Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 12
12 Erlent 11. mars 2013 Mánudagur Vilja blátt bann við tyggigúmmí n Bresk miðbæjarsamtök hafa fengið nóg n Fyrirmyndin sótt til Singapore„Það er ógerningur að þrífa þetta allt upp; bæði er það tíma- frekt og ekki síst ógeðfellt.E f fer sem horfir verður Milton Keynes, 226 þúsund manna bær í Buckinghamskíri í Englandi, sá fyrsti í landinu til að banna jórturleður, eða það sem oftast er kallað tyggigúmmí, jafnvel tyggjó. Hver sá sem gripinn er við að japla á tyggigúmmíi mun, ef af verður, verða sektaður á staðnum. Tillaga þessa efnis verður tek­ in fyrir í bæjarráði á næstunni. Að henni standa miðbæjarsamtökin Af­ ter8, en í þeim eiga fulltrúa fjölmörg fyrirtækja í miðbænum. Markmið­ ið með lagasetningunni er að freista þess að draga úr kostnaði sem hlýst af þrifum á gangstéttum sem þaktar eru tyggjóklessum. Samkvæmt frétt Daily Mail um málið var kornið sem fyllti mælinn talning sem leiddi í ljós að á einni gangstéttarhellu í miðbænum, 30 sentímetrum að lengd og breidd, reyndust 22 tyggjóklessur. 19 krónur á hverja klessu Þeir sem tala fyrir málinu segja að tyggjóklessurnar séu plága. Þær fest­ ist við skótau fólks og séu þess utan mikil sjónmengun. Hópurinn, After8, kallar nú eftir sjónarmiðum almennings áður en forsvarsmenn leggja tillöguna fyrir bæjaryfirvöld. Talskona After8, Carmel Blyth, segir í samtali við Daily Mail að út­ reikningar sýni að það kosti tíu pens, jafnvirði 19 íslenskra króna, að fjar­ lægja hverja einustu klessu af gang­ stéttinni. Inni í þeirri tölu eru laun þess sem sér um þrifin og efnin sem notuð eru til verksins. „Það er ógern­ ingur að þrífa þetta allt upp; bæði er það tímafrekt og ekki síst ógeðfellt. Við erum að reyna að vekja fólk til vit­ undar um vandann og hvetja íbúa til að sýna tillitssemi. Þetta er vandamál í miðbæ Milton Keynes en ég er líka á þeirri skoðun að þetta sé vandamál á landsvísu.“ Ár í fangelsi fyrir brot Þó bærinn geti orðið sá fyrsti á Bret­ landseyjum til að banna notkun tyggigúmmís á almannafæri er hug­ myndin ekki ný af nálinni. Í Singa­ pore hefur í níu ár verið bannað að nota tyggjó nema í lækningaskyni. Bannið var sett til að sporna við sóðaskap. Lee Kuan Yew velti fyrst árið 1983 fram þeim möguleika að banna tyggjó, sem var orðið til veru­ legs vansa víða um landið. Fólk var farið að klína notuðu tyggigúmmíi í póstkassa, skráargöt og jafnvel á lyftuhnappa. Það var skilið eftir hvar sem er á svæðum þar sem almenn­ ingur hafði aðgang; jafnt í strætis­ vögnum sem á torgum. Tyggjó­ klessur voru farnar að hafa áhrif á lestarsamgöngur; hurðir voru hætt­ ar að lokast vegna tyggjóklessa, að því er fram kemur í æviminningum Lee Kuan Yew. Það var svo árið 1992 sem bann við tyggigúmmíi var sett á. Eft­ ir nokkurra mánaða aðlögunar­ tíma verslana hvarf vandamál­ ið að mestu, að því er fram kemur á vef alfræðiritsins Wikipedia. Til voru þeir sem reyndu að smygla tyggigúmmíi frá nágrannalandinu Malasíu en ríkis stjórnin tók hart á brotunum. Árið 2004 var slakað lítið eitt á klónni þegar ríkisstjórn­ in tilkynnti að heimilt væri að tyggja gúmmí sem ávísað væri af læknum, til dæmis nikótíntyggjói. Þannig hefur það verið til dagsins í dag. Og sektin fyrir að rjúfa innflutnings­ bannið er ekkert smáræði: Tíu þús­ und dalir, eða 1,2 milljónir íslenskra króna. „Ef