Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 28
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80 mánudagur og þriðjudagur 11.–12. mars 2013 29. tbl. 103. árg. leiðb. verð 429 kr. Lengi lifi Laddi! Laddi vinsæll n Skemmtikrafturinn Þórhallur sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, nýtur vinsælda sem aldrei fyrr. Einleikurinn Laddi lengir líf­ ið verður frumsýndur þann 5. apríl næstkomandi og var byrjað að selja miða á miðvikudag. Það seldist strax upp á sjö sýningar og var því tveimur sýningum bætt við sem einnig seldust upp. Þrjár sýn­ ingar til viðbótar fóru því í sölu og þykir ekki ólíklegt að einnig seljist upp á þær. Í einleiknum fá áhofendur tæki­ færi til að kynnast manninum á bak við gervin, grínið og grímurnar eins og það er orðað í kynningarefni fyrir sýninguna. „Þvílíkur skandall og sóðaskapur“ n Ruslahaugur á Lágafellsheiði n Komast undan förgunargjaldi Þ etta er ekki í fyrsta skipti sem svona véladrasl er skilið eftir hérna á Lágafellsheiðinni. Þetta er þvílíkur skandall og sóðaskapur, segir Vilhjálmur Ari Arason, læknir og íbúi í Mosfellsbæ. Það blasti heldur ófögur sjón við Vilhjálmi síðustu helgi í reglulegum göngutúr hans um Lágafellsheiði. Gekk hann þá fram á mikinn haug af rusli og úrgangi. „Það er þarna hrúga af hvarfakútum, hljóðkútum, púströrum og ýmiss konar véla­ drasli. Svo er fullt af ruslapokum þarna sem maður veit ekkert hvað er í og húsgögn, sófar og teppi og annað slíkt.“ Vilhjálmur telur ljóst að ein­ hverjir rekstraraðilar leggi það í vana sinn að keyra upp á heiðina, sem er við Lágafellskirkju í Mos­ fellsbæ, rétt ofan við Vestur­ landsveg, og fleygja þar sorpi. „Það er alveg klárt að þetta kemur frá verkstæði en ég veit svo sem ekki hvort þetta kemur allt frá sama að­ ilanum.“ Vilhjálmi þykir sennilegt að aðilar í fyrirtækjarekstri sjái sér hag í því að losa sig við úrgang með þessum hætti og komast þannig hjá förgunargjaldi endurvinnslu­ stöðva. „Það er náttúrulega iðnaðar­ hverfi hérna skammt frá og þar er töluvert af bílaverkstæðum. Ég veit ekki hvort þetta kemur þaðan en mann grunar auðvitað að það sé bara farið með þetta stystu leið,“ segir Vilhjálmur og tekur fram að hann hafi áður gengið fram á sams konar haug af vélarusli. „Það var svipað. Þetta voru svona gírkassar og einhverjir mótorar sem hafði bara verið fleygt þarna. Það er bara til háborinnar skammar að fólk skuli leyfa sér þetta. Ég reikna nú með að bærinn gangi í að hirða þetta. Í fyrra tilvik­ inu hafði ég samband við bæjar­ yfirvöld og þau könnuðust við þetta vandamál, að fólk keyrði þarna upp á heiðina og losaði sig við drasl,“ segir Vilhjálmur. Svæðið sem um ræðir er í grennd við íbúabyggð en á heiðinni hefur um nokkurt skeið verið stunduð endurvinnsla á garðúrgangi. Þar eru einnig garð­ lönd Mosfellsbæjar þar sem íbúar bæjarins geta leigt garðskika til ræktunar á sumrin. n Taktu myndir! Sendu þína veðurmynd á netfangið ritstjorn@dv.is Þriðjudagur Barcelona 14°C Berlín -3°C Kaupmannahöfn 1°C Ósló -3°C Stokkhólmur -1°C Helsinki -9°C Istanbúl 12°C London 2°C Madríd 9°C Moskva -10°C París 2°C Róm x°C St. Pétursborg -7°C Tenerife 20°C Þórshöfn 3°C Veðrið V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u 2 3 2 2 1 1 0 0 2 0 1 -3 2 -3 1 -4 1 -4 2 2 3 2 1 0 1 2 0 2 5 4 3 5 3 2 1 2 2 1 2 0 2 0 1 -3 1 -3 1 -3 1 -5 3 1 2 1 2 0 2 2 2 3 2 4 3 3 3 2 11 0 7 -1 10 -3 6 -2 2 -5 5 -3 5 -4 2 -4 10 2 4 1 4 0 2 2 5 3 8 4 5 2 5 -2 8 -3 6 -5 6 -5 6 -3 1 -6 1 -3 2 -7 2 -5 8 0 1 0 4 -4 2 0 5 1 4 2 9 0 Þri Mið Fim Fös Þri Mið Fim Fös EgilsstaðirReykjavík Stykkishólmur Patreksfjörður Ísafjörður Blönduós Akureyri Húsavík Mývatn Höfn Kirkjubæjarklaustur Þingvellir Hella Selfoss Vestmannaeyjar Keflavík Hægviðri Áfram hægur vindur og bjart að mestu, en norðvestan 5–10 m/s norðaustan til á landinu og lítilsháttar snjómugga. Hiti 0–5 stig sunnan- og vestanlands að deginum, en annars frost 0–6 stig. upplýsingar af vedur.is Reykjavík og nágrenni Mánudagur 11. mars Evrópa Mánudagur Hæg breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Hiti 0–4 stig, en vægt næturfrost. +4° +0° 1 0 08.00 19.17 2 -2 1 3 15 12 -11 -3 11 20 -4 -3 -4 13 vatnselgur Snjó leysir ört eftir hret vikunnar og eru margar ár vatns- miklar. mynd sigTryggur ariMyndin 1 2 3 4 3 3 2 2 11 -8 2 1 1 0 2 1 8 1 3 7 Ófögur sjón Íbúi í Mosfellsbæ gekk fram á mikinn sorphaug á Lágafellsheiði um helgina og er það ekki í fyrsta skipti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.