Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 18
18 Lífsstíll 11. mars 2013 Mánudagur
S
tefán Árni Þorgeirsson
var einn af meðlimum
GusGus frá árinu 1995 til
2001. Stefán söðlaði um og
starfar við kvikmyndagerð
og kennir hugleiðslu fyrir karlmenn
í dag við góðar undirtektir. Stef-
án hefur stundað hugleiðslu síðan
1999 og hefur sótt kennsluréttindi
fyrir Modern-Day Meditation- og
Breaktrough Breathwork-hug-
leiðsluaðferðir. Hann er kvæntur
Tristan Gribbin, en hún kennir hug-
leiðslu fyrir konur í Baðhúsinu sem
hefur notið mikilla vinsælda, enda
ekki um hefðbundna tíma að ræða.
Hjónin fluttu til Los Angeles árið
2001 og bjuggu þar í fjögur ár og
hafa búið víðs vegar um heiminn en
fluttu til Íslands í ágúst síðastliðn-
um. DV spjallaði við þennan fjöl-
hæfa og orkumikla mann á dögun-
um.
Lét drauminn rætast
„Ég hætti í GusGus árið 2001. Þá
vorum við búin að starfa síðan 1995,
gefa út tvær plötur með tilheyr-
andi tónleikaferðalögum og það var
kominn tími til að snúa sér að öðr-
um málum, sem var fyrst og fremst
kvikmyndagerðin og að láta draum-
inn rætast að flytjast til útlanda. En
þegar út var komið, þá hægt og bít-
andi breyttist fókusinn frá „heims-
yfirráðum eða dauða“ svo ég vitni í
einn læriföður okkar á þeim tíma,
Einar Örn, og yfir í „sjálfsyfirráð, líf
og dauði.“ Mikilvægt að halda dauð-
anum þarna inni ennþá, þar sem
hann verður víst ekki flúinn,“ segir
Stefán þegar hann er spurður út í
GusGus-tímabilið.
Hvernig datt þér í hug að setja
saman námskeið í hugleiðslu aðeins
fyrir karlmenn?
„Eftir að Tristan byrjaði að halda
hugleiðslu fyrir konur með fínum
árangri, þá fór ég að skoða þetta og
sá að kynjaskiptingin var kannski
að hjálpa fólki til að komast dýpra í
hugleiðslunni. Við sem manneskj-
ur leikum ýmis hlutverk, ég er eigin-
maður, elskhugi, faðir, sonur, bróðir,
kvikmyndagerðarmaður og svo
framvegis. Við leikum þessi hlut-
verk oft og tíðum örlítið öðruvísi eft-
ir því hver mótleikarinn er. Til dæm-
is er auðveldara á einn hátt fyrir mig
að ræða við aðra kvikmyndagerðar-
menn vegna þess að við höfum allir
eitthvað sameiginlegt. Nú eða þegar
ég hitti aðra feður í skólanum. Það
er auðveldara að tengja við fólk
þegar við finnum samsvörun.
Mér datt því í hug að þetta gæti
kannski hjálpað, ef menn koma
saman til að hugleiða, þeir geta rætt
sína upplifun kannski á aðeins öðr-
um nótum heldur en ef hópurinn er
blandaður. Svo gæti það líka hjálpað
að þurfa ekki að huga að kynorkunni
meðan á hugleiðslunni stendur. En
ég lít á þetta sem tímabundna til-
raun, við bjóðum konur velkomnar
örugglega áður en langt um líður.“
Konur opnari en karlar
Finnst þér karlmenn takast öðruvísi
á við þessi mál en konur og að hvaða
leyti þá?
„Mér finnst konur almennt
opnari til að tjá tilfinningar sínar.
Þær liggja síður á skoðunum sínum
og eins og við vitum sem erum í
sambandi, þá láta þær okkur heyra
það ef eitthvað bjátar á og ef eitthvað
er að trufla þær. Þetta er að sjálf-
sögðu misjafnt en svona almennt
held ég þó að þetta sé raunin.“
Við karlmennirnir erum hins
vegar stanslaust að reyna að vera
sterkir, sjá fyrir heimilinu, standa
okkur í vinnu, vera sterkir fyrir kon-
urnar okkar í stað þess að sýna tilf-
inningarnar líkt og þær gera, því svo
sannarlega bera þær lífið á herðum
sér líkt og við. Við sitjum á tilfinn-
ingum okkar og reynum að stjórna
þessu á yfirborðinu. Við höldum að
það skipti máli hvernig þetta lítur
út á yfirborðinu. Ef allt lítur út fyrir
að vera í lagi, þá hlýtur allt að vera
í lagi. En því miður þá sitjum við á
eldfjalli sem þarf að horfast í augu
við fyrr eða síðar. Hugleiðslan sem
ég kenni tekur á þessu vandamáli,
þar er grundvöllur, rými, frelsi og
öryggi til að finna þær tilfinningar
sem hver og einn þarf að finna.
Þetta snýst allt um meðvitund og til
að öðlast meðvitund um hvað býr
innra með manni þá þarf maður að
finna það, skoða það, upplifa það ,
án þess að gera aðra hluti á sama
tíma eins og að horfa á sjónvarpið,
vera á kaffihúsi eða hvað annað sem
við gerum til að færa athyglina yfir
á tímabundin þægindi til að forðast
vandamálið.“
Tölum um andleg málefni
Nú starfið þið hjónin við það sama,
er bara talað um hugleiðslu heima?
„Við erum fimm manna fjöl-
skylda og börnin öll á misjöfnum
aldri þannig að umræðuefnið er
margvíslegt. En við Tristan að sjálf-
sögðu tölum mikið um andleg mál-
efni okkar á milli eins og til dæmis
hvað er að gerast hjá okkur persónu-
lega, hvaða erfiðleika við horfumst í
augu við á hverjum tíma og hvern-
ig við tökum á þeim. Nú og svo hvað
færir okkur innblástur, bækur sem
við erum að lesa og svo framvegis.
Tristan deilir með mér einhverju
skemmtilegu af Facebook til dæmis
þar sem ég er ekki meðlimur í þeim
ágæta hópi.“
Að vera opinn
Hvernig fer svona tími fram?
„Hugleiðslan skiptist í fjóra
þætti, og ég útskýri og ræði alltaf
þá þætti í upphafi tímans. Fyrsti
hlutinn snýst um að opna hjartað,
opna hugann, opna sálu sínu svo að
segja. Hugmyndin er í raun að losa
um og sleppa frá sér tilfinningum
sem standa í vegi fyrir því að maður
sé opinn. Eins og allir hafa upplifað
þá er maður annaðhvort opinn eða
lokaður á hverju augnabliki lífsins.
Að vera opinn þýðir að kærleikurinn
flæðir frjálst til og frá hjartanu, til og
frá manni sjálfum og til annarra í
kringum mann.“
Vilji er allt sem þarf
„Hver kannast ekki við að finna fyrir
hlýju til einhverrar manneskju og svo
kannski gerist eitthvað sem bindur
enda á þá hlýju – manneskjan segir
eitthvað sem manni líkar ekki við – þá
er maður lokaður þangað til eitthvað
breytir því á ný. Fyrsti hluti hugleiðsl-
unnar er notaður til að hleypa þess-
um tilfinningum út, losa um hnút-
ana – sleppa takinu, getum við sagt.
Það er gert með því einblína á tvennt:
Löngun eða vilja sinn til að breyta,
losa, sleppa og finna það sem býr
innra með manni. Viljinn eða löngun
mannsins er það sem drífur líf hvers
og eins áfram, það sem gerir það að
verkum að við gerum nokkurn skap-
aðan hlut, hvort sem það er að kaupa
okkur nýjar buxur eða að eignast
barn. Það sama á við í hugleiðslu, vilj-
inn til að finna, viljinn til að fara inn
á við verður að vera til staðar og not-
aður.“
Traust er mikilvægur þáttur
„Hitt sem þarf er traust. Maður verður
að treysta því sem kemur upp. Treysta
því sem verður á vegi manns þegar
byrjað er að kafa inn á við. Það er ekki
óalgengt að það sé hræðsla við það, en
það er einungis sökum þess að það er
manninum eðlislægt að vera varkár
og varasamur þegar eitthvað óþekkt
verður á vegi okkar. Traust er lykil-
atriði þegar kemur að lífinu. Maður
verður að treysta lífinu, treysta sjálfum
sér, treysta öðrum. Vantraust býr í lok-
uðu hjarta, traust býr í opnu hjarta.“
Ró opnar fyrir flæðið
„Annar hluti hugleiðslunnar er lík-
ari því sem við þekkjum sem hug-
leiðslu. Það er ró. Að róa hugann,
róa tilfinningarnar, róa líkamann.
Að finna þá ró og sitja í þeirri ró. Þá
er sál okkar opin, við einblínum á
að vera opin, ekkert annað. Allt sem
gerist í því ástandi er handan við
hugann. Í þessu huglæga ástandi
náum við að kúpla okkur frá þess-
um endalausa hlutverkaleik sem við
leikum í lífinu.“
Hugsaðu af viti
„Þriðji hlutinn er svo hugsun. Þá
notum við hugann til að skoða eitt-
hvað sem liggur á hjarta hvers og
eins. Hver og einn hefur eitthvað
sem þarfnast umhugsunar. Hvað er
betra ástand til að hugsa af viti en
eftir að við höfum dvalið í djúpri ró
sálar okkar? Í því ástandi erum við
að nota hugann, í stað þess að hug-
urinn eða tilfinningarnar stjórni för.“
Hröð leið til sjálfsmeðvitundar
Hvað hefur hugleiðsla gert fyrir þig
persónulega?
„Hugleiðsla hefur verið minn frels-
unarengill. Á yngri árum var ég
gjarna þjakaður af spurningum eins
og „hver er ég?“ Ég fór í heimspeki
til að reyna að varpa ljósi á þetta
og að reyna að skilja þennan harða
heim. Það var hins vegar ekki fyrr en
ég fór að hugleiða að ég uppgötv-
aði að hinn raunverulegi sannleikur
liggur dýpra en vitsmunir okkar eiga
nokkurn tímann eftir að skilja. Skiln-
ingur á þessu kemur með aukinni
sjálfsmeðvitund og guðsvitund eða
alheimsvitund, helst hönd í hönd
við sjálfsvitund. Hraðasta leiðin til
sjálfsmeðvitundar sem ég þekki er
að stunda hugleiðslu.“
Þeir sem vilja kynna sér aðferðir
Stefáns geta kíkt á facebook.com/
ModernDayMeditationIceland/ev-
ents. n
Við sitjum á eldfjalli
n Stefán, kenndur við GusGus, kennir körlum hugleiðslu
„Traustur hópur
manna hefur kom-
ið aftur og aftur í hug-
leiðslutíma hjá mér. Það
hlýtur að þýða að þeir fái
eitthvað út úr þessu.
Íris Björk Jónsdóttir
blaðamaður skrifar iris@dv.is „Hugleiðsla
hefur verið
minn frelsunarengill
Stanslaust að reyna að vera sterkir
„Við karlmennirnir erum hins vegar stans
laust að reyna að vera sterkir, sjá fyrir
heimilinu, standa okkur í vinnu, vera sterkir
fyrir konurnar okkar í stað þess að sýna til
finningarnar líkt og þær gera.“ Mynd SigTRygguR ARi