Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 11. mars 2013 Mánudagur
Vill vinna með Framsókn
n Halldór Gunnarsson í Holti fer fyrir nýjum stjórnmálaflokki
H
alldór Gunnarsson, fyrrverandi
sóknarprestur í Holti, fer fyr
ir nýjum stjórnmálaflokki sem
berst fyrir heimilin og bætta
fjárhagsstöðu þeirra. Flokkurinn hef
ur það sem meginmarkmið að vinna
með Framsóknarflokknum að lokn
um kosningum. „Því hann einn hefur
þorað að setja fram áherslu um það að
þessi mál séu í forgrunni,“ sagði Hall
dór í viðtali í Silfri Egils á sunnudag
þar sem greint var frá framboðinu.
Ekki er langt síðan Halldór sagði
sig úr Sjálfstæðisflokknum en hann
bauð sig fram gegn Bjarna Benedikts
syni, formanni flokksins, á landsfundi
Sjálfstæðismanna í febrúar síðastliðn
um. Þar hvatti hann hins vegar flokks
menn til að fylkja liði og kjósa Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur, varaformann
flokksins, sem nýjan formann þrátt
fyrir að hún hefði ekki gefið kost á sér.
Flokkurinn sem Halldór fer nú
fyrir, sem talsmaður, ætlar að berj
ast fyrir aðgerðum í þágu skuldsettra
heimila, stefnu sem hann talaði fyr
ir innan Sjálfstæðisflokksins en fékk
ekki brautargengi. Eftir að hafa talað
fyrir þeirri stefnu innan síns gamla
flokks segir hann að ungt fólk hafi
komið að máli við sig og beðið hann
um að gerast talsmaður þessa nýja
framboðs.
Halldór sagði í viðtalinu að allir
þeir sem berjast fyrir fjármál heimil
anna og nýju Alþingi séu velkomnir í
flokkinn. „Við viljum gefa fólki, sem er
búið að gefast upp á þinginu, sem er
með aðeins tíu prósent traustsyfirlýs
ingu til þingsins, tækifæri til að gera
uppreisn á löglegan og réttan hátt,“
sagði hann. n
Tekinn á 171
kílómetra hraða
Lögreglan á Suðurnesjum hafði
hendur í hári sautján ára öku
manns aðfaranótt sunnudags eftir
að bifreið hans mældist á 171 kíló
metra hraða. Bifreið ökumannsins
unga var stöðvuð á Reykjanesbraut
en hámarkshraði á þessum kafla
brautarinnar er 90 kílómetrar á
klukkustund. Fjórir farþegar voru
í bifreiðinni og voru þeir allir á
sama aldri og ökumaðurinn.
Lögregla svipti manninn öku
réttindum til bráðabirgða en hann
reyndist ekki vera undir áhrifum
áfengis eða fíkniefna. Foreldrar
sóttu ungmennin á lögreglustöð
ina í Keflavík.
Snarpur
jarðskjálfti
Jarðskjálfti sem var 3,8 að stærð
varð um það bil 14 kílómetrum
norðvestur af Gjögurtá aðfara
nótt sunnudags. Samkvæmt upp
lýsingum frá Veðurstofu Íslands
varð skjálftinn klukkan 01.13 en
svæðið sem skjálftinn varð á er
í svokölluðum Eyjafjarðarál þar
sem stór jarðskjálfti varð í október
síðastliðnum. Nokkrir minni
eftir skjálftar fylgdu í kjölfarið. Að
sögn Veðurstofu Íslands bárust
tilkynningar frá Siglufirði, Ólafs
firði, Dalvík og Húsavík frá fólki
sem fann fyrir skjálftanum.
