Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 22
Í fyrra var frumsýnd kvikmyndin On the Road, byggð á hinni víð- frægu bók með sama nafni eft- ir bandaríska rithöfundinn Jack Kerouac. Þetta er nýjasta kvik- mynd brasilíska leikstjórans Wal- ter Salles en hann kom hingað til lands á sínum tíma í tilefni frum- sýningar á kvikmynd hans The Motorcycle Diaries. On the Road var frumsýnd á Cannes- hátíðinni í fyrra þar sem hún keppti um Palme d‘Or verðlaunin. Græna ljósið mun sýna hana hér á landi og verður hún frumsýnd í kvik- myndahúsum föstudaginn 22. mars. Skrifuð í vímuefnarúsi Þegar bókin On the Road kom út árið 1957 hafði hún fljótlega gríðarleg áhrif á vestræna menn- ingu og bókmenntir en hún er talin vera eins konar heróp „beat“-kyn- slóðarinnar. Þetta var hópur ungra og rótlausra eftirstríðsrithöfunda og skýjaglópa sem höfnuðu fylgi- spekt og neysluhyggju hins banda- ríska samfélags, fundu hugarfró í nautnahyggju og sóttust stöðugt eftir frelsi og svörum við spurn- ingum lífsins. Í því ljósi var „beat“- kynslóðin undanfari hippakyn- slóðarinnar sem kom fram á áratugnum eftir það. Á sjötta ára- tugnum voru stór skref stigin fyrir mál- og prentfrelsi Vesturlanda þegar höfuðverk stefnunnar Howl eftir Allen Ginsberg og Naked Lunch eftir William S. Burroughs áttu að vera bönnuð en voru það sem betur fer ekki. Bækur þess- ar voru taldar klúrar vegna þess að þær fjölluðu um meðal annars vímuefnanotkun og kynlíf. Það að þessar tvær bækur fengu að koma út lagði grunninn að því að prent- frelsi yrði náð í Bandaríkjunum, þó margir telji eflaust að því hafi ekki enn verið náð til hlítar. Í On the Road blandar Kerouac saman skáldskap og eigin reynslu og fjallar um ferðalög sín um Bandaríkin á fimmta áratugnum. Ferlið á bak við bókina var langt og erfitt en eftir að hafa hripað á miða og í dagbækur, tók Kerouac loks bókina saman í vímuefnarúsi á þremur vikum og skrifaði upp- runalegt uppkast á 35 metra langa pappírsrúllu. Kerouac er þekktur fyrir hraðan og flæðandi prósa en stíllinn er undir beinum áhrifum frá spuna og flæði djassins. Burroughs og Mortensen ekkert líkir Kvikmynd eftir On the Road hefur verið í bígerð í ótrúlega langan tíma. Til dæmis skrifaði Kerouac stórleikaranum Marlon Brando bréf á útgáfuári bókarinnar og lagði til að Brando og Kerouac sjálfur myndu leika aðalhlut- verkin. Ekkert varð úr þeirri hug- mynd en leikstjórinn Francis Ford Coppola keypti réttinn árið 1979 og stóð það alltaf til hjá honum að gera myndina. Coppola sá The Motorcycle Diaries árið 2004 og réð þá Walter Salles til að leikstýra myndinni. Samkvæmt Salles vakti bókin áhuga hans vegna þess að hún fjallaði um fólk sem „var að reyna að brjóta sér leið inn í sam- félag sem var gjörsamlega órjúf- anlegt.“ Jafnframt sagðist hann hafa viljað „fjalla um kynslóð sem stangaðist á við eigið samfélag“. Úrvals leikaralið er í myndinni en leikararnir ungu Sam Riley og Garrett Hedlund leika aðalpersón- urnar Sal Paradise og Dean Mor- iarty, en Kerouac viðurkenndi að Sal Paradise væri í raun hann sjálfur og Dean Moriarty góðvinur hans, skáldið Neal Cassady. Tom Sturridge leikur Carlo Marx sem byggður er á Allen Ginsberg og Viggo Mortensen leikur Old Bull Lee, sem byggður er á William S. Burroughs (þó skal vakin athygli á því að Mortensen og Burroughs eru eiginlega ekkert líkir!) Þá leikur Kristen Stewart, sem gerði garðinn frægan í Twilight-myndunum, hlutverk Marylou í myndinni. Ljóst er að On the Road verður skylduáhorf fyrir bæði bók- mennta- og kvikmyndaáhuga- menn hér á landi. n Undirbúningur í fullum gangi n Lokahönd lögð á heildarútlit Reykjavik Fashion Festival N æstkomandi laugardag verð- ur haldinn hátíðlegur stærsti tískuviðburður Íslands, Reykjavik Fashion Festival (RFF) þar sem Andersen & Lauth, Ella, Farmers Market, Huginn Mun- inn, Jör By Guðmundur Jörunds- son, Mundi, 66°N og Rey munu kynna næstkomandi haust- og vetralínur. Hátíðin verður haldin í tónlistarhúsi Hörpu. Undirbúningur fyrir RFF gengur vel og í gær fór fram mátun þar sem hönnuðir, stílistar, fyrirsætur, hárgreiðslu- og förðunarfólk kom saman til að leggja lokahönd á heildarútlit hverrar sýningar fyrir sig og upplifa stemninguna sem fylgir RFF. Hægt er að kaupa miða á hátíðina á midi.is. kristjana@dv.is Fyrirsætur og föt Skipulag hverrar sýningar hengt upp á vegg RÓTLAUS Á VEGUM ÚTI n Loksins gerð kvikmynd byggð á bókinni On the Road sem kom út árið 1957 Jack Kerouac Hann hefur verið kallaður höfuðskáld „beat“-kynslóðarinnar ásamt Allen Ginsberg og William S. Burroughs. Kominn tími til On the Road verður sýnd hér á landi þann 22. mars. 22 Menning 11. mars 2013 Mánudagur Þórður Ingi Jónsson blaðamaður skrifar thordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.