjóra þar sem hann segir að Davíð og Geir hafi rætt um lánveitinguna í símtali. „Mér er tjáð að formaður bankastjórnar hafi átt samráð við forsætisráðherra um lánveitinguna.“ Ekki er útskýrt nánar í skýrslunni hvað Már Guðmundsson átti við með orðinu „samráð“ en fjár­ laganefnd vill fá afrit af samtali þeirra til að ganga úr skugga um það. Ákvörðun bankans borin undir Geir Sjálfur sagði Davíð Oddsson, í Reykja­ víkurbréfi í Mogganum um helgina, að samtalið „dularfulla“ hefði aðeins haft „eina þýðingu“: „Það staðfesti að lánið var veitt með samþykki oddvita ríkisstjórnarinnar, efnahagsráðherr­ ans, þess sem bankinn féll stjórnar­ farslega undir. Um það hefur enginn efast.“ Orð Davíðs má skilja sem svo að símtalið hafi ekki skipt höfuðmáli varðandi þá ákvörðun að lána Kaup­ þingi þessa 77,5 milljarða króna. Símtalið virðist hafa verið formsat­ riði samkvæmt þessu. Þetta þýðir þá að ákvörðunin um að veita Kaup­ þingi lánið hafi verið tekin í Seðla­ banka Íslands og að Davíð hafi síðan borið ákvörðunina undir Geir til stað­ festingar. Líkt og kemur fram í orðum Davíðs þá setti Geir sig ekki upp á móti lánveitingunni. Ef þetta er rétt túlkun, líkt og heimildirnar um lánveitinguna benda til, þá sammæltust Davíð og Geir um lánveitinguna, væntanlega meðal annars á þeim forsendum að lánið gæti hjálpað til við bjarga Kaup­ þingi frá falli. Tveir kostir Þegar þarna var komið sögu, þann 6. október 2008, var íslenska banka­ hrunið hafið. Fjármálaeftirlitið hafði yfirtekið Glitni í lok september 2008 og Landsbankinn var yfirtekinn af stofn­ uninni aðfaranótt 7. september. Kaup­ þing banki var svo yfirtekinn af Fjár­ málaeftirlitinu þremur dögum eftir að lánveitingin var veitt eða þann 9. sept­ ember 2008. Spurningin sem fjárlaganefnd vill reyna að svara með beiðninni um af­ rit símtalsins er meðal annars sú hvort Davíð og Geir hafi í reynd talið að hægt væri að bjarga Kaupþingi frá falli með láninu. Í skýrslunni er því haldið fram að þeir hafi vitað að staða Kaupþings væri erfið og er þeirri staðhæfingu ætlað að varpa ljósi á hversu glórulítil lánveitingin var. Orðrétt segir í skýrsl­ unni: „Ætla má að seðlabankastjóri og forsætisráðherra hafi báðir verið vel meðvitaðir um stöðu Kaupþings hf. 6. október 2008 og að gríðarleg áhætta væri því fylgjandi ákvörðun um að lána bankanum slíka upphæð án full­ nægjandi trygginga.“ Þessi staðhæfing er reyndar ekki bökkuð upp með frekari sönnunum eða tilvitnunum í annaðhvort Davíð eða Geir heldur kemur fram að þær upplýsingar sem nú liggja fyrir um ís­ lenska bankahrunið sýni hversu slæm staða Kaupþings var orðin á þessum tíma. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir um aðdraganda hruns­ ins og falls íslenska fjármálakerfis­ ins má draga þá ályktun að þörfina fyrir þrautavaralánið til Kaupþings 10 Fréttir 11. mars 2013 Mánudagur Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Geir vissi ekki af upptökunni n Símtöl Davíðs Oddssonar við Geir H. Haarde og Mervyn King voru lík að ýmsu leyti „Seðlabankinn varð gjaldþrota Samtalið tekið upp Símtal Davíðs og Geirs um Kaupþingsmálið var tekið upp. Heimildir DV herma að Seðlabankinn hafi beðið Geir um leyfi til að láta fjárlaganefnd fá aðgang að símtalinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.