Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 20
S um tölfræði er sannarlega með Börsungum fyrir seinni leik liðsins í sextán liða úr- slitum Meistaradeildar Evrópu þegar Katalónarnir taka á móti AC Milan og það með tvö mörk í mínus frá fyrri leiknum. Það er að segja að Barcelona hefur ekki tapað neinum úrslita- eða útsláttar- leik á Nou Camp í Meistaradeildinni í heil þrjú ár. En það er önnur hlið á þessum sama peningi; ekki eitt einasta fé- lagslið hefur komist áfram eftir að hafa lent 2–0 undir eftir fyrri leikinn. Mikinn vind þarf í seglin Það er því öllum ljóst að verulega er á brattann að sækja fyrir heimamenn í Barcelona gegn AC Milan eftir út- reiðina á Ítalíu en sá leikur var upp- hafið að afskaplega undarlegu skeiði hjá Spánverjunum sem fram að þeim leik höfðu leikið því sem næst öll lið, bæði heima og í Meistaradeildinni, mjög grátt og farið létt með að margra mati. Það er að segja ef frá er talið óvænt tap fyrir Celtic í Skotlandi sem voru einhver ósanngjörnustu úrslit í boltanum í langan tíma að margra mati. Sár söknuður Í kjölfar 2–0 tapsins fyrir merkilega fersku Milan-liði Berlusconis var sem leikmenn Barca hefðu rekist á vegg og áttað sig á að þeir væru ekki ósigrandi afl. Í kjölfarið vann Barcelona nauman 2–1 sigur á Sevilla í deildinni og tapaði tvisvar í röð fyrir erkifjendum sínum í Real Madrid. Fyrst 1–3 tap á heimavelli í Konungsbikarnum og helgina eftir 2–1 í Madrid. Leikmenn liðsins voru þögulir fyrst um sinn enda ekki haft stórar ástæður til kvartana í langan tíma en að því kom að nokkrir þeirra sögðu söknuð eftir aðalþjálfara liðsins hafa sitt að segja. Bæði Iniesta og Pique sögðu að liðið væri ekki alveg í takti meðan Tito Vilanova væri fjarverandi vegna veikinda. Fjarstýring gegn Mílanó Í ljósi þess að Vilanova fjarstýrði liði sínu gegnum farsíma um helgina í 2–0 sigri gegn botnliði Deportivo virðist það skipta máli enda mátti sjá meiri gleði í leik liðsins nú en undanfarið jafnvel þó margir lykilmenn hafi verið hvíldir. Það var líka ákvörðun Vilanova, sem er að jafna sig eftir skurð aðgerð í New York, hverjir léku þann leik. Hann mun sömuleiðis fjarstýra sínum mönnum annað kvöld gegn Mílanó samkvæmt spænskum miðlum en hann er þó ekki nógu hress enn til að ferðast og enn óvíst hvenær nákvæmlega hann sést stjórna Börsungum á nýjan leik í eigin skinni. Liðin hafa mæst sextán sinnum og í þeim hafa Spánverjarnir haft sigur sex sinnum en Ítalirnir í fimm skipti. n Endastöð fyrir BarcElona 20 Sport 11. mars 2013 Mánudagur n Nýr samningur gæti haft þau áhrif að Ronaldo spili aftur undir stjórn Ferguson Á þessu stigi er það aðeins sterkur orðrómur en ekki er talið með öllu útilokað að Cristiano Ron- aldo muni í nánustu framtíð enn og aftur klæðast búningi síns gamla félags Manchester United. Stutt er síðan Alex Ferguson, stjóri liðsins, var spurður um hugs- anlega endurkomu stjörnunnar til Manchester en Skotinn sagði það af og frá jafnvel þó ekki vantaði áhug- ann af sinni hálfu. Ronaldo væri stór- kostlegur leikmaður og enginn vafi léki á áhuganum. Hins vegar væri það fjarska fráleitt enda laun Ron- aldo gríðarlega há og verðmiðinn langt umfram getu United. Sömuleiðis þykir víst að Ronaldo sjálfum þyki ekki leiðinlegt að spila á ný í búningi United. Hann var hrærð- ur yfir móttökunum fyrir skömmu þegar hann snéri aftur á Old Traf- ford í búningi Real Madrid og eng- um dylst að ánægja hans í Madrid er blendin. Sagan segir að sportvörufram- leiðandinn Nike hafi mikinn áhuga að koma Ronaldo aftur í búning með merki fyrirtækisins og framund- an eru samningaviðræður Nike og Manchester United um áfram- haldandi samstarf. Sömuleiðis er Ronaldo að detta inn í síðustu tvö árin af samningi sínum við Spán- verjana og Real þarf að endurnýja fljótlega eigi þeir ekki að missa leik- manninn sem er vitaskuld eftirsóttur af fjölda félaga. Hugmyndin gengur þannig út á að samningur Nike við United verði þannig úr garði gerður að þeir greiði hluta af kaupverði Ronaldo frá Real og jafnvel hluta af launum hans sömuleiðis á móti enska liðinu. Er þetta sagt mögulegt en ekki endilega líklegt en það þarf þá að gerast áður en Ronaldo fellst á nýjan samning á Spáni. n Hvar er gamli Fabregas? Varaþjálfari Barcelona, Jordi Roura, þurfti að gera svo vel og verja val Cesc Fabregas í lið sitt um helgina gegn Deportivo fyrir katalónskum blaðamönnum sem komnir eru á þá skoðun að hann sé einfaldlega ekki að leika nógu vel til að verðskulda sæti í liðinu. Roura sagði alla ánægða með kappann en það fer vart fram hjá þeim er muna eftir honum í að- alhlutverki hjá Arsenal að hann hefur aldrei náð sama takti hjá Barcelona. Honum til varnar er hann þó yfirleitt að spila annað hlutverk og honum er þvælt tölu- vert milli staða á vellinum. Funheitur Tevez Ef hann leikur alltaf svona vel eftir að hafa lent upp á kant við lög- regluna má hann falla oftar í þá gryfju, sagði stjóri Manchester City í gríni eftir 5–0 stórsigur sinna manna á Barnsley í átta-liða úr- slitum ensku bikarkeppninnar um helgina. Þar var Mancini að tala um Carlos Tevez sem fór á kost- um, skoraði þrennu og lagði upp hin tvö mörk liðsins. Fyrr í síð- ustu viku var Argentínumaðurinn handtekinn vegna gruns um að hafa ekið bíl án leyfis en skírteinið missti hann fyrir nokkru. Sæll eftir stífa meðferð Fyrrverandi knattspyrnusnillingur- inn Paul Gascoigne er kominn heim á ný eftir stífa mánaðarlanga áfengismeðferð í Bandaríkjunum en kappinn var kominn að fótum fram í byrjun ársins og drakk þá svo stíft og mikið að vinir og vanda- menn óttuðust um líf hans. Sjálfur segist hann staðráðinn í að vinna bug á áfengisdjöflum sínum og gengur bærilega. En það er reyndar er ekki í fyrsta skipti sem kappinn segir það. Casillas nýtur stuðnings Það kemur eflaust einhverjum spánskt fyrir sjónir að sú liðs- treyja Real Madrid sem best selst að frátalinni treyju Ronaldo er peysa markvarðarins Iker Casillas. Casillas-treyjur seljast í bílförm- um í verslunum félagsins og eru þeir tveir langvinsælastir meðal aðdáenda. Aðrir hverra peysur seljast vel eru Sergio Ramos og Mesut Özil. Casillas er óðum að ná sér eftir meiðsli og ætti að hirða markmannsstöðuna af Diego Lopez fljótt og örugglega. Cristiano aftur til Englands Orðrómur á kreiki um að verið sé að véla um að fá hann aftur. n Duga Messi og 90 þúsund öskrandi aðdáendur til að fleyta Barca áfram? Meistaradeildin Mörk alls Barcelona 11 / AC Milan 7 Alls skot á mark Barcelona 61 / AC Milan 46 Alls brot Barcelona 46 / AC Milan 78 Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Á skítugum skónum Börsungar steinlágu í Mílanó gegn frískum heimamönnum sem aldrei gáfu færi. Útilokar ekki að spila aftur fyrir United Bjargvætturinn Öll met eru lítils virði, segir Leo Messi, ef lið hans fellur út í 16 liða úrslit- um Meistaradeildarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.