Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 16
Hafðu stjórn á eigin fjármálum n Þjálfaðu þig upp í að vera skynsamur neytandi Þ að er alltaf skynsamlegt að vera meðvitaður þegar kemur að fjármálum, hver sem inn­ koman er. Gott fjármálalæsi er stór hluti af því að hafa stjórn á eigin lífi. Fyrsta skrefið í því að hafa yfir­ sýn yfir fjármálin er að fylgjast með eyðslunni. Skrá niður öll útgjöld og sjá þannig á hvaða sviðum hægt er að skera niður. Margir sem eyða peningum í óþarfa gera sér illa grein fyrir því. Það kemur oft glögglega í ljós þegar farið er að skrá niður eyðsluna. Ef þú átt varasjóð í banka gættu þess þá að þú ávaxtir aurinn með því að velja rétta reikninginn. Veldu reikning með háum vöxum og fáðu helst óháðan fjármálaráðgjafa til að ráðleggja þér í þeim efnum. Lestu engu að síður vel alla skilmála bank­ ans varðandi reikninginn. Þjálfaðu þig upp að vera skyn­ samur neytandi. Berðu saman verð í verslunum og á vöruflokkum áður en þú heldur af stað í verslunarleið­ angur. Skráðu þig í greiðsluþjónustu hjá bankanum þínum og láttu dreifa stærri útgjöldum yfir árið. Þannig haldast útgjöldin frekar jöfn allt árið og þú getur skipulagt fjármálin betur. Það gefur þér jafnvel tækifæri til að leggja eitthvað til hliðar í varasjóð sem gæti komið sér vel síðar. Annað­ hvort þegar óvænt útgjöld koma upp eða þegar þú vilt einfaldlega gera vel við þig. n Algengt verð 256,8 kr. 255,6 kr. Algengt verð 256,6 kr. 255,4 kr. Höfuðborgarsv. 256,5 kr. 255,3 kr. Algengt verð 256,8 kr. 255,6 kr. Algengt verð 258,9 kr. 255,6 kr. Melabraut 256,6 kr. 255,4 kr. Eldsneytisverð 10. mars Bensín Dísilolía Fékk nýtt rúm sent heim n Lofið fær verslunin Svefn og heilsa en viðskiptavinur er hæst­ ánægður með þá þjónustu sem hann fékk. „Ég keypti rúm hjá þeim í fyrra á 150.000 krónur og er því búinn að eiga það í um það bil ár. Yfirdýnan hefur alltaf verið hálf skrítin og það kom að því að ég prófaði að kvarta yfir henni. Ég sendi myndir af henni í gærkvöldi og sýndi hvað var að. Verslunarstjórinn sendi mér svar í morgun að hún vildi láta mig fá nýtt rúm og spurði hvort ég gæti tekið við því í dag eða á morgun. Ég sagðist geta tekið við því í dag og það stóðst. Rúmið var komið heim og inn í herbergi daginn eftir að ég sendi kvörtunina. Ég er eigin­ lega enn að ná því hvað þetta gekk fljótt fyrir sig og var nákvæmlega ekkert vesen.“ Engin máltíð mánaðarins n Lastið fær American Style fyrir að hætta með máltíð mánaðar­ ins. Viðskiptavinur hafði haft sam­ band og lýst yfir óánægju sinni með þessa ákvörðun. Hann hafi stundum lítið á milli handanna en hafi þó leyft sér í eitt og eitt skipti að lyfta sér upp og kíkja á Stælinn. Hann hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar hann áttaði sig á þessu. DV hafði sam­ band við Amer­ ican Style sem þakkaði fyrir ábendinguna. „Það er aldrei að vita nema mál­ tíð mánaðarins verði aft­ ur á boðstólum.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Fylgstu með eyðslunni Margir eyða í óþarfa án þess að gera sér grein fyrir því. Unnar kjötvörUr erU hættUlegar n Stoðum rennt undir fyrri niðurstöður n Mataræði okkar hefur batnað Þ etta er í sjálfu sér enginn nýr sannleikur. Það er búið að sýna fram á þetta áður svo þessi rannsókn styður bara enn frekar við þá þekkingu, segir Ólafur G. Sæ­ mundsson næringarfræðingur inntur eftir viðbrögðum við rann­ sókn á tengslum milli unninna kjötvara og hjartasjúkdóma og krabbameins. Öfgakenndar mælieiningar Rannsóknin náði til hálfrar millj­ ónar manna í tíu Evrópulöndum sem fylgst var með í þrettán ár. Niðurstöður hennar sýna að fólk sem borðaði mikið af unnum kjöt­ vörum eða meira en 160 grömm á dag var í 44 prósenta meiri hættu á að deyja á þeim árum sem rann­ sóknin stóð en þeir sem borðuðu að hámarki 20 grömm á dag. „Ég hjó samt eftir því hvað það var miðað við svakalega mikla neyslu eða rúm 150 grömm á dag. Ég get ekki ímyndað mér að við séum að borða svona mikið. Ég þekki alla vega ekki einn ein­ asta einstakling sem borðar svona mikið af unnum kjötvörum reglu­ bundið,“ segir Ólafur og bendir á að þetta magn samsvari þremur pylsum á dag. Honum finnist því mælieiningarnar öfgakenndar. í lagi að fá sér pylsu öðru hvoru Það sem gerir unnar kjötvörur svo slæmar er hið mikla magn salts og harðrar fitu og eins og Ólafur nefn­ ir þá eru sterk tengsl á milli salt­ neyslu og hækkandi blóðþrýstings. Einnig hafi menn talið að neysla á harðri fitu hafi neikvæð áhrif á kólesterólbúskap líkamans. Hann ítrekaði þá að í þessari rannsókn væri miðað við mjög mikla neyslu á þessum vörum og segir jafnframt að neyslan hafi verið miklu meiri hér áður fyrr. „Á margan hátt hefur mataræði okkar batnað stórlega, þó það megi gera betur á ýmsum sviðum. Við vitum að mikil neysla á þessum mat hefur slæm áhrif en það er engin ástæða til að sneiða hjá þessum mat algjörlega. Hér á við hinn gullni meðalvegur eins og í svo mörgu öðru. Við þurfum heldur ekki að vera með samvisku­ bit yfir því að setja skinku á brauð barna okkar eða fá okkur pylsu öðru hvoru.“ allur matur unninn að einhverju leyti Ólafur telur erfitt að skilgreina nákvæmlega hvaða matvörur er unnar. „Ef þú færð þér til dæmis grænmetisrétt þá getur verið tölu­ vert salt í honum og um leið og þú steikir fisk eða stráir salti yfir soðna eggið þá ertu kominn með unnin matvæli að einhverju leyti.“ Það er því ekki hægt að sneiða hjá öllum unnum matvælum en fólk sé hvatt til að halda neyslu á mikið unnum mat í lágmarki. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Á heimasíðu World Cancer Research Fund er teknar saman upplýsingar um af hvaða matvælum við ættum að borða mest og hvaða matartegundir við ættum að forð­ ast, viljum við viðhalda heilbrigði og kom­ ast hjá því að fá krabbamein. Þar er fjallað um að nær allur matur sem við borðum hafi verið unninn á einhvern hátt. Það sé gert til að hann sé tilbúnari til matreiðslu eða til að láta hann líta betur út. Þegar talað er um að halda sig frá unnum matvælum er því átt við mat sem er verksmiðjuframleiddur eða mikið unninn, eins og snakk, kex, kökur og skyndibitar svo sem hamborgarar, franskar kartöflur og djúpsteiktur kjúklingur. Eins er átt við þau matvæli sem hafa verið unnin á sérstakan hátt til að auka geymsluþol þeirra. Slíkar aðferðir eru til dæmis reyking, söltun eða viðbætt rotvarnarefni. Mat­ vörur sem tilheyra þessum flokki eru meðal annarra skinka, beikon, spægipylsa, pylsur og bjúgu. Þegar slík matvæli eru unnin missa þau mikið af vökva, trefjum og næringar­ efnum og í stað þeirra eru aukafita, sykur og salt sett í þau. Þetta veldur því að matvælin verða orkuríkari og næringar­ efnasnauðari. Þar af leiðandi getur lítið magn af þeim verið hitaeiningaríkt án þess að vera mettandi. Hollasti maturinn er því sá sem minnst hefur verið átt við og er minnst unninn. Nær allur matur unninn Álegg Rannsakendur segja að pylsur, skinka og beikon og aðrar unnar matvörur virðist auka hættuna á ótímabærum dauða. Gullni meðalvegurinn Ólafur segir að það sé í lagi að neyta unninna kjötvara i hófi. Unnar matvörur Það get­ ur borgað sig að stilla neyslu á unnum kjötvörum í hóf. 16 Neytendur 11. mars 2013 Mánudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.