þú getur ekki hugsað nema tyggja, fáðu þér þá banana,“ hafði BBC eitt sinn eftir Lee Kuan Yew, þegar tyggjóbannið var til umfjöll­ unar. „Ekki stórt vandamál“ Daily Mail hefur eftir forseta bæjar­ stjórnar, Andrew Geary, að hann geti ekki lofað því að tillagan verði að lögum en segist opinn fyrir öllu. „Ef fólk vill koma með tillögur til okkar þá hlustum við. Það erfið­ asta við svona bann væri að fram­ fylgja því. Ég lít ekki á tyggjóklessur sem stórt vandamál í okkar samfé­ lagi en ef fólk er almennt á því máli, og reynsla annarra sýnir að svona bann hefur áhrif til batnaðar, þá er ég til í að skoða málið.“ n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Jórtrað í hernum Tyggigúmmí nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu, jafnt í íþróttum sem á vígvellinum. Alex Ferguson Knattspyrnustjóri Manchester United, er líklega sá maður á Bret- landseyjum sem frægastur er fyrir notkun tyggjós. Ætli hann klíni því á Old Trafford? Vandamál víða um heim Kínverskir ræstitæknar unnu hörðum höndum, með fremur frumstæðum aðferðum, gegn tyggjóklessum í aðdraganda Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. Bretar íhuga nú að banna jórturleður. Áfram leiðtogi stjórnarandstöðu Aung San Suu Kyi var endurkjörin í embætti leiðtoga Lýðræðis­ fylkingarinnar, stærsta stjórnar­ andstöðuflokksins í Mjanmar, á sunnudag. Tæplega 900 fulltrúar flokksins sóttu flokksþing flokks­ ins og hlaut Aung San Suu Kyi yfir­ burðakosningu í embættið. Flokk­ urinn náði nokkrum fulltrúum sínum á þing í þingkosningunum í fyrra og á flokksþinginu um helgina voru línurnar lagðar fyrir næstu kosningar sem fram fara í landinu árið 2015. Suu Kyi, sem hlaut friðarverð­ laun Nóbels árið 1991, sat í stofu­ fangelsi í nær fimmtán ár eftir að herforingjastjórn Mjanmar, áður Búrma, setti Lýðræðisfylkingu hennar miklar og þröngar skorður. Norðmenn græða á olíunni Norski olíusjóðurinn skilaði 13,4 prósenta ávöxtun á síðasta ári. Þetta er næst besti árangur sjóðs­ ins frá upphafi, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Í fyrra nam tap sjóðsins 2,6 prósentum. Talið er að verðmæti olíusjóðsins nemi nú 450 milljörðum punda, eða tæpum 85 þúsund milljörðum króna. Ástæða þessarar miklu ávöxtunar sjóðsins á síðasta ári er hækkandi verð í hlutabréfum sem sjóðurinn á hlut í. Þá breytti sjóð­ urinn fjárfestingarstefnu sinni og seldi meðal annars stóra hluti í fyrirtækjum á borð við Vodafone, BG Group og ExxonMobil. Nýr forseti kjörinn 14. apríl Venesúelamenn munu ganga til kosninga þann 14. apríl næstkom­ andi þar sem nýr forseti verður kjörinn. Þetta var tilkynnt á sunnu­ dag. Hugo Chavez, sem gegnt hafði embætti forseta frá 1998, lést í síðustu viku eftir baráttu við krabbamein. Samkvæmt ákvæð­ um í stjórnarskrá landsins þarf að halda kosningar innan 30 daga frá fráfalli forsetans. Stjórnarand­ stæðingar í Venesúela fullyrða að yfirvöld hafi brotið gegn stjórnar­ skrárákvæðum þegar varaforseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embættinu. Benda þeir á ákvæði í stjórnarskránni sem kveður á um að forseti þingsins eigi að taka við þegar slíkar aðstæður koma upp. Flest bendir til þess að Maduro, sem verður í framboði þann 14. apríl, verði kjörinn forseti en hann var einn helsti bandamaður og samstarfsmaður Chavez.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.