Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 11. mars 2013 Greiddu meira en þeir höfðu í laun n Hrein eign hverrar fjölskyldu sem greiddi auðlegðarskatt var að meðaltali 513 milljónir A f þeim fjölskyldum sem greiddu auðlegðarskatt á síð- asta ári voru 2,6 prósent sem ekki töldu fram neinar skatt- skyldar tekjur hér á landi. Meðaltal hreinna eigna þessara fjölskyldna var 515 milljónir króna í árslok árið 2011. Þetta kemur fram í svari Katrínar Júl- íusdóttur, fjármála- og efnahagsráð- herra, við fyrir spurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins. Í svarinu kemur einnig fram að 1,9 prósent af þeim sem greiddu auðlegðarskatt voru rukkuð um meira en 75 prósent en minna en 100 prósent af tekjum sínum. Í þessum hópi var hrein eign hverrar fjölskyldu að jafnaði 513 milljónir króna. Guðlaugur spurði einnig að því hversu margar fjölskyldur af þeim 20 prósentum sem greiddu hæstan auð- legðarskatt árið 2010 hafi haft skatta- legt heimilisfesti hér á landi í árslok árið eftir. Katrín segir í svari sínu að af þeim 627 fjölskyldum sem mynda þann hóp sem greiddi mest í auð- legðarskatt hafi 17 fjölskyldur, eða 0,5 prósent af heildarfjölda greiðenda, verið með lögheimili erlendis í febrúar síðastliðnum. Þessar fjölskyldur fluttu samtals 20 sinnum til útlanda frá árinu 2006 sem þýðir að sumar fjölskyldurn- ar hafi flutt fram og til baka. „Af þeim hópi sem auðlegðarskattur var lagður á árið 2011 fluttu átta fjölskyldur til útlanda árið 2011, átta árið 2012 og tvær á þessu ári,“ segir í svarinu. n n Faðir Guðmundar dó úr krabbameini 35 ára n 725 karlar greinast árlega V ið biðjum Alþingi að stofna sérstaka nefnd sem skoðar vinnubrögð hjá Barnaverndarnefnd- um á Íslandi og hjá Barna- verndarstofu,“ segir greinargerð er fylgir undirskriftalista sem settur hefur verið af stað af ungum manni, Hlyni Má Vilhjálmssyni. „Við viljum að nefndin gefi þeim einstaklingum, sem telja sig hafa verið beittir misrétti af hálfu barna- verndarkerfisins, tækifæri á að segja sögu sína,“ segir Hlynur Már. Hann þekkir vel til barnaverndar, en hann var á forræði þeirra nán- ast alla barnæsku sína. Mikið áfall Hlynur Már var vistaður hjá fóstur- fjölskyldu þegar hann var átta ára. Hann hafði þá verið tekinn frá móður sinni, en eftir nokkuð rót á mismunandi fósturheimilum, fannst loksins heimili þar sem hann undi hag sínum vel. Svo fór að fósturforeldrar hans gengu honum í foreldrastað. Hlyni leið afar vel á heimilinu og segist hafa tengst fjölskyldunni mjög fljótlega tilfinningaböndum. Það var því mikið áfall þegar ákvörðun var tek- in um að breyta heimilinu þannig að í stað fósturforeldranna kæmu starfsmenn sem unnu á vöktum. Hlýjuna vantaði Þá var Hlynur þrettán ára og við þessa breytingu segir hann að heimilisbragurinn hafi horfið. Hús- ið, sem áður hafði verið heimili, fékk á sig stofnanabrag. „Það vant- aði alla hlýju, umhyggju og kær- leika,“ segir hann en það hafði ein- kennt heimilið áður fyrr þegar fósturforeldrarnir sáu um það. „Eft- ir að hafa misst tengsl við blóðfjöl- skyldu mína voru tengsl nú rofin við fólkið sem ég lagði mitt traust á.“ Breytingarnar höfðu miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir Hlyn sem hefur allar götur síðan átt erfitt með að fóta sig. Hann glímir við alvar- lega kvíðaröskun sem hamlar því að hann geti stundað nám eða vinnu. „Ég skil hvernig mörgum börnum í kerfinu líður, ég var sjálfur í þessari stöðu,“ segir hann. Alvarlegar athugasemdir Hlynur gerir alvarlegar athuga- semdir við hvernig tekið var á mál- um hans innan kerfisins. Hann segist hafa upplifað óöryggi og vandræðagang. Þá hafi ekki verið stuðlað að því að tryggja samskipti milli hans og bróður hans, sem bjó á öðru heimili. Hlynur áréttar að það séu margir sem starfi fyrir barnaverndaryfirvöld sem sinni starfi sínu vel. Hins vegar séu ef til vill mörg börn sem eru eins og hann sem hafi orðið fyrir barðinu á slæmum ákvarðanatökum. Það sé ekki hægt að horfa fram hjá því. „Þetta gæti hent hvaða fjölskyldu á landinu sem er,“ segir hann. Hann steig fram í sumar og sagði frá upp- lifun sinni. Verkefnið kallar hann „Börnin okkar“ og segir það vera rökrétt framhald af þeirri frásögn. Þar lagði hann upp með að hjálpa öðrum og vill nú hrinda því í fram- kvæmd. Við undirskriftalistann er fólk hvatt til þess að deila reynslu sinni af samstarfi við Barna- verndarnefnd og hafa þegar fjöl- margir gert það. Hlynur hvetur þá sem deila upplifun hans af þess- um málum, eða gera athugsemdir við störf barnaverndarnefndar, til að stíga fram og segja frá. „Fyrst og síðast snýst þetta um velferð barn- anna og að gerðar verði endurbæt- ur á barnaverndarkerfinu,“ segir hann og hvetur fólk til að setja nafn sitt á listann. n Kærleikurinn var farinn Hlynur vill að farið verði yfir störf Barnaverndar. Mynd sigtryggur Ari Vildu Braga á brott Skammt er síðan fjörutíu mótmæl- endur mættu til Barnaverndarstofu og kröfðust þess að Bragi Guðbrandsson, forstjóri hennar, segði af sér. Aðgerð- irnar beindust gegn meintri handvömm Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, stofnunar hans og stjórnvalda í forræðisdeilu Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur við danskan barnsföður hennar. Hjördís hefur verið Hlyni innan handar við undirskriftasöfn- unina. Þá benti Bragi á að krafan byggðist ef til vill á misskilningi. „Ég hef samúð með fólki að vera ekki inni í flóknu regluverki þessara mála og það þekkir aðeins eina hlið málsins, það þekkir ekki hlið föðurins heldur hefur verið matað einhliða upplýsingum frá móðurinni. Það eru tvær hliðar á þessu máli,“ sagði Bragi. Áskorunin Undirskriftalistann er að finna á síðunni Change.org ef leitað er að: Áskorun til stjórnvalda að stofnuð verði rann- sóknarnefnd sem skoðar starfshætti Barnaverndar. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is „Það vantaði alla hlýju, umhyggju og kærleika“ n Undirskriftalisti þar sem hvatt er til rannsóknar á vinnubrögðum Barnaverndar sautján flutt Í svarinu segir að sautján af þeim fjölskyldum sem borguðu mest í auðlegðarskatt 2010 hafi verið fluttar utan í febrúar síðastliðnum. Fólskuleg líkamsárás Karlmaður varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Grafarvogi á ellefta tímanum á laugardagskvöld. Hann fékk slæma áverka, en það brotnuðu meðal annars í honum nokkrar tennur. Maðurinn var að aka bifreið sinni þegar hann tók eftir því að honum var veitt eftirför. Þegar hann nam svo staðar gerði sá sem hafði veitt honum eftirför það líka. Maðurinn í bifreiðinni fyrir aft- an steig út úr bílnum sínum, gekk að manninum og sló hann hnefa- höggi í andlitið. Eftir þetta flúði árásarmaðurinn burt og er hans ennþá leitað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.