Ólafía á
Beinni línu
Ólafía B. Rafnsdóttir, sem er
í framboði til formanns VR,
verður á Beinni línu DV.is á
morgun, þriðjudag, klukkan
13. Ólafía, sem er einn reynd
asti kosningastjóri landsins,
mun svara þeim spurningum
sem brenna á lesendum. Hún
mun etja kappi við Stefán Einar
Stefánsson, núverandi formann
VR, um formannsstólinn en
kosningar hófust á fimmtudag
og þeim lýkur á föstudag. Þess
má geta að DV bauð Stefáni
Einari að koma á Beina línu en
hann hafnaði boðinu.
Fjármál heimilanna Halldór segir að
flokkurinn ætli að berjast fyrir aðgerðum í
þágu skuldsettra heimila. Mynd SiGtryGGur Ari
F
yrrverandi þingmenn og að
ilar úr Vinstri grænum hafa
myndað sérframboð undir
forystu Jóns Bjarnasonar, Atla
Gíslasonar og Bjarna Harðar
sonar. Hreyfingin hefur fengið
nafnið Regnboginn. Sótt verður um
listabókstaf í dag, mánudag, eða á
morgun fyrir framboðið en hópurinn
hefur augastað á listabókstafnum
J. Um er að ræða félagshyggjuflokk
sem berst gegn Evrópusambands
aðild og er stefnt að framboði í öllum
kjördæmum.
Jón og Atli í forystu
„Við erum í þessu ég, Jón Bjarna
son, Atli Gíslason, Haraldur
Ólafsson veður fræðingur og Guð
mundur Brynjólfsson, rithöfundur
á Eyrabakka, Baldvin Sigurðsson,
í flughöfninni á Akureyri, og Anna
Ólafsdóttir Björnsson, fyrrverandi
þingmaður Kvennalistans,“ segir
Bjarni aðspurður hverjir séu í hópn
um. Bjarni segir fleiri nöfn eiga eftir
að koma fram á næstu dögum. „Það
er nú stór hópur en við erum ekki
farin að raða ákveðið á listana.“ Ekki
liggur fyrir hvenær klárað verður að
raða á lista en framboðsfrestur fyrir
alþingiskosningarnar rennur út 12.
apríl en kjördagur er rúmum tveimur
vikum síðar.
Bjarni staðfestir þó að hann muni
sjálfur vera á lista flokksins fyrir
kosningarnar en hann sat í tvö ár á
þingi fyrir Framsóknarflokkinn áður.
„Já, það er líklegt að ég muni leiða
hér í Suðurkjördæmi,“ segir hann
aðspurður um eigin framboð. Hann
segist vera tilbúinn í kosningaslag en
segir flokkinn ekki vera á leið í um
fangsmikla kosningabaráttu. „Við
munum ekki fara út í hástemmda
kosningabaráttu um loforð um ís
handa öllum eða stórum peningum.
Það er ekki stefnt á það.“
Vinstriflokkur andsnúinn ESB
„Hreyfingin er staðsett félagshyggju
megin,“ segir Bjarni aðspurður hvort
flokkurinn sé vinstriflokkur. „Þrátt
fyrir gríðarlega grósku í stjórnmál
um á þessum vetri og marga aðgerða
hópa þá hefur í rauninni stefnt í það
í þessum kosningum – og það er svo
lítið það sem rekur okkur af stað – að
það sé enginn valkostur fyrir ESB
andstæðinga vinstra megin við miðju.
Við teljum það ekki nógu góðan kost
og mikið af þessum af nýju framboð
um hafa ýmist hallast að stefnu Sam
fylkingarinnar í þeim efnum eða eru
hinum megin á rófinu, sem er allt
gott um að segja, eins og flokkur Guð
mundar Franklíns, Hægri grænir.“
Bjarni segir það fyrst og fremst vera
fyrrverandi félaga úr Vinstrihreyf
ingunni grænu framboði sem hafi
verið hvatningin að baki Regnbog
anum. „Við höfum fundið fyrir mik
illi hvatningu frá þeim stóra hópi sem
hefur yfirgefið VG á kjörtímabilinu
og við eigum þar mikinn stuðning,“
segir Bjarni. „Það má segja að þetta
hafi ekki farið mikið út fyrir þann hóp.
Þetta er hópur sem tengist villiköttun
um, eins og Jóhanna Sigurðar dóttir
kallaði hópinn, sem hefur komið að
þessu, og þaðan er mikil hvatning.“
VG ekki valkostur
Bæði Jón og Atli voru kjörnir á þing
fyrir Vinstri græn og starfaði Bjarni
sem upplýsingafulltrúi í ráðuneyti
Jóns þegar hann var sjávarútvegs
og landbúnaðarráðherra. Þeir gefa
hins vegar lítið fyrir Evrópustefnu
Vinstri grænna sem ályktuðu á síð
asta landsfundi sínum að þrátt fyrir
andstöðu sína við Evrópusambandið
ætti að ljúka aðildarviðræðunum.
„Ég tel að í stjórnmálum séu menn
dæmdir af verkum sínum en ekki
orðagjálfri,“ segir Bjarni sem segir
að stuðningur þingmanna Vinstri
grænna við aðildarferlið á yfirstand
andi kjörtímabili sýni hvar áherslur
flokksins eru í raun í Evrópumál
um, sama hvað segir í ályktunum.
„Ef menn telja eitthvað og fara ekki
eftir því heldur breyta þvert á það þá
hlýtur maður að efast um hvað það
er mikil alvara á bak við slík orð.“ n
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
n Jón Bjarnason og Evrópuandstæðingar úr VG bjóða fram í apríl
„ Já, það er líklegt
að ég muni leiða
hér í Suðurkjördæmi.
Regnboginn
til höfuðs VG
Þessir eru með
listabókstaf
Sautján stjórnmálaflokkar og hreyfingar
hafa fengið úthlutað listabókstaf fyrir
komandi kosningar. Ekki eru þó allir
þeirra sem koma til með að bjóða fram í
þingkosningunum. Frjálslyndi flokkurinn
er til að mynda hluti af Dögun, sem
er með sér listabókstaf, og ekki er að
stefnt að framboði hjá Samstöðu, flokki
Lilju Mósesdóttur þingkonu. Við þennan
lista munu svo félagarnir í Regnbog
anum bætast en tveir aðrir flokkar,
Landsbyggðaflokkurinn og óstofnaður
flokkur Halldórs Gunnarssonar, fyrrver
andi sóknarprests í Holti, hafa boðað
framboð og gætu því líka bæst við.
A-listi: Björt framtíð
B-listi: Framsóknarflokkur
C-listi: Samstaða – flokkur
lýðræðis og velferðar*
D-listi: Sjálfstæðisflokkur
E-listi: Bjartsýnisflokkurinn
F-listi: Frjálslyndi flokkurinn*
G-listi: Hægri grænir, flokkur
fólksins
H-listi: Húmanistaflokkurinn
I-listi: Lýðveldisflokkurinn
K-listi: Framfaraflokkurinn
L-listi: Lýðræðisvaktin
P-listi: Lýðræðishreyfingin
R-listi: Alþýðufylkingin
S-listi: Samfylkingin
T-listi: Dögun – stjórnmálasamtök
um réttlæti, sanngirni og
lýðræði
V-listi: Vinstrihreyfingin –
grænt framboð
Þ-listi: Píratar
*Bjóða ekki fram í kosningunum 27. apríl
Hætti Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, gekk úr Vinstri grænum fyrr í vetur. Hann undir
býr nú sérframboð ásamt þeim Bjarna Harðarsyni og Atla Gíslasyni. Mynd Eyþór ÁrnASon
Sjálfur fram Bjarni Harðarson, fyrr
verandi þingmaður Framsóknarflokksins,
kemur til með að leiða framboðið í Suður
kjördæmi. Mynd SiGtryGGur Ari