Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 11
10 Fréttir n Ríflegir ríkisstyrkir og skattaafslættir gætu numið fimm milljörðum B einn og óbeinn stuðningur ríkissjóðs við framkvæmdir vegna kísilvers á Bakka í Norðurþingi gæti numið meira en fimm milljörðum íslenskra króna. Þá er tekið tillit til skattaívilnana og kostnaðar við hafnarframkvæmdir, vegatengingu, undirbúning lóðar og þjálfun starfsfólks. Þetta kemur fram í laga- frumvörpum atvinnuvega- og ný- sköpunarráðherra sem lögð voru fyrir Alþingi í síðustu viku, en ef lögin verða samþykkt fær ráðherra heimild til að gera fjárfestingar- samning fyrir hönd ríkisstjórnar- innar við félagið PCC BakkiSilicon hf. og eiganda þess, PCC SE, um að reisa og reka kísilver í landi Bakka. Jafnframt mun ríkið fjármagna uppbyggingu innviða vegna starf- seminnar. Sama gamla stefnan „Þetta er í takt við það sem við- gekkst í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ sagði Guð- mundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur og formaður Landverndar, þegar DV leitaði til hans. „Stóriðjan fær sömu sérmeð- ferðina nú og áður og frá ráðherra Vinstri grænna kemur þetta óneit- anlega á óvart.“ Segist Guðmundur Hörður velta því fyrir sér hvort allt tal um grænt hagkerfi og endalok stóriðjustefnunnar hafi bara verið orðin tóm. Guðmundur bendir á að kísil- verksmiðjan hafi staðbundin áhrif, svo sem á gróður og fuglalíf auk þess sem hún valdi losun gróður- húsalofttegunda. „En stóra málið eru þær virkjanir sem þarf að ráð- ast í til að geta knúið þetta kísil- ver,“ segir hann og vísar þar til virkjanaframkvæmda sem fyrir- hugaðar eru á Þeystareykjum og Bjarnarflagi. Svæðin eru í virkjana- flokki samkvæmt rammaáætlun en í sameigin legri umsögn þrettán ís- lenskra náttúruverndarsamtaka er kallað eftir því að þau séu vernduð. Benda náttúruverndarsamtökin á að á Þeystareykjum sé að finna sjaldgæfar plöntu- og dýrategundir og fágæta hella. Þá telja þau að frekari virkjanaframkvæmdir á Bjarnarflagssvæðinu geti skaðað ferðaþjónustuna og haft alvarleg áhrif á lífríki Mývatns og Laxár. Miklir skattaafslættir PCC SE er þýskur iðnaðarrisi með starfsemi í 16 löndum. Í viðræðum við fyrirtækið hefur komið skýrt fram að ekkert verði af verkefninu nema til komi skattaafsláttur. Fær félagið tímabundnar ívilnanir um- fram þær sem heimilt er að veita samkvæmt núgildandi lögum um nýfjárfestingar. Verður félagið undanþegið almennu tryggingar- gjaldi og stimpilgjöldum en auk þess fær það 50 prósenta afslátt af fasteignagjöldum. Jafnframt þarf félagið aðeins að greiða 15 prósenta tekjuskatt þótt fyrirtækjaskattur hér á landi nemi 20 prósentum. Þessi skattaafsláttur er veittur þrátt fyrir að Ísland búi við einn lægsta tekju- skatt á fyrirtæki í heiminum, en til samanburðar má nefna að fyrir- tækjaskattur í Bandaríkjunum er tvöfalt hærri. Ívilnanir líklega fordæmisgefandi „Óháð umhverfisáhrifunum veltir maður fyrir sér hver stefna stjórn- valda sé. Er það virkilega stefna þeirra að veita stóriðju ekki að- eins skattaafslætti heldur líka beina ríkis styrki?“ spyr Guðmundur. Hann veltir því fyrir sér hvort íviln- anirnar sem fyrirtækið nýtur á Ís- landi séu ekki fordæmisgefandi. „Ætli önnur fyrirtæki vilji ekki fá meðgjöf frá ríkinu líka?“ Umsögn fjárlagaskrifstofu fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins um frumvarpið rennir stoðum und- ir hugleiðingar Guðmundar. Þar kemur fram að fyrrnefndar skatta- ívilnanir kunni að skapa fordæmi fyrir önnur og stærri fjárfestingar- verkefni. Jafnframt sé verið að víkja frá stefnunni sem mörkuð var með lögum um ívilnanir vegna nýfjár- festinga á Íslandi sem sett voru árið 2010. Efnahags- og fjármálaráðu- neytið vill að undanþágan frá tryggingargjaldinu verði skoðuð sérstaklega. Samkvæmt lögum um tryggingargjald er tekjum af því meðal annars ráðstafað til Fæðingarorlofssjóðs, Trygginga- stofnunar ríkisins og starfsendur- hæfingarsjóða. „Ein spurningin sem vaknar í þessu sambandi snýr að því hvort undanþágan hafi áhrif á réttindi starfsmanna fyrirtæk- isins til þeirra velferðartrygginga og þjónustu sem gjaldinu er ætlað að fjármagna,“ segir í umsögninni. „Einnig er ástæða til að benda á að öll frávik frá almennum reglum skattkerfisins gera skattafram- kvæmd flóknari og eftirlit skattyfir- valda erfiðara. Óvissa um heildaráhrif Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að kísilverið á Bakka muni skapa um hundrað störf, draga stórlega úr fólksflótta frá svæðinu og auka hagvöxt. Hafa margir haldið því fram að heildaráhrif framkvæmd- anna verði jákvæð fyrir þjóðarbúið. Í umsögn fjárlagaskrifstofunnar er hins vegar bent á ekki hafi farið fram kostnaðar- og ábatagreining því til staðfestingar. Jafnframt sé það álita- mál hversu miklu af opinberu skattfé megi verja til að laða að erlenda fjár- festa. Í frumvörpunum sem lögð hafa verið fram er ekki að finna nein áform um það hvernig útgjöld ríkis- sjóðs vegna verkefnisins verði fjár- mögnuð og ekki er gert ráð fyrir þessum útgjöldum í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um jöfnuð í ríkis- fjármálum fyrir árin 2013–2016. Því má með sanni segja að enn sé ótal spurningum ósvarað um kísilverið á Bakka. n Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Þetta er í takt við það sem viðgekkst í stjórnartíð Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar Kísilver framtíðarinnar Einhvern veginn svona mun kísil­ verið á Bakka líta út. Þessi mynd er úr umhverfismatsskýrslu sem EFLA verkfræðistofa annaðist fyrir hönd PCC á Íslandi. Gagnrýnir áformin harðlega Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur og formaður Landverndar, er mótfallinn þeim fyrirhuguðu virkjanaframkvæmdum sem eru forsenda kísilversins. Fréttir 11Mánudagur 11. mars 2013 hf. hafi ekki borið eins skyndilega að og upphaflega var talið. Því hafi aðdragandinn og þar með tækifæri Seðlabankans til að undirbúa lán- veitinguna með nauðsynlegri skjala- gerð verið rýmri en áður var talið.“ Hinn möguleikinn er sá að Davíð og Geir hafi verið meðvitaðir um slæma stöðu Kaupþings og hafi talið ólíklegt að hægt hefði verið að bjarga bankanum frá falli en hafi samt sammælst um lánið. Sá möguleiki verður að teljast ólíklegur þar sem Davíð hefði varla tekið þá ákvörðun að lána Kaupþingi þessa 77,5 millj- arða ef svo hefði verið. Geir og Davíð hljóta því að hafa trúað því á þessum tíma að hægt væri að bjarga Kaup- þingi frá falli með lánveitingunni. Eftir stendur hins vegar sú spurn- ing af hverju Davíð ákvað að samtal hans og Geirs um málið ætti að vera til á upptöku og af hverju hann sagði Geir ekki frá því. Ekki í vafa Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar, hefur verið áberandi í umræðum um málið í fjölmiðlum. Hann er ekki í neinum vafa um að Davíð og Geir hafi verið meðvitaðir um slæma stöðu Kaupþings á þessum tíma. „Þeir voru seðlabankastjóri og forsætisráðherra og höfðu að- gang að upplýsingum um stöðu bankanna. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir hafi vitað að staða Kaupþings var slæm. Menn þurfa að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif þetta lán hafði: Stærstur hluti gjaldeyrisvaraforða landsins var lánaður á einu bretti og varð meðal annars til þess að Seðlabankinn varð gjaldþrota,“ segir Björn Valur. Hann segir að símtalið geti hjálpað til við að varpa ljósi á ákvarðanatökuna í málinu en seg- ir jafnframt að hugsanlegt sé að takmarkaðar upplýsingar komi fram í símtalinu, líkt og Davíð seg- ir. „Kannski er ekkert í þessu,“ seg- ir Björn Valur. „En við viljum fá að sjá hvað þeim fór á milli til að ganga úr skugga um það. Þetta er ein vísbendingin sem við höfum sem gæti hjálpað okkur til við að skilja hvernig staðið var að þessari ákvörðun. Við höfum vís- bendingar um að það hafi verið samráð á milli þeirra í þessari ákvarðanatöku.“ Björn Valur segir að Alþingi þurfi nú, eftir útgáfu skýrslunn- ar, að taka ákvörðun um hvað þingið vilji gera til að fá þessar upplýsingar frá Seðlabanka Ís- lands. Líkt og áður segir er Seðla- bankinn sjálfur að vinna í því að tryggja fjárlaganefnd aðgang að símtalinu með sams konar hætti og þegar utanríkismálanefnd fékk aðgang að símtali Davíðs og Mervyns King. n Geir vissi ekki af upptökunni Stóriðjan á sérsamningi n Símtöl Davíðs Oddssonar við Geir H. Haarde og Mervyn King voru lík að ýmsu leyti